Fjallkonan - 16.08.1904, Blaðsíða 3
FJALLKONAN.
131
,Mótmæli‘.
Ekki heíir Þjóðviljinn látið standa
á sér með að svara greininni í Fjallkon-
unni út af „Teiti", leikriti Guðmund-
ar skálds Magnússonar prentara.
Grein þessi er einmitt vörn móti
þeim árásum, sem gerðar voru mót.i
leikriti þessu eða „ljóðleik", en alls
ekkert sveigt að neinum „pólitiskum
ofsóknum", heldur ekki farið með
einu orði um það, að „skáldið" hafi
„vitnað i pólitíkinni" — annars er
ekki hægt að ráða í meininguna í þess-
um orðum. Þetta er því alveg rangt
hjá Þjóðviljanum, eða honum hefir
glapist sýn. í Fjallkonugreininni var
lokið fremur lofsorði á Ijóðleikinn, en
höfundinum hefir ekki þótt það nóg,
og er vonandi, að hann fái þá meiri
reykelsisilm annarsstaðar frá. í Fjall-
konugreininni er heldur engum „hnút-
um“ kastað, það er einnig tóm í-
myndun og getsakir. En það kenn-
ir manni að vara sig, þegar höfund-
ar verða fokreiðir út af því að mað-
ur vill verja þá.
Ajax.
,Cercs‘ kom frá útlöndum 6. þ. m.
Með skipinu komu margir útlending-
ar, flestir Englendingar, til að ferð
ast hér um; sömul. Davíð Gstlund
ritstjóri, Sigurður Sigurðsson kenn-
araefni og frk. Þórunn Kristjánsdótt-
ir (assessors). Skipið fór aftur hring-
ferð kringum land 11. þ. m. með
nokkuð af farþegum.
,\’esta‘ kom 10. þ. m.; kom frá
útlöndum til Austfjarða og þaðan
kringum iand. Með henni voru þess-
ir farþegar: Amtmannsfrú Alfheið-
ur Briem og börn frá Akureyri, al-
komin, Benedikt prófastur Kristjáns-
son á Grenjaðarstað, Finnur Jónsson
prófessor með frú og syni, Jes Zim-
sen kaupm., Júlíus amtsskrifari Sig-
urðsson, Halldór Gunnlaugsson kaup-
m., Stefán Gudjohnsen faktor á Húsa-
vík, Þóraiinn Þorláksson málari, Vald.
Steffensen stúdent o. fl. Skipið fór
aftur á sunnudaginn var kringum
land til útlanda með nokkuð aí far-
þegum.
Óveitt cmbættl. Embættið sem
héraðslæknir i Keflavíkurhóraði. Árs-
laun 1700 kr. Auglýst laust 1. ág.
Umsóknarfrestur til 20. september.
Settur til að þjóna Keflavíkur-
læknishéraði er 3. þ. m. Jón Jónsson,
stud med. & chir.
Lausn frá euibættl. Stjórnar-
ráðið veitti 19. f. m. séra Sveini
Guðmundssyni presti að Goðdölum í
Skagafirði lausn frá embætti án eft-
irlauna, frá fardögum 1904 að telja.
Eyjafjarðarsýsla og bæjarfógeta-
embættið á Akureyri er 20. f. m.
veitt Guðlaugi Guðmundssyni, sýslu-
manni í Skaftafellssýslum.
,Kong Tryggve‘ kom frá Vest-
fjörðum 8. þ. m. Frá Stykkishólmi
kom Lárus H. Bjarnason sýslumað-
ur; fra ísaflrði Björn Bjarnason cand.
mag. og frú. Skipið fór til útlanda
á miðvikudaginn var með nokkra far-
þega, þar á meðal frú Stefanía Guð-
mundsdóttir til að kynna sér leik-
ment eriendis.
Sklpakomur. l.þ. m. kom segl-
skipið „Kapreren" (71, H. Larsen)
með salt frá Bergen til H. P. Duus.
S. d. kom seglskipið „Island" (160,
Aavik) með kol til B. Guðmundsson-
ar.
3. þ. m. „Scandia" sömul. með
kol til B. Guðmundssonar.
5. þ. m. gufuskipið „Breidfond"
(252, Bellesen) frá Leith með vörur
til Edinborgarverzlunar.
