Fjallkonan


Fjallkonan - 20.03.1909, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 20.03.1909, Blaðsíða 2
38 FJAlXtONAN Böðvari Jónssyni pósti vill hún og veita 100 kr. ellistyrk. Meiri hluti nefndarinnar leggur til að felt sé burtu ákvæðið um það, að rikissjóður fái 3/s af sekium fyrir ó- löglegar fiskiveiðar. Þessum lánbeiðnum vill nefndin sinna: al Sláturfélagi Suðurlands má lána úr viðlagasjóði 45000 kr. gegn jafn- miklu stofnfé (hlutafé) og ábyrgð sýsluneíndanna i V. Skaítafells, Rang- árvalla, Árness, Kjósar, Borgarfjarð- ar og Mýra sýslum, og 41/*0/# vöxtum og afborgun á 15 árum. b) Öðrum sláturíélögum má lána úr viðlagásjóði 25,000 kr. gegn ábyrgð hlutaðeigandi sýslunefnda og öðrum kjörum hinum sömu. c) Ullarverksmiðjunni á Akureyri má lána úr viðlagasjóði alt að 50,000 kr. með ábyigð bæjarstjómar og sýslu- nefnda Eyfirðinga gegn ^j^lo vöxt- um og afborgunarlaust 5 ár hin næstu. d) Handa Heilsuhœlisfélaginu má ábyrgjast 150 þús. kr. lántöku til að koma upp heilsuhæli á Vífilsstöðum yfir 50 sjúklinga. e) Fljótshlíðarhreppi má veita úr viðlagssjóði 5 þús kr. lán gegn ábyrgð sýslunefndar Rangæinga með 4V20/o vöxtum og 15 ára afborgun. f) Alt að 6000 kr. má lána úr viðlágasjóði kirkjusjóði ísiands, ef á þarf að halda til að hlaupa undir bagga til að endurreisa 2 kirkjur i Árnessýslu, er fuku í vetur. g) Til umbótar á bryggjunni á Blönduósi má veita sýslunefnd Aust- ur-Húnavatnssýslu alt að 8000 kr. lán úr viðlagasjóði. h) í stað 30,000 kr. kornforða- búrslánsheimildarinnar í síðustu fjár- lögum komi heimild fyrir alt að 10,000 kr. láni hvort, ár hin næstu. hngsályktunartillögur. 18. Að skora á landsstjórnina að leggja fyrir næsta alþingi frumvarp til iaga um aðskilnað ríkis og kirkju. Flutningsm. Jón Jónsson á Hvanná. 19. Að skora á landsstjórnina, að hlutast tii um það, að póstaf- greiðsla verði sett í Vík og að póst- ferðum verði fjölgað um helming milli Odda og Víkur á þeim tíma árs, er póstvagn gengur vikulega rnilli Reykjavíkur og Ægissiðu. Flutnings- maður Gunnar Ólafsson. 20. Að skora á stjórnina að semja reglugerðir fyrir unglingaskóla og setja ákveðin skilyrði fyrir styrk- veitingu til þeirra úr landssjóði. — Frá gagnfræðaskólanefndinni. Níð um kónginn kallar blaðið Reykjavík það, að nafn konungs var nefut í sambandi við Heiniastjórnarflokkinn íslenzka í grein- inui „BeklageJse" hér i blaðinu fyrir skömmu. Fjallkonan hafði grun um það áður, að engin sérleg sæmd væri að því að vera talinn til „Ileima- stjórnarflokksins‘‘, og þess vegna tók hún það skýrt fram, að enginn bæri konungi það á brýn að hann væri í honum. En svo ofstækisfulla óvild ber hún ekki til flokksins — og von- ar að svo fari aldrei — að hún telji það níð um mann, að vera nefndur í sömu grein og flokkurinn! Þeir sem nokkuð eru kunnugir gáfnafari ritstjóra Reykjavíkur, Jón- asar Guðlaugssonar, og gætni(!) hans Og mannleysunnar með heigulshjartað, sem felur sig að aftanverðu við Jón- as og ræður því mest, hvað hann ritar, — þeir Játa sér ekki bregða þótt þeir sjái annað eins og þetta i Reykjavikinni. En svona litið hefir aldrei verið gert úr Heimastjórnar- flokknum fyr. Innræti ritstjórnarinnar leynir sér ekki í greininni, sem blaðið flytur út af þessu. Fyrst og fremst sleppir hún einu orði úr þeim kafla Fjall• konu greinarinnar, sem tekin er upp i blaðið, til þess að gefa þeim orðum annau svip. Fyrir þess konar óvönd- un er ekki hætt við að ritstjórnin fari að roðna. En þar með er ekki nóg. Blaðið fer þar að auki með hrein og bein ósannindi, annaðhvort af ásettu ráði eða aulaskap. — Hvort skyldi vera líklegra? Reykjavík kallar FjalJkonuna leka- byttu ísafoldar, segir að Björn Jóns- son eigi hana og láti hana flytja niðgrein um konung vorn, og hagar