Fjallkonan - 14.09.1906, Qupperneq 3
FJALLKONAN.
171
Loftskeyta-fréttir.
13. sept.
Töluverðar viðsjár með mönuum í
Bengal Uppreistar-ritlingum dreift
út með þarlendum mönnum og þeir
æstir til að taka höndum saman og
reka Breta af höndum sér.
Samningar með Rússura og Jap-
önum um fiskiveiðar á Suður-Sakhal-
in ganga ekki greiðlega, og því um
kent, að hersjórnarvöld Japana þar
í eyjunni virði vettugi réttindi,
sem Rússum hafi verið trygð með
friðarsamningnum í Portsmouth, og
Rússar verði því fyrir óbærilegu
tjóni.
Hryðjumenni í Sidilice á Póllandi
hafa ráðið á lögreglu og hermenn.
Hersveitirnar urðu hamslausar og
gerðu árás á Gyðinga. Þrjú stræti
hafa verið eydd og menn drepnir og
særðir hundiuðum saman.
Óvenjulegt óveður í New York á
miðvikudaginn var. Umferð hætti
um strætin. Eldingar ógurlegar. Tíu
menn voru fluttir á spítala, höfðu
orðið fyrir hörðum rafmagnsstranm-
um.
Uppreistarforingi Kaid Anplus hefir
unnið bæinn Mogador (í Marokko)
og kastala við hann. Stjórnar-her-
sveitir gengu í lið með honum. Gyð-
ingum varpað út úr húsum sínum,
og þeir reknir burt úr borgarbluta
sínum.
í næstu yiku
kemur Fjallkonan ekki nema einu
sinni.
Mannskaða-samskotin.
Skipshöfnin á ktr. Sœborg 55,00. Skips-
höfnin á ktr. Nyanza 18,50. Skipshöfnin
ú ktr. Josephina 53,00. Skipshöfnin á ktr.
Björn Ólafsson 50,00. Úr Njarðvíkurhrepp
40,00. Úr Austur Eyjaíjallahrepp 76,85.
Frá konu 2,00. Skipshöfnin á ktr. Kefla-
vík 51,00. Skiphöfnin á ktr. Guðrúnu
Zoega 51,00. Skipshöfnin á ktr. Fríða
46,00. Skipshöfnin á ktr. Sjana 45,00.
Úr Yatnsleysustrandarhrepp 90,-00. Skips-
höfnin á ktr. Sigurfari 60,00. Skipshöfn-
in á trawler Sea Gull 12,00. Skiphöfnin
á ktr. Yaldemar 37,50. Ingvar Ásmunds-
son 5,00. Hróbjartur Ólafsson 2,00. Ein-
ar Jónsson 2,00. E. B. 5,00. Karolína
Jónsdóttir Nýhól 30,00. Frímanía Krist-
jánsdóttir s. st. 10,00. Skipshöfnin á ktr.
Geir 112,00. Ó. A. Ólafsson 300. A. E.
Ólafsson 50,00. Hans Petersen 50,00.
Hans Hoffmann 10,00. Jóhann Magnús-
sbn 20,00. Valdimar Norðfjörð 10,00.
Björn Böðvarsson 10,00 Jakob Jansson
10,00. Eggert Briem Viðey 50,00. Jón
Gunnarsson factor 25,00. Bjarni Jónsson
2,00. Sig. Jónsson skipstj. á „Kjartan“
10,00. Gunnl. Jónsson Hafnarf. 2,00.
Jóhann Jónsson skipstj. 5,00. Halldór
Frlðriksson skipstj. 5,00. Carl Finsen
hókh. 5,00. Consul Bestle Aarhus 20,00.
Fabrikant Stampe Aarhus 20,00. Grosser-
er Wærum Aarhus 50,00. Þórður læknir
Sveinsson Aarhus 5,00. Svb. Sveinbjörns-
son kennari Aarhus 15,00. Skipshöfnin
á trawler Coot 72,00. Frá Óseyri og Garða-
hreppi 53,00. Teitur Gíslason Hrafnabjörg-
um 5,00. Safnað af L. H. Bjarnason
sýslum. 55,25. Lárus Thorarensen cand.
theol. 5j00. Ágóði af síðari útg. af ræðu
séra Ól. Ól. 155,55. August Flygenring
kaupm. 50,00 Björn Ólsen Patreksfirði
25,00. Úr Sandvíkurhreppi 34,50. Jón
Hermannsson skrifstofustj. 20,00. Frá
sáttanefndarfundi 10. júlí 20,00. Séra
Guttormnr Vigfússon Stöð 10,00. Ur Mýr-
dalnum, safnað af Björgv. Vigfússyni
Gunnari Ólafssyni o. fl. 280,00. I. G.
