Fjallkonan


Fjallkonan - 30.11.1907, Page 3

Fjallkonan - 30.11.1907, Page 3
FJALLKONAN 189 öllu fjárframlagi í þessu skyni neitað í einu hljóði. Þetta fær nú víst misjafna dóma. En til að geta dæmt rétt, þarf að þekkja vel allar ástæður og vega þær með nærgætni. Því fer fjarri, að menn séu svo „gamaldags" hér, að þeir vilji ekki talsíma hafa. Þeir mundu gjarnan vilja fá álmur frá aðallínunni bæði til kaupstaðanna og uppsveita, ef tök væri á því. Og ekki eru þeir, svo eigingjarnir, að þeir ætlist til að fá þær sér kostnaðarlaust. Það hafa þeir sýnt í samgöngumálum sýslunn- ar. Og því er hún í stórskuldum. Og þegar þar ofan á bætist viðhald veganna, sem búast má við að kosti stórfé árlega, þá mun mörgum sýn- ast engin vanþörf á að leita.st við að „sníða sér stakk eftir vexti“, helduren að lenda í fjárhagslegum vandræð- um. Að visu má lengi jafna gjöldum niður á menn. En þeir þurfa þó að standast þau. Og flestir hafa nóg á sinni®könnu af útgjöldum. Mun ekki fjarri, að jafnaðarlega sé hver í svo miklum skuldum, sem hann hefir lánstraust til. Fyrir utan hin sjálf- sögðu gjöld, sem ærin eru og fara vaxandi, ieggja menn á sig kostnað til mai-gs þess, sem eigi gefur af sér beina peninga, en er þó þarflegt, svo sem húsabætur o. fl. Menn hafa hér talsverðan framfarahug;’ hann er að glæðast og útbreiðast. Og ef efna- hagur gæti að þvi skapi batnað, mætt.i eiga það víst, að það, sem nú er ofvaxið, verði framkvæmt síðar. Mislingar ganga hór nú víða og færast yfir. Sumir viija reyna að verjast þeim; hvort sem það tekst nú. í vægara lagi má telja þá í flestum, og ekki hefir heyrst, að hér hafi neinn dáið úr þeim, — nema ef þeir hafa átt þátt i dauða húsfrúar Ingiljargar Helgudóttur á Bjarnastöð- um í Selvogi, sem er nýdáin af barns- förum. Var dáin áður en læknir náði þangað. Hún var á ungum aldri, vel látin, en heilsutæp lengi að undanförnu. Ný Goodtemplarastúka í Hafnarfírði Hr. Sigurður Eiríksson, regluboði Goodtemplara, hefir verið hér á ferð þessa viku, til þess að reka erindi reglunnar. Hann hélt útbreiðslufund í í Goodtemplarahúsinu á miðvikudags- kvöldið,fjölsóttan mjög, og eggjaði menn fast til fylgis við bindindismálið. En þá er hann hafði lokið tölu sinni tók til máls Helgi kennari Valtýsson og tók mjög eindregið í sama streng, og talaði lengi. Að ræðunum loknum stofnaði hr Sigui ður nýjaGoodtemplarastúku, sem gefið var nafnið Röskva, Stofnfélagar voru 50; flestalt fólk, sem staðið hefir fyrir utan Goodtemplarregluna; að eins 3 eða 4 félagar stúknanna, sein hér voru fyrir. Mesti fjöldi fólks úr þeim stúkum var viðstatt á stofn- íundinum og aðstoðaði stofnandann. Embættismenn stúkunnar voru kosnir þessir á fundinum. Æðstit. Karl H. Bjarnarson, prent- ari. Varat. Hansína Hansdóttir, hús- freyja. Fyrverandi æt. Agnar Magnús- son, skipstjóri. Rit. Jón Jónasson, ritstjóri. Fjármálar. Sveinn Árnason bóksali. Gjaldk. Magnús Kristjánsson ökumaður. Drótts. Ólafía Jónsdóttir, ungfrú. Kap. Sigurður Þorvarðarson, f. hreppstj. Vöiður Jónas Bergm., verzl- unarm. Útv. Guðbrandur Guðmundss. trésmíðanemi Aðstoðardr. Sigrún Jóns- dóttir, ungfrú, Aðstoðarr. Árni Þor- steinsson, trósmiðanemi. Stúkan mælti með hr. Ólafi Böðvars- syni bókhaldara til þess að verða umboðsmaður stórtemplars, Ferðataskan. (Saga). 3. „Sagan er ósköp blátt áfram“, sagði lögreglumaðurinn ánægjulega. „Eg gekk að því vísu, að maðurinn væri ekki farinn úr Hamborg. Til flótta þurfti hann peninga, og þeirra v&rð hann fyrst að afla, en hvergi betra að gera það, en hér í stórborginni. Þar sem hann eiginlega hafði ekki komið sér fyrir á neinum veitinga- stað, vissi hann ekki af eftirleitinni, enda þótt hann auðvitað mætti halda, að leitað væri að honum. Því síður gat hann ætlað, að þjófurinn mundi skila aftur tösku hans lögreglunni. Eg birt.i svolátandi auglýsingu". Hann dró blað upp úr bijóstvas- anum og las: „Sá, sem í gærkveldi nálægt kl. 11 veðsetti fyrir láni hjá mér brúna leðurtösku merkta M. G., er . beðinn að taka við henni gegn því að greiða skuld sína. Ella verðnr hún afhent lögreglunni. Með því að mig grunar, að veðsetjandinn hafi ekki verið vel að henni kominn, bið eg réttan eig- anda að gefa sig fram. í Sorber. „Gistihús hvíta svansins““. „Þessi litla auglýsing“, mælti um- sjónarmaðurinn ennfremur, „vargildr- an, sem eg setti fyrir fuglinn, og hann