Fjallkonan


Fjallkonan - 29.06.1905, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 29.06.1905, Blaðsíða 3
og breytingarti lögur i frumvarpsfarmi verða lagðar fyr'ir alþíngi á kosfl ingarlögunum 1903. í frumvarpinu er landinu öllu skift í 7 kjördæmi, sem hvert um sig kýs 4—6 þing- menn með klutfallskosningum. Pau frumvörpin, sem þá eru ó- talin, eru þýðingarlítlð smselkr. Það, sem vekur mestar ábyggjur er, að fjárhagur íslands er að kom- ast í ískyggilegustu ógöngur. Tekju hallinn er áætlaður 374 þús., þar til og með á að byggjá opinberar bygg- ingar fyrir 300 þús. krónur. Það er þes'-vegna gjört ráð fyrir hér um bil 700 þús. kr. tekjuhalla á næsta fjárhagstímabili. Uppí þetta á að koma andvirði seldra lóða á Arnár- hólstúni. Ef til vill fengjust þar 100 þús. kr.; 15—16000 kr. frá sýsl- usjóðunum á ári. sem alþingi aldrei samþykkir, og tollhækknn að sagt er, sem líklegast nemur meir en 150 þús. kr. á ári, eða helmingurinn af því, stím vænta má að vanti upp á til að tekjur næstu tveggja ára mæti útgjöldunum. Betur hefði gamli Gladstone reýnt að íáta tekjur og útgjöld mætast, ef hann hefði átt að leggja fjáilögin fyrir alþingi. Viðhaldskostnaður landsímans, Hér á landi hefir margah grun- að það, að viðhaldskosnaður land- símans væri eitthvert ískyggilegasta atriðið í samningi þeim, sem gerður heíir verið fyrir vora hönd við Rit- símafélagið norræna. En fyrir van- þekkingu á málinu heíir mönnum ekki vei-ið ljóst, um hve mikið er að tefla. Fjallkonan heíir spjallað um hitt og annað við Mr Capito, sendiboða Marcoiiifélagsins. Meðal anr arsspurð- um vér hann, hvort honuin vær kunn- ugt um hvað viðgerðakostnaður á landsíma væri talinn annarstaðar í heimÍDum. Hann kvað já við því, kvaðst af tilviljun hafa aflað sér vi'neskju um það úr gersamlega óyggjandi átt, bæði þann kostnað og annan, sem stæði í sambandi við símalagning. Svo sýndi hann oss langa töflu, sem hann hafði skrifað upp yíir kostn- að þann, er ítitsímafélagið norræna taldi sig hafa. Þar stóð 4 pund sterling fyrir hverja enska milu af einum þræði og 3 pund fyrir hvern þráð, sem við er bætt. Yér intum hann vandlega eftir, hvórt þetta væri óyggjandi — að félágið teldi viðhaldskostnað svona háan. Já, hann kvað það með öllu óyggj- andi — þessi væri kostnaðurinn tal- ifln af félaginu i öðrum eins löndum, og Danmörku og englandi. Yér spurðum hann þá, hvort hafa mætti þetta eftir honum á prenti. „Jú, guðvelkomið", mælti hann. „Eg get sannað það, hvenær sem vill. Þetta er alls ekkert leyndar- mál“. Landsíminn á að verða 80 dansk- ar mílufl, eins og hanfl er ráðgerður nú. Samband við ísafjörð er þar ekki með. Það verða 368 mílur enskar. Með tvéim þráðum verður þá við- haldskostnaðurinn á ári 46,368 kr. ef hanfl verðúr jafnmikill hjá oss eius og í Daninörk og Englandi. FJALLKÖNÁN. 103 En engum lifanfli manni dettur í bug, að hann verði ekki meiri í þessu landi en í þeim löndum, þar sem símarnir eru lagðir meðfram járnbrautum. Það er óhugsandi að hann verði ekki að minsta kosti helmingi meiri hér. Og þá ■vcrðnr niðhreta 'an sú að viðhald á landsímanum, þeim, er nú er gert ráð fyrir, kostar oss um 100 þúsurid krónur árlega. Stjórnin gerir ráð fyrir í íjárlaga- frumvarpinu, að sá kostnaður nemi 6 þúsund krónum um árið. Auðvit- að er þar um fyrsta árið að tefla og ganga má að því vísu, að við- halds kostnaður