Fjallkonan - 10.10.1906, Side 1
Kemnr ftt einn sinni og
tvisvar í vikn, alls 70 bl.
nm árið. Verð árgangsins
4 krðnnr (erlendis 5 krðnur
eða l1/, dollar), borgist fyrir
1. júlí (erlendis fyrirfram).
BÆN
FJALL
DABLAÐ
Uppsögn (skrifleg) bnnd-
in við áramöt, ógild nema
komiu sé til útgefanda fyr-
ir 1. október, enda haii
kaupandi þá borgað blaðið.
Afgreiðsla:
Stýrimannastíg 6.
BLAÐ
XXIII. árg.
Reykjavik, 10. október 1906.
Xr. 49
f-* illgillll er í efa um það, að hollara og notalegra sé að vera þur
og hlýr á fótunum en hið gagnstæða'; — en ef þér eigið ilt með það í haustrigning-
unum og haustrosunum, þá skuluð þér reyna
og munuð þér brátt komast að raun um, að hann lekur ekki, að hann er hlýr, hald-
góður og snotur og framúrskaraudi 6 d ý r.
Mikið úrval af nýjum birgðum.
Alt af smíðuð gÖtHStÍgV©1 og allur annar skófatnaður á viunustofunni
og hvergi fljótar afgreitt viðgerðir á slitnum skófatnaði.
Um mánaðamótin koma miklar birgðir af
Augnlœlming ókeypis 1. og 3. þriðjndag í
hverjum mán. kl. 2—3 í spítalanum.
Fomgripasafn opið á mvd. og ld. 11—12.
Hlutabankinn opinn kl. 10—21/, og 51/,—7.
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op-
in á hverjnm degi kl. 8 árd. til kl. 10 síðd.
Almennir fundir á hverju fóstudags- og
sunnudagskveldi kl. 87, síðd.
Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 91/,
og kl. 6 á hverjum helgnm degi.
Betel sd. 2 og 61/, mvd. 8, ld. 11 f. h.
Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravit-
jendur kl. 107,-12 og 4—6.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl. 10—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
kl. 12-3 og kl. 6—8.
Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud.
ld. kl. 12—1.
Lœkningar ókeypis í læknaskólanum á
hverjum þriðjudegi og föstudegi kl. 11—12.
Náttúrugripasafnið, Vestnrg. 10, opið á
sunnud. kl. 2—3.
Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14.
og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1.
Sextugs-afmæli.
Bjórn Jónsson ritstjóri ísafoldar
varð sextugur þ. 8. þ. mán.
Nokkurir bændur í Árness- og
Kangárvallasýslum sendu honum
fagra gjöf þann dag: dýrindis lit-
mynd, eftir Ásgrím Jónsson, af Heklu
og fjöllum þar í grend, en í násýn
er nokkur hluti af Eystrahrepp í
Árnessýslu. Myndin er 2 álnir á
lengd og 1 alin á hæð innan um-
gjörðar og er glæsilegt snildarverk.
Á umgjörðinni er silfurskjöldur og
á hann letrað:
Björn Jónsson. MeS þakhlœti
fyrir alúðarstarf íþarfir þjóðarinnar.
Frá nokkrum bœndum.
Önnur gullfalleg litmynd var hr.
B. J. gefin í afmælisgjöf, eftir dótt-
ur hans, frk. Sigríði. Sú mynd er
af Öxarárfossinum í Almannagjá.
Einn skáldmæltur vinur hans, sem
ekki vill láta nafns síns getið, sá
þessar myndir árdegis. Og samdæg-
urs færði hann B. J. kvæði það, sem
prentað er á öðrum stað hér í blað-
inu.
Sannarlega ætti það vel við, að
Bjarnar ritstjóra Jónssonar væri ein-
hverstaðar minst rækilega á þess-
um áratugamótum æfi hans. Síðari
hluti æfisögu hans er svo samgró-
inn allri sögu þjóðar vorrar síðasta
aldarþriðjunginn, að nóg væri efnið.