Halberg gestgjafi 75,00. Böðvar Þorvalds-
son kaupm 25,00. Sumargleði stúdenta
137,00. Magnús Magnússon Lykkju 2,00.
Svb. Sveinbjörnssón kennari Aarhus 5,00
séra Ólafur Sæmundsson Hraungerði 5,00
Poestion ríkisráð 50,00. !/a Tombólufé
og ýmsum samskotum 2647,65. Þorsteinn
Sveinbjörnsson Rangæingur 5,00. Safnað
af P. A. Ólafssyni Patreksfirði 100,50
Jens Pálsson prófastur 25,00. Frá Jóni
factor Laxdal: safnað af séra Sigurði Stef-
ánssyni 97,00. Asgeir Asgeirsson Arn-
gerðareyri 10,00. Guðm. Guðmundsson
Sæbóli 2,00. (AIls 109,00). Samskot úr
Laugardal 21,00. Hagyrðingafélagið í
Winnipeg 100. Ur Kjalarneshrepp 83,90
Úr Norður-Múlasýslu 878,15. Ur Selvogs-
hrepp 23,00. Ámundi Arnason kaupm.
5,00. Oddgeir Ottesen kaupm. 20,00. Frá
Akureyri („Norðurland11) 192,50. Úr Nes.
hrepp innan Ennis 60,00. Kutter „Sig-
ríður“- 34,00. Hannes Guðmundsson Skóg-
arkoti 5,00. Dr. Finnur Jónsson Kbh.
15,00. Sig. Kristjánsson bóksali 50,00.
Etazráð J. P. T. Bryde Khh. 600,00. Skips-
höfn á sknt. Heklu 98,00. Ólafur John-
sen ^kennari 10,50. Verkmannafél. Dags-
hrún 16,50. Samskot úr Þingvallahreppi
48,25. Árni Árnason Gerðum 25,00.
Samtals......................kr. 7,784,60
Áður auglýst.................kr. 11,232,24
Alls.........................kr. 19,016,84
G, Zoéga.
Buchwalds-fatatau
fást af mörguni teguiulum
i verzlun Björns K.rist3ánssonar.
Gasolíu-lampar
og
li a K a r
fást hjá Birni ELristjánssyni.
Um umburSarlyndi
milli kirknanna og trúflokkanna hér
heidur undirritaður tölu í „Betelu á
sunnudaginn kemur k). 6^/2 síðdegis.
Prestar, guðfræðingar og trúboðar
eru sérstaklega boðnir á fundinn og
almenningur velkominn. Aðgangur
ókeypis.
Davíð Östluud.
amaskólinn.
Þeir, sem ætla sér að láta börn
sín ganga í barnaskóla Reykjavíkur
næsta vetur og greiða fyrir þau fult
skólagjald, eru beðnir að gefa sig
sem fyrst fram við skólastjórann.
Þeir, sem ætla sér að beiðast eftir-
gjafar á kenslueyri, verða að hafa
sótt um hana tii bæjarstjórnarinnar
fyrir 18. september.
Framhaldsbekkur með íslenzku,
dönsku, ensku, landafræði, sögu,
reikningi og teiknun sem aðalnáms-
greinum, verður að sjálfsögðu stofn-
aður, ef nógu margir sækja um
hann.
Iieykjavik, 28. ágúst 1906.
Skólanefndin.
Nýprentað:
Leiðarvísir
í
sjómensku
samið hefir
Sveinbjörn 1. Egilsson
með hliðsjón á O. T. Olsen’s
„Fishermen’s seamanship",
sem á að fylgja enskum fiakiskipum.
Yerð 40 au. — Fæst í afgreiðslu
„Frækorna“, Rvík og hjáöllumbók-
söium.
löi og faiaefni
sel ég sem áður Ódyrast
Nýkomið mikið af
nýtízku-efnuin,
Ilálslíni allsk. og Slaufuui
sem er betra og fallegra eu nokkru
sinni áður.
skraddari.
