Fjallkonan


Fjallkonan - 15.11.1904, Qupperneq 1

Fjallkonan - 15.11.1904, Qupperneq 1
K.omur út eínu sinni í viku. Yerð árgangsins 4 krónur (erlendis 5 krónur eða IV2 dollar), borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). BiENDABLAÐ Y ERZLUN ARBIx AÐ Uppsögn (skrifleg) bund- in við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyr- ir 1. október, enda hafi kaupandi þá borgað blaðið. Afgreiðsla : Miðstrssti. XXI. árg. Reykjavík, 15. nóvember 1904. Nr. 45. Augnlækninö ókeypis 1. og 3. þrd. hverjum mán., kl. 2—3 í spitalanum. Pobngbipasafn opið md., mvd. og ld. 11—12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa opin á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 síðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskvöldi kl. 8V2 síðd. L HNDAKOTSKiRKJA. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- endur kl. ÍOV2—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—3 (md., mvd. og ld. kl.2—3 til út- lána) 6—8 síðdegis. Landsskjadasafnib er opið hvern þriðju- dag, fimtudag og laugardag kh 12—1. Náttúbugripasafn, í Yesturgötu 10, opið á sd. kl. 2- 3. Tannlækning ókeypis í Pósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Á víð og dreif. Gleðitíðindi og merkistíðindi eru það, sem mag. Guðm. Finnbogason sagði Fjallk. síðast utan úr sveitun- um, að mentavinir þar væru alment farnir að skilja það, að það sóu fast- ir alþýðuskólar, sem vér eigum að stefna að, og að svo framarlega sem þing og stjórn leggi þetta mál fyrir þjóðina á hentugan og skynsamlegan hátt, muni ekki á henni standa. Óneitanlega miðar oss áfram í al- þýðumentamálinu, þó að hægt fari. Árið 1887 veitti alþingi í fyrstasinn styrk til sveitakenslu, 1500 kr. hvort árið, og þóttu stórtiðindi. Til barna- skóla voru þá veittar 2500 kr hvort árið. Nær því allir þingmenn, sem á málið mintust, voru þá sammála um það, að ekki væri nokkur tiltök að hafa barnaskóla í sveitum; þeir kæmu þar að ekki að neinu gagni. Síðasta þing veitti 7000 kr. annað árið og 8000 kr. hitt til barnaskóla og sömu fjárhæðir til sveitakennara, samtals 30 þús. kr. En hitt skiftir þó enn meira máli, að hugur þjóð- arinnar skuli hafa snúist svo, að framfaramenn vilja nú vinna að því að fá fasta skóla um land alt. Það er eitt dæmi þess, hver vorhugur sýnilega er að vakna í brjóstum manna hér á landi. Væntanlega sinna bændur bendingu þeirri um gaddavírskaup, sem stóð í síðasta blaði Fjallk. fra Sigurði ráðu- naut Sigurðssyni. Það er mikilsvert fyrir þá að geta fengíð vírinn mikl- um mun ódýrari en þeir hafa átt kost á að undanförnu. Og óhugsandi er, að stjórnin láti ekki aðra bænd- ur verða þessa góða verðs aðnjót- andi en þá, sem bmda sig á klafa gaddavírslaganna, ef bændur sjá þar sjálfir um sig og panta vírinn sam- kvæmt bendingu S. S. Stjórnin má verða því fegin, að tilboð hennar só notað af sem flestum. Þá ber ekki eins mikið á því, hve gersamlega hefir mistekist með gaddavírslögin, og hve lítið erindi þau hafa átt til Jjjóðariwiar. Ásgrímur Jónsson málari hefir sýnt í haust hér í bænum fjölda af myndum fyrirtaks-vel gerðum, sem hann hefir flestar búið til í sumar. Festar eru þær vatnslitsmyndir, en nokkur olíumálverk voru líka innan um. Allur þorrinn er landslagsmynd- ir, en einstöku ándlitsmyndir voru líka í safninu, þar á meðal af Brynj- ólfi Jónssyni á Minnanúpi, ágætlega lík manninum. Engum, sem lands- lagsmyndirnar sór, mun geta bland- ast