Fjallkonan


Fjallkonan - 07.08.1909, Síða 2

Fjallkonan - 07.08.1909, Síða 2
118 FJALLKONAN þingiskjósenda og sjálfsagt 9/10 hlutar allra annara, finnur það og skilur, að með bannlögunum hefir hún eignast ómetanlegan kjörgrip, sem hún vill ekki missa. Og hann verður henni margfalt kærari vegna þess að leit- ast er við að taka hann frá henni aftur. Hvað tölurnar segja. --0— Verslunarskýrslurnar 1907. —o— (Niðurl.) Útfluttar vörur. Til samanburðar er öllum Utflutt- um vörum skift í skýrslunum í þrjá flokka: afrakstur af sjáfarafla, landbUnaði og hlunnindum. Afrakstur af sjáfaraíla eru fiskur, síld, hrogn, lýsi og hvalafurðir; af land- bUnaði: hross og sauðfé, kjöt, ull og ullarvarningur, lambskinn, gærur smjör, tólg, æðardUnn og aðrar af- urðir aí skepnum; en af hlunnindum : lax, rjúpur, tófuskinn, selskinn, fjaðr- ir o. fl. Afurðir af sjáfarafla og landbUn- aði hafa farið sívaxandi undanfarin ár; en leikið hefir á ýmsu um hlunn- indin. Þetta sést nánar á eftirfar- andi tötíu yflr árin 1881—1907: tO CD O 00 00 O O O <X> cd 05 Oi •—» O O CD CD Cít O Ot O 9 00 <1 05 05 3. 00 CD 00 CD CD o P> 05 CD Ot Ot o P P O 05 Ot 00 o P- — P > 05 05 to i—* *—* 3 c O o Ot ÍO 05 CD CJt CD Ot C5 -i ö cr c* cD o cn C P cx 05 O 00 O fcO >“* 05 H W W o to o Ot í—• K-. sr § i. O £3 SC §" ^ 3 Saltfiskurinn er aðalUtflutningsvar- an; 1907 voru ílutt Ut 31,640,000 pd. af honum, og kostaði 6,516,000 kr. Smjör-Utllutningurinn hefir aukist síðan 1903 Ur 60,000 pd. upp í 237,- 000 pd. Það er rjómabUunum að þakka. Og þeim er það líka þakka, að smjörverðið hefir hækkað til muna: um 15—20 aura hvert pund að jafnaði. Vörumagn kaupstaöa og verzl- unarstaða. Kaupstaðirnir 5 verzluðu með meira en helming allrar vöru í land- inu árið 1907. Verzlunin var í hverj- um þeirra fyrir sig, sem hér segir. Reykjavík . . . 9,617 þús. kr. ísafjörður Akureyri Seyðisfjörður Hafnarfjörður 2,954 2,447 1,399 799 Samtals 17,216 — — ísland. Þjóðliátíöarkvæðl eftir Hannes Blöndal. f*U móðir kær, í minnisbókum þínum svo mörg og ítur Ijóma frægðar nöfn að stærri þjóðir ei í sögum sínum þau sýna mega fleiri, né þeim jöfn. Þvi enn þá heldur ægishjálmi Snorri, og enginn betur Lilju-skáldi kvað; hið skæra ljós frá söng og sagnlist vorri nein singjörn hönd ei getur slokkið það. Enn er þin sama bjarta, heiða bráin, sem bláu ljrftast himinskauti mót. Enn er hin sama sona þinna þráin æ þig að hefja, mæra jökulsnót. Enn áttu, móðir, fræga’ og frjálsa niðja, sem frama stærstan jafnan telja það til nýrra heilla’ og hags þér brautir ryðja en hopa ei, né bíða’ í sama stað. HUn móðir vor þarf margt að láta vinna, við margan óvin heyja þarf hUn stríð. Með hrygð hUn lýtur sundrung niðja sinnna, — hið sama böl, er spilti fyrri tíð. — Hver þjóð er sjUk, sem skortir andans eining, hið innra stríð er hennar refsi-hrís. Nær spillir öllum sáttum sundurgreining um sérhvert mál, — já, þá er glötun vis. Ei fyr en sáttir saman getum barist vér Snælands-niðjar, miða fer Ur stað. Fá fyrst er um það von að geta varist gegn voða hverjum, sem ber höndum að. Því strengjum heit á móður minnis degi þann metnað sýna’ að standa hlið við hlið og þoka hverjum vanda’ Ur hennar vegi, og veita’ ei hverir öðrum sár, — en lið. Reykjavík ein verzlar með þriðj- ung afls, sem verzlað er með á land- inu. Aðrir verzlunarstaðir eru 70 tals- ins. Af þeim er Mjóifjörður efstur á blaði með verzlunarfjáhæð, 1,806 þUs. kr. Þar er hvalveiðastöð. Þjóðhátið Reykvíking’a. —0— HUn stóð dagana 1. og 2. þ. m. Veðrið dró mjög Ur ánægjunni; tók upp á því að verða eitt hið leið- inlegasta sem komið hefir á sumrinu. Og svo leiðinlegt var líka sumt af , fólkinu, að það flýði brott Ur bænum. Menn taka upp á alls konar dutlung- um, þegar sólskinið vantar. Þessar iþróttir voru sýndar og verðlaun veitt fyrir á þjóðhátíðinni: Kapphlaup: Hlaupið á sunnudaginn ofan frá Árbæ og niður á Austurvöll (1 míla). Þessir hlutu verðlaun: 1. Helgi Árnason (28 min.) 