Fjallkonan

Tölublað

Fjallkonan - 31.07.1908, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 31.07.1908, Blaðsíða 1
Landíð vort skaf aldrei okað undlr nýjari hlekk, ei úr sporl aftur pokað ef að fram pað gekk. Hafnarfirði, 31. júll 1908 Nr. 81 XXY. árg. JÓNATAN ÞORSTEINSSON Laugaveg 31 Reykjavík. Stærsta og ódýrasta úrval af alls konar húsgögnum. Skriflð eftir verðskrá með myndum, sem sendist ó k e y p i s. Þeir eiga það helzt skilið! Dönsku nefndarmennirnir lýstu því yfir skýrt og skorinort í vor, að þetta, sem þeir vildu gefa (!) oss með Uppkastinu, það gæfu þeir ekki af því, að þeir viðurkendu nokkurn sögu- legan eða lagalegan rétt vorn til meira sjálfstæðis en vér höfum. Danir þykjast eiga þetta land með alveg eins miklum rétti og íslend- ingar. Deir gera kröfu til þess, að mega nota sér gæði þess öll til jafns við landsmenn sjáifa, og þeim mun ríflegar þó, sem þeir hafa meira afl þeirra hluta, sem gera skal. Þeir meta einskis öll söguleg rök fyrir því, að íslendingar eigi ísland fremur en Danir. En hvað segir sagan? Húu segir, að menn þeir, er stukku 'orott úr Noregi undan ofríki Haralds hárfagra leituðu út til íslands, er þá var nýfundið og óbygt, og námu það. Þeir tóku það ekki herskildi af nokkurri þjóð, sízt af öllu Dönum. Peir köstuðu eign sinni á óbygt land, og höfðu til þess fylsta rétt, endi mælti enginn á móti. Þetta land hafði verið ókunnugt heiminum alt til þess, er Norðmenn fundu það, Það er eins og æðra vald hafi haldið huliðshjálmi yfir þvi, unz að því kom að á því þurfti að halda til þess að verða griðastaður frelsisins, hreystinnar og dreng- ekaparins. þegar frelsinu var hætta búin í Noregi. „Feðurnir frægu og frjálsræðishetj- urnar góðu“ gátu eigi unað yflrráð* um Haraldar hárfagra, af því, að hann gerði þá að ófrjálsum mönnum. Pegar þeir komu „austan um hyl- dýpi3haf hingað í sælunnar reit“ (= frelsisins reit) og „reistu hór bygðir og bú í blómguðu dalanna skauti þá vakti fyrir þeim helg og göfug hugsjón: þetta land, sem af náttúr- unnar hendi var engum böndum tengt nokkm öðru landi í heiminum, það skyldi nú verða framtíðarland sjálf- stæðisins, sem þeir voru sviftir í Noregi, Hór áttu niðjar þeirra að búa við þau lífskjör, sem þeir sjálfir sköpuðu, og aldrei bindast neinum fjötrum við nokkra aðra þjóð í heim- inum. Þjóðin átti að vera eins sjálf- stæð andlega og líkamlega og landið sjálft var óháð öðrurn löndum. fessi hugsun vakti glögt fyrir ís- lendingum alla söguöldina — gull- öldina. Seinna tóku þeir yfir sig út- lendan konung, en þeir hafa aldrei gefið nokkurri útlendri þjóð minsta rétt til að eiga hlut í máium sínum Danir hafa slett sér fram í mál ís- lendinga í heimildarleysi; notað sér hörm ungarástand landsins á mesta niðurlægingartímum þess til þess að kúga landsmenn á ýmsar lundir og sjúga út úr þeim fé. En enga iaga- heimiid hafa þeir nokkurntíma halt til að leggja undir sig neitt af gæð- um landsins. í slenzka þjóðin hefir íhlut- unarlaust af annara hálfu bygt þetta land, og hjálparlaust haldið uppi bygð þess og verndað