Fjallkonan - 18.05.1906, Side 2
§6
FJALLKONAN.
íslenzk stjórnmál í sumar, gaf svo
greinilega í skyn nýlega.
íslenzkir þingmenn eiga ekki að
eins að vera skyldugir til þess að
láta stefna sér til Kau-i’nannahafnar
fornspurðum, heldur stefoa sér þang-
að erindisleysu. Alt saman til þess
að styggja ekki neinn, sem er meiri
máttar.
Petta kalla eg undirgefni. Alveg
nýja undirgef ii af íslendinga hálfu.
Mjög ólíkar hugsanir þeim. er stjórn-
uðu gjörðum manna hér á landi, þeg-
ar þeir bönnuðu með lögum allar ut-
anstefnur.
Og mjög ólíkar því, sem vakað
hefir fyrir Bjarna Thorarensen, þeg-
ar hann sagði:
Kongsþroelar íslenzkir aldregi vóru . .
og ágœtir þóttu þvi konungamenn.
Þjóðræðismaður.
Yfirlýsing
Hafnardeildarinnar.
„Nú má enginn neína guð,
eða neitt sem snertir trúna.“
Páll Ólafsson.
„Fundurinn lýsir yfir því, að hann
telur það óheppilegt og eigi sam-
kvæmt tilgangi Bókmentafélagsins
að nota Skírni, timarit hins íslenzka
Bókmentafélags, fyrir tróarbragða
eða andatrúar-málgagn."
Svona hljóðar yfirlýsingin gerð á
aðalfundi Bókmentafélagsdeildarinnar
í Khöfn 21. apríl þ. á.
Því oftar sem eg les þessa yfir-
lýsingu, því óskiljanlegri verður hún
mér. Eg get ekki annað en spurt
og spurt, en allar spurningar, sem
mér hugkvæmast um þetta, gera ráð
fyrir svo mikilli heimsku af hendi
hinnar háttv. Hafnardeildar, að eg
kem mér illa að þvi að stynja þeim
upp.
Og þó verð eg að gera það. Fyrst
dettur mér í hug: Hvaða rétt hefir
Hafnardeildin til að gera yfirlýsingar
um efni þeirra rita, sem Evíkurdeild-
in gefur út, fremur heldur en um
efni bóka, sem t. d. Sigurður Krist-
jánsson, Björn Jónsson. Sigfús Ey-
mundsson eða aðrir bókaútgefendur
á landi hér gefa út? Hún virðist í
því efni hafa nákvæmlega jafnmikið
yfir þeim að segja En ef til vill
bætir hún úr þessu með því að senda
þeim tóninn seinna. Varla getur
hún stutt þetta siðameistara-vald sitt
við 45. gr. laga hins ísl. Bókmenta-
félags sem segir:
„Deildin í Rvík er aðaldeild, og
því er tilhlýðilegt, að hún sé fremri
að virðingu.“
En nú vill hún vera siðameistari
og þá er að líta á, hvað fyrir henni
vakir. Er þá fyrst að gá að, hvað
Skírnir hefir fengist við trúarbrögð
og andatrú. Hann hefir minst í tveim
ofurstuttum ritdómum á tvo ritlinga
um andatrú, því hann getur að jafn-
aði um bækur, sem honum eru send-
ar. Ætlast deildin til að slíkar
bækur megi ekki nefna á nafn? Svo
hefir Skírnir flutt grein eftir Einar
Hjörleifsson ritstjóra um ,trú og
sannanir,1 aðra eftir ritstjórann: Ýms-
ar tegundir trúarreynslunnar — út-
drátt úr bók eftir einn hinn frægasta
sálfræðing sem nú er uppi, bók sem
t. d. prófessor Höfding hefir lokið
miklu lofsorði á, og loks grein eftir
Dr. Helga Pétursson: Úr trúarsögu
Forn-íslendinga. Nú eru allar syud-
ir Skírnis í þessu efni taldar.
Eg spyr fyrst um síðustu greinina:
Er það heppilegt og samkvæmt til-
gangi Bðkmentafélagsins að gefa út
ísl. fornsögur, Sturlungu og Biskupa-
sögurnar, en óheppilegt og eigi sam-
kvæmt tilgangi þess að gefa út rit-
gjörðir um rannsókn á því, sem þess
ar sögur skýra frá? Eða á Bók-
mentafélagið að eins að flytja sér-
stakar skoðanir á þeim, en úthýsa
öðrum, hvað sem sannleikanum liði,
og á Hafnardeildin að segjaRvíkur-
deildinni, hverjar þær skoðanir séu
í hvert skiftið? Eg hefi ekki fund
ið neitt um þetta í löguin né sögu
félagsins. Þá kemur greinin um bók
William James. Hún talar um, hvað
virðist vera reynsla trúmannanna al-
ment, í hvaða kirkjuflokki sem eru,
reynir að finna þau atriðin, sem sam-
eiginleg eru, skýra þau á sálarfræð-
is-vísu. Er slíkt óheppilegt og eigi
samkvæmt tilgangi Bókmentafélags-
ins? Hefir ekki eitt af hlutverkum
þess verið að fræða um útlendar bæk-
ur, er merkilegar þykja? Hefir ekki
jafnvel gamli Skírnir gert það? Og
hvar stendur það skrifað, að ekki
megi í bðkum félagsins tala um hverja
hlið sálarlífsins sem er? Loks er
grein Einars Hjörleifssonar, ritstjóra,
um trú og sannanir. Hún minnist á
andatrú, fullyrðir ekkert um það,
hvort andatrúarmenn hafi rétt fyrir
sér eða ekki, en dregur sínar álykt-
anir um það, hvaða áhrif það mundi
hafa fyrir kristna kirkju, eýskoðanir
andatrúarmanna reyndust sannar, eða
þá reyndust blekking ein ogtál. Er
nú þetta óheppilegt og ekki sam-
kvæmt tilgangi Bókmentafélagsins?
