Fjallkonan


Fjallkonan - 07.08.1909, Side 1

Fjallkonan - 07.08.1909, Side 1
Afgreiðsla og innheimta FJALLKONUNNAR er hjá Ólafi kaupm, Böðvarssyni. Reykjavikurveg. Talsími 6. iAuglýsingar, sem eiga að koma í blaðið, sendist til hans eða í Prentsmiðju Hafnar- fjarðar. Kaupendur Fjallkonunnar eru beðnir að tilkynna afgreiðslu- manni hennar þegar þeir skifta um bústaði. Til vanskiia, sem kunna að verða á blaðinu eru þeir og beðnir að segja honum sem fyrst eftir að þeir eru orðnir þess visir, að blöðin liggi eigi óhirt hjáviðkomandipóstafgreiðslu eða brófhirðingamanni. Yoðinn mesti. Áf hverju stendur þjóð vorri mest- ur háski nú á tímum? Ekki af fjárhagserfiðleikunum. Ekki af óáran, hvorki til lands né sjáfar. Ekki af atvinnuskorti. Ekki af yfirgangi nó ásælni út- lendfnga, og þurfum vér þó jafnan að vera á verði gegn áleitni þeirra. Margt amar að; ekki er því að neita. Margir eru erfiðleikarnir og þungar og þreytandi áhyggjurnar, sem við er að etja. Svo verður það altaf. Margur bíður lægri hlut í þeirri baráttu og bíður þess aldrei bætur. En mesti voðinn, sem vofir yflr þjóðinni, er ekki þessir erfiðleikar, heldur missætti landsmanna. Það er vikið að því í þjóðhátíðar- kvæði Hannesar Blöndals sem prent- að er hér í blaðinu í dag, hvað sag- an kennir oss um afleiðingar mis- sættisins. Svo sárt hefir íslenzka þjóðin verið leikin fyrir þá sök, að landsmenn voru missáttir og bárust á banaspjótum, þegar þeim reið mest á að vera sam- huga, að allir ættu að vera búnir að læra af því að stilla skap sitt betur, ef þeim er ant um velferð þjóðar sinnar. Enginn fjandmaður þjóðarinnar get- ur fundið betra ráð til þess að vinna henni tjón en að kveikja úlfúð og hatur milli landsmanna. Pað er undantekningarlaust greið- asti vegurinn til glötunar. Hatrið getur aldrei annað áunnið en að tortíma því, sem bezt er til á jöjðunni. Af því að þær raddirnar, sem mest blása að haturseldinum, eru hávær- astar hér á landi nú á tímum, þá vofir nú yfir þjöðinni meiri háski en margur gerir sér í hugariund. Parfasta verkið, sem unnið yrði ísienzku þjóðinni, væri að afstýra þessum háska. Enginn þarf að láta sér koma til hug- ar, að unt sé að jafna allan ágrein- ing meðal landsmanna. Baratta mun ávalt eiga sér stað. Og það er ekki einu sinni æskilegt að öll barátta hverfi. Það er hætt við að af þvi leiddi óeðlileg kyrstaða og deyfð. Of hrædd ir mega menn ekki vera við barátt una. En baráttan á að geta verið svo drengileg, að hún spilli ekki siðferði þjóðarinnar, eins hún gerir nú. MönDum þarf að lærast það, að nota hin réttu vopn í baráttunni, og beita þeim rétt. Hætta að vega að mönnunum með rógi, rangfærslum og níði; held- ur ræða um málin með skynsam- legum rökum og réttum skýringum. Peir sem ekki vilja taka upp þá aðferð, eru of mikil lítilmenni til þess að þeir hafi nokkurn rétt til þess að gefa sig við almennum málum. Getum vér ekki orðið sammála betur en nú og um fleira en nú? Jú, vist ættum vér að geta það. Liklega vantar lítið annað en vilj- ann til þess. Lítum t. d. á sambandsmálið. Er það ekki hlægilegt — eða meir en hlægilegt— að þar skuli ekki allir vera sammála? Allir íslenzku millilandanefndar- mennirnir urðu og voru lengst af sammála um kröfurnar fyrir íslands hönd. Og mikill meiri hluti ailrar íslensku þjóðarinnar féllst á þær kiöfur; vildi ekki hafa þær vægaii. En V7 hlutar nefndarinnar sneiist síðan á móti sínum eigin kröfum, og og telur þær nú stórháskalegar fyrir þjóðina (sbr. nefnarálit minnihlut- ans í neðri deild). Og þeir hafa fengið með sér all- stóran flokk til að samsinna sér um þessar kenningar. Von er að ágreiningur verði um margt í því landi, þar sem rás við- butðanna hefir orðið slík í mesta velferðamálinu. Enn mætti telja fleiri einkennileg — ýmist hlægileg eða giátleg — dæmi þess, að vér íslendingar förum að deila að ástæðulausu. Og er það þá of mælt, að mesti háskinn sent vofir yfir þjóðinni, sé missætti landsmanna. Háskinn stafar mest af því hvernig menn deila. Allir eiga rétt á að fylgja fram skoðunum sínum, hversu fjarstæðar sem þær þykja meira að segja. Annars mundi stórkostlega kipt úr framförum