Fjallkonan - 03.10.1906, Page 2
186
FJALLKONAN.
víða hafa menn veitt mótspyrnn með
ofbeldi, þegar umboðsmenn stjórnar-
innar hafa ætlað að fara að semja
skrár yfir það, sem í kirkjunum er.
Töluvert hefir að því kveðið í París,
enda auðveltaðæsa trúarbragða-ástríð-
ur þar. En einkanlega heíir það komið
fyrir í fremur afskektum landshlutum.
Og þá hefir orðið að beita lögreglu-
valdi og hervaldi til þess að koma
lögunum í framkvæmd. Sumstaðar
hefir orðið að höggva kirkjuhurðirnar
sundur með öxum. Sumir liðsforingj-
ar og embættismenn hafa neitað að
hlýða fyrirskipunum stjórnarinnar um
að koma lögunum í framkvæmd, hafa
heldur kosið að láta víkja sér úr
embætti. Margir nokkuð hafa orðið
sárir í þeim skærum, sem út af þessu
máli hafa risið. En sagt er, að ekki
hafi nema einn maður beðið bana,
og óvíst hvorum málsaðila líflát hans
var að kenna.
Eðlilegt er, að margir haflíöðrum
löndum fengið þá hugmynd um lög-
in, að þar sem þau hafi valdið slík-
um skærum, hljóta þau að ganga nærri
samvizkum manna. En því er ekki
svo farið, segir höfundurinn. Stjórn-
ina geta menn naumast sakað um
annað en það, að hún hafl stundum
ekki verið sem gætnust og hafi ekki
tekið hleypidóma almennings nægi-
lega til greina. óhjákvæmilegt var
að semja skrá yfir muni kirknanna,
til þess að unt væri á löglegan hátt
að afhenda þær trúarbragðafélögun-
um, enda hafði það verið sett inn í
lögin eftir tilmælum kaþólskra þing-
manna í þvi skyni að tryggja rétt-
indi safnaðanna, þó að það yrði eftir
á tilefni til æsinga frá kaþólskum
mönnum.
En óneitanlega er það málsbót
fyrir kaþólska menn, að þeir líta á-
reiðanlega svo á, sem lögin séu fyr-
irhugað vopn til þess að vinna bug
á kaþólskri kirkju. Margir þeirra
veittu því mótspyrnu, að skrárn-
ar væru samdar, fyrir þá sök, að
þeir óttast, að það sé aðdragandinn
að því, að ríkið sölsi undir sig kirkju-
eignirnar. E>eir líta vafalaust svo á,
sem það sé hrópleg rangsleitni af
ríkinu, sem lagði undir sig kirkju-
eignirnar í stjórnarbyltingunni, að
skila ekki aftur að minsta kosti ein-
hverju af þeim, þegar það hættir að
standast kostnaðinn við guðsþjónustu-
haldið.
Og vel skiljanlegt er það, að ka-
þólskum mönnum lítist ekki á blik-
una. Langt- er síðan, að sögn, er
forseti Frakklands eða nokkur ann-
ar maður, sem embættis á að gæta,
hefir cfirfst að nefna guðs nafo frammi
fyrir almenningi. Frímúrarar fá
stöðugt meira og meira vald í land-
inu, og á Frakklandi eru þeir trú-
arbrögðunum andvígir. Margir þing-
menn láta það afdráttarlaust uppi,
að þeir keppi að því takmarki að
afkristna landið. _ „Gott eiga þeir,
sem eru ungir!“ segir líka einn af
helztu stjórnmálamönnum Frakka,
Henri Brisson. „E>eir fá að lifa það
að sjá áframhald þessarar baráttu;
því að þetta eru ekki málalyktir;
þetta er ekki annað en byrjun!“
En auðvitað stafar mótspyrna ka-
þólskra manna gegn lögunum mikið
af því, að þeir eru andvígir skilnaði
ríkis og kirkju. Og fyrir þá sök
einkum er það, að svo mikill mun-
ur er á því, hvernig þeir snúast við
málinu og hvernig Gyðingar og mót-
mælendur taka í það. Þeir tveir
flokkar manna taka skilnaðinum vel,
þrátt fyrir örðugleikana, sem að
minsta kosti mótmælendur hafa af
honum. Það bendir ekki á það, að
lögin séu nærgöngul við samvizku-
frelsið i þeirra augum. Enda hafa
mótmælendur á Frakklandi orðið
fyrir rikum áhrifum frá Alexander
Vinet, guðfræðingi, sem var upp á fyrri
hluta síðustu aldar og var fríkirkju-
maður að sannfæring og kvaðst
hætta að trúa á kristindóminn á
sömu stund, sem hann færi að trúa
því, að kristin kirkja sé ekki fær
um að standa óstudd af hinu verald-
lega valdi.
Marconi-félagiö og ritsíminn.
