Fjallkonan - 27.10.1906, Page 3
FJALLKONAN.
215
Botnvörpuveiðarnar:
Samtal
við Pál kaupm. Torfason.
E>eir bræðarnir, Páll og Kristján
Torfasynir, kaupmenn frá Flateyri,
vorn hér á ferðinni nú í vikunni, og
lögðu á stað til útlanda með Tryggva
kongi á miðvikudagskvöldið.
Fjallk. átti tal við hr. P. J. með-
an hann stóð hér við. Hann talaði
af áhuga miklum og fjöri um lands-.
ins gagn og nauðsynjar, eins og hann
er vanur.
Meðal annars barst talið að botn-
vörpuveiðunum. Hér fer á eftir merg-
urinn málsins, þess, er hr. P. T.
fræddi oss um áhrærandi þær:
Ungir karlmenn á Vestfjörðum
streyma um þessar mundir út á botn-
vörpuskipin. Nýfarnir eru 6 úr einu
bygðarlagi. Skömmu áður að minsta
kosti 20 þaðan.
Horfurnar helzt þær, eins og nú
biæs, að konurnar verði einar eftir
með ómögunum. Ekkert er unt að
bjóða mönnum, sem jafnast á við at-
vinnu á botnvörpuskipunum.
Englendingar segja, að afli þeirra
við íslands-strendur nemi frá 3—5
miljónum punda sterling árlega. Það
verða 54—90 miljónir króna árlega.
Megnið af þessum afla ertekið úi
fyrir Vestfjörðum.
Ekki er sjaldgæft, að 1 botnvörp-
ungur haíi skilað 7 þúsund pundum
sterling, 126 þús. krónum, eftir árið.
Allur þessi afli er tekinn á fiski-
miðum, sem við erum að nota, eða
ættum að nota. Hafnirnar, sem eru
lykillinn að þessum fiskiveiðum, nota
Englendingar, þegar þeir þurfa þeirra.
Nú erum við auk þess farnir að leggja
þeim til mennina.
Með öðrum orðum: Við leggjum
þeim til hafnirnar, mennina og fisk-
inn!
Á fiskiveiðunum á landið að grœða.
Landbúnaðurinn á að vera hinn fasti
stofn þjóðar-velmegunarinnar. Það_
getur hann líka verið, ef sjávarút-
vegurinn veitir honum markað.
En fari þessu fram, sem nú eru
horfur á, er enginn annar vegur til
en sá, að gjörbreyta sjávarútveginum.
Að öðrum kosti verður að láta reka
á reiðanum og sjá fram á.fátæktog
volæði.
Og breytingin má ekki vera fólg-
in í því að þiggja skóvörpin frá öðr-
um þjóðum, þegar þær eru búnar að
ganga niður úr skóbotnunum — ekki
í því að kaupa skútur, sem þeir eru
hættir að nota. Vér verðum að taka
það bezta, sem aðrar þjóðir hafa, það,
sem þær græða mest á.
Með fiskimiðin og hafnirnar, sem
við sjálfir eigum, er það okkar skylda
að vera á undan öðrum þjóðum í sjáv-
arútvegi. Færið á því er lagt upp í
hendurnar á okkur.
Landsyflrréttardómar.
Tveir dómar hafa verið kveðnir
upp af landsyfirrétti, síðan er B'jallk.
sagði frá dómum síðast annar 1.,
hinn 22. þ. mán.
Hinn fyrri er í meiðyrðamáli, sem
Guðm. B. Scheving héraðslæknir höfð-
aði gegn Pétri Þórðarsyni. P. Þ.
var dæmdur af undirdómara í 20
kr. sekt til landsjóðs og 6 daga ein-
falt fangelsi til vara. Hann áfrýjaði.
í ástæðum yfirdómsins segir svo
frá:
„Meiðyrði þau, sem stefndi (G. B.
