Fjallkonan


Fjallkonan - 12.07.1907, Qupperneq 3

Fjallkonan - 12.07.1907, Qupperneq 3
FJALLKONAN 111 Lögregla. (Kafli úr bréfi utan af laudi). ... »Lögregla« svo kölluð er í öllum siðuðum löndum; þar með er þó ekki sagt, að lögreglan sé alstaðar »siðuð,« því að margt er siðleysið jafnvel meðal menningarþjóða. En dæma má þjóðirnar að ekki svo litlu leyti — siðmenningarstig þeirra — eftir því allsherjargæzluvaldi, er þær setja sér, hafa og halda við, þ. e. hvort og hvernig þær þola siðlausar »lögreglur.« Sannmentuð þjóð lætur ekki gæzlu sinna helgustu boðorða, vernd réttinda og laga, í hendur ruddamennum. Rússneska »lögregan« er alræmd — en hún er lika svo úr garði gerð, skipuð siðleysingjum, í alákveðnum tilgangi af stjórnarinnar hálfu: Til þess að brjóta á bak aft- ur rétt einstaklingsins; þar er réttleysi almenning's valdhafanna líf, og þorri þjóðarinnar sefur og lætur sér á sama standa. Þvi að 'ekki héldi þessu fram, ef þjóðin vildi það öðruvísi. I öllum löndum eru það þjóðirnar, sem ráða — almenningurinn —, ef viljinn til þess aðeins er nógu sterkur. Hver þjóð hefir ráð á sinum þjónum, ís- lenzka þjóðin líka; þess verða þær ekki hvað sízt að vera sér meðvitandi gagnvart sínum lögregluþjónum, ef þær hafa ekki ætlað þeim að vinna hið rússneska starfið: Að drepa nið- ur rétti manna. heldur að halda hon- um uppi, vaka yfir því, að hverjum veitist óskertur sá réttur, er hann á tilkall til. Almenningur á ekki að þola það, að ímynd landslaganna birt- ist í lítt tnentuðum mönnum; þjónar lögreglunnar verða að kunna manna siðu — eiga að kunna þá öðrum framar — ella er hætt við, að virð- ing fólksins fyrir lögunum færi út um þúfur og litt verði skeytt að hlýða þeim reglum, er þeir eiga að halda uppi. Og er þá ekki, ef svo fer, starf »lögreglunnar« orðið nokkuð neikvætt og fráleitt því, sem það átti að verða samkvæmt vilja þjóðfélagsins? Hversu oft hafa menn ekki heyrt eða lesið um lögreglumenn og lög- regluþjóna í ýmsum löndum, sem bæði voru þrælmenni (við undirmenn) og höfðu þrælslund (gagnvart yfirboð- urunum). En skyldu þessa hvergi finnast dæmi hér, á voru landi? Skyldi hvergi hér á landi ríkja spill- ing og siðleysi hjá »lögreglunni« — og það frá toppi til táar ? (Ekki er það kunnugt. Ritstj.). Skyldu menn hvergi hafa rekið sig á lög- reglustjóra, sem hagaði sér þannig, eins og ofstopiun væri hans aðalhlut- verk — eins og lögreglan væri inni- falin í gauragangi? Lögreglustjóra, sem með ærnum bæxlagangi þeystist um allar trissur, til þess að reyna að veiða breyzkar mannskepnur, skap- rauna illa á sig komnum aumingjum, svo að þeim gæfist tækifæri til að draga þá í svartholið? Lögreglustjóra, sem þætti það yndi og hin mesta upphefð, að geta sýnt »vald« sitt á þann hátt, með því að annarskonar vald væri honum ekki auðið að öðl- ast yfir nokkrum manni ? Lögreglustjóra, framhleypinn í smá- munum, ónýtan í stórræðum, mest- an í munninum, er þættist alt geta, gera og hafa gert, en komi í ljós sem hinn auðvirðilegasti