Og að hinu leytinu er maðurinn svo
stóreinkennilegur íslendingur, að
vönduð lýsing á honum hlyti að
vera óvenjulega hugnæmt viðfangs-
efni. En það efni er miklu meira
en svo, að það komist fyrir i grein
í íslenzku fréttablaði.
En ekki getur Fjallk. bundist
þess að taka það fram, að oss virð-
ist höf. kvæðisins hafa hitt fyrirtaks-
vel þau tvö atriðin, sem mest ein-
kenna Björn Jónsson.
Karlmenskulund hans — „afltign-
ina, sem höf. kvæðisins nefnir svo,
þekkja allir íslendingar. Hún er
ekki til meiri hjá öðrum manni hór
á landi. Engum manni er fjær skapi
að eyða tímanum til þess að telja
andstæðinga sína eða meta vald
þeirra og mátt. Enginn maður er
ótrauðari til að taka að sér hvert
það mál, sem hann hyggur vera
sannlefcans og réttlætisins megin,
án nokkurrar hliðsjónar á því, hvort
það kemur sér vel eða illa fyrir
hann sjálfan.
„Barninu í sál hans“ —kærleiks-
lundinni, einlægninni, viðkvæmninni,
hæfileikanum til afdráttarlausrar al-
úðar við alt, sem hrífur hug hans
— eiga að sjálfsögðu ekki jafn-marg-
ir kost á að veita nákvæma athygli.
En víst er um það, að þeim, sem
nánust kynni hafa af honum, er
ekki síður kunnugt um þá hliðina á
eðlisfari hans en hina, sem áðurvar
á minst.
Steinkirkju
eru Patreksfjarðarmenn að reisa;
þeir hafa átt kirkjusókn að Sauð-
lauksdal. Enn nú vilja þeir annað-
hvort, að þjóðkirkjuprestur flytjist til
sín eða losna úr þjóðkirkjunni, eftir
því sem fullyrt er. þaðan að vestan.
Hinn alinenni mentaskóli.
Þar eru nú 75 nemendur. Þar
af eru 13, sem ekki hafa verið í
skóla áður. En 14 hafa verið teknir
inn í skólann, sem áður hafa úr
honum farið. Meðan ólagið var mest
á skólanum fyrir 2—3 árum, fækk-
aði í honum til muna;, en nú er
aftur að fjölga.
Símaslit.
Norðurland segir,. að Norðmenn,
sem lögðu símann, hafi furðað á því,
hve mjög hann hafi slitnað, meðan
á verkinu stóð, og hefir það eftir
einum þeirra, að svo virðist, sem
sumt af honum hafi verið úr vondu
efni, en sumt aftur óaðfinnanlegt.
Krarup verkfræðingur, sá er furðu-
legasta vitneskju gaf í fyrra um rit-
símamálið, sá um kaup á símanum.
Hólaskóli.
Þar hefir Jósep Björnsson kennari
skólastjórn með höndum i vetur; Sig-
urður Sigurðsson skólastjóri verður
erlendis.
Er guðrækuin að þverra?
Svo er nú spurt um allan heim.
Sumir menn þykjast sjá ýms merki
þess. Og það er von. Hin ytri
merki guðrækninnar eru sjálfsagt
mörg að þverra víða.
í sumar heíir þetta mál verið rætt
í einu af stórblöðum Lundúnaborgar,
og þar hefir niðurstaðan orðið sú, að
guðræknin fari áreiðanlega þverrandi
í veröldinni. í tilefni af því bendir
annað brezkt blað á ummæli eftir
einn af gáfuðustu og ágætustu kenni-
mönnum Yesturheims, dr. M. J. Sav-
vage. Yér göngum að því vísu, að
fleirum en oss þyki þau ummæli vit-
urleg og hugnæm og prentum hér
á eftir ágrip af þeim.
