Fjallkonan - 27.06.1906, Side 1
Kemur út einu sinni og
tvisvar i viku, alls 70 bl. r i 1
um árið. Verð árgangsins
4 krónur (erlendis 5 kiónur H A
eða 1V, dollar), borgist fyrir /1
1. júlí (erlendis fyrirfram). 11J
BÆNDABLAÐ
VEBZLUNA
tJppsogn (sbriíieg) bnnd-
in við áramðt, ógild nema
komin sé til útgefanda fyr-
ir 1. oktðber, enda hafl
kaupandi þá borgað blaðið
Afgreiðsla:
Hafnarstr. 22.
11 B L A Ð
XXIII. árg.
Reykjavík, 27. júní 1906.
>r. 29
Meö sufusli. Cercs lieflr
Frá Libby. Mc. Neill & Libby, þeirra nafnfræga
niöursoöna lijöt.
Frá Stavanger Preserving Co. Elireli.£l SnrclÍrLes.
Ennfremur höfum vér hin margþráðu og eftirspurðu
ástar-epli.
Augnlœkning ðkeypis 1. og 8. þriðjudag í
hverjum mán. kl. 2—3 í spítalanum.
Forngripasafn opið á mvd. og ld. 11—12.
Hlutabankinn opinn kl. 10—27,og 51/,—7.
K. F. U. M. Lestrar- og skrifatofa op-
in á hverjum degi ki. 8 árd. til kl. 10 síðd.
Almennir fundir á hverju fóstudags- og
sunnudagskveldi kl. 8Vj síðd.
Landakotslcirkja. Guðsþjónusta kl. 9
og kl. 6 á hverjum helgum degi.
Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravit-
jendur kl. 10*/»—12 og 4—6.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl. 10—2. BankaBtjórn við ki. 12—1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
kl. 12—3 og ki. 6—8.
Landsskjalasafnið opið á þrd., flmtud.
ld. kl. 12—1.
Lœkningar ókeypis í læknaBkólanum á
hverjum þriðjudegi og föstudegi kl. 11—12.
Náttúrugripasafnið, Vesturg. 10, opið á
sunnud. kl. 2—3.
Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14.
og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1.
Þjóðólíiir ræðir
sjálfstjórnarmál vort.
Eftir því sem Þjóðólíi farast orð
á föstudaginn var, eru ekki miklar
horfur á því, að stjórnarmenn ætli að
geta orðið sammála um að nota ut-
anförina í sumar til þess að greiða
fyrir sjálfstjórnarmáli íslenzkrar
þjóðar.
Út af þeim röddum, sem fram hafa
feomið um að reyna nú að sæta færi,
til þess að efla sjálfstæði landsins,
flytnr blaðið eina af þessum svæsnu
illyrðagreinum, sem Þjóðólfur er svo
nafnkendur fyrir og vakið hefir svo
megna óbeit á blaðinu hjá flestum
mönnum hér á landi.
Nú á það að vera hið versta verk,
sem barist heflr verið fyrir af svo
miklu kappi hér á landi, meðal ann-
ars af Þjóðólfi sjálfum, aðdragamál
vor undan afskiftum ríkisráðsins
danska á þann hátt að fá staðfest-
ingarvaldið sjálft inn í landið.
Vitaskuld er ekki þessi grein sér-
lega ljóst orðuð, fremur en aðrar
greinar í Þjóðólfi. En oss skilst svo,
sem aðal-mótbárurnar gegn land-
stjórafyrirkomulaginu eigi að vera
þær:
1. Að vér höfum engin tök á
landstjóranum og
2. Að hann verði að sjálf3ögðu
danskur maður, ókunnur og áhuga-
laus um landsins mál.
Höfum vér þá nokkur tök á kon-
ungi og ríkisráðinu danska, þau er
vér ekki mundum hafa á landstjóra?
Oss virðist, sem hver heilvita maður
ætti að geta séð, að meiri tök höf-
um vér á landstjóra — manni, sem
dveldist hér árum saman og ætti kost
á að kynnast óskum þjóðarinnar eins
og hérlendir menn — þó að hann
verði danskur.
