Fjallkonan - 19.11.1906, Qupperneq 1
Kernur tit einn sinni og
tvisvar í viku, alls 70 bl.
um árið. Verð árgangsins
4 krónur (erlendis 5 krónur
eða l1/, dollar), borgist fyrir
1. júlí (erlendis fyrirfram).
B Æ N D A B L ,\ Ð
TJppsögn (skritleg) bnnd-
in við áramót, ógild nema
komin sé til útgefanda fyr-
ir 1. október, enda hafi
kaupandi þá borgað blaðið.
Afgreiðsla:
StýrimannaBtíg 6.
VERZLUNAUBLAÐ
XXIII. árg.
Reykjavík, 19. nóvember 1906.
Nr. 60
Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þriðjndag í
hverjum mán. kl. 2—3 í spítalanum.
Forngri'pasafn opið á mvd. og ld. 11—12.
Elutabankinn opinn kl. 10—21/, og 6’/,—7-
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op-
in á hverjnm degi kl. 8 árd. til kl. 10 síðd.
Almennir fundir á hverjn fóstudags- og
sunnndagskveldi kl. 81/, siðd.
Landakotskirkja. Qnðsþjónusta kl. 91/,
og kl. 6 á hverjum helgum degi.
Betel sd. 2 og 61/, mvd. 8, ld. 11 f. h.
Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravit-
jendnr kl. ÍO1/,—12 og 4—6.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl. 10—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
kl. 12—3 og kl. 6—8.
Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud.
ld. kl. 12-1.
Lœkningar ókeypis í læknaskólanum á
hverjum þriðjudegi og fðstudegi kl. 11—12.
Náttúrugripasafnið, Vesturg. 10, opið á
sunnud. kl. 2—3.
Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14
og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1.
Margarinið makalausa.
Mörg liundruð puud nýkomin í
m
með s/s „Clambetta.
Alveg f e r s k a r skökur — eins og b e z t a kúasmjör.
Par fæst líka Vega Plantefedt.
var 1. júlí. Útgefandi tekur því með mikium þökkum, að áskrifendur borgi sem fyrst.
Baráttan gegn berklaveiki.
Hellsukælis-f'unduriim 13. nóv.
Upphaf að ræðu Guðm. lljörnssonar.
Baráttan fyrir lífinu er barátta við
dauðann.
Öll framsækin þjóðmenning miðar
að því marki að mönnum geti liðið
vel og þeir lifað lengi í landinu. Öll
framfaraviðleitni stefnir á einn eða
annan hátt að þessu eina marki.
Heilsa og langlífi eru frumskilyrði
fyrir fullri hamingju hvers manns,
hverrar þjóðar.
Baráttan er erfið. Dauðinn á mörg
vopn; en skæðust af vopnum hans
eru hinir næmu sjókdómar, farsótt-
irnar. Þær læsa sig um þjóðfélögin
mann frá manni, eins og eldur læsir
sig um skóg, úr einu tré í annað.
Oss er í minni svarti dauðinn. Oss
er í minni bóludauðinn. Oss er i
minni holdsveikin; hún læsti sig áður
nm alla Norðurálfu eins og langvint
eitur.
Nú er henni að mestu útrýmt; þó
ekki til fulls hér á landi. Nú er
sigur unninn á bóludauðanum með
bólusetningunni og svartadauða er
haldið í skefjum hér í álfu með öfl-
ugum sóttvörnum.
Nú á dögum er hvíti dauðinn mesta
mein mannlífsins. En það er berkla-
veikin. Hún hefir verið nefnd þessu
nafni í mótsetning við svartadauða.
Þá urðu menn svartir og dóu, nú
verða menn hvítir og deyja. Og eg
er þess fullviss, að hver og einn af
fnndarmönnum hefir séð einhverja
af þessum hvítu sjúklingum berjast
fyrir lífinu, berjast við dauðann.
Mönnum telst svo til í nálægum
löndum, að þar deyi 7. hver maður
af berklaveiki, og það svo, að af þeim,
er deyja á fullorðinsárum frá 15—60
ára, látist þriðjungurinn af þessari
veiki. Berklaveikin ein veldur álíka
miklum manndauða eins og aliir aðrir
næmir sjúkdómar samantaldir.
Vér vitum þvi miður ekki með
fullri vissu,hversu algeng berklaveikin
er hér á landi. 1 öðrum löndum ern
heimtuð vottorð um dauðamein manna.
Þar vita menn því vcl, hversu margir
látast af berklaveiki. Hér vitum vér
það ekki, hér eru því miður ekki
heimtuð dánarvottorð. En það vitum
vér, að læknar landsins sji árlega
milli 2 og 3 hundruð nýja sjúklinga
með berklaveiki; vér vitum, að veikin
var miklu sjaldgæfari en nú fyrir 2
mannsöldrum, vitum, að hún er í
sumum héruðum landsins orðin eins
algeng og í öðrum löndum, og get-
um gengið að því vísu, að svo muni
verða innan skamms um land alt,
1 ef ekki eru reistar öflugar skorður
við útbreiðslu hennar.
Ef veikin væri eins algeng hér
og í öðrum löndum þá mundum vér
missa um eða yfir 200 mannslíf á
ári af hennar völdum, og þar af um
hálft annað hundrað af fólki á bezta
aldri, á árunum 15—60.
Hvert mannslíf er peningavirði.
