Fjallkonan


Fjallkonan - 13.10.1905, Síða 1

Fjallkonan - 13.10.1905, Síða 1
Kemnr út einn sinni i vikn. Verð árgangsins 4 krðnnr (erlendis 5 krðnnr eða l'/2 dollar), borgist fyrir l. júlí (erlendia fyrir- fram). BÆN DABLAÐ Uppsögn (skrifleg) bnnd- in við áramðt, ðgild nema komin sé til útgefanda fyr- ir 1. október, enda bafi kaupandi þá borgað blaðið. Afgreiðsla og skrifstofa Hafnarstr. 22. YERZLUÍÍAIIBLAÐ XXII. árg. Reykjavík, 13. október 1905. Xr. 42 Ættingjar okkar og vinir nær og fjær eru hér með látnir vita, að 9. þ. m. andaðist elzti sonur okkar, Sigurður, á 15. ári, eftir nær því 8 mánaða legu. Jarðarför hans fer fram frá heimili okkar, Mjóstræti 2, þriðju- daginn þ. 17. þ. mán., og hefst kl. 11V, f. h. Reykjavlk, 12. okt. 1905. Gislina Hjörleifsson Einar Hjörleifsson j Veturinn er i nánd! Verzlunin EDINBORG í Reykjavík hefir nú fengið afarmiklar birgðir af alls konar vefnaðarvörum sérstaklega ætlaðar í vetrarfatnað svo sem: efni í yfirfrakka og kvenkápur, þar á meðal ný tegund er nefnist Selskinn einkennilegt, hlýtt og ásjálegt. Einnig tilbúnar kvenkápur, Boa, vetrarsjöl, licrðasjöl, vetrarliúfur, rúuiteppi, rekkju- voðir hvítar og misl. Millipils og nærfatnaður. Regnliapur karla, kvenna og barna. Skúlatöskur handa börnum o. fl. o. fl. Ennfremur allmikið af ýmsum Slirailtvarilillgi. S I L K 1 af öllum tegundum koma með næsta skipi. Vörur þessar eru keyptar á kentugum tíma, valda eftir NÝUSTU TÍZKII og eru seldar óvanalega ódýrt Bezt að kaupa sem fyrst. — Aðsóknin er afarmikil. Goodtemplarfélagið í Reykjavík heldur stóra Tombólu dagana þann 14. og 18. október næstkomandi. í umboði tombðlunefndarluuar. Indriði Einarsson, Guðmundur Jónsson, Páll Halldórsson. Er tollhækkunin lítilfjörleg ? Algengt er að stjórnarmenn beri fram þá vörn í tollhækkunarmálinu frá í sumar, að hækkunin á gjalda- byrði landsmanna sé lítilfjörleg. Það er erfitt að komast að þeirri niður- stöðu með þeim og ómögnlegt, ef hngsað er um málið. Hver sá, sem reknr málið og leggnr það niður fyrir sér, hlýtur að komast að ann- ari niðurstöðu. Tollhækkunin í sumar mun vera mesta gjaldhækkunin, sem nokknrt eitt þing hefir lagt á landsbúa. Hún verður ekki heldur léttari fyrir það, að hún var ónauðsynleg, því hefði alþingi farið öðruvísi að í hraðskeyta- málinu, þá hefði enga tollhækkun þurft, eða litla sem enga. Það hefir verið tekið fram sem bót í málinu, að tollhækkunin væri samþykt til tveggja ára að eins; þeir, sem lifa 1907, munu fá að sjá, hve mikið verður úr því, að tollhækkuninni verði aftnr létt af þá. Til þess að sjá, hve mikið byrðin eykst á landsmönnum við hverja tollhækkun, eða hvern nýjan toll, sem á er lagður, verður ekki að eins að líta á, hverju hækkunin nemur sjálf út af fyrir sig, eða hverju kanp- mennirnir svara landsjóði fyrir að flytja vöruna inn, sem tolluð er, heldur verður einnig að gæta að því, hvað kaupmenn taka í innheimtu- laun af tollinum. Fjallkonan hefir, til þess að komast fyrir það, átt tal við kaupmenn hér um þetta, og hefir komist að þeirri niðurstöðu, að kaupmenn yfir höfuð að tala leggi 20 af hundraði ofan á tollinn. Þar sem samkepnin er mikil, leggja þeir sjálfsagt nokkuru minna, t. d. hér í Reykjavík, en þar sem sam- kepnin er lítil eða engin, má ganga að því vísu, að þeir leggi meira en 20 af hundraði af tollinum á vöruna fyrir innheimtunni, sem löggjafar- valdið leggur á þeirra herðar. Frumvarpinu um tollhækkunina, sem lagt var fyrir þingið í sumar, fylgdn útreikningar á því, hverju tollarnir hefðn nnmið að meðaltali síðustu 5 ár, þegar tollarnir voru 5 ára eða eldri. Yngri toilar voru áætlaðir eftir færri ára meðaltali, af því að hitt meðaltalið var ekki til. Eftir þessu þingskjali höfðu all- ir aðflutningstollar numið árlega 465 þús. krónum. 