Og hver segir, að hann þurfi að
sjálfsögðu að vera danskur og ókunn-
ur og áhugalaus um landsins mál?
Fyrir hverja sök má hann ekki vera
Islendingur? Og hver er skynsam-
leg og sanngjörn mótbára gegn því,
að konungur skipi hann með undir-
skrift íslenzfes ráðherra? Og ef það
fengist, hefðum vér þá engin tök á
honum?
Hvers vegna ekki að reyna, hvað
hægt er að komast — fá til fulls
vitneskju um, hve samningafúsir og
sanngjarnir Danir eru?
Þjóðólfur heldur því að oss — með
miklum stóryrðum, eins og hann er
vanur — að nú eigum vér ekki að
vera með neitt stjórnarskrárþjark og
auknar sjálfstæðikröfur; þetta fyrir-
komulag, sem vér höfum nú, sé ágætt,
og það eigum vér að nota til þess
að tryggja þingræðið og efla fram-
faramálin.
Þetta kann að láta vel í eyrum
sumra, þegar það er sagt á annan
hátt en Þjóðólfur segir — en samt
ekki í eyrum annara en þeirra, sem
ekki botna í því, sem er mergurinn
málsins.
Með því fyrirkomulagi, sem nú er,
er oss þess með öllu varnað að tryggja
þingræðið. Meðan vér eigum að sækja
skipun ráðherra vors í hendur danskra
stjórnarvalda, hlýtur alla tryggingu
að vanta. Meðan oss greinir ekki
að neinu leyti á við Dani, kemur
þetta sennilega ekki að sök. En komi
nokkur ágreiningur npp, og viljum
vér fá ráðherrasessinn skipaðan ein-
mitt með hliðsjón á þeim ágreiningi,
þá erum vér alveg varnarlausir.
Með öðrum orðum: Með núver-
andi fyrirkomulagi er þingræði vort
gersamlega háð samkomulagi voru við
Dani — háð því, að vér ekki brjót-
um upp á neinu, sem þeim mislíkar.
Og þá eru framfaramálin, sem eiga
að vera svo langt um mikilvægari en
alt „stjórnarskrár-rifrildi.“ Sama hafa
afturhaldsmenn sagt í öllum löndum
og á öllum tímum: ekki vera að jag-
ast um stjórnarskrá og sjálfstæði,
heldur vinna að framförum þjóðar-
innar. Þessu hafa afturhaldsmenn
hér á landi verið að stagast á síðan
um 1850. Og þessu hafa afturhalds-
menn í öðrum löndum stagast á hvar-
vetna þar sem tilfinning hefi ríkt hjá
þjóðinni fyrir því, að stjórnarfyrir-
komulagið væri ófrjálslegt og sam-
svaraði ekki þörfunum.
Þeir hafa ekki gætt þess, að fram-
faramálin geta verið háð stjórnarfyr-
irkomulaginu öllu öðru fremur. Og
ekki þarf mikið hugarflug til þess að
geta hugsað sér, að framfaramál vor
kunni einhvern tíma að stefna í alt
aðra átt en þá, sem Danir kynnu
helzt að kjósa. Gætum að verzlun-
inni, gætum að fiskiveiðunum, gæt-
um að fossunum. Og ef hér reynast
nú dýrir málmar í viðbót. Getur
nokkur maður verið svo blindur, að
hann sjái ekki, að sá tími getur kom-
ið, er framfaramál íslendinga standa
og falla með því, að þeir hafi einir,
án allrar danskrar íhlutunar, fult vald
yfir þessum mikilsverðu landsnytjum?
Enn er ekki að tofla um neinn
verulegan hagsmuna-árekstur við
Dani. En eigum vér að bíða eftir
að tryggja oss valdið og réttinn yfir
landi vorn, þangað til útí deilurnar
er komið? Yerður þá hægra að
kippa öllu í liðinn?
