Fjallkonan

Tölublað

Fjallkonan - 02.02.1906, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 02.02.1906, Blaðsíða 1
Rdmur út eian sinni 02; tvisrar i viku, alls 70 bl. urn árið. Verð árgangsins 4 krónur (erlemlis 5 króuur eða 1*/, doilar), borgist lyrir l. jfili (erlendi^ i'yirf-ati:). Ií Æ N I) A B L 4 Ð UppBogn (skriíieg) bund- in við áramót, ógild nema komin sé til ótgefanda fyr- ir 1. október, enda hafl kaupandi þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Hafuarstr. 22. LAÐ XXIII. árií Reykjavik, 2. febrúar 1906. > r. 5 f Konungur vor andaður. Eftirfarandi löftskeyti barst hingað til bæjarins á þriðjudags- kvöldið þ. 30. f. m.: — „Kristján Danakonungur andaðist í dag kl. 3,40 e. h. Hann fékk hægt andlát. Um morguninn hafði hann veitt mönnum viðtöku á venjuleg- an hátt, því næst kvartað um lasleika, hvílt sig, borðað morgun- verð og farið í rúmið kl 2.30 e. h. Flest skyldmenni hans komu of seint til þess að vera viðstödd. Allar hirðir Norðurálfunnar klæðast nú sorgarbúningi. Ríkisþing Dana heldur fund i dag til þess að hlýða á kon- ungsboðskapinn um það, að Friðrik 8. setjist að ríkjum. Likindi eru til þess, að Játvarður konungur og Alexandra drotn- ing muni bráðlega leggja á stað til Kaupmannahafnar, þótt enn sé það ekki fullráðið." Óhætt er að fullyrða, að kórónan hefir oft setið þungt á höfði hins látna konungs. I byrjun ríkisstjórnar hans lenti þjóð hans i ófriði og all-mikill hluti af ríkinu fór að fullu og öllu í hendur voldugs óvinar. Og býsna langan tíma af rúmum 42Tíkisstjórn- arárum hans ríkti megn óánægja út af stjórnarfarinu í landinu með meiri hluta hinnar dönsku þjóðar. En jafnframt átti hann því láni að fagna, að sú óánægja hvarf sem ský fyrir sólu fyrir nokkurum árum, þegar þingræðið fékk viðurkenning í Danmörku. Og frá þeim tíma hefir hinn andaði kon- ungur verið elskaður og virtur af hverju mannsbarni þjóðar sinnar. Og þá hefir það að sjálfsögðu verið fagnaðarauki mikill fyrir Kristján 9., hve stórstigar menningar-framfarirnar hafa orðið með þjóð hans þann tímann, er hann réð ríkjum. En mestan fögnuð í lífi konungs hefir sjálfsagt fjölskylda hans vakið Drotning hans, Lovísa, sem andaðist 1898, var fríðleiks- kona, gáfukona og skörungur. Og Kristján 9. hefir sennilega verið kynsælastur allra þjóðhöfðingja veraldarinnar. Ekki að eins að því leyti, hve ættmenni hans hafa hlotið miklar mannvirðing- ar, þar sem 2 dætur hans hafa orðið drotningar í stórveldum og sonur hans og sonarsonur kjörnir konungar í öðrum ríkjum, held- ur og að því leyti, hve ættmenni hans hafa notið mikillar ást- sældar samfara tign sinni. Hér á landi hefir aldrei mikil konungsdýrkun fest rætur. En ekki getur nokkur vafi á því leikið, að um Kristján 9. hefir ís- lendingum þótt vænna en nokkurn annan konung sinn. Því veld- ur sú breyting, er orðið hefir á stjórnarhögum vorum undir hans stjórn, sú mikla sæmd, sem hann, einn allra konunga, hefir sýnt oss, er hann sókti oss heim á 1000 ára afmæli þjóðar vorrar, og sú innilega góðvild, er hann vitanlega bar í brjósti til vor Is- lendinga, góðvild, sem þrásinnis kom fram, en þá jafnan ríkast, er einhverjar þrengingar bar að höndum. Islendingar munu al- drei á hann minnast annan veg en sem ágætan höfðingja og göf- ugan vin lands vors og þjóðar. Jafnframt því sem íslenzk þjóð sendir hinum nýja konungi sínum, Hans Hátign Friðriki 8., samhrygðarkveðjur og óskir um hvers konar blessun, elur hún þá von í brjósti að honum megi auðnast að njóta sömu ástsældar hér á landi sem föður hans féll svo ríkulega í skaut. Með gufuskipunum Hólum og Lauru kom nú mikið af aliskonar vörum til \ erzlunarinnar t. d mikið af olíufatnnði og sjóhöttum handa sjómönn- unum. Mörk Carlsberg og Sítrón-Sodavatn handa Good-Templ- urunum. Allskouar