Heilsan er peningavirði. Norskur
læknir hefir fært full rök fyrir því,
að berklaveikin bakar norsku þjóð-
inni á ári hverju tjón, sem nemur
28 miljón krónum. Þar við bætist
öll sú óhamingja og ástvinasöknuður,
sem ekki verður metið til peninga-
verðs.
Það er viðbúið, að berklaveikin
veiði hér rétt innan skamms eins
algeng í og Noregi og þá mun hún
baka vorri þjóð árlega beint tjón,
sem nemur 1 miljón kr. ári.
Ræða Guðm. Magnússonar.
Þótt ég taki til máls, þá mun ég
ekki koma með nýjar röksemdir; ég
býst við að höggva í sama farið og
h. h. frnmmælandi, sem hefir talað
svo skýrt og snjalt fyrir máli þessu.
Samt yrði það eftilvillmálinu nokkur
stuðningur, að 4. læknirinn segi sig
samdóma hinum 3., sem skrifað hafa
undir fundarboðið.
Fundarboðið tekur greinil. fram þau
2aðalatriði, semliggja til grundvallar
fyrirþví,: 1. að berklaveiki sé algeng
hér á landi og 2, að landstjórn geti
ekki ein komist yfir að verja Iand-
ið fyrir henni. Eptir því, hvernig
menn líta á þessi 2 atriði hljóta und-
irtektirnar að verða undir þessa
málaleitun.
Tala berklaveikra hér á laudi er
— eins og tekið var fram — ekki ná-
kvœmlega kunn. Til þess að reyna
að gera mér ijósari grein fyrir því, tók
ég mig til, og gekk gegnurn bækur
minar þarsemskrifaðir eruþeirsjúk
lingar, sem mín hafa vitjað, síðan ég
fór að gegna læknisstörfum hér á
landi, og mér taldist að 355 berkla-
sjúklingar, innlendir, hefðu leitað
mín. Eg má fullyrða að tala þessi
er ekki of há, því ég slepti þeim
í upptalningunni, sem nokkur vafi gat
leikið á. Eg taldi saman tölurnar
á árí hverju, og tölurnar eru hærri
nú síðari árin. Til þess gátu auð-
vitað legið ýmsar orsakir, en þó segja
mætti að mínar tölur sanni ekki að
veikin fari í vöxt, er ég ekki
í efa um að svo sé, og fullyrði ég
eftir minni eigin reynslu: Engin
sýsla á landinu er laus við berkla-
veiki.
Þegar ég var að læra læknisfræði,
var það almenn skoðun lækna að
berklaveiki væri svo að kalla ekki
tilá Islandi. Eg man það vakti undr-
un í Friðriksspítala þegar einn sjúk
lingur kom þangað frá Islandi með
berkla í úlnlið. Menn heldu þá að
í íslenzku lofti þrifust ekki berklar.
Nú eru dæmin deginnm Ijósari að
svo er ekki. Og égheffengið nægi-
lega reynslu fyrir því að berklar eru
engu vœgari í sjúklingum hérálandi
en í öðrum löndum, þar sem ég hefi
séð þá.
En úr því þeir haga sér eins hér
og annarstaðar, má teljavístað sama
lækningaraðferð og sömu varnir eigi
við þeim hér á landi og annarstað-
ar. Það hefir ekki enn tekistað finna
neitt meðal, sem bugi sóttkveikjuna
í líkama sjúklinganna, og það hefir
gefist bezt að stofnaheilsuhæli handa
berklaveikum; gott viðurvœri og
gott loft hjálpar þeim til að lækna
sig sjálfa, og margir fara þaðan al-
bata. En auk þess beina gagns,
gera þesskonar hæli gagn óbeinlínis.
Þau kenna öllum þeim, sem þar
dvelja, hvernig þeir eigi að haga sér
svo að bezt sé fyrir heilsu þeirra
sjálfra og hvernig þeir eigi að
haga sér gagnvart öðrum, svo
að ekki stafi hætta af þeim, og
draga úr sýkingarhættunni, bæði
meðan sjúklingarnir eiu í hæl-
unum og þegar þeir eru farnir
þaðan, jafnvel þó þeir hafi ekki lækn-
ast til fulls. í sambandi við þetta
skal ég taka það fram — þó ð
umræða um einstök atriði liggiekki
fyrir — að ég hygg heppilegast að
hér á landi — þar sem svo mikill
hörgull erá sjúkrahúsum —séþetta
tvent sameinað: heilsuhæli til lækn-
ingar þeim, sem von er um að batni
og sjúkrahús handa þeim sem eru
ólæknandi.
Um hitt atriðið, það að landstjórn-
in geti ekki ein annað því að verja
landið fyrir berklaveiki og útbreiðslu
hennar, er ég einnig fundarboðinu
samdóma. Þar er farið fram á að
stofna félag til varna gegn veikinni,
og hugsunin er — eins og rétt er
— að það verði gert ekki einungis
með því að stofna heilsuhæli, held-
ur einnig með samvinnu til aðhefta
útbreiðslu hennar mann frá manni,
með fræðslu um eðli veikinnar,ogum
heilsusamlegan aðbúnað áýmsanhátt.
Með því ég er samþykkur þess-
umatriðum í fundarboði Oddfellowfé-
lagsins, vil ég bjóða mig fram sem
óbrotinn liðsmanD í baráttunni gegn
berklaveikinni hér á landi, og mæli
með því að félag sé stofnað.