mannkynsins. Margar beztu og nytsömustu kenn- ingarnar hafa í fyrstu verið taldar firrur einar og fávizka og boðendur þeirra verið ofsóttir. Af því ættum vér að vera búnir að læra að dæma varlega. En það nám gengur svo grátlega seint fyrir mönnunum, þótt það sé veitt í þeim skólanum, sem beztur er talinn: skóla reynslunnar. Það er sjálfgefið, að allir verða að hafa leyfi til að andmæla hvaða skoðun sem um er að ræða. En enginn á að hafa leyfi til að svívirða nokkurn mann fyr- ir skoðanir hans. Það er það sem svo oft vill gleym- ast, ekki sízt oss íslendingum. Eeir eru því miður fáir, sem sagt geta, að þeir séu alsaklausir af þeirn ósóma, að hafa vegið að mótstöðu- mönnum sínum með miðui drengileg- um vopnum. (Meira). Aðflutning'sbannið. —0— Daginn sem aðflutningsbannslögin voru staðfest, 30. f. m., sendi fram kvæmdainefnd Btórstúku íslands kon- ungi svolátandi simskeyti: Til konungs, Kaupmannahöfn. Fyrir hönd allra bindindisvina og hinnar íslensku þjóðar þökkum vér Yðar Hátign, Friðrik konungur áttundi, hjartanlegast staðfesting bannlaganna, og samfögnum jafn- framt Yðar Hátign út af því, að þér haflð orðið fyrstur allra þjóð- höfðingja í Norðurálfu til þess að gefa þegnum Yðar Hátignar lög, sem eru jafn-blessunarrík og heilla- vænleg fyrir land og þjóð. Þ, J. Tlioroddsen, Halldór Jónsson, stórtemplar. stórkanzlari. Indriði Eiuarsson, fyrv. stórtemplar. Jafnframt sendi framkvæmdarnefnd- in ráðherra þetta símskeyti: Bravó, ráðherra! Daginn eftir sendi stórstúka Svía íslenzka ráðherranum svofelt sím- skeyti: Hin sænska stórstúka Goodtempl- arreglunnar sendir stjórn íslands og þjóð sína virðingarfylsta og hjartanlega hamingjuósk í tilefni af staðfesting á aðflutningsbanninu. Engin skeyti hafa enn þá komið um það, að íslendingar hafi komist í tölu Eskimóa með bannlögunum, eins og svo oft hefir verið spáð. Hins vegar er það kunnugt, að ýms útlend blöð hafa getið þess íslendingum til sóma, að bannlögin hafi verið sam- þykt á alþingi í vor. Og væntanlega vería þau aldrei nema þjóðinni til sóma, kunni hún að gæta þeirra. í>að er ekki sennilegt, og samt er það satt, að til voru nokkrir menn hér á landi, sem voru fulltrúa um það, að Danir mundu aldrei láta það við gangast, að bannlögin yrðu stað- fest. Nokkrum dögum áður en fregn- in kom um staðfestinguna áttum vér t. d. tal við einn af „Heimastjórnar"- mönnunum í Reykjavík — launaðan starfsmann flokksins —. Hann kvaðst ekki geta séð hvernig Danir gætu lát- ið íslendinga ráða eina þessu máli, fyrst sambandslagafrumvarp minni- hlutans væri ekki orðið að lögum! Þetta voru hans kenningar um heimastjórnina í þessu landi. Skylt er að geta þess, að þessi skoðun átti víst ekki nema fremur fáa stuðningsmenn. Og enginn flokk- ur hefir haldið henni fram opinber- lega. Hitt skal ósagt látið, hvort þeir einstakir menn, sem voru henni fyigjandi, hafa átt nokkurn þátt í þvi, sem ritað hefir verið um málið i dönskum blöðum. Óskandi að svo væri eigi. En það er augljóst, að stjórnmála- ástandið er meira en lítið ískyggi- legt í landinu á meðan til eru hér þeir menn, sem vona og óska, að löggjafarþiug þjóðarinnar fái ekki að ráða málum hennar fyrir Dönum. Slíkum mönnum er trúandi til alls ills. Ekki verður betur séð en að barátta andbanninga — félagsstofnun þeirra og blaðamenska — ætli að koma miklu góðu til leiðar, þótt mjög sé það á annan veg en til var stofnað af þeirra hendi í fyrstu. Þeir hafa vakið þjóðina. Margir kviðu því, að bindindis- menn rnundu verða um of andvara- lausir, er bannlög væru komin á, og mundu þau þá reynast gagnsminni en æskilegt væri. En þeir virðast aldrei hafa verið betur vakandi en nú, og aldrei ákveðnari en nú í því, að vaka yfir lögunum meðan þörf er á. Þeir sjá þörfina miklu betur nú en áður. Því að aldrei fyr hafa verið hafin samtök gegn þeim og málefni þeirra. Eeir búast við engu góðu frá mót- stöðumönnunum, sem ekki er heldur von. En starf mótstöðumannanna hefir áhrif til góðs eigi að síður. Þaðergamla sagan: „Þér ætluðuð að gera mér ilt“ 0. s. frv. íslenzka þjóðin: */5 hlutar allra al-

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.