Fjallkonan


Fjallkonan - 21.06.1907, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 21.06.1907, Blaðsíða 1
h JL. %,-/ .JLJ3L JL^# BÆJÍDABLAÐ VE K Z LUN AE B JL AÐ XXIV. ár lleykjavík, 21. júní 1907 Xr. 25 Geðveiki - áfengi - Mynjan. Allar mentaðar þjóðir ern í vand- •ræðum með geðveikina. Geðveikin fer talsvert i vöxt um allan heim og það er óhemju fjár, sem rikin þurfa til þess, að standa straum af geðveik- um mönnum. Það er með geðveik- ina eins og alla aðra sjúkdóma líkam- ans, að stöðugt er leitað eftir orsök; þegar orsökin er þekt, þá er fyrst hægt að bæta. Geðveikin greinist i fjölda deildir, þar sem hver hefir að meira eða minna leyti alveg aðgreinsnleg einkenni. Að því er sumar teg. geðveikinnar snertir, vita menn nokkurn veginn nákvæm- lega um orsök veikinnar. Alkóhólið •er einn aðalþátturinn. Alkóhólið •skemmir smátt og smátt t.iugakerfið, þótt ekki sé nema um smáskamta að ræða. Það er engin lækning á þessu þjóð- arböli, þótt hver þjóð gæti komið öll- um sínum geðveiku mönnum inn á hæli og léti þar við sitja. Það þarf miklu róttækari aðferð til þess. Það verður að eins það, að reyna með öllu móti að varna því, að sjúkdómur þessi hafi færi á að ná í fólkið. Og hvað áfengi snertir, þá verður það með þvi móti, að láta unglinga og börn aldrei læra að drekka það. Nota það að eins á þann eina rétta hátt, í meðöl. Jafnframt verður að berja það inn í vitundarlíf manna, hversu það sé skað- legt. Hér á landi ætti að vera nokkurn veginn létt að útiloka það alveg með íiðflutningsbanni. Hverjum einstaklingi er vel farið, er algörlega er laus við afengisnautn. Áfengisnautnin er aldrei til góðs, hversu lítil sem hún er. Það verður ekki undir eins búið að ná fyrir rætur þeirrar eyðileggingar, er áfengið hefir gert, þegar það hefir .sýkt kynslóð fram af kynslóð, eins og það hefir gert. Dýrðardagur verður það fyrir hverja þjóð, þegar heilbrigði fjöldans er orð- in svo mikil, að yfirgnæfandi meiri hluti er óbifanlega sannfærður um skaðsemi Afengis. Alkóhólið er ekki svo sterkt, að það drepi menn á stuttum tíma. Menn geta náð háum aldri, þótt þeirr neyti talsvert mikið áfengis, en það skemmir þá samt, þótr þeir séu svo hraustir .að þeir falli ekki alveg í valinn. En áfengið hefir annað mein, enn alvar- legra, en það, þótt það skemmi einstaklinga er neyta þess; heill ætt- leggur eyðilegst smátt og smátt. Afengis-eitranin er svo sterk, að af- komendur drykkjumanna eru að meira eða minna leyti vonarpeningar. í fyrsta lagi er áfengisnautnín mjög arfgengur sjúkdómur, og í öðru lagi er taugakerfi þeirra, er komnir eru af drykkjumanni, miklu veikbygðara og móttækilegra fyrir sjúkdóma yfir höfuð. Hér um bil helmingur allra þeirra Chr. Fr. &Co. Niels Julsgade 7 Köbenhavn K. selur allar íslenzkar vörur við hœsta verði og útvegar aSIar útiendar vörur gegn lcegsta verði. S&nngjörn uniboðslaun. þúsunda, er geðveikrahælin geyma um allan heim, eru þangað komnir annað- hvort vegna áfengisnautnar sjálfra þeirra eða forfeðrannaeða hvorttveggja. Ættirnar úrkynjast, verða ófrjóvar, (það er auðvitað það ákjósanlegasta þegar um úrkynjaðar ættir er að ræða, en því miður er það ekki föst regla) og verða þjóðfélögunum til skaða á fjöldamarga vegu. Mannkynið er eiqs og ýmsar bakteriur, sóttkveikjur, það býr til eitur, er drepur það sjálft. Afengisnautnin kemur víðar við en í þeim skaðlegu áhrifum, er það hefir á líf og heilsu einstaklings og á þá, er neyta þess að mun. Helmingur allra glæpamanna eiga rót sína í áfengum nautnum. Flestir glæpir eru sjúkdómar. Sjúkdómurinn hefirkomist á ýmsan hatt í ættirnar, en helmingur allra þessarasjúkdómastafar af áfengisnautn. Engir fá eins áþreifanlega að »kanna valinn« og geðveikralæknar. Þeir sjá daglega eyðilagða menn afáfengisnautn. Ekki einungis, að sumir þeirra endi sjálfir aldur sinn inn á geðveikra-hæli, heldur eru þeir einatt svo ólánssamir að eiga börn, er hafa fengið sjúkt taugakerfi i arf og þannig sáist sýkin i allar áttir, af þvi, að menn eru einatt nógu hugsunarlausir, þegar um barn- eignir og hjónabönd er að ræða. Það er alveg eins og mönnum standi á sama um heilbrigði ættarinnar, ein- mitt það, sem er aðalatriðið. Það er hrein vandræði, hve menn eru frá- munalega skeytingarlausir í því efni. Eg sjálfur hefi þekt ýms dæmi: Ung stúlka kom út af geðveikrahæli, þar sem hún hafði verið nokkura mán- uði. Trúlofaðist mánuði eftir og giftist svo,fór afturinn á