þjóðerni sitt og tungu fram á þennan dag, þrátt fyrir marg- háttaðar raunir og hörmungar. Danska þjóðin hefir aidrei feng- ið lögheimild til nokkurra afskifta af íslandi. Landið var ekki tekið frá þeim og ekki hafa þeir heldur tekið það herskiidi. Væru gerðir sam- vizkusamlega upp reikningarnir milli landanna mundu íslendingar miklu fremur geta gert tilkali til Danmerk- ur. Svo stór er sú skuld orðin, sem þeir eiga hjá Dönum, ef rétt væri reiknað, með vöxtum og vaxtavöxt- um, að Danmörk yrði naumast dýr- ar metin með öllum sinum gögnum og gæðum. Þrátt fyrir alt þetta eru Danir ó- fáanlegir til að viðurkenna, að vér höfum meiri rótt til ísiands en þeir. Nú fara þeir fram á, að vér sam- þykkjum það lögformlega — sem ís- lendingar hafa aldrei gert áður — að Danir eigi landið jafnt og íslend- ingar með öllum þess gögnum og gæðum. Þeir ættu það heizt skilið, að vór færum að gefa þeim landið með oss, eftir alla meðferðina á landsmönnum hingað tij! Gleymnir eru íslendingar, ef þeir gera það. Nævn,- Gerðardómur. Það varð ágreiningur um það á þingmálafundi á Reynivöllum 26. þ. m. milli ritstjóra þessa blaðs og bankagjaldkera Halldórs Jónssonar, hvaða merking felst í orðinu Nævn. í Uppkastinu er það lagt út gerðar- dómur, í íslenzku þýðingunni. Og á því orði byggja Uppkastsmenn hvorki meira né minna en það, að þeir segja það eitt út af fyrir sig vera fulla sönnun þess, að ísland eigi að verða fullveðja ríki, því að gerðardómur sé aldrei stofnaður til að dæma milli annara en fullveðja rikja. Ritstjóri Fjallkonunnar benti á það á fundinum, að þetta orð gæti líka þýtt blátt áfram nefnd, og í þeirri merkingu hefðu dönsku neíndarmenn- irnir haft það í fyrst.u frumvarps- uppköstum sínum i vetur. Út af þessu varð bankagjaldkerinn allstórorður og þverneitaði þvi, að orðið þýddi annað en gerðardómur eða kviðdómur. Nefnd sagði hann að það gæti ekki þýtt í Uppkastinu meðal annars af því, að nefndir hefðu aldrei neitt dómsvald eða úrskurðar- vald (hann þekkir þá ekki sýslunefnd- ir eða veit ekki að þær hafa úrskurð- arvald!) heldur til þess að undirbúa mál eða rannsaka. Og hann þrætti fyrir það, að orðið Nævn kæmi fyrir í Uppköstum dönsku nefndarmann- anna í merkingunni nefnd. — Því miður var Bláa bókin ekki við hend- ina til að taka af skarið; umræðurn- ar um þetta enduðu því með þrætni gjaldkerinn greip alt af fram í fyrir ræðumanni og sagði tilvitnanir hans ósannar, enda þótt vitnisburður hans væri studdur af öðrum fundarmanni, sem málinu var eins vel kunnugur (J. P. próf.). Til þess að taka af allan vafa og til þess líka að koma í veg fyrir það, að Uppkastsmönnum haldist það uppi fjamvegis, að nota þetta orð til þess að telja almenningi trú um, að í þvi felist fullveldi íslands eftir Uppkastinu, er hér á eftir prent- uð orðrétt siðasta greinin úr frum- varpi, sem dönsku nefndarmennimir lögðu fram 14. apríl í vor. Hún hefir inni að halda fyrirmæli um það, hvernig endurskoðun samnÍDgsins skuli fara íram eftir 25 ár: að et Nævn [þ. e. nefnd) skuli undirbúa hana. Greinin hljóðar svo (sbr. bls. 