Tvær mótbárur, sem Þjóðólfur er
með, eru í meira lagi skringilegar.
Önnur er sú, að viðleitnin við að
efla sjálfstæði landsins, tryggja lands-
mönnum vald yfir sínum eigin mál-
um, geti ekki verið í öðru skyni í
frammi höfð en því, að steypa núver-
andi stjórn af stóli.
Svo ríkt á eftir því að vera sam-
bandið milli hins danska valds og
núverandi „heimastjórnar“ vorrar,
að réni danska valdið hér á landi, þá
á ekki að vera hugsanlegt fyrir
„heimastjórnarliðið“ að hafa sína menn
við völdin. Þetta mundi þykja mið-
ur vingjarnlega sagt, ef ummælin
kæmu úr flokki stjórnarandstæðing-
anna. En þetta er ekki heldur í fyrsta
sinni, sem Þjóðólfur hefir reynst örð-
ugur sínum flokki.
Hin mótbáran er sú, að það þurfi
að kosta svo miklar deilur að fá
tryggingar fyrir sjálfstjórn lands-
manna, að slíkt hljóti að standa fram-
faramálunum fyrir þrifum.
Hverjum ætlar þá Þjóðólfur að
berjast á móti sjálfstjórnar-trygging-
unum? Ekki gera Þjóðræðismenn
það né Landvarnarmenn. Eru það
stjórnarmenn, sem ætla að geraþað?
Fyrir hverja sök þá? Oss er ekki
sjáanlegt, að þeir séu á neinn hátt
til þess neyddir. Haldi þeir ekki
uppi baráttunni gegn kröfum þeim,
er gjörðar hafa verið fyrir þjóðarinn-
ar hönd, síðan er Jón Sigurðsson tók
til starfa fyrir meira en hálfri öld,
þá gera engir það hér á landi.
Eða óttast Þjóðólfur baráttu við
Dani út af réttindum vorum? Ger-
ir hann ráð fyrir, að þeir vilji enn
drotna yfir oss? Yæri það þá ekki
ný sönnun þess, að ekki sé alt með
feldu og að það sé skylda góðra ís-
lendinga að vera á verði og krefjast
sjálfstjórnar-trygginga fyrir þjóðar-
innar hönd einbeittlega og ósleitilega?
Stjórnarmenn eru vitanlega ekki
allir Þjóðólfi samdóma. Það höfum
vér svart á hvítu í ræðu Guðm.
Björnssonar. Getur ekki hr. G. B.
og aðrir stjórnarmenn, sem kunna
að vera sama sinnis og hann, afstýrt
því, að Þjóðólfur haldi áfram að gera
flokki þeirra minkun?
Eða er það Þjóðólfur, sem talar i
nafni meiri hluta stjórnarmanna og
stjórnarinnar sjálfrar?
Væntanlega komast menn að raun
um það í sumar.
Biblíuþýðiug-iii.
N. Kbl. skýrir frá þvi, að nú sé
tekið að prenta Nýja Testamentið og
það muni verða fullprentað í haust.
Ekki er eftir að leggja út önnur rit
Gamla Testamentisins en þeirra Ese-
kíels og Daníels. Ætlast er til, að
allri þýðingunni verði lokið á næsta
vori.
Konung-kjoriun
þingmaður er orðinn Steingr. Jóns-
son sýslumaður á Húsavík. Eftir
því sem hljóðið hefir verið í Þingey-
ingum, mun ekki hafa þótt af því
veita að hugnast þeim á einhvern
hátt. Eu svo er eftir að vita, hvort
þeir gangast nokkuð upp við þessi
verðlaun, sem sýslumanni þeirra falla
í skaut fyrir ötult flokksfylgi við
stjórnina.
Lögfræðispróf
við háskólann í Khöfn hafa tekið
Magnús Sigurðsson (Magnússonar frá
Bráðræði) með hárri 1. einkunn og
Bjárni Þ. Johnson með 2. eiukunn.