hugleysingi, er á hólminn væri skorað eða nokk- uð á reyndi — staðinn að roluhætti, þar sem verulega þyrfti að taka í taumana? Lögreglustjóra, sem auk alls annars svifist þess ekki, ef færi gæfist, að traðka hlífðarlaust niður rétt manna og frelsi, og væri reiðubúinn til þess umsvifalaust að hneppa hvern og einn í fangelsi, ef orðinu hallaði og einhver veslingur ætti í hlut? Skyldu menn aldrei hafa hitt slíkan »lögreglustjóra«, sem, í einu orðisagt, veitti ekki af að komast undir lag- anna svipu fyrir alls konar svívirð- ingar, opinberar og leynilegar? — Þótt svo væri, að Islendingar hefðu aldrei þekt lögreglustjóra þann veg úr garði gerðan, (gera það sjálfsagt ekki. Ritstj.) þá mega menn þó eiga það víst, að til eru þeir í heimi þess- um, og sakarpví eigi að vera á verði. En ef þetta á sér nú stað, hvernig geta menn þá ekki búist við, að hinir séu, er lægra standa — lögregluskó- sveinarnir ? Hví skyldi það ekki vera svo þar, eins og i ótal öðrum þátt- um mannlífsins, að »limirnir dönsuðu eftir höfðinu ?« Hinni verstu siðspill- ingu má» auðvitað búast við, þótt mik- ið sé þar komið undir upplagi manna, og allir þekkja, að undantekningar ern hvarvetna. Heyrt hafa menn getið um »lögregluþjóna«, sem gerðust hundar »lögreglustjórans«, boðnir og búnir til allrar ósvinnu, er »að ofan« var skipuð eða hugsanlegt var að vel þokkað væri hjá valdhöfum; lögreglu- þjóna, er lögðu sig í framkróka til að fremja ranglæti gagnvart alþýðu, espa með atferli sínu saklausa menn til óhlýðni, hyggjandi sig vera drottna, þótt þrælar séu! — Slíkir götqpnápar, einatt rostafengnir og róggjarnir, álíta sig hafa velferð heiðvirðra borgara í höndum sér, víla ekki fyrir sér að ógna skikkanlegu fólki með hand- járnum og fangelsisvist.-----------Þess háttar menn væru vísir til þess, í hvaða landi sem væri, að láta hafa sig til skerðingar á stjórnlagalegu frelsi manna og sjálfsögðum réttind- um; mundi t. d. í Rússlandi ekki verða flökurt af því m. a. að leigja sig í þarfir pólitískrar »klíku« til að meina siðsamri alþýðu aðgang að op- inberum mannfundum o. s. frv. o. s. frv. »Mikil er spillingin meðal heims- ins barna«, kveða hinir trúuðu — og lögreglan tekur. undir, hvarvetna um víða veröld, og þykist útvöld til þess að forða almenningi frá hinni timanlegu spillingu. En þar sem lögreglan sjálf þyrfti að beitast l-ö-g-r-e-g-l-u ? — Þar sem svo er ástatt, er það bótin, að það er altaf almenningurinn, sem ræður, ef hann vill — eðameinið, að hann notfærir sér ekki þau ráð ! G. Stúdentar. f>essir útskrifuðust í lofe f. máu. úr Mentaskólanum svo nefndum (hinum almenna), 9 utan skóla og að eins 4 innan skóla (stjörnumerktir): Magnús Jónsson .... I. 100 Sveinn V. Sveinsson*. . . I. 98 Ólafur P. Pétursson*. . . I. 97 Alexander Jóhannesson . . I. 95 Pétur Halldórsson* . . . I. 92 Ásgeir Gunnlaugsson . . . I. 88 Olafur Gunnarsson . . . I. 86 Sigurður Jóhannesson . . II. 78 Árni B. P. Helgason . . . II. 77 Sigfús M. Jóhannsson . . II. 77 Jón Jónasson II. 73 Björn Jósefsson .... II. 71 Haraldur Jónasson* . . . III. 55 Búnaðarþiiigið hófst 28. júní og stóð yfir til 6. júlí, Á búnaðarþinginu voru þessir 12 fulltrúar: 1. Agúst Helgason bóndi í Birtingah. 