9. þ. m. gufuskipið „Brage“ (297,
P. Andersen) frá Liverpool með kol
og salt til G. Zoéga og Th. Thor-
steinsson.
Krossadrífa og tltlatog. L. E.
Sveinbjörnsson háyfirdómari er orð-
inn kommandör af dannebrog II, en
dannebrogsriddarar þeir G. Zoega
kaupm. og Halldór Daníelsson bæj-
arfógeti; ennfremur hefir Sighv. banka-
stjóri Bjarnason verið gerður jústiz-
ráð.
(ílcðileg tákn tímanna er vax-
andi framleiðsla og útflutningur s
íslenzku sméri. Til fróðleiks mönn-
um fjær og nær skal hér skýrt frá,
hve mikið að búið var að flytja í ís
húsið hér i Rvík til geymslu hinn
12. þ. m.
Frá Brautarhoitsbúinu 37 tunnur.
— Arnarbælisbúinu 84 —
— Hjallabúinu 43 —
— Yxnalækjarbúinu 42 —
— Birtingaholtsbúinu 78 —
— Áslækjarbúinu 88 —
— Rauðalækjarbúinu 150 —
— Framnessbúinu 50 —
— Kjósarbúinu 23 —
— Torfastaðabúinu 76 —
— Landmannabúinu 55 —
— Rangárbúinu 68 —
— Fossvallalækjarbúinu 48 —
— Kálfárbúinu 40 —
— Geirsárbúinu 60 —
— Hróarsholtslækjarb. 59 —
— Apárbúinu 47 —
— Fljótshlíðarbúinu 42 —
Samtals 1 1090 tuunur.
Líklegt er, að gera megi ráð fyrir,
að í flestum tunnunum séu 105 ®;
er þá smér þetta alls 114,450
Með 70 aura prís á hverju pundi,
nemur það 80,115 krónum.
Af sméri þessu hefir verið flutt út:
Með Ceres 8. júlí 112 tunnur.
— Laura 19. júlí 250 —
— Tryggva konungi
10. ágúst 562 —
Samtals 924 tunnur.
Brýna nauðsyn ber til, að krefjast
þess, að eftirleiðis verði kæliiúm í
skipum, sem tíðastar ferðir farahóð-
an milli landa. Verður að gera það
atriði að beinu skilyrði við „Hið
sameinaða gufuskipafélag" eftirleiðis
eða hvert annað félag, sem kann að
taka að sér að halda uppi samgöng-
um við útlönd. Er það sjálfsögð
skylda, að hlynna að því á aliar
lundir, að smérið komist óskemt á
enska markaðinn.
Ekki mundu Danir sætta sig við
það, að smér þeirra væri flutt til
Englands í vanalegu farrými.
En vér eigum í þessu efni ekki
að vera lítilþægari en þeir. Vér
flytjum smérið á hinn sama markað
og viljum keppa eftir að ná hinu
sama verði.
Eins og flutningnum er nú komið
fyrir, má gera ráð fyrir, að smérið
heldur skemmist í flutningnum, eink-
um í hitatíð. Væri það samt illa
farið.
Trúlofuu. Nýlega hafa opinberað
trúlofun sína Brynjólfur Björnsson,
stud. med. & chir. og frk. Anna Guð-
brandsdóttir.
Nýgift eru verzlunarstjóri Carl
Fr. Proppé og frk. Jóhanna Jósafats-
dóttir.
Vörur og vélar
jrá ^meriku;
Landsmönnum er kunnugt, að s.
1. 5 ár hefi eg útvegað vandaða og
gagnlega hluti fyrir sanngjarnt verð.
Hér er listi yfir nokkura:
STÁLBRÝR, vandaðar, ódýrar og
á hvaða stærð sem vill.
STÁL, óunnið, til smíða, mjög ó-
dýrt, í stöngum allsk.
STÁLVÖRUR ýmsar, bitar, pípur,
plötur, og vírar allsk. o. fl.
‘VINDMYLNUR, er hafa alt að 8
hesta afl.
‘MÖLUNAR-KVARNIR, er mala alt
að 100 ® á klukkut.
‘VAGNA- OG KERRU- og HaND-
KERRUHJÓL, úr stáli.
LISTIVAGNAR, fyrir 1—2 hesta
(fl. sortir).
‘ELDAVÉLAR og OFNAR betri en
hér gerast.
FÓT-SAUMA-VÉLAR, mikið betri
og fegurri en hór eru til.