í ræðu þeirri, sem ráðherrann hélt
á sunnudaginn á pósthússvölunum,
mintist hann einkum, í kaflanum um
aðdragandann að því, að málið kæm-
ist í framkvæmd, á það gagn, er fyr-
verandi samgöngumálaráðherra Hage
hefði unnið ritsímamálinu. 0g sízt
ber því að neita, að Hage hafi lagt
kapp á það mál, eftir er hann tók
það að sér. Svo mikið kapp lagði
hann á það, að hann fekk Hafstein
til að undirskrifa ritsímasamninginn,
þrátt fyrir það að ráðherra vor hafði
tjáð honum, að hann hefði ekki laga
heimild til þess.
Eu hins láðist ráðherranum að geta,
hvernig á því stóð, að Hage og rit-
símafélagið norræna voru sumarið
1904 orðin svo fíkin í að koma rit-
sima hingað. Engum getum þarf að
þvi að leiða, hvernig á því stóð. Mar-
conifélagið var farið að bjóðast til
þess að koma Islandi í loftskeytasam-
band við umheiminn og félag hafði
myndast í Kaupmannahöfn til þess
aðkoma þeirri fyrirætlun í framkvæmd.
Þessu varð að afstýra. Við Danmörk
urðum vér að tengjast, fanst Dön-
um. Fyrir þá 'sök varð ritsíminn
loksins á boðstólum.
Vinir ritsímans mega þakka Marconi-
félaginu það fremur öllum öðrum, að
bann er kominn. Og sjalfsagt hefir
umboðsmaður félagsins hér á landi,
Einar sýslumaður Benediktsson, átt
góðan þátt í því, að málið komst
jafn-Iangt frá Marconifélagsins hálfu
eins og það komst. Sennilega hefði
það verið nokkuð viðkvæmt fyrir
ráðherrann að minnast á það í ræðu
sinni. En rétt hefði það verið og
miklu stórmannlegra en að ganga
þegjandi fram hjá atriði, sem jafn-
mikils var vert í málinu.
Mannalát.
Þ. 27. f. mán. andaðist hér í
bænum kona af barnsförum Guðrún
Steinadóttir Stephensen, kona Stef-
áns Hanssonar Stephensen (frá Hurð-
arbaki). Þau giftust í fyrra 10. des.
Barnið náðist, en dó í fæðingunni.
Fæðingin gekk afarörðugt, og á eftir
henni fekk konan krampa, sem hún
beið bana af. Maður hennar er
smiður og var að smíðum uppi í
Kjós, þegar þennan sorgaratburð bar
að höndum.
I Árósum á Jótlandi andaðist 27.
júlí cand. juris Tómas Skúlason úr
brjóstveiki. Var um þrítugt.
Loftskeyta framfarir.
Svo segir um þ er í merkn þýzku
blaði: „Altaf harðnar meira og meira
á framsókninni, að leysa til fullnustu
verkefni „neista flrðritunarinnar“ og
þótt enn sé ekki náð öllu, þá er samt'á-
rangurinn mikill. Það er nú leynd-
armál, sem allir vita, að herskipin
í Miðjarðarhafsflotanum brezka fáað
minsta kosti einu sinni á sólarhringn-
um boðskeyti frá hinni stórkostlegu
loftskeytastöð í Poldhu í Cornwall:
fyrst hepnaðist að senda skeytin frá
Poldhu til Gibraltar stöðvarinnar og
svo til Malta, Kýpreyjar (Cyprus)
og Port Said og um alt Miðjarðar-
hafið. Því næst tókst frá þessum
landstöðvum að koma skeytunum til
sérhvers ensks herskips, hvar sem
var, og nú að lokum svo langt kom-
ið að masturstengurnar, að minsta
kosti á skipum sem stödd eru í vest-
urhluta Miðjarðarhafs, geta með
mestu nákvæmni tekið við heinum
fyrirskipana-skeytum, sem sumpart
fara yfir Frakkland og Spán, sum-
part jafnvel ytir Þýzkaland í svip-
andi rafmagnsbylgjum, er berast land
frá landi. Nærri má geta, hve mikil-
vægt þetta er á ófriðartímum. Aðr-
ar eins óvæntar hremmingar eins og
í japansk-rússneska stríðinu eiga nú
ekki framvegis að þurfa að koma
fyrir. En hvað sem öðru líður, ein-
ir um þessar fundninga- framfarir
eru Englendingar ekki; Þjóðverjar
eiga sins vegar fulla hlutdeild í þeirn.
Loftskeytastöðin við Nauen, eitt af
úthverfum Berlínar, sem verið er að
reisa, á að verða hin stórkostlegasta
í heimi. Það er turn af járni ger,
sem verður yflr 100 metra hár. Þar
verður og viðtökustöð fyrir skeyti
frá herskipum þýzka flotáns, hvar
sem þau eru stödd, og sendingastöð
til þeirra sömuleiðis. Kekstur stöðv-
ar þessarar hefst 1. okt.