gekk líka í hana. Eg hugsaði sem svo: Ef fanturinn les auglýs- inguna, þá dettur honum undir eins í hug, að þjófurinn hafi veðsett tösk- una á veitingahúsinu og vitji hennar ekki aftur. Taskan er, segir hann við sjálfan sig, ekki opnuð, og engan grunar eigandann um neitt ilt. En líkurnar til þess að fá ræntu fjárhæð- ina er honum svo mikil freisting, að ekkert gat aftrað honum frá því að reyna það, enda hefir hann ekki bú- ist við neinni hættu, eftir þvi, sem á undan var farið“. „En ef hann liefði nú ekki lesið auglýsinguna"? sagði Pétur. „Ekkert við því að gera“, sagði umsjónarmaðurinn og ypti öxlum. „Eg taldi víst, að hann mundi leita í öllum blöðum, og það til þess að fá upplýsingar um, hveinig hann ætti að flýja. Ef hann les auglýsinguna, hugsaði eg ennfremur, þá kemur hann vafalaust sama kvöldið, því hann þyk- ist óhultari í dimmunni. Eg hafði einsett mér að bíða til kl. 11. Ef hann kæmi seinna, þá átti að segja honum, að húsbóndinn væri háttaður, og að hann yrði því að koma í fyrra málið. Þá skyldum við líka verða hér“. Glæpamaðui'inn játaði þegar hiklaust glæpinn morguninn eftir. Hann hafði áður kynst þjóni í verksmiðjunni, sem hann stal úr, og hjá honum fókk hann smátt og smátt að vita allt, sem hann vildi, áu þess að manninn cMiósföóvarfiitun hefir hingað til verið ómögulegt að fá í lítil hús, nema þá svo dýra, að ekki svarar kostnaði- Ég get nú útvegað mönnum hitunarfæri, eem hita upp 2 — 5 herbergi. Þau eru miklum mun þægilegri en venjulegir ofnar, og spara stórkostlega eldivið. Spvrjist fyiir um þeffei hitunarfæri. Skriflegum fyrirspurnum svara ég um hæl. — Ég útvega einnig alls Ronar eíófœri önnur. Hafnarfirði 29. nóv. 1907. SVEINN ÁRNASÖN. IOOOOOOOOOOOOOOOCM GÓÐA MÓTORA í ÞlLSKIP ættu menn ekki að draga lengur að íá sér. Með inótorskipum geta menn stundað þorskveiði með lóðum og sildveiði með reknctjum og SNYRPINÓT, sem er óefað sú mesta uppgripaveiði, sem hugsanleg er. En fáið ykkur hinn nafnkenda, kraftmikla og góða mótór IW ALPHA Þann mót.or útvegar (ÆattH. Póréarson. 000000060000000000000001 Ollum þeim, nær og fjær, sem sýndu okkur hluttekningu í sorg okkar, og með návist sinni eða á annan hátt heiðruðu útför okkar ástkærrar unn- ustu, dóttur og systur Sigríðar Guð- mundsdóttui', er lézt 14. þ. m., og öllum þeim, sem sýndu henni trygð eða vináttu á einhvern hátt, vottum við okkar innilegustu hjartans þakkir. Hafnarfirði 27. nóv. 1907. Einar Sweinsson, Ingibjörg Þor- steinsdóttir, Þórdís Guðmunds- dóttir, þorsteinn Guðmundsson' Guðrún Jónsdóttir. grunaði fyrirætlanir kunninga síns. — Yerkið tókst honum vonum fram- ar, enginn grunaði hann. Óáreittur fór hann síðari hluta dagsins eftir innbrotið til Hamborgar. Þýfið fól hann i böggli einum og stakk þvi svo niður í ferðatöskuna. Engan grunaði, að hinn prúðbúni ferðamaður með töskuna væri fífldjarfur glæpamaður enda eru þessháttar menn vanir að ferðast farangurslausir. Eftir að hann hafði mist þýfið, dvaldist hann yfir nóttina í kaffihúsi og kom sór fyrir daginn eftir í íveruhúsi einu. Hann hafði sagt húsbóndanum frá stolnu töskunni og hann vakti athygli hans á auglýsingunni; svo flanaði hann sjálfur í hendur lögreglunnar og var fluttur í fjötrum til Berlínar, til þess að taka gjöld glæpa sinna. Pétri var að vísu refsað, en mjög vægt.. Honum var slept bráðlega, og fyrir launin, sem hann fékk, setti hann á stofn matsölubúð og líður nú mjög vel með fjölskyldu sinni. En ef svo færi, að verzlunin gengi illa, þá hafði verksmiðjueigandinn skrifað honum berum orðum, að staða við verksmiðju hans stæði honum altaf til boða. (Endir). eru í nánd! Því er mönnum hyggilegast að panta föt sín í tíma í klæðaverzlun H, Andersen & Sön, Hafnarfirði, þar sem öll vintia er greiðlega og vel af hendi leyst, og þar sem úrral er af sparifataefnum, svo sem: Kamgarni, Clieviot (sv. og blátt) og mislitum tauum af ýmsum gerðum, vestisefnum, ljóm- andi fallegum, hentugum til jólagjaía, buxnaefnum, fallegum og sterkum, vetrarfrökkum og vetrarfrakkaefn um, sem eru, eins og allir vita, ómiss- andi í kuldum vetrarins (íerið svo vel að líta á þaö sem til er, áður en þer farið annað til að kaupa! (§óó vinna! dljót qfgreiósla! 'Mlarnœrföt, poisur og ensfiar Rúfiir aru nýRomnar í KLÆÐAVERZLUN H. ANUERSEN &SÖN. HAFNARFIRÐI.

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.