hugur um það á eftir, að mikií og mikilfengleg sé fegurð þessa lands, ef hann hefir ekki vitað það áður. Þjóð vorri er mikill fengur í þessum unga listamanni, ef ekki fer um hann eins og svo marga aðra íslendinga, sem eitthvað líkt hafa verið gefnir, að alt þornar upp í ör- æfabreiskju örbirgðarinnar. Það væri tjón og skömm, sem ekki ætti að koma fyrir. Ritstjóri Reykjavíkur kveðst hafa lesið alt 48. tbl. blaðs síns upp aft- ur til þess að leita að því, hvar það só „ótvíræðlega gefið rskyn, að einn eða tveir af höfðingjum framsóknar- ílokksins séu stórþjófar". En hann kveðst ekki hafa getað fundið þessa aðdróttun. Og fyrir því mælist hann til þess, að ritstj. Fjk. tilfæri orðrétt þau ummæli, sem aðdróttun þessi á að felast í. Velkomið I Ummælin eru þessi orðrétt: „Hvort hann“ (o: réðherrann) „haíi stolið því ? Nei það er nú ekki því að heilsa að hann hefði vit á þvi. Hefði hann svikið þetta fó af lands- sjóði, til að auðga sjálfan sig, þá hefði það þó verið svo mannlegur breyzkleiki, að einn eða tveir „fram- sóknar“-höfðingjar að minsta kosti hefðu skiiið það og vorkent, ef að líkum lætur". Þessi ummæli liafa lesendur skilið sem ótvíræða þjófnaðar-aðdróttun, og þau verða eltki skilin á annan hátt. Nú virðist svo ásvari „Reykjavíkur", sem ritstjórinn ætlist ehki til, að þau séu svo skilin. Auðvitað er það gleðilegt og mikilsvert fyrir „höfð- ingja“ Framsóknarflokksins, að ritstj. „Rvíkur" vill ekki halda því fram til þrautar, að þeir séu stórþjófar. En er til of mikils mælst, að að- almálgagn stjórnarinnar orði eftir- leiðis deilur sínar á einhvern þann veg, að lesendur geti komist hjá því að skilja ummælin sem glæpsam- legar aðdróttanir til saklausra manna? Ritsfjórinn er svo orðhagur og rit- fær inaður, að honum getur ekki verið það ofætlun. Tíðarfar mjög stormasamt, og rigning ná- lega á hverjum degi, oft stórrigning. Einstaka nótt að eins með ofurlitl- um froststirningi, Þilskipaútgerðin. Það er ekkert smáræði, sem um er að tefla, þar sem þilskipaútgerð vor er. Henni eigum vór það að þakka meðal annars, að vór erum að eign- ast höfuðstað, sem því nafni getur heitið, í raun og veru allmikilfeng- legan, eftir því sem að öðru leyti er ástatt um þær 80 þúsundir manna, sem hafast við á þessu landi. Undir útgerðinni er það í raun og veru komið, framar öllu öðru, hvort þessi bær getur þrifist, getur til frambúð- ar orðið það höfuðból hvers konar menningar á þessu landi, sem hon- um er ætlað að vera. Og undir út- gerðinni er það komið, hvort þeir, sem hér hafa lagt fram vitsmuni sína, fjármuni og vinnuþrótt, hafa bygt á bjargi eða sandi. Með þessar hugsanir í höfðinu lagði Fjallkonan á stað hér um daginn út í bæinn, og gaf sig á tal við skyn- saman og athugulan útgerðarmann og reyndan skipstjóra. Úti um land hefir það einhvern veginn komist inn í höfuðin á mönn- um, sumstaðar að minsta kosti, að þilskipaútgerðin hér sé fremur laklegur atvinnuvegur. Vér getum ekki full- yrt, hvernig á því stendur. Fæstir þeirra, sem í fjarlægð. búa, munu hafa kynt sór málið neitt verulega, enda naumast átt kost á því. En grunur vor er sá, að það muni eink- um hafa haft áhrif á hugmyndir manna um þetta efni, að nokkurþil- skipin hér hafa alls ekki verið notuð til veiða síðustu vertíðirnar. Fjallkonan spurði útgerðarmann- inn, hvernig hann teldi hag útgerðar- innar nú farið. Honum er vel farið sem stendur, svaraði hann. Verðið var mjög hátt