Fjallkonan


Fjallkonan - 07.08.1909, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 07.08.1909, Blaðsíða 3
FJALLKONAN 119 Stjórnarskifti í Danmörku Neergaard yfirráðgjafi segir bráðlega af sér. - ------------- Andríki andbanninga. Hvað aem það kann að faeita, sem andbanningar hafa í kollinum, þá er það áreiðanlegt, að andríkið, sem þar á heima, leitar ekki mikið út. Eða ekki má það sjá á Ingólfi fóstra þeirra. Einn maður, ritstjórinn, verður að hafa fyrir því, að rita mestalt það, sem blaðið flytur um bindindismálið og bannlögin. Stóru mennirnir, sem gengust fyrir stofnun félagsins, láta ekkert til sín heyra siðan. Koma þeir sér ekki að því, að skrifa- um málið? Og hvenær ætla þeir sér að byrja á bindindisfræðslunni ?! Vera má, að þeir hafi ritað eitt- hvað af því, sem stendur nafnlaust í Ingólfi, þótt ótrúlegt sé að þeir séu svo huglausir, að þora ekki að kann- ast við það. En hvað sem því líður, þá ber furðulítið á andríki og rökfimi i þvi blaði. Helzt er svo að sjá sem mennirnir forðist svo sem unt er að eiga orðastað við mótstöðumennina um aðalatriði málsins. Grein Hrólfs í 27. tbl. Fjallkon- unnar hefir komið einhverjum (lík- lega ritstjóranum) til að eyða nokkru af hinu dýra rúmi Ingólfs til and- svara. Og hvernig eru svo þessi andsvör? Ekkert annað en amlóðaleg tilraun til að hártoga einstök orð í grein Hrólfs, og eru sum af þeim slitin út úr réttu sambandi til þess að gera þau auðveldari viðfangs. Ekkert annað er í greininni. Ekki gerð minsta tilraun til að ræða málið sjálft. Höfundur Fjallk.greinarinnar (Hrólf- ur) er sjálfráður um það, hvort hann skiftir frekar orðum við þennan hár- togunar-ritsnilling. En sennilega græða fáir á slíkum umræðum. í þessu sama Ingólfs-biaði er önn- ur grein sem lýsir enn betur mentun og gáfum höfundarins. Þar má sjá, að honum kemur á óvart sú kenn- ing, að guð hafi ekki skapað áfenga drykki og bætir því við, að eítir því eigi guð ekki að hafa skapað alla hluti, eins og þeir eru, heldur aðeins efnið í þá, og kallar þetta nýja kenn- ingu! Trúir þá höfundurinn því, að guð hafi smíðað sprengikúlurnar og byse- urnar og herskipin og margt og margt fleira, sem mennirnir hafa smámsam- an fundið upp? Skárri væri það trúin! Einum ónefndum manni varð að orði, er hann las þessa Ingólfsgrein: — Þessa grein hefir ritað einhver kandídat í fáfræði. -----<KK>------ Dóinu er í fyrra dag (5. ág.) á Hóli í Hvammssveit í Dalasýslu dannebrogs- maður og hreppstjóri JensJónsson, hálfáttræður að aldri. Hann var bú- inn að búa nálægt 50 árum og lengst af á Hóli (43 ár). Var hann alla tíð mjög riðinn við opinber störf og jafn- an talin í fremstu röð bænda og höfðingi sveitar sinnar, búhöidur góð- ur og framkvæmdamaður hinn mesti, og ber ábúðarjörð hans eigi sízt minj- ar þess. Svo hafa sagt ýmsir lærðir menn, er kyntust honum, að djúp- hygnari manni og gætnari hafi þeir sjaldan kynst í alþýðustétt, enda naut hann almennrar virðingar. Hann var þrígiftur og voru allar kon- ur hans látnar á undan honum. Af börnum hans eru 5 á lífi: Bjarni bú- fræðingur í Ásgarði, Friðjón læknir á Eskifirði, Jensína kona Guðbjörns bók- bindara Guðbrandssonar í Reykjavík, Valgerður kona Jóns ritstj. í Hafnar- firði og Jóhanna ógift heima. Fyrirsparn til íslenzkra blaða. Hvar sjást gleggst merki hinnar andlegu menningar vor íslendinga? Er það í hinni svonefndu pólitik og rithætti íslenzkra blaðamanna, eða hvað? — Búandkarl. Barnaskólinn. l^eir, sem næsta skólaár þurfa að láta börn sín á skóla- skyldum aldri ganga í barnaskóla bæjarins, eru ámintir um að gefa sig tram við skólastjóra barnaskólans fyrir 5. september Þeir, sem óska að fá kenslu í barnaskólanum fyrir börn yngri en 10 ára, og þeir, sem vilja fá undanþágu frá þvi að láta börn á skólaskyldum aldri ganga í barnaskólann, sendi umsóknir um það til skólanefndarinnar fyrir 5. september. Skólanefndin. 