orðum svo, sem alJir fiumvarpsand- stæðingar eigi sök á þvi sem Fjall- konan segir. Þetta vita allir að eru tilhæfulaus ósannindi altsaman, og það veit rit- stjórn Reykjavíkur líka. f’ess vegna er i rauninni óþarft að leið- rétta það, auk þess sem það er ógeðs- leat að róta nokkurn hlut upp í ó- sannindahaug þess blaðs. En af því „Dönum má segja alt“ — og dönskum fslendingum — og af því að telja má alveg víst að Reykjavík- ur feðurnir Jeggi kapp á að halda þessum ósannindum á lofti við þá og sumir þeirra máske trúi þeim, þá sendi ritstjóri Fjallkonunnar Reykjavík yfirlýsingu þá, sem hér fer á eftir, til birtingar í næsta blaði, og mun það bráðum sjást, hvort ritstjórn hennar virðir sannleikann svo mikils að hún veiti yfirlýsingunni rúm þar. Yflrlýsing. í greininni „Afrek frumvarpsfénda" í 13. töJublaði Reykjavikur þ. á. er það sagt berum orðum, að hr. Björn Jónsson ritstjóri ísafoldar láti Fjall- konuna flytja níðgrein um konung vorn og er þar átt. við greinina „Be- klagelse" i 8. tölubl. Fjallk. þ. á. Það er ennfremur sagt í fyrnefndri Reykjavíkurgrein, að hr. B. J. eigi Fjallkonuna, og síðar i greininni er komist svo að orði, sem allir írum- varpsandstæðingar eigi sök á þvi, sem sagt er í greininni „Beklagelse". Út af þessu finn eg mér skylt að lýsa því yfir, að hvorki ritstjóri ísa- íoldar, hr. Björn Jónsson, né nokkur annar hefir nokkurntíma haft afskifti af ritstjórn Fjallkonunnar síðan hún kom í mínar hendur. Hann hefir engan staf skrifað sjálfur í blaðið og ekki látið neinn annan skrifa í það svo að mér sé kunnugt. Blaðið er mín eign og einginn maður úr rlokki fi umvaipsandstæðinga hefir skift sér af því, hvað eg hefi ritað í það; og um greinina „Beklagelse" er það að segja, að um hana vissi enginn ann- ar en eg og prentararnir, sem prent uðu hana, fyr en hún kom út í blað inu. Sannleikans vegna skora eg á yð ur, hr. ritstjóri, að birta þessa^yfir- lýsingu í næsta tölublaði Reykjavík- ur. fað skal tekið fram, að eg rita þessa yfirlýsingu, án þess að nokkur maðurhafi farið fram á það við mig, til þess að koma i veg fyrir að sak- lausir menn gjaldi þess, þótt einhverj um þyki umrædd grein mín í Fjali- konunni hafa að geyma ómakleg um- mæli i gaið konungs. Og Jegg eg við drengskap minn, að yfiilýsingin sé sannleikanum samkvæm. Hafnarfirði 16. marz 1909. Jón Jónasson ritstj. Fjallk. Til ritstjóra Reykjavikur, hr. Jónasar GuðJaugssouar. Fleiri blöð eu Reykjavíkin hafa tekið upp þykkjuna fyrir konung vorn út af fyrnefndri grein í Fjallkonunni (Beklagelse), en ekkert þeirra, sem enn hefir borist oss, mist fyiir það stjórn á skapsmunum sínum, eins og Reykjavíkin. Fjallkonan ætlar sér ekki i þetta sinn að ræða meira um málið. Hún er búin að hrinda ósannindunum, sem út af þessu hafa verið spunnin. Eftir það er engum vorkunn að dæma um, hvort hún hafi gert sig seka um ósærnilegt athæfi eða ekki. Hún gekk að því vísu fyrir fram, að grein- in mundi hJjóta misjafna dóma. — Þegar ekki er hugsað um neitt annað en að segja sannfæringu sína, hver sem á í hlut, þa er hætt við að þau orð vilji falla, sem koma mörgum illa. Og oft er þá gengið lengra en venjan telur leyfilegt. En sá, sem viJl reynast sannfæringu sinni trúr, lætur það ekki á sig fá. Næstu sporin hvort að öðru, Svo þakklátur er jeg honum Thor- hrandur Káruss í Dallur fyrir grein haDS Næsta sporið (Fjallk. xxv. 49), að jeg geri honum það til geðs, að láta nafnið hans standa óbeygt, svo allir geti séð, hvernig slík ritvenja muni taka sig út. Grein hans sýnir hvert ættarnafna stefnan leiðir. Hún leiðirlengraoger hættulegri en formæl- endum hennar dettur í hug. Hér ligg- ur frumreglu („princips") spursmál fyrir oss: Hvort eigum vér að gjöra: varð- veita þjóðerni vort eða lofa því að