2. Asgeir Bjarnason bóndi í Knararn. 3. Einar Þórðarson prestur á Bakka. 4. Eiríkur Briem docent. 3. Hjörtur Snorrason skólasjóri. 6. Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti. 7. Jón Jónatanss bústjóri í Brautarh. 8. J. Havsteen f. amtmaður, 9. Magnús Stephensen f. landsh. 10. Pétur Jónsson alþingism. Xi. Stefán Stefánsson kennari og alþm. 12. Þórh. Bjarnarson lektor. Auk nokkurra lagabreytinga, sem gjörðar voru á fundinum var þar rætt um sölu íslenzkra landbúnaðarafurða á útlendum markaði, og þinginu send- ar áskoranir um að hlutast _ til um umbætur í þá átt. Yms önnur mál voru tekin þar til umræðu, svo sem kynbætur, ræktun landsins, fjárbaðan- ir o. s. frv. Nætur-hraðlestin. Saga eftir F. Clemens. ---- Frh. Hann ætiaði sér að kalla á lestar- stjórann og fá hann til þess að benda sér á annan klefa. Þetta varð þó til einskis, því að hraðlestin staðnæmd- ist ekki, heldur hægði aðeins lítið eitt á sér, meðan hún var að fara um einnlítinn járnbrautarstöðvarbæ. Eng- an brautarstjóra gat að líta. Þar að auki varð sí og æ dimmara, alveg eins og altaf bættust nýir skuggar við þá, sem þegar voru, eða eins og vind- arnir flyttu altaf á vængjum sér dekkri litarefni, til þess að fylla með þeim stöðugt hið dökkva loft. Verzlunarráðið varpaði sér aftur sár- lega blektur í sæti sitt. Hann fann, að hann hlaut að lúta í lægra haldi fyrir valdi þreytunnar. Augu hans drógust saman eins og með segul- magni, með erfiðismunum hélt hann meðvitund sinni lítið eitt vakandi, og þótt hann reyndi til þess að hugsa rökrétt, þá rugluðust öll hugmynda- samböndin á svipstundu, og hann varð að hafa sig upp til þess að kom- ast aftur að því atriði, sem hugsun hans hófst á í upphafi. Meðan hann var svona hálfgert ut- an við sig, gat hann eigi hrint þeirri hugsun frá sér, að þetta deyfiafl, sem alveg ætlaði uð verða honum ofjarl, ætti sér enga eðlilega orsök í raun og veru, heldur stafaði að einhverju leyti frá hinum undarlega, ókunna manni, sem ef til vill hefði eitthvert deyfimeðal á sér, er væri hættulegt þeim, sem í kringum hann væru. Samt sem áður gæti hann þó ekki haft slíkt meðal, því að það hlyti þó lika að hafa áhrif á hann sjálfan. En Börner hafði heyrt og lesið svo margt um dáleiðslu og- hugstol, og vera mætti, að þessi grunsami maður not- aði þessi dularöfl á hann. A meðan hann var hálfruglaður að íhuga þenna möguleika, er hann skifti svo miklu, varð þessi hræðilegi draum- ur, án nokkurra sýnilegra millistiga, alt í einu að veruleika. Ókunni mað- urinn fór úr sæti sínu, teygði fram hendurnar að honum, og honum fanst eins og einhver undarlegur vökvi streymdi út úr þessum höndum og læstist inn í limu sína. Armar hans og fætur stirðnuðu, brjóstið hertist saman, hjartað hætti að slá, blóðið stöð- vaðist í æðunurn og eins os aus- un ætluðu