Tannlæknir
Haraldur Sigurðsson
Österbrogade 36. Kaupmannahöfn.;
væntir að landar láti sig sitja fyrir,
ef peir purfa að fá gjört við tennur.
Heimsins .nýjustu og fullkomnustu
áhöld notuð.
í Timbur- ou Kolaverzluninni
Reykjavik
eru alt af nægar birgðir af t i m b r i
og góðum ofnkolum.
Björn Guðmundsson.
206
sem eg gæti ekki möivað bæði hana og þig, eins og þið væruð úr
gleri 1“
Líónel mælti ekki orð frá munni. Hann sagði við sjálfan sig,
að barónsdóttirin væri langtum voðalegri en faðir hans. Frammi
fyrir henni hafði hann orðið ringlaður og ráðalaus, en nú var hann
alveg rólegur. Hann þagði, af því að hann var að bíða eftir hent-
ngu færi á að taka til máls. En faðir hans misskildi þögnina; hann
hugði, að mótspyrna hans væri að veiklast og hugrekkið væri að
bila. Hann færði sig fast að syni sínum, og sá, að tvö, stór tár
runnu hægt ofan effeir kinnum hans. Þessi tár breyttu hugsana-
ferli hans og hann sló á ennið á sér.
„En sá aulabárður eg er!“ mælti hann, og röddin var nú miklu
ljúfari; „uú skil eg, hverig í öllu Hggur. Þetta barónsfólk hefir
verið með rembing; þó að stúlkan sé Ijómandi lagleg, er hún samt
full af sjálfsáliti. Hún hefir látið þig kenna á drambinu, hefir látið
þig finna það, að þú sért af ótignum ættum, ekki annað enTeter-
ól, og að hún tæki óttalega mikið niður fyrir sig með því að gift-
ast þér. Er það ekki þetta sem að þér gengur?“
„Gefiur verið,“ svaraði Líónel og leit upp.
„Já þetta grunaði mig; það er hefðarbragurinn á stúlkunni,
sem hefir móðgað þig svona mikið. Þú ert fullur af metnaði, og
það þykir mér vænt nm. Það er eg líka. Þegar sparkað var við
mér, eins og eg hefi stundum minst á, þá var eg þrjár klukku-
stundir að hugsa um að kveikja í höllinni. En eg hugsaði mig
betur um, og kaus heldur að eignast miljónir. Skoðaðu nú til,
drengur minn; tvens konar metnaður er til. Sumir metnaðarríkir
203
til að reka út úr þeim. Þá leit hann npp í loftið, til þess að
gæta að því, hvort það væri óbilað og væri ekki að detta ofan á
hann. Og að lokum leit hann á son sinn, til þess að ganga úr
skugga um, að hann væri ekki orðinn brjálaður.
„Ó, gerðu það fyrir mig að segja það aftur, sem þú sagðir
síðast“, mælti hann.
„Eg segi þér það aftur, að eg geng aldrei nokkuru sinni að
eiga frk. de Saligneux", svaraði Líónel og brýndi raustina ofur-
lítið meira en áður.
„Og má eg spyrja hvers vegna?u
„Hvers vegna? „Af því að mér gezt ekki að henni“.
Teteról létti fyrir brjósti; honum fanst þetta svar svo fráleitt,
að syni hans gæti ekki verið alvara.
„En sá þvættingur; þér leizt vel á hana í gær, en í dag gezt
þér ekki að henni“, sagði hann hlæjandi.
„Já, stundum breyta menn skoðunum sínum, og það hefi eg
gert“.
„Einmitt það! Hr. Líónel hefir breytt skoðun sinni? Hann
kann að hafa komist að því, að yngismærin sé með falshár, flétt-
nrnar liggi lausar. En þér gagnar það ekkert, drengur minn;
þó að hún hafi borgað fyrir hvert hár á sínum haus, þá gezt mér
vel að henni, og mér dettur í hug, að það sé nóg“.
Líónel krosslagði handleggina og svaraði: „Getur vel verið;
en það verður ekkert úr því, að þessi ráð takist“.
„Hvað! Segirðu það nú í þriðja skiftið!“ öskraði Teteról og