Og jafnframt koma frá Danmörku
fréttir um mikilvægar endurbætur á
loftskeytasendingum.
Danskur maður, Yaldimar Poulsen
verkfræðingur, hefir fundið þær upp
Hann girðir fyrir það, að loftskeyt-
um verði náð nema með viðtökutól-
um, er samstilt séu afgreiðslustöðinni.
Og hann getur látið kraftinn, er
skeytin flytur, streyma í eina átt, í
stað þess sem hann hefir annars far-
ið í allar áttir. Með þeim hætti
verða hans margfalt meiri not.
Nú segja danskir sérfræðingar, eft-
ir því sem Politiken fullyrðir, að
ekki sé viðlit, að ritsímar geti kept
við loftskeyti eftirleiðis. Það er að
minsta kosti mikil framför frá þeim
hugmyndum, er þeir gerðu sér um
loftskeyti í fyrra sumar. Meðan ver-
ið var að þröngva ritsímanum upp
á íslendinga, var eins og varla
nokkur danskur maður héfði hug-
myud um, að loftskeytin væru ann-
að éða líkleg til að verða annað en
leikfang.
Verðkækkun
er að verða mikil á jörðum hér í
nágrenninu, og er mjög hraðfara. í
fyrra vor voru Eyvindarstaðir á Álfta-
nesi seldir fyrir 6500 kr. og snemma
síðastl. vetur fyrir 14,000 og núný-
lega fyrir 20,000. Síðasti seljandi
var Sturla kaupm. Jónsson og síð-
asti kaupandi Árni Thorlacius bú-
fræðingur.
Ritsímaskeyti
til Fjallkonunnar.
Kaupmannahöfn 3. okt.
Forsetar ríkisþings endurkosnir.
Konungur flutti hásætisræðu og gat
þess, að hann hefði í hyggju að gera
ráðstafanir til þess að verða við ósk-
um íslendinga um endurbætur í lög-
gjöfinni um stöðu íslands í ríkina.
Tillaga lögð fyrir þingið um að
styðja stjórnina.
För alþingismanna til Danmerknr
kostaði 85 þús. kr.
Fréttir
eftir Marconiskeytum.
Bandaríkjamenn raða hverri sjóliðs-
sveitinni eftir aðra á Cúbu. Taft
hefir gefið út yfirlýsing um það, að
hann taki að sér hernaðar-landstjórn
í eyjunni. Palma forsetí hefir sagt
af sér. Taft hefir látið uppi við
blaðamenn að hann vantreysti báðum
stjórnmálaflokkum eyjarinnar. Cúbu-
menn sýna engin merki þess, að þeir
hafi í huga að veita afskiftum Banda-
ríkjanna mótspyrnu.
í suðurhluta Bandaríkjanna hefir
verið afarmikið óveður um síðustu
helgi. í einum bæ, Mobile, hafa 5000
hús skemst og 75 menn týnt lífi.
Tjónið nemur samtals mörgum milj-
ónum, þar af á bómullar-uppskern
einni 5 miljónum punda sterling.
í Hong-kong kom aftur fellibylur
á laugardaginn og gerði afarmikið
tjón þar í skipakvíum.
Dómur kveðinn upp yfir uppreistar-
mönnum í Krónstað. 19 dæmdir til
dauða, 12 til æfilangrar og 23 til 20
ára betrunarhússvinnu.
Fortn á strætunum.
I undanfarinni rigningatíð hafa helztu
stræti bæjarins verið ófær, að kalla
má, þau er mest er umferðin um
Súraunhefir auðvitað verið mikilfyrir
alla, sem út hafa þurft, en ekki sízt
fyrir þá, sem hafa verið að hafabú-
staðaskifti og flutt búslóð sína um
bæinn.
Er nokkurt vit í að halda áfram
samskonar vegagjörð eins og að und-
anförnu um fjölförnustu strætin, jafn-
mikil og umferðin þar er að verða,
og jafn-mikið og hún eykst með hverju
árinu? Allir hljóta að hafa tekið
eftir því, hve afar-mikijl munur er
orðinn á nmferðinni nú frá því sem
var fyrir fáum árum. Þá sást
varla nokkur vagn í bænum. Nú er
stöðugt verið að aka um hann. Þá
sást ekki nema maður og maður á
stangli á götunum, nema þegar fólk
var að fara í kirkju eða til annara
mannfunda. Nú er stöðugur mann-
straumur eftir helztu götunum.
Er nokkur önnur leið fyrir oss en
fara að dæmi annara þjóða og stein-
leggja að minsta kosti fjölförnustu
strætin á einhvern hátt, annaðhvort
með steypu eða grjóti ? Reykvíking-
ar eru farnir að leggja mikið kapp
á það að prýða hús sin bæði utan
og inuan. Er ekki sá áhugi í nokk-
uð miklu ósamræmi við öklafor, jafn-
skjótt sem út af húsþröskuldinum er
stigið ?