151 í Bláu bókinni dönsku): „Förandringer i denne Lov kunne kun ske ved en almindelig Revision af Loven, tidiigst i 1933, og kunne kun flnne Sted ved at en af et Nœvn af danske og islandske Mænd for- beredt Lov vedtages overensstem- mende af Rigsdagen og Altinget og stadíestes af Kongen. [Leturbr. gerðar hér]. í næstu grein á undan (7. gr.) er mælt fyrir um, hvernig jafna skuli ágreining um það, hvað séu sameig- inleg mál, og þar kemur orðið Nævn fyrir líka í sömu merkingu og i 8. gr. Uppkastsins, sem nefndarmenn- irnir hafa lagt út með íslenzka orð- inu gerðardómur. Finst mönnum það trúlegt, að Danir hafi ætlað gerðardómi að und- irbúa endurskoðun eða breytingu á samningnum eftir framanprentaðri grein ? Nei, í þeirri grein þýðir orðið Nævn ekkert annað en nefnd, hversu oft sem bankagjaldkerinn þrætir fyrir það. En þykir mönnum trúlegt, að í næstu grein á undan eigi orðið að þýða gerðardómur. Sama orðið tvenns konar merkingu í sama frum- varpinu — það ef ekki sennilegt, sizt þegar þess er gætt, að rétta danska orðið yfir hugtakið gerðar- dóm er alt, annað. Það er ómótmælanlegt, að orðið Nævn er ótraustur grundvöllur til að byggja á fullyrðingar um fullveldi fslands. „Pólitiskir afglapar“, Úað er óhugsandi, að fá samið um þannig vaxið samband milli íslands og Danmerkur, að ekkert sé sameig- inlegt nema konungurinn einn. Þetta segja Uppkastsmenn nú. Og þeir bæta við til áréttingar: Slíkt fyrirkomulag (konungur einn sameiginlegur) er orðið úrelt 1 heim- inum. Engum heilvita manni dettur lengur í hug að fara fram á það. Það er svo „merkileg fávizka“ og „ótrúleg heimska“ að nefna það, að engum manni með heilbiigðri skyn- semi dettur það í hug. Það er svo auðskilið mál, að það eru ekki aðrir en „pólitískir græningjar", sem klifa á því. Gaman er að börnunum, þegar þau fara að sjá. sagði karlinn. Hverir voru nú þessir „pólit.ísku græningjar", sem fastast héldu að Dönum kröfunni um að öll sameigin- leg mál væru uppsegjanleg nema konungurinn einn? Það var ekki Skúli Thoroddsen einn, sem það gerði. Nei, fremstur í flokki þeirra manna (að mannvirðingum) var Hannes nokkur Hafstein, og dyggir fylgdar- menn hans í þeirji kröfu voru allir íslenzku nefndarmennirnir — Lárus, Steingrímur, Jón Magnúss., Stefán og Jóhannes, og Skúli. Mestallan tímann, sem þessir frægu nefndarmenn sátu á ráðstefnu með Dönum úti í Kaupmannahöfn, sat þessi „merkilega fávizka" og „ó- trúlega heimska" svo föst í höfðinu á þeim, að Danir gátu ekki þokað henni þaðan. Nærri má geta, hvort Danir hafa ekki undir eins bent, þeim á, að þetta fyrirkomulag væri orðið úrelt í heim- inum og að engum heilvita manni dytti lengur í hug að nefna það. En það hreif ekki fyr en um „ell- eftu stundu". Þá hreif það líka svo að um mun- aði. Þá kútveltast þeir allir í einni þvögu — nema Skúli — í fangið á dönsku ifiömmu, og þaðan æpa þeir allir á Skúla, að hann hafi skorist úr leik, rétt eins og leikurinn hafl alt af verið til þess gerður að kút- veltast með skoðanir sinar!

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.