verði það árið minni en þegar frá líður. En samt sem áður enginn vafi á því, að sá liður hjá stjórninni er blátt áfram hlægilogur eftir reynslu annara þjóða. Samningamenn loftskeytafélaga. Hingað eru komnir tveir menn til þess að semja við þingið um loft- skeyti. Annar heitir Mr. Capito og er frá Marconifélaginu í Lundúnum. Hinn er direktör, yfiringeniör Bredow. Hann er fulltrúi 'félagsins Siemens & Halske í Berlín. Frá báðum þessum félögum á al- þingi von á miklu betri tilboðum um hraðskeytasambaud en ráðherrann hefir gengið að við Bitsímafélagið norræna. Frá báðum félögunum má fá næg- ar tryggingar fyrir því að samband íð reynist áreiðanlegt. Full vissa er enn ekki fyrir því fengin, hve mikið Marconifélagið vill færa sig niður úr því, sem það bauð ráðherra vorum síðasta haust. Hálft í hvoru er von á að aunar erindreki komi mcð Láru í næsta mánuði, og verið getur að fullnaðartiiboð frá því fáist ekki fyr en hann kemur. En af viðtali við þýzka erindrek- ann hefir Fjallkonan orðið þess vís- ari, að von er um að geta fengið samband við útlönd og, milli allra fjögra kaupstaðanna fyrir 800 þús. kr. alls. Og þá ættum vér aliar tekj- urnar, eins af millilandaloftskeytum eins og hinum. Helzt kýs þýski erindrekinn að sambandið yrði við Noreg með Fær- eyjar sem millistöð; það væri og sjálfsagt hentugast fyrir oss, með því að telja fulla vissu fyrir því, að vér gætum þá fengið fjárstyrk frá Noregi auk þess sem vér göng- um að því vÍ3u að Danir tækju sæm- ilegan þátt í kostnaðinum. Getur svo nokkur íslendingur gert grein fyrir því, hvers vegna ekki eigi að semja við annaðhvort þess- ara félaga, eða þá krefjast þess, að Bitsímafélagið norræna bjóði oss betri kjör? Nákvæmlega stendur á sama, hvað- an gott kemur. En vér höfum sann- arlega ekkert við Bitsímafelagið að vírða fremur en hin félögiu, og eng- in ástæða sjáanleg til þess, að vér eigum að leika oss að því að láta það féfletta þjóðina. Við læknaskólann hafa lokið embættisprófi Þórður Sveinsson með 1. einkunn (169 st.) og Jón Jónsson frá Herríðarhól með 1. einkunn (163 st.). ílitsímasamþyktir Þingmálafundanna. Gulibringu- og Kjósarsýsla. Fundurinn skorar á alþingi að liafna með öllu ritsímasainninqiþeim, er ráðherrann hefir c/jört við hið .stóra norrœna ritsírmfélarj, þar sem samningur þessi fer í báya við gild- andi fjárlög. leggur þjóðinni of mikl- ar byrðar á herður í lilutfalli við gagn það, sem biiast má við að lmn hafi af ritsímanum og misbyður í ýmsum greinum rétti Islands■ Verði kostur á loftskeytasambandi milli Islands ug útlanda og ýmissa staða- liér á landi með aðgengilegum kjörum, skorar furdurinn á alþingi að sinna slíku tilboði; sérstaklega á- lítur fundurinn æskilegt, að Island verði millistöð í loftskeytasambandi milli horðurálju og Vesturheims. Samþ. í Hafnarfirði með 101 sam- bljóðandi atkvæði. Að Brunnastöðum á Vatnsley3U- strönd var samþykt tillaga í málinu sem var eins orðuð eins og á Hafn- arfjarðarfundinum, (nema klausunni um millistöðina slept) með Öllum (25) atkvæðum. Sama tillaga var samþykt í Kefla- vík með 34 samhlj. atkvæðum. Nál. 40 kjósendur á fundi. Að Gerðum í Garði var samþ. eftirfarandi tillaga með 10 samhl. atkvæðum. 