36 með uppgerðar-kurteisi og vakti hann upp úr heilabrotum sínum; mér skilst sem þér séuð búinn að tala út. — Nei, en eg er hræddur um að . . . . þér hafið máske ekki.........skilið mig alveg rétt. — Ójú, það get eg fullvissað yður um; þér töluðuð of skýrt til þess að unt væri að misskilja yður, sagði hún í styttingi. Leyfið mér nú að segja jafnskilmerkilega, en með meiri kurteisi, vona eg, að eg hefi fastráðið að giftast yður aldrei nokkurntíma. Og svo er ekkert meira um málið að segja, frá hvorugum hlutaðeiganda. — Hm! Valentínus fitlaði við yfirskeggið í mestu vandræðum. Honum fanst hann þurfa að segja svo miklu meira, en hafði ekki nokkra hugmynd um, hvernig hann ætti að koma orðum að því. Það eitt vissi hann, að hann vildi ekki skiljast svona við þessa ungu og fríðu mey, blóðrjóða af gremju og með augun tindrandi af geðofsa. — En í hamingju bænum, jungfrú góð, sagði hann ioks; — mér finst það ekki fallegt af yður, að taka þetta svona illa upp fyr- ir mér, ekki sízt, er eg tek nú orð mín aftur. Eg veit að til eru manneskjur, sem hafa ánægju af því að troða aðra undir fótunum; en það er harðneskjultgt af yður, jungfrú Warren. — Eg bið yður auðmjúklegast að hafa mig afsakaða; eg hefi alls ekki gert það, sagði stúlkan og kipti um leið í kjólinn sinn, svo að íæturnir sáust, nettir og íallegir. — En yður getur þó skillst það, að eg varð gramur við Lettu frænku mína, þessa æruverðu föðursystur, sem fastnar mér stúlku, er eg hefi aldrei augum litið. Það er auðvitað, að ef eg hefði verið búinn að sjá yður .... — Hvaða áhrif hefði það haft, má eg spyrja ? — Það hefði verið alt annað mál þá. — Það er skrítið! Eg hefi nú séð yður, og það hefir engin áhrif haft á mína skoðun. — Hm, hm, sagði Valentínus. Honum virtist ráðlegast að biðja ekki um neinar skýringar á þessum orðum hennar. — Reynið nú að sleppa öllum smámunum. Eg get frætt yður um það, að í klúbbnum voru þeir búnir að óska mér til hamingju eftir öllum listarinnar reglum. — Ó, hvílík dauðans vandræði! 33 — Nei aldrei, sagði Morris. — Það er skaði, sagði skipstjórinn og stundi við. Þar hefir tap- ast góður sjómaður. Fér getið svarað fyrir yður. — Fér áttuð upptökin, sagði Morris. — Sleppum því, sagði skipstjórínn. — Súsanna, kallaði hann svo hátt, að rúðurnar nötruðu í gluggunum. Jungfrú Black kom fram í dyrnar furðu fljótt. — Súsanna, sagði Black, þessi ungi maður vill kvongast þér, og hann segir að þú sért því ekki mótfallinn. Er það satt? — *Ef þú hefir ekkert á móti því, pabbi, sagði jungfrúin nokk- uð undirleit. — Og það hefi eg ekki, sagði Black skipstjóri. Eigðu hann og vertu svo hamingjusöm með honum, sem þú getur eftir atvikum orðið. Fað eru nokkur smáatriði, ungi maður, sem þú átt eftir að læra, um það, hvað þú megir segja og hvað þú mátt ekki segja. En það verðurðu búinn að læra að ári liðnu, ef Súsanna er dóttir hennar móður sinnar.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.