fara norður og niðuri SjáJfsagt að varðveita það munu hér um bil allir svara. En þeir eru til, sem ekki hafa gjört sér ljóst, hvers við þarf til að varðveita það : að taka þarf sér fasta frumreglu og fylgja henni trúlega. Hún þarf að vera sú: að halda dauðahaldi í hvert einasta rétt- rnœlt þjóðareinkenni vort. Og réttmætt er það, ef það kemur ekki í bága við menningar- og siðgæðilegan þjóð- þroska. Dví smærri þjóð sem vér erum, þess meiri varúðar þurfum vór, að gefa engan fangstað á oss í þessu efni. í5að er vissulega réttmætt, ja heiJagt þjóðerniseinkenni, 2—3000 áia gamall arfur frá forfeðrum hins ger- manska þjóðflokks, að synir og dœtur kenna sig við feður sína. Og óefað rounu allir mentuðustu útlendingar ætlast til þess af oss, að vér geym um ve) þenna helga aif, sem hamingj- an hefir nú trúað oss einum fyrir1). Hinir miður mentuðu meðaJ útlend- inga kunna auðvitað ekki að meta þessa óbrotnu venju og kunna ekki við hana. En væri oss sæmdarauki að brjóta frumreglu vora til að þókn- ast þeim mönnum? Og stæði þjóð- erni vort þá jafnrétt eftir? Sumum sýnist það; og þeii hinir sömu mæla með þvi, að stiga þetta eina spor, lengra vilja þeir ekki fara. En að- gætandi er, að þá er frumreglu-varn- argarðurinn er einu sinni brotinn, þá gerir minst til þó þeir, sem stiga fyrsta sporið i uppgjafaráttina, fari ekki lengra: aðrir fara fram fyrir þá, enn aðrir þvi lengra og svo koll af kolli, það er hægt að hugsa sér gang- inn i því, t. d. Tökum upp ættarnöfn. Gjörum mannanöfn óbeygjanleg. — Ö.J eiginnófn, — öll nafnorð. — Gjörum öll nafnorð kynlaus. — SJepp- um þ og ð. Berum ll lint fram, o. s. frv., o. s. frv. Og hver þessi til- laga fyrir sig byggist á ástæðu, sem er ein fyrir þær allar, nfl. sú, að útlenSingar kunni letur við það, að vér tökum upp þá og þá breytingu, „lengra skuluin við ekki fara“, segja tillögumennirnnir, hver um sig. En hin verður raunin á, að áfram verð- ur haldið svo lengi sem vér höfum nokkurt þjóðerniseinkenni eftir, sem einhverjir á meðal vor ímynda sér að útlendingar kunni ekki við. — fví vorir raenn verða það, en ekki ment- aðir útlendingar, sem leiða oss út á þessa braut, spor eftir spor, að hinu eina takmarki, sem til er i þeirri att Það takinark er ekki glæsilegt. Það heitir þjóðernislegt sjálfsmorð. Ekki er ég dulinn þess, að allur mannheimur er á leiðinni til að veiða svo að segja, að einu heimili. En það á langt í land. TiJ þess útheimt- ist miklu hærra þroskastig, enn nokk- ur þjóð hefir enn þá náð £ær verða að halda áfram að þroskast. En það mun affarasælast, að hver þeirra fyrir sig þroskast á grundvelli síns eigin þjóðernis, læri hver af annari hvað eina, sem gott og gagnlegt er, en api ekki hver eftir annari misjafnlega til- orðnar og misvel viðeigandi venjur, án tillits til þess, hvort þær hjálpa til að göfga manneðlið, eða að eins til að ala upp í því hégómaskapitm. Hinn einstaki unglingur, sem á að verða nýtur mannfélagsmeðlimur, verður að þroskast á grundvelli síns einstaklingseðlis og þeirra hæfileika, sem í því liggja. Með því móti getur hann á sinum tíma orðið sjálfum sér og öðrum að gagni. ?að hefir reynsl- an sýnt jafnvel á mörgum, sem lítið þótti til koma í fyrstu. Svo er því lika varið með þjóðirnar, og það einn- ig hinar smáu. Með því, að þrosk- ast á grundvelli þjóðernis síns, geta þær á sinum tíma orðið færar um að vinna það hlutverk í heimsfélaginu, sem hver hefir ef náttúru bezta hæfi- leika til. En ef þær kasta frá sér ijPersónuleg kenningariiöfn tíðkuðu forn- menn, svo sem Hróltur kraki, Grímur kamban o. fl. Bn þau voru ekki arfgeng og rugluðu því ekki ættax-tölur. Til slíks mætti grípa i kaupstöðum ef þurfa þætti. Það mundi neegja

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.