„Þegar eg var ungur“ segir dr. Sav-
age, naut bók eip mikillar alþýðu-
hylli. Hún hét „Endurlífgun fornr-
ar guðrækni". Höf. vildi fá heiminn
til að snúa við og halda aftur á
bak, aftur í aldir, þangað til komið
væri að fyrstu öldinni, og fá nútíðar-
menn til þess að vera eins góða, eins
og mennirnir hefðu þá verið. Eg
las þessa bók, og eg las Nýja Testa-
mentið, og sá, að Páll postuli ávít-
aði í eiuu af bréfum sínum eiun af
fornsöfnuðunum (sem höf. bókarinn-
ar taldi fyrirmynd allra tíma) fyrir
ofdrykkju við kvöldmáltíðarborðið,
og fyrir atferli, sem nú þætti með
öllu óþolandi, ekki að eins í kirkj-
um, heldur og í sæmilegu mannfó
lagi.
„Eg hefi athugað allar aldirnar
síðan, og að því, er kemur til þess,
er eg tel sanna guðrækni, ófölsuð
trúarbrögð, háleitt og göfugt siðgæði,
getur ekki komið til neinna mála að
nein þeirra jafnist við þessa tíma
í siðuðum heimi.
„Veröldin hefir aldri verið eins og
hún er nú. Á liðnum tímum hefir
hún ekki verið neytt svipuð þessu.
Yiðskiftalíf nútímans neyðir menn til
sannsögli betur en nokkuð annað
hefir áður getað gert það, betur en
nokkuð annað getur gert það. Það,
sem heldur uppi hinum mikilfenglega
vef viðskiftanna, er lánstraust og
sannsögli. Ykkur er óhætt að láta
sannfærast um það, að aldrei hefir
verið í heiminum jafn-mikið af sann-
leik og nú, né heldur nokkuru sinni
jafn-mikil veruleg umhyggja fyrir
sannleikanum.
•
„Fyrir hundrað árum var það eng-
in vansæmd að lúka miðdegisverði
sínum með þeim hætti að detta und-
ir borðið og láta vinnufólk sitt koma
sér í rúmið. Þetta var algengt.
Nú væri mönnum vísað burt úr fé-
lagsskap heldri manna fyrir margt,
sem þá var algengt . . . Charles
James Fox lagði það í vana sinn að
sitja kvöld eftir kvöld við spilaborð-
ið, og spila þar um hundruð,
stundum þúsundir punda, fara
því næst inn í fulltrúamálstofuna og
halda mikilfenglegar ræður, sem hann
var nafntogaður fyrir. Þetta varð
Fox ekki til neinnar vansæmdar, en
kæmist það upp nú, að einhver af
stjórnmálamönnum vorum hagaði sér
á þennan hátt, þá mundu menn verða
hamslausir af gremju . . . Það ilt,
sem nú er kvartað um, hefir ávalt
verið til, og það verður ekki úr
sögunni þessa öldina né hina næstu.
En jafnframt því, sem vér reynum
að draga úr hinu illa, skulum vér
ekki telja kjarkinn úr sjálfum oss
og verulegum umbótamönnum með
því að ýkja það að stórum mun og
koma mönnum til þess að trúa því,
að þáð sé verra en það er í raun
og veru. Enn eru lestirnir of al-
mennir, en lestir og glæpir eru ó-
endanlega smávægilegir í samanburði
við hreinleik, yndisleik og heilnæmi
lífsins með þjóð vorri, og siðferðilega
hefir veröldin aldrei verið jafn-heil-
brigð, hrein og yndisleg eins oghún
er nú.
„Og sleppum snöggvast siðgæðinu
og snúum okkur að guðrækninni.
Nú er ekki jafn-mikið gert úr trúar-
greinum eins og fyrir hundrað
árum, nema í fáeinum afturhalds-
kirkjum. Ekki er heldur gert jafn-
mikið úr kirkjusiðum. í engri kirkju
eru þeir taldir alveg jafn-mikilvægir
til sáluhjálpar, eins og þeir voruáð-
ur taldir. En ef vér lítum á guð-
ræknina samkvæmt aðaleinkennum
hennar, sannleiksást, lotningu fyrir
því sem gott er, þrá eftir guðdóm-
legu lífi, hjálpsemi við menn, sam-