matvara handa bændunum. Skrautvarniugur handa konunum. Ballkjólaefui handa ungfrúnum. Leikföng handa börnunum o. m 11. Augn’œk'iing ókeypis l. og 3. þiiðjuiUg i hverjum máo. kl. 2—3 i .p talauuin. Forng> iþasn/'n opið A invd. og 1 d 11— L2. Hlutabankinn opinu ki. 10—3og ö'/j—7l/a K. F. U. M. Lostrar- og skiifstofa op- in á bveijum degi ki. 8 \rd. til kl. 10 siðd. Aluiennir fuudir á bvcijn fóstudags- og sui uudagskveldi kl 8V4 sið.l. J.andakotskirkja. Quðsþj 'mutta kl. H og kl. tí á hverjum belgnm d :gi. LandakoUs,pitali opinn fyrir sjúkravit- jeiidur kl. IO'/2—14 og 4—tí. LmaUbankinn opiuu hveru virkan ilag kl. 10—2 Bankaatjóru við kl. 12—1. Landsbókasafn opið bvern virkan dag kl. 12 -3 og kl. tí—8. Landsskjalasa/i.ið opið á þrd., tímtud. M. kl. 12—1. Lœkniiyar ókeypis i læknaskólanum á hverjum þiiðjudegi og fristudegi kl. II —12. Nátlúrugripasafnið, Vesturg. 10, opið á suuuud kl. 2-3. Tannlœkniiig rikeypis i Póstbússtræti 14. og 3. mAnud hvera mAn. kl. 11—1. Tapast hefir peningab. á Hafnarstræti Finnandi rr beðinn að skila henni í afgr. Fjallk. gegn góðuin fundarlaunum. Landar í llöfu. Próf við háskólann hafa þestir landar tekið: Björn Líndal fyrri hluta lagaprófs ineð 1. eink, Jón Ofeigsson og Böðvar Iíristjánsson fyrri hluta málfræðisprófs sömuleiðis með 1. einkunn; ennfremur fyrri hluta í Iæknisfræði Páll Egilsson með 1. einkunn og Kristinn Björns son með l. Prófessor Finnur Jónsson er orðinn riddari ásamt 2 öðrum mönnum, er mikíð voru riðnir við nýlendusýning- una frægu. Dr. phil. er cand. mag. Helgi Pétnrsson orðinn við Khafnar háskóla fyrir rit- gjörð uui jarðfræði íslands. Hann fekk með konungsúrskurði undan- þágu frá þeirri kvöð að verja rit gjörðina við háskólann. Slys. Verzlunarmaður við Godthaabs- verzlun hér í bænum, Jón Helgason datt af hestbaki hér úti á nesinu, nálægt Seli, á sunnudagskvöldið, og beið bana af. Hesturinn dró hann út í flrðarmál og þar druknaði mað- nrinn. Hann fanst á mánudagsmorg- unin. Ingi kongur koui í gær vestan af ísafirði. Á vesturieið hafði hann siglt á Arnar- nes við Skutulsfjörð og laskast eitt- hvað töluvert. Par sat hann fastur heila uótt. Komst samt inn á ísa- fjörð og fékk þar einbvcrja bráða- birgða-viðgjórð. Hann hafði — til mikillar gremju fyrir hlutaðeigendur - - farið vestur með nokkuð af vör- um frá útlöndum, sem hingað átti að fara. Og ekki var talið ráðlegt að flytja þær hingað vestan að, held- nr sigldi skipið hingað tómt. Andlát kouuugs vors hefir vakið almenna hluttekning Lér í bænum. Veifur komu upp á háifa stöng um allan bæinn tafarlaust, er andlátsfregnin barst út. Búðum, bönkum og skólum var lokað og kirkju klukkuin hefir verið hringt mikið. Sorgarhátíð halda einhvern daginn prcstaskólinn, læknaskólinu og hinn almenni mentaskóli í samlögum. Dóm- kirkjan á að verða klædd svörtum tjöldnm, þar til er útförin hefir farið fram, og fréttist um útfarardaginn fyrirfram, mun vera í ráði að halda minningar guðsþjónustu í dómkirkj- unní þann dag. í Fólksráðningar-skrifstoi'u hefir Búnaðarfélig íslands stofn að. Sigurður Sigurðsson, ráðunaut- ur félagsins stendur fyrir henni. Hann hefir tjáð oss, að mikil eftir- spurn sé cftír fólki, einkum kaupa- fólki, körlnm og konum FJestir, sem æskja eftir fólki, taka það fram, að það sé vandað og duglegt; um j hitt er minna fengist, þótt kaupið [ sé hátt Skrifstofan er opin á hverjum degi kl. 4 —5 e. h. 50 kr. sekt auk málskostnaðar hefir Einar Jochumssyni verið dæmd í heraði fyrir guðlast í riti sínu, „Hrópinu“. Thorefélagið. heflr keypt þýzkt fyrsta flokkkgufuskip í viðbót við flota sinn hér við land. Það | tekur 1300 smólestir og á að heita „Kong j Helge“. Fyrir því verður Chr. Jensen, j áður skipstjóri á Perwie.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.