Sch.) hefir átalið, eiga að felast í
vottorði, sem áfrýjandi gaf út í Hólma-
vík 18. júli 1903, og eru þau þessi:
„en var þá svo ölvaður, að eftir
mínu áliti var ekki tiltök, að hann
hefði getað veitt mér nokkra hjálp,
ef á hefði þurft að halda“. Það er
viðurkent í málinu, að þessi ummæli
lúta að stefnda. Þeim orðum sín-
um til sönnunar, að stefndi hafi ver-
ið ölvaður, þegar hann kom til sjúk-
lingsins (áfrýjanda), sem kvað hafa
þjáðst af þvagteppu, hefir áfrýjandi
leitt 2 vitni, sem fylgdu lækninum
til hins sjúka, og haf'a þau borið og.
unnið eið að þeim framburði sínum,
að stefndi hafi verið ölvaður, þegar
hann kom á heimili sjúklingsins, og
hefir áfrýjandi þannig nægilega sann-
að þau ummæli sín í vottorðinn; og
ekki verður honum heldur gefin sök
á því, þó hann léti í vottorðinu það
álit sitt í ljósi, að ekki hefðu verið
tiltðk, að læknirinn hefði getað veitt
honum nokkra hjálp, ef á hefði þurft
að halda, sem ekki varð, því að
sjúklingnum var farið dálítið að
batna“.
Svo yfirréttur sýknaði Pétur Þórð-
arson og dæmdi lækninn til þess að
greiða honum 40 kr. í málskostnað.
i --------
Hinn dómurinn var í helgidags-
brotsmáli, sem höfðað var gegn verzl-
unarstjóra Jóni Laxdal á Isafirði.
Kærði hafði verið dæmdur í 20 kr.
sekt af undirdómara, eða 5 daga ein-
falt fangelsi til vara, og skyldi greiða
málskostnað. Yfirréttur færði sekt-
ina niður í 10 kr.
Kærði hafði látið nokkura kven-
menn vinna að saltfisksþvotti upp-
stigningardag síðastl., fyrri part dags
fram undir hádegi á bryggju við
Hafnarstræti á ísafirði, og var hætt
við vinnuna laust fyrir messu áð til-
hlutun lögreglustjóra. Hann hélt því
fram, að þetta væri ekki brot gegn
helgidagslöggjöfinni, af því að það hafi
t(ðkast á ísafirði að hafa fiskverkun
um hönd á helgidögum, án þess að
það hafi verið átalið. En lögreglu-
þjónninn sem kærði, staðhæfði, að
kaupmenn hefðu aldrei þau 12 ár,
sem hann hefir verið lögregluþjónn
á ísafirði, Iátið þvo fisk á belgidög-
um, og kærði játaði skýrslu lögreglu-
þjóns rétta.
„Með því nú“, segir yfirdómurinn,
„að vinnan fór fram á þeim stað —
rétt hjá fjölfarinni götu og ekki
kngt frá kirkjugarðinum — að hún
hlaut að raska friði helgidagsins, og
þar sem fiskþvottur ekki er þess eðl-
is, að ekki megi fresta honurn, hefir
kærði orðið brotlegur gegn 1 gr.
laga um almannafrið á helgidögum
þjóðkirkjunnar 20. des. 1901“.
Hrapallegt slys
varð í húsi á Laugavegi þriðjudag-
inn var. Tvö börn voru að leika
sér þar utan um ílát, sem sjóðandi
vatn var í. Annað barnið hratt hinu,
þriggja ára dreng, ofan í ílátið, og
bruninn varð svo mikill, að drengur-
inn lézt sólarhring síðar. Hendrik
Erlendsson stud. med. átti drenginn.
Thorefélagið.
Tryggvi kongur fór til útlanda þ.
24. Farþegar meðal annara: Th.
Tborsteinsson kaupinaður og bræð-
urnir Páll og Kristján Torfasynir
kaupmenn frá Flateyri.
Hið sam. gufuskipafélag.
Lára lagði á stað í dag (Iaugard.)
til útlanda. Með henni tóku sér far
meðal annara: Frökenarnar Þórunn
og Solveig Kristjánsdætur (yfirdóm-
ara) Hörring náttúrufræðingur, kaup-
mennirnir Þorst. Þorsteinsson (Bakk-
abúð) og Árni Biis frá ísafirði, Jón
Sveinbjörnsson cand. jur., Eggert
Briem (Viðey), Ólafur Benjamínsson
verzlunarforstjóri á Dýrafirði, Ward
fiskikaupmaður o. fl.