geðveikrahæli eftir 6 vikna hjónaband. Barneignir eru alls ekki fátíðar meðal geðveikra hjóna. Slíkt skeytingar- leysi og hugsunarleysi er glæpsamlegt gagnvart afkomendum. Menn segja oft, þegar um þetta heilbrigðisval er að tala, að »ástin« blindi alt. Það er ekki *ástin« sem blindar, það er hugsunarleysið og fáfræði, er hrindir mönnum út í for- æði. Þó er fjölda manna ljóst, hversu taugasjúkdómar og geðveiki er algeng. En þeir lifa í þeirri heimskulegu ron, að peir verði lausir, börn oeirra muni verða heilbrigðir menn, þótt bæði hann, ættir hans og móðirin séu öll meira og minna sjúk. En þótt svo væri, að >ástin« væri svo öflug, að ekki væriannað hægten að hlýðahenni, þá væri hægt að afstýra hættum, er stafa af því, á þann hátt, er ung og greind kona sagði. Hún komst þannig að orði: »Ekki dytti mér í hug að hætta við að giftast manni, er mér þætti vænt um, þótt eg vissi að hann væri af sjúkri og úrkynjaðri ætt, og veilt geðfar, en eg skyldi ekki eiga nein born með honutii*. Þetta er auðvitað vel gjörlegt, en mundi þó verða meira íorði ená borði, en hitt er þó það allra bezta að heilbrigða fólkið veldist saman, það væri ómetanlegt velferð- armál þjóðfélaga og manna. Það væri að miklum mun sú eina góða lækning á þessu þjóðarmeini. Veikl- uðu ættirnar deyja út og eiga að deyja út, helzt án þess að geta nokkuð sýkt út frá sér. Hvernig stendur á því að heilbrigð- ar ættir úrkynjast? Er það náttúrulögmáh sem ómögu- legt er að hindra ? Vér skulum reyna að segja sögu ættanna allra, eins þær eru venjulega. Fátæk, heilbrigð hjón eiga þó nokkur börn. Bömin eru heilbrigð, af góðu bergi brotin ; þau komast vel áfram. En af þessu heimskulega borgara- mati, þá telja þessir efnilegu menn hálfgert æru i því, að geta mægst við »göfugar« ættir. Það eru ættir alment kallaðar, ef þeir hafa miklar mannvirðingar í þjóð- félaginu. En mannvirðingar byggjast á embættum eða auði. En þessar ættir eru mjög víða meira eða minna sýktar. Þannig hefir það verið hér á landi, þar sem meiri hluti embættismanna og betri borgara hafa verið allmiklir óreglumenn. Þessar ættir hafa sýkt í allar áttir út frá sér. Mægðirnar við þessar »fínu« ættir fluttu sýkina inn í heilbrigðu ættirnar. Fjölda margar þessara »göfugu« ætta eru að meiru eða minna leyti sóttkveikjur, er miklu fremur þyrftí að einangra og varast að mægjast við. Heilbrigðar ættir geta haldist við ósýktar kynslóð fram af kynslóð, ef þær eru að eins gætnar í valinu. Það er eins auðvelt að kynbæta menn eins og önnur dýr. Þ. Sv. Afmæli Jóns Sigurössonar. Mánudaginn 17. þ. m. héldu Reyk- víkingar afmæli Jóns Sigurðssonar. Nýi íslenzki fáninn blakti á milli 60 og 70 stærri og smærri stöngum í bænum. Höfðu margir þá dregið hann upp, sem aldrei höfðu gjört það áður og menn vissu eigi til, að væru fánanum hlyntir. «Dannebrog« var dregin upp á nál. 30 stengur. Mestmegnis voru það búðir kaup- mannanna i Hafnarstræti, sem skýldu sér undir vemdarvængjum danska fánans. Enginn fáni var dreginn upp á stöng stjórnarráðsins né heldur á al- þingishúsinu. Vissu menn eigi, hverju það sætti. Um kveldið kl. 8 safnaðist mann- fjöldi óvenjulega mikill við Austurvöll fyrir framan alþingishúsið. Höfðu for- setar alþingis léð svalir alþingishússins til þess að halda þaðan ræður. Kl. 8 lék lúðraflokkúrinn á hornin og kl. 8V2 hélt Björn ritstj. Jónsson langa og snjalla ræðu fyrir rhinni Jóns Sigurðssonar. Þá talaði Bjarni Jóns- son frá Vogi fyrir minni íslands, gull- fagra og einkar vel flutta ræðu, og síðast hélt Benedikt Sveinsson ritstj. um fánann. Blásið var í hornin á milli ræðuhaldanna. Siðan fylktu menn liði og gengu suður í kirkju- garð og lögðu sveig á leiði Jóns Sig- urðssonar. Eftir því, sem menn hafa næst kom- ist, var mannfjöldi sá, er þar var sam- ankomin frá 4000—500©. Athöfnin fór einkar kyrrlátlega og siðsamlega fram. Skiptapi. Skip fórst í hafís fyrir nokkurum dögum 150 mílur norður frá Langa- nesi. Það hét »Prins 01af«, og var frá Álasundi. Það var selveiðaskip. Skipverjar komust á hafís, og varð bjargað af öðru selaveiðaskipi. Xýkominn til bæjarins er Eiríkur Kérúlf,er var settur læknir á Eyrarbakka í fjarveru Ásgeirs Blöndals. Steingrimur læknir Matthíasson fór 17. þ. m. norður til Akureyrar; er þar settur héraðslæknir. Veðrátta er nú ágæt orðin, blíðviðri daglega. Rangárvallasýsla auglýst laue. Umsóknarfrestur til 1. ágúst.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.