2. Sigurjón Pétursson (28 m. 5 s.) 3. Jóel Ingvarsson (28 m. 10 s.) 4. Einar Pétursson (28. m. 15 s.) Sund. Frír flokkar reyndu sig á Skerja- firði á 100 metrum. Verðlaun hlutu: í 1. flokki: 1. Sigtryggur Eiríksson 2. Stefán Ólafsson 3. Benedikt Guðjónsson í 2. flokki: Einar Guðjónsson. í 3. flokki: Tómas Hallgrimsson. Fyrsti flokkur reyndi sig aftur á 500 metrum, og hlutu hinir sömu verðlaun þar og á 100 metra sund- inu, og í sömu röð. Um leið og sundið var þreytt var vígður sundskáli Ungmennafélagsins. Ræðu hélt þar Hannes Hafstein bankastjóri, og kvæði var sungið eftir Guðmund Magnússon. Um kvöldið var knattleikur á Mel- unum. Mánudaginn 2. ág. fóru fyrst fram kappreiðar á Melunum, og hlutu þessir verðlaun fyrir hesta sína: Fyrir stökkhesta. 1. Guðmundur Jónsson, 2. Beinteinn Thorlacius, 3. Guðmundur Gíslason. Fyrir skeiðhesta. 1. Beinteinn Thorlacius, 2. Bogi Þórðarson á Lágafelli, 3. Benóný Benónýsson. Fyrir töltara. 1. Helgi Jónsson, 2. Th. Thorsteinsson. Kapphlaup var næst, 100 metr- ar. Þessir fengu verðlaun: 1. Helgi Jónasson (12^/o sek.). 2. Sigurjón Pétursson (1374 sek.). 3. Guðm. Sigurjónsson (14 sek.). Á 1000 metra hlaupi unnu þessir: 1. Sigurjón Pétursson (3 m. 3 s.). 2. Guðm. Sigurjónsson (3 m. 8 s.). 3. Magnús Tómasson (3 m. 10 s.). Kappganga mistókst; mennirn- ir gátu ekki stilt sig um að hlaupa Fyrir stökk unnu verðlaun : í hástökki: 1. Kristinn Pétursson, 2. Jón Halldórsson, 3. Hallgrímur Benediktsson. í langstökki: 1. Kristinn Pétursson, 2. Theodór Árnason, 3. Guðbrandur Magnússon. Glímur voru þreyttar í 2 flokk- um, eftir þyngd glímumanna. Verð- laun unnu þar: í 1. flokki: 1. Sigurjón Pétursson, 2. Hallgrímur Benediktsson, 3. Pétur Gunnlaugsson. í 2. flokki: 1. Kristinn Pétursson, 2. Guðbrandur Magnússon, 3. Guðmundur Sigurjónsson. Ræðumenn á þjóðhátíðinni voru þessir (auk H. Hafsteins, sem áður er getið): # Kristján Jónsson háyflrdómari (minni konungs). Indriði Einarsson skrifstofu- stjóri (fsland). Iljalti Sigurðsson verzlunarstj. (íslondingar erlendis). Jón Þorkelsson dr., alþm. (Rvík). Bjarni Jónsson frá Vogi, formaður þjóðhátíðarnefndarinnar, setti hátiðina með fáum orðum. Kvæði voru sungin eftir Guðmund Magnússon (um sundskálann, Reykja- vík og ísl. erlendis) og Hannes Blön- dal (um ísland, prentað hér í blaðinu í dag). Aðal-fundur Islandsbanka, —0 — Ár 1909 hinn 16. júlí var hald- inn aðal-fundur í íslandsbanka og fór þar fram: 1. Landritari Kl. Jónsson skýrði fyrir hönd fulltrúaráðsins frá starf- semi bankans síðastl. ár og útlistaði helztu atriðin úr reikningi bankans það ár. Lýsti hann því jafnframt yf- ir fyrir hönd fulltrúaráðsins, að bank- inn hefði unnið mikið og lofsamlegt starf árið sem leið, sem bankastjórnin ætti þakkir skilið fyrir af hálfu full- trúaráðsins. 2. Framlögð endurskoðuð reikn- ingsuppgerð með tillögu um, hvern- ig verja skuli arðinura fyrir árið 1908 og var með öllum greiddum at- kvæðum samþykt að verja arðinum á þann hátt, sem lagt er til á 4. bls. reikningsins. Fá hluthafar þá 67j% i arð af hlutafé sinu fyrir árið 1908. 3. Framkvæmdarstjóm bankans var í einu hljóði gefin kvittun fyrir reikningsskilum. 4. Statsgældsdirektör P. O. A. Andersen, sem fara átti úr fulltrúa- iáðinu af hluthafa hálfu, var í einu hljóði endurkosinn. 5. Endurskoðunarmaður var í einu hljóði endurkosinn amtmaður J. Havsteen. 6. Kaupmaður Ásgeir Sigurðsson stakk upp á, að hluthafar vottuðu bankastjórninni þakkir sinar fyrir mjög góða frammistöðu sína í þarfir bankans árið sem leið. Var það samþykt með lófaklappi. Erlendar ritsímafréttir til Fjallkouunnar. Kh. 31. júlí. Flogið yfir Ermarsund. Breriot, franskur maður, hefir fiogið yfir Ermarsund; öðrum hefir mistekist það. Upphlaup A Spéni. A Spáni er upphlaup út af Afríku- ófriðinum. DSnsk blðð reið. Dönsk blöð eru stórreið út af skipa- göngmum til Hamlorgar, áfengisbanns• lögunum og viðskiftaráðanautnum,

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.