30 af hundraði af þeirri upphæð eru................... 139000 kr. og 20 af hundraði, sem kaupmenn leggja á, um 28000 — Byrðin, sem kemur á landsmenn verður öll 167000 — sem ekki verður kallað lítilræði, eða sérlega létt kvöð að svara. Þó er þetta án efa of lág áætlun. Af þingskjalinu má sjá, að tolltekj- urnar hafa aukist töluvert þau 5 ár, sem lögð voru til grundvailar. Allir vita, að fólkinu fjölgar í landinu. Landsbúar munu vera yfir 80,000 nú, en voru full 78 þús. fyrir nokk- urum árum. Tolltekjur hækka við hvert þúsund manns, sem bætist við. Þess vegna verður réttara að leggja tolltekjurnar síðasta árið til grund- vallar, heldur en 5 ára. meðaltalið af þeim. Síðasta árið (1^03) voru þær: af kaffi og kaffirót . 98 þús. kr. —■- sykri.....................159 — — - vínföngum . . . 145 — — - tóbaki, vindium og sígarettum . . .110 — — - tei, súkkulaði og brjóstsykri ... 8 — — alls 520 þús. kr. Þessu nema þær áður en hækk- unin kemur. Sé henni bætt við eft- ir þessum fjárhæðum og sé 20 af hundraði bætt við hana, það er eins og ætla má að kaupmenn leggi á, fram yfir tollhækkunina, verður við- bótin : 30 af hndr. 20 af bndr. Alls á kafiitollinn 29,100 kr. 5,880 kr. 35,280 kr. - sykurtollinn 47,700 - 9,540 - 57,240 - - vínfangatollinn 43,500 - 8,700 - 52,200 - - tóbakstolíinn 33,000 - 6,600 - 39,600 - - te, súkkulaði, fl. 2,400 - 480 - 2,880 - Alls 456,000 - 34,200 ~ 187,200 - Hundrað áttatíu og sjö þúsund krónur er fjárhæðin, sem landsmenn iuunu svara árlega í ofanálag á það, sem þeir borguðu áður. Það er ekk- ert smáræði að fá þann bagga á herðarnar. Viðbótin nemur 2 kr. 30 aur. á hvert mannsbarn, ef gert er ráð fyrir, að hér á landi sén 81 þús. manna. Viðbótin nemur 14 kr. 20 aurum á hvert einasta heimili á landinn til jafnaðar. Og hvernig eru þessir peningar teknir af oss? Þeir ern teknir að þarflausu; þeir eru teknir að gjaldþegnum óvörum. Og til hvers? Til þess að gengið verði að samn- ingi, sem íslandi er til langvarandi minkunnar og tjóns að hafa gengið að. I. Erlend tíðindi. Khöfn, 30. sept. Samningar milli ríkjanna Jíorvegs og Svíþjóðar. Hlé það, sem var á samkomulags íundarhöldum fulltrúanna í Karlstað, varð að eins fáa daga. Síðan héldu þeir þangað aftur og tóku til óspiltra málanna. Fnndir og allar umræður fóru fram leynilega, sem áður. Þó einatt talið, að útlitið væri hið versta og aldrei mundu þeir koma sér saman, þessir norsku og sænsku fulltrúar. Þ. 16. þ. m. létu þeir svo það boð út berast, að ráðin tækju að vænk- ast og friðsamlegrar endalyktar væri brátt að vænta. Það þóttu góðar fréttir, því að ýmsir með báð- an þjóðunum létu allófriðlega. Landamæraliðsveitum beggja ríkj- anna var boðið að hörfa inn í landið, og átti það að vera friðarmerkí. Þ. 23. þ. m. höfðu fulltrúarnir alger- lega lokið störfum sínum. Þeir kváðu allt hafa fallið í ljúfa löð, og fór því hver heim til sín. Eu samningur- inn var birtur þ. 25. þ. m. samtím- is í höfuðborgunum Kristjaníu og Stokhhólmi. Hann á að leggja fyrir þjóðþing ríkjanna til fullnaðarsam- þyktar. Aðalefni hans skal nú greint: Gerðardómssamningur skal gilda fyrir ríkin um 10 ár (fyrst um sinn), og samkvæmt honum skal þrætnm þeirra á milli skotið undir úrskurð gerðardómsins í Haag. Undanþegin ern þau atriði, er snerta sjálfstæði landanna, heildarviðhald eður lífs- skilyrði. Ef menn verða eigi sam- mála um, hvað telja eigi til lífsskil- yrða, skal gerðardómurinn skera úr því. Þrætur sem kynnu að rísa út af hinnm sérstöku samningnm um sambandsslitin, skulu lagðar undir bráðabirgðar gerðardóminn, en til hans skulu ríkin velja sinn manninn hvort og þeir aftur — eða þjóðveldisfor- setinn í Svisslandi — þriðja dómar- ann. Beggjavegna landamæranna skal vera lilutlaust svæði, 15 kílómetra á báða bóga (breidd svæðisins alls 30 km,); þar má eigi hafa vígi, flotakví eður herföng. Skulu því og niðurrifin norsku vígin hin nyrri. — hjá Frederikssten, Veden, Hjelm- kollen, 0rje, Kroksund og Urskog; en gömlu kastalarnir hjá Friðriks- steini fá að standa, sömul. Kóngs- vingurgirðingarnar. Smásamingar hafa verið gerðir nm hitt og þetta sameiginlegt. Keglur hafa verið settar um, hvern- ig sambandsslitin skuli fara fram. Á sama tíma skal samningurinn leggjastfyrir þjóðþing ríkjanna beggja. Þegar þau hafa samþykt hann, skal því skotið til ríkisþings Svía (rikis- dagsins), að það fyrir sitt leyti leysi

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.