Rökuö
kindaskinn
Kaupir háu verði
Samúel Ólafsson
Söðlasmiður.
Niðursoðin jarðarber
fást hjá
Nicolai Bjaniasou.
Piöur til söiu,
Ritstjóri vísar á.
oit sinncp
í stórum og smáum kaupum
Mikið af
244
um þá miðdegisverð. Þegar þeir voru komnir að eftirmatnum,
dró hann hægra augað í pnng og sagði við hann:
„Jæja, Crépin minn; hafið þér fundið hana?“
„Við hverja eigið þér?“
„Þessa óviðjafnanlegu konu, sem þér ætlið mér.“
„Fyrirgefið þér,“ sagði Crépin og tók fjörlega í málið; „þér
tókuð tillögunni svo illa . . .“
„Já, hún var líka vitlaus," sagði Teteról; „og það er hún
enn“.
„Jæja, þá tölum við um annað.“
Þeir fórn þá að tala um annað. En eftir nokkurar mínútur
dró Teteról annað angað í pung og mælti:
„Mér finst, að það séuð þér, sem hafið komið upp með þetta.
Skrifið þér henni þá.u
„Hverri?“ *
„Ó, verið þér nú ekki með þessi ólíkindalæti. En takið þér
nú vel eftir því, sem eg segi; það er betra fyrir yður, að láta
þess ekkert getið, hvað þér viljið henni; eg lofa engu. Eg læt
ekki leika á mig, og eg ætla ekki að binda mig neitt að óséðu.
Finnið þér einhverja átyllu; eg skal borga ferðakostnaðinn, ef þér
viljið. Eg get litið á hana, þegar hún er komin, og geðjist mér
að henni, þá getum við talað um málið.“
Hann talaði nm hana eins og kóf sem vantar á einhvern bás-
inn. Um kvöldið skrifaði Crépin tvö bréf, annað til Lundúna, hitt
til Parísar.
Miraud ábóti hafði útvegaO sér utanáskrift skjalaritarans, skrif-
241
nm að kreppa að honum; ísköldum svita sló um hannallan. Hann
lagði á sig feiknin öll, til þess að geta lyft upp höndunum, og hon-
um tókst það. Hann bjó til úr þeim skál. í þeirri skál hafði hann
á yngri árum haldið að hann sæi ósköpin öll, merkur og víngarða,
hallir, brúðkaup og hefndir. En nú sá hann ekkert, alls ekkert.
Honum fanst eins og af þessum höndum væri sama lykt sem af
nýmokaðri mold — annars var þar ekki nokkur skapaður hlutur. Þá
virtist honum hann verða þess var, að öllu væri lokið, tað hjarta
hans væri hætt að slá, að nákuldinn væri kominn, jafnframt því
sem lífið hefði þorrið, og hin mikla meginhugsun lífs hans hefði
um leið orðið að engu. Hann lokaði augunum ósjálfrátt og fálmaði
eftir lyklinum, sem honum var svo dýrmætur, hékk um hálsinn á
honum og var í sanDleika lykilinn að hamingju hans og eðli sjálfs
hans. Hann gat ekki einu sinni náð utan um lykilinn með fingr-
unum, og honum skildist það, að nú væri æfin á enda, nú rynni
lífið frá honum, nú væri synjunin miskunnarlaus, og vilji hans magn-
laus með öllu.
Nokkurum stundum síðar kom læknirinn til þess að vitja um
sjúklinginn. Teteról svaf þá fast og rólega. Loks vaknaði hann;
en áður en hann lauk augunum upp fór hann að hugsa um, hvort
hann væri dauður eða lifandi, og tók á sjálfum sér, eins og hann
væri að þreifa fyrir sér um það, hvort hann væri líkamlega við-
staddur. Já, ekki bar á öðru; hámark sóttarinnar var um garð
gengið, og hann var á lífi. Hann réð af að setjast upp, og reif