‘VALL-PLÓGAR, hinir frægu „Cant-
on Clipper".
‘GARÐ-PLÓGAR. með herfl og fl.
áhöldum.
‘PATENT STROKKAR nr. 1 og 2,
og stærri.
‘ALEXANRDA SKILVINDUR, nr.
14 og 12.
‘DUNDAS-PRJÓNAVÉLAR nr. 1
og 2.
’VATNS-MÁLNING, altað 3/* ódýr-
ari en önnur,
‘Sýnir, að hluturinn er hér fyrir-
iiggjandi, annaðhvort til sölu eða til
sýnis.
40
„Jæja, herra barón, hvernig lizt yður á mannínn?"
„Mér lízt mjög vel á hann, karlsauðinn," mælti barónính.
„Það er auðséð, að hann er meinhægðarmaður, hneigður fyrir
einlífi og heilabrot. Þér ættuð að líta eftir því, prestur minn,
að bændumir féfletti hann ekki í viðskiftum. Mér þætti leiðin-
legt, ef þeir gerðu sér einfeldni hans að gróða.“
1 sama bili sá baróninn laglega bóndadóttur ganga fram hjá
og tók hann svo rækiiega eftir henni, að hann ekki heyrði, hvað
presturinn mælti, Síðan kvaddi hann prestinn og hólt beina leið
heim. Og þegar þangað var komið, var hann búinn að steingleyma
honum Teteról.
í næstu viku fór baróninn til Parísarborgar og þar var hann
allan veturinn og „lifði hvern dag í dýrðlegum fagnaði. “ Hann
hafði raunar ásett sér að hvería heim aftur með vorinu; en það
varð nú ekki mikið úr ásetningnum þeim. Á þorranum var hann
kominn suður að Miðjarðarhafsströndum, um jónsmessuna suður
í Pyreueafjöll, um miðsumarsleytið til Noregs. Með haustinu fór
fór hann til Pétursborgar og þar dvaldi hann um það bil missiri.
En allír hlutir hafa sína orsök, og svo var um ferðalagið
barónsins. Meiningin málsins var, að hann hafði komist í kunn-
ingsskap við laglegu stúlku, og elti hann hana land úr landi, ást-
fanginn og óþreyjufullur. Hugði hann, að nú væri sú kona fund-
in, sem hjarta hans um alla æfi hefði þráð og hann gæti alvar-
lega bundið ástir við. En raunin varð samt á endanum sú, að
þessar ástir reyndust ekki staðbetri en margar aðrar.
Meðan baróninn var í þessu íerðalagi, rankaði hann við
B?
um verðið á jörðunum í hágrenninu, hVe mikinn fénað þær bæru
og hvað þær gæfu af sér. Og hann mundi rækilega það, sem
hann heyrði. Eftir vikutíma þekti hann hvert kot í sveitinni út
í yztu æsar engu lakar en sjálfur hreppstjórinn.
Kveld eitt sat hann fyrir íraman húsdyrnar sínar og var að
skrafa við ráðskonuna.
Þá segir hún:
„Þarna koma þeir þá presturinn og baróninn."
Teteról leit upp og sá séra Míró koma og ljóshærðan mann
með honum. Maður sá var auðsjáanlega kominn á fullorðins ár,
en samt unglegur ásýndum. Hann var herðabreiður og vel vaxinn,
bar höfuðið hátt, en þreytulegur á svipinn; þóttalegur var hann
í framgöngu, en þó góðmannlegur. Þótti Teteról, sem hann hefði
séð mann þenna bera fyrir augu sín á götunum í París.
Teteról gekk út á veginn á móti þeim.
„Leyfiðmér, herra barón," mælti séra Míró, „að gera herra
Teteról yður kunnugan. Þér munuð kannast við hann, því eg
hefi oft á hann minst." —
Baróninn hneigði sig kurteislega og mælti:
„Mér er það gleðiefni, að kynnast yður, herra Teteról."
„Eða réttara sagt, rifja upp gamlan kunningsskap," greip
Teteról fram í og hneigði sig um leið.“
„Eg var blátt áfram vikapiltur hjá föður yðar sál., þegar
eg kyntist yður fyrst. En það er engin von til, að þér munið
eftir mér; þór voruð þá svo ungur.“
„Verið þór velkominn til Saligneux," mælti baróninn. fÞað er