í sumar. Afli var yfirleitt góður, í góðu meðallagi; höfðatalan minni en vant er, en fiskurinn aftur svo miklu vænni, að það mun jafna sig upp. Viljið þér gera svo vel og gefa mér nokkura hugmynd urn sennileg- an ársreikning skips á venjulegri stærð? sagði Fjallkonan. Útgerðarmaðurinn tók því veJ. Al- geng stærð á skipum er 70—80 smá- lestir. Skipshöfnin er 20—24 menn. Meðalafli hefir verið síðustu árin um 400 skp. Meðalverð síðustu 2 árin 50 kr. skp., sem verða 20 þús. kr. Eg geri ráð fyrir, að hásetar sóu 19, og að þeir og stýrimaður eigi helm- ing af öllum afla sínum. Svo blaðaði hann nokkuð í skjölum sínum og bjó því næst til eftirfar- andi áætlun um kostnaðinn: Útgerðarkostnaður: salt, veiðarfæri, vistir 0. fl. um. . . kr. 6000,00 Kaup skipstj. 6 mán. — 390,00 Afla.verðlaun af 400 skp. til skipstj. . . — 800,00 Kaup matsveins um 6 mán..............— 240,00 [ ' • Flytr kr, 7430,00 Fluttar: kr. 7430,00 Skip á venjul. stærð mun kosta nálægt 16000kr., vextirþaraf — 800,00 Verkun á 200 skpd. af fiski...............- 600,00 — 8830,00 Hér er ótalin fyrning á skipinu. Til þess að mæta henni og þeim kostnaði, sem nú hefir verið talinn, hefir útgerðamaðurinn 10 þús. kr., eftir því, sem heimildarmaður vor gizkar á. Fráleitt verður annað sagt, en að það sé mjög sæmilegur ágóði. Hverjar eru nú aðalhætturnar fyrir þennan atvinnuveg, og teljið þórþær mjög alvarlegar ? spurði Fjallkonan. Aðal hættan er sú, að verðið á fiskinum falli, sagði heimildarmaður vors, Það hefir komist langt niður úr því, sem það hefir verið síðustu árin. Og við það getum vér lítið ráðið, ekkert annað en það að vanda vöruna sem bezt og gera hana sem geðþekkasta þeim, er vór ætlumsttil a§ kaupi hana. Vöruvöndun er nú orðin góð á skútunum. En af botn- vörpungafiskinum stendur stórhætta, þegar honum er blandað saman við annan fisk. Það hefir verið gert, og með því einu móti hefir hann flotið sem góð vara á markaðinum. Eg og ýmsir fleiri telja það eitt aðalverk fiskimatsmannsins að sjá um, að það komi ekki fyrir. Teljið þór ekki eina af hættunum þá, að aflinn kunni að bregðast? \ið því vírðist ekki vera verulega hætt, svaraði útgerðarmaðurinn. Afl- inn hefir farið vaxandi, og þó að höfðatalan só minni nú en áður, verður þyngdin vist eins mikil, eins og eg hefi áður sagt. Hnekkir getur stafað af beituleysi - sum skip hafa orðið fyrir því - en svo mikið er af síld umhverfis landið, að menn ættu að geta trygt sér beitu með því að koma upp íshúsum hór og þar. Þorskur virðist líka vera mikill á hverju ári umhverfis landið, þar sem mönnum tekst að ná til hans. En hvað segið þér um manna- haldið, kauphæðina? Teljið þér þar um nokkura hættu að tefla fyrir út- gerðina ? spurði Fjallkonan. Það fer eftir því, hver gjaldháttur- inn er af þeim, er nú tíðkast, mælti útgerðarmaðurinn. Hásetar fá að jafnaði helming af því, sem þeir draga, eins og gert er ráð fyrir í reikningsáætluninni. Svo hefir verið venja, að þeir borgi 8 kr. fyrir salt og verkun á hverju skpd.; sem þeir eiga. Þetta er það minsta, sem þeir mega borga. En sumir hafa þröngv- að útgerðarmönnum til að þiggja minna, og það má ekki við gangast. Fyrir tveimur árum var gerð til- raun til þess að hækka þetta gjald hálfdrættinga; en úr því varð ekkert. Eðlilegast er, að hálfdrættingar borgi hvorki meira nó minna en saltið og vorkunin kostar, kostnaði só skift

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.