11 kjósendur á fundi: Með því að fundúrinn álítur, að við mikla norræna ritsímaféiagið sé óhæfilega vikið frá þeirri leið, sem vakti fyrir síðasta þingi í því máli, og sem ekki má víkja frá að þinginu fornspurðu, og með því að þjóðinni er með samningi þessum lagður kostn- aður á herðar, sem hún fær ekki undir risið, þá skorar hann á alþingi, að það sjái um að samningurinn komist elcki í framkvœmd. í þinghúsi Grindavíkflrhrepps var samþ. svo hljóðandi tillaga með 13 atkv. gegn 1. 24 kjósendur á fundi: Fundunnn álítur að ritsímasamn- ingur sá, sem ráðherrann hefir gjört við stóra norræna ritsímafélagið fari í bága við gildandi fjárlög, leggi þjóðinni of miklar byrðar á herðar og■ misbjóði í ýmsum greinum rétt- indum Islands. Fúndurinn skorar því á alþingi aö hafna þessum samn- ingi, en reyna aftur á móti að út- vega lundinu hraðskeytasamband með nýjum samningi, annaðhvort með loftskeytum eða ritsíma. Syuódus var haldin hér í gær undir for- sæti biskupsins. Síra Kristinn Dan- íelsson prédikaði í dómkirkjunní. Fyrirlestur hélt prófastur Valdimar Briem um efmð: „Hvað er kristin- dómur?“ Nefud var kosin til þess að gangast fyrir stofnun kristilegs og kirkjulegs tímarits eða blaðs, er fari að koma út á næsta nýjári. í nefndinni eru biskupinn, prófastur Jens Pálsson og lektor Þórh. Bjarn- arson. Umræður fóru fram um ýms kirkjuleg at; iði,sérstaklega helgisiði og inuri mal kirkjunnar, en gengið fram hjá öllu, er kirkjumálanefndinni er ætlað að fjalla um. Styrktarfé út- býtt svo sem venja er til. Minnisvarða yfir Pál Briem hefir Bæktunar- félag Norðurlands tekið að sér að koma upp, og sent út áskorun um það mál. Undir áskorunina hafa rit- að Árni Þorkelsson óðalsbóndi á Geitaskarði, Friðrik Kristjánsson kaupmaður á Akureyri, Sigurður Sigurðsson skólastjóri á Hólum, Stef- án Stefánsson kennari á Möðruvöll- um (form. nefndarinnar) og Stein- grímur Jónsson sýslumaður á Húsa- vík. Minnisvarðinn á að standa í tilraunastöð Bæktunarfélagsins og búist við, að hann kosti-ekki minna en 2—3000 krónur. Fjallk. er fús að veita samskotum viðtöku og koma þeirn áleiðis til neffldarinnar Öllum íbúum Ísíands kuungerist hérmcð, að ný söluhúð er opnuð í húsi hr. Eyjólfs úrsmiðs Þor- kelssonar, nr. 6 við Austurstræti, og verzlunin nefnd: Sápuverzlunin í Austurstr. 6, Reykjavík. Þar er seld sápa og flest annað er þarf til þvotta og hreinsunar með verksmiðju- og stórsöluverði, þótt í smásölu sé. Hér fer. á eftir verð á nokkruin vörutegundum, og sést.á því, að það munar nálægt fjírðungi verðs að kaupa þessar vörur í sápuverzluninni í Austurstræti 6. Að eins góðar vörur seldar. Græn olíusápa nr. I . . pd. 14 a. Lútarpúlver, bezta teg. pd. 20 a. Brún do. - I . . — 16. - do. í lausri vigt — 18 - — Kristalsápa- I . . — 18 - Sápuspænir í öskjum . — 35 - Hvít þvottasápa . . . — 12 - Bisstífelsi (Bemy) — 31 - — kokossápa . . . . — 15 - Toilet Affald sápa . . — 40 - Marseillesápa . . . . — 25 - Mjög margar tegundir af handsápu, Salmíak-terpentínusápa . — 29 - */* ódýrara en alrnent gerist. Ekta pálmasápa . . . — 38 - Ilmvötn fjölmargar tegundir, Marmoreruð sápa. . . . — 29 - svampar. greiður, burstar, hárspennnr Perfektionssápa, extra. . — 35 - og m. m. fleira, alt mjög ódýrt. Sóda, fínn kristals . . • -4 V,- Ýmsar teg. afi skósvertu, ofnsvertu Bleikjusóda .... . — 8 - o. s. frv., mikiu ódýrara en annarsstaðar. M unið eftir uverzltmiinu I Austurstssti 6. Stórsöluverð í smákaupum. luríður ligurBardóttir. t t f

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.