að þrýstast út úr höfðinu. Þannig lá hann með fullri meðvitund, án þess að geta þó hreyft sig minstu vitund. Ókunni maðurinn færðist altaf nær og nær og andlitsdrættir hans urðu altaf hræðilegri og hræði- legri, eldur brann úr augum hans. í hendi sér. sem hann hafði rétt út, barhann hlaðna skammbyssu með skín- andi björtu hlaupi. í skelfilegustu dauðans angist beið verzlunarráðið, eitthvert innra afl í honum streyttist með jötunafli gegn þessari töfrun, sem hafði náð yfirráðum á honum. I einni svipan leysti hann sig úr læð- ing, og þaut upp skjótur sem elding, og reif upp augun enn þá eins og hálfdreymandi. Nú blandaðist veruleiki og draum- ur aftur, eins og draumur og veru- leiki áður. Förunautur hans stóð fyrir framan hann með dúk í hendi sér og úr honum andaði sterkum þef. Verzlunarráðið æfti upp yfir sig, sem æðisgenginn væri. í sama bili vaknaði hann aftur til sjálfs sín, svo að honum varð fulljóst, hvernig hann var kominn, og fekk full ráð yfir sér. Járnbrautarræninginn hafði auðsjáan- lega í hyggju að deyfa hann og ráða svo á hann. Skjótur sem elding þreif hann veiðihníf sinn úr vasanum, gekk fast að ókunna manninum, æpti sem óður væri á hjálp og svipaðist um eftir neyðarbjöllunni til þess að fá lestina til að stöðvast. En ókunni maðurinn æpti líka hvert neyðarópið á fætur öðru. Um leið og hann varðist Börner, dróst hann skref fyrir skref aftur á bak. Báðir þrifu undireins til höldunnar, sem í er tekið, þegar neyðarmerki er gefið i járnbrautarvagni. í sömu svipan gall við skrækur í eimvagninum. Lest- in brunaði inn í eina stærri járnbraut- arstöð og stöðvaðist af sjálfri sér. Dyrnar voru rifnar upp, nokkurir lestarstjórar og járnbrautarþjónar komu inn. »Hvað er hér um að vera — hver kallar á hjálp ?« Ferðamennirnir sleptu tökum hvor á öðrum. »Hann réðst á mig skyndilega, til þess að ræna mig og myrða«, kallaði ókunni maðurinn skyndilega og stóð rétt á öndinni. »Eg að myrða hann«? kallaði verzl- unarráðið upp yfir sig, fokreiður af þessari óskammfeilni. — »Nei, hann ætlaði að myrða mig — eg, sem hefi meðferðis 40 þúsund mörk í banka- seðlum.« Þetta eru refjar og ekkert annað«, æpti ókunni maðurinn. Eg hefi líka stóra upphæð meðferðis — yfir 50 þúsund mörk af fé stjórnarinnar.« »Ósvífni, svik! Hann ætlaði að deyfa mig. I töskunni þarna liggur dúkurinn, sem er fullur af deyfimeð- alinu. Eg var í fasta svefni, þá réð hanA á mig, en sem betur fór, þá vaknaði eg nógu snemma.« »Komið þið með til stöðvarstjór- ans«, var skipun lestarstjórans — »Gætið þið þess, að hvorugur laum- ist burt. Sannleikurinn mun brátt verða í ljós leiddur.s Ferðamennirnir fylgdu þjónunum tafarlausttil skrifstofustöðvarstjórans.— Báðir tóku þegar að ávarpa hann í einu. »Bíðið þið við«, sagði maðurinn. »Fyrst annar og svo hinn! Við skul- um rannsaka málið almennilega. -— »Hver eruð þér?«, sagði hann og sneri sér að ókunna manninum. »»Yfirstjórnarráð« v. Elbing frá Ber- línc. »Og þér?«

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.