Og ef svo er, þá hvers vegna? Eg
þekki ekki annan tilgang Bókmenta-
félagsins en þann, sem segir í 1. gr.
laga þess, „að styðja og styrkja ís-
lenzka tungu og bókvísi, og mentun
og heiður hinnar íslenzku þjóðar.“
Miðar það ekkert að mentun þjóðar-
arinnar að skýra fyrir henni undir-
stöðuatriði trúarbragðanna eða að hug-
leiða einstök atriði þeirra, sem mikil
áhrif hafa haft eða hafa enn á hugi
mannanna? Eru trúarbrögð og trú-
arlíf svo ómerkilegur þáttur í sögu
vorri og annara þjóða, að ekki borgi
sig á þau að minnast? Eða eru hug-
myndir manna um þau atriði svo
skýrar og óyggjandi, að ekki verði
bættar? Eða er alþýða manna svo
fáfróð, að ekki megi um þau efni
tala við hana? Er það til að skerða
heiður hinnar íslenzku þjóðar að ræða
um þessi efni? Eða er til einhver
algild skoðun á þeim, sem Bókmenta-
félaginu beri að halda fram, eða remb-
ast við að samþykkja með þögninni?
En nú dettur mér nokkuð í hug.
Flutningsmaður yfirlýsingar þessarar,
í enn þá svæsnara formi, heitir Gísli
Sveinsson. Hann sendi mér í vetur
þýðing á grein, sem stóð í dönsku
tímariti gegn andatrú. Mér þótti
greinin svo ómerkileg að efni og
formi að mér kom ekki til hugar að
Ijá henni rúm í Skírni og sendi hana
því aftur. Þetta hefir í „Lögréttu“
verið talið með „undarlegum fyrir-
brigðum.“ Skyldi flutningsmaður
telja það rétt, að Skírnir flytji grein-
ar um andatrú, ef þær eru á móti
henni, hve illa rökstuddar og samd-
ar sem þær eru að öðru leyti ? Aft-
ur á móti sé það óhæfilegt að minn-
ast á andatrú, þó elckert sé staðhæft
um sannindi hennar, að eins getið
um, hverju andatrúarmenn halda fram?
0g er rit andatrúar-málgagn eða
trúarbragða-málgagn, þó þar sé minst
á þessi efni? Ef svo er. þá er það
veðurfræðis- málgagn, fiskiveiða-mál-
gagn o. s. frv. ef þau efni ber á
góma. 0g hvað er á móti því, að
tímarit, sem á að vera fræðandi og
skemtandi, taki til meðferðar hvert
það efni, sem almenning fýsir um að
heyra?
Ef til vill svarar herra G. S. þessu
svo, að eg hafi átt að taka sína grein,
af því hún hafi verið góð, en ekki
flytja þær greinar, sem Skírnir hefir
flutt, af því þær séu slæmar. En
hvaða ritstjóra í víðri veröld þekkir
hann, sem telur sér skylt að fara
eftir öðru en því, sem honum virðist
sjálfum réttast eftir vandlega íhugun?
Meðan eg ræð Skírni, dettur mér
að minsta kosti ekki í hug að taka
neina þá grein, hvorki með né móti
nokkuru máli, er eg tel allsendis
ómerkilega. En reyna mun eg að
halda ritinu opnu fyrir hverri þeirri
skoðun á merkilegum efnum, sem mér
virðist vel rökstudd og hæfilega vel
fram sett.
Verði sú raunin á, að Hafnardeild-
in sendi óánægju-yfirlýsingu í hvert
skifti, sem eg neita grein frá ein-
hverjum meðlimi hennar viðtöku, þá
mun eg taka því með þolinmæði. En
um þessa fyrstu óánægju-yfirlýsingu
verð eg að segja, að hún er að því
leyti einkennilegri en allar aðrar,
sem eg heti séð, að eg get með engu
móti fundið neina skynsamlega ástæðu
henni til réttlætingar. Getur nokk-
ur það?
Gufon. Finnbogason.
Harðindin og lieyleysið.
Hvernig’ á að verjast?
Harðindin og heyleysið vekur upp
gamlar, margþvældar vandræða-íhug-
anir um alt land.
Er ekki neitt ráð til þess að af-
stýra öðrum eins örðugleikum eins
og landsmenn hafa nú ratað í?
Nú er svo ástatt, að á mjög mikl-
um hluta af landinu er allur þorri
manna í voða fyrir skort á fóðri
handa búpeningi sínum. Enginnveit
enn, hvað tjónið verður mikið. En
úr öllum áttum fréttist, að menn,
sem aldrei hafa orðið heylausir í
löngum búskap, séu nú á heljar-
þröininni. Og enginn vafi getur leng-
ur leikið á því, að hnekkirinn verð-
ur geipilegur.
Er nú þetta óhjákvæmilegt?
Öll þjóðin segir nei. Ekki þarf
annað en setja svo á, að öllu sé
óhætt.
En óyggjandi reynsla virðist feng-
in fyrir því, að menn setja ekki svo
á. Sumir menn, vitaskuld. Enekki
nærri því allir. Og þeir, sem setja
á ógætilega, koma ekki að eins sjálf-
um sér, heldur fjölda mörgum öðr-
um í vandræði, þegar út af ber.
Og þegar málið er athugað með
sanngirni, er það einstaklega eðli-
Iegt. Engin von, að öðruvísi fari,
nema alt aðrar ráðstafanir séu gerð-
ar en þær, sem nú er um að tefla.
Freistingin er svo mikil, einkum
fyrir efnalitla menn, og þá, er ný-
lega hafa byrjað búskap, að engin
von er, að allir standist hana. Kostn-
aðurinn gífurlegur orðinn við að afla
heyja. Og gróðinn fljöttekinn, ef
alt slarkast af án þeirra mikilla.
Með þeim örðugleikum, sem eru á
öflun heyjanna, er í raun og veru
naumast sanngjarnt að ætlast til þess
af fátækum mönnum, að þeir tefli
aldrei á tvær hættur í þessu efni.
Þeir hafa margir leiguábúð, og hana
illa, og hafa ekki frá miklu að hverfa.
Þeir hugsa sem svo: Fari alt yfir
nm, þá bind eg ekki skóþvengi mína
við þenuan búskap, flyt mig að sjón-
um eða fer til Vesturheims. Hér
getur verið tækifæri til þess að kom
ast eitthvað áfram og eg treysti á
hamingjuua. Ógætilegt kann þetta
að þykja, en raun ber vitni um það,
að á þessa leið hugsa menn.
Auðvitað má ætlast til þess af
hverjum bónda, að hann sé viðbúinn
vetri, sem er í lakara meðallagi. En
að krefjast þess af hverjum manni,
að hann sé, algerlega af eigin ram-
leik, fær um að standast aftök, það
er að ætlast til of mikils.
Það leggur afarmikill höft á at-
vinnurekstur manna.
Það er óframkvæmanlegt.
Og það er óþarfi.
Ráðstafanir má gera, til þess að
tryggja landið gegn þessari hættu.
Og ráðstafanir verður að gera til
þess.
Horfellislögin eru gersamlega ónýt
í þessu efni. Skoðanir eiga að fara
fram með vorinu. Hvaða gagn er
að því nú, þegar alt er komið í op-
inn dauðann?
Lögboðnar skoðanir verða að fara
fram að haustinu. I>á verður að
ganga eftir því, að nægileg hey séu
til á hverri jörð, eftir því, sem reynsla
er fyrir að þar þurfi miklar heybirgð-
ir í heldur vondum vetrum. Mönn-
um er engin vorkunn að koma á
þeirri skoðun. Og engin vorkunn
heldur að þola hana. Þar yrði ekki
farið fram á annað en það, sem sveit-
arfélagið á heimting á til þess að
tryggja sjálft sig, og það, sem ætl-
ast má til af hverjum bónda.
En til þess að tryggja heytæpa
bændur í aftaka vorharðindum, ættu
sveitirnar að eiga lögboðin heyforða-
búr. Það er óhugsandi, að slíkt sé
ókleift. Með slíku eftirliti á haustin,
sem minst hefir verið á hér að fram-
an, mundu að minsta kosti allur
þorri hreppanna birgur með t. d. 600
kr. virði af heyi í ofanálag. Leigan
af þeim höfuðstól yrðu 1 kr. — ein
króna — á hvern búanda að meðal-
tali í hreppum með 30 búendur.
Ætli mönnum finnist ekki nú, að
svarað mundi hafa kostnaði að leggja
á sig slíkar álögur á undanförnum
árum ?
Yér eigum ekki hér við þær sveit-
ir, sem ala upp ógrynni af hestum
á útigangi einum. Til þess að bjarga
hestunum, þegar alla björg þrýtur
fyrir þá, þarf sjálfsagt svo mikið, að
mönnum vex í augurn að hrúga sam-
an öllu því heyi.
En sé kúm og sauðfé óhætt, þá
er afstýrt aðalhættunni. Og það er
ekkert annað en sinnuleysi að gera
það ekki.
Þetta vor verður sennilega minn-
isstætt næsta þingi. Vonandi er þá
ekki til ofmikils mælst, að það taki
málið til rækilegrar íhugunar, og
taki þá annaðhvort þetta ráð, sem hér
hefir verið bent á, eða þá annað betra,
ef þinginu hugkvæmist það.