Fjallkonan


Fjallkonan - 07.08.1909, Qupperneq 4

Fjallkonan - 07.08.1909, Qupperneq 4
FJALLKONAN 130 Maftur druknafti í HéraÖBVötnunum i Skagaflröi að- íaianótt síðastl. sunnudags, Hallur Jónsson bóndi í Brekkukoti í Akra- hrepp, ungur bóndi og dugandi maður. Cf menn vissu þaó! hvað orgelin, sem Einar Brynjólfs SOn selur, eru fullkomnari og mikið verðlægri en annara, þá mundi eng- inn s«lja orgel hér á landi annar en hann. Ljósmyndastofan í Hafnarfirði gerir allar tegundir Ijósmynda, hvort heldur af fólki eða öðru. Myndir stækkaðar og smækk- aðar. Talsími nr. 1. Carl Ólafsson. ALFA margarine ætti hver kaupmaður að hafa. *#**##*##*##*##*##*##*##**#*##*#*##* % n # ® DE FORENEDEBRYGGERIER‘S * * * * * # * * * # * * # # * # # * # # * # # DE FORENEDE BRYGGERIERS skattfríar óltegedir Gragógotí nœringargoit \ enóingargotf Faas overalt, = Den stigende Afsaetning er den bedste Anbefaling. FÆST ALSTAÐAR. # * # # * # # * # # * # # * # # * # # * # # * # # æ**#*##*#**##*##*#***#^##:#:##:*##*##* cC *c 5- cc X £ £ cð rc c3 xo5 s V Ö <D s c r. QC « ö P ‘C ‘O Sveitarforing'inn i skápnum. tt j py G verð að segja það hreinskilnisJega, sagði Henry Valentinus sveitarforingi og henti glófunum sínum á borðið til þess að gefa orðum sínum erm meiri áherzlu. Eg afsegi alveg að kvongast; það tekur engum orðum, hvað sem í boði er. Meðan hann var að segja þetta starði hann eins og glópaldi á ungu stúlkuna, sem var að koma inn í herbergið til hans. Hún kom engu orði upp fyrir undrun, eu hann hélt áfram með ákefð. — Það er svo fjarstætt — mér liggur við að segfa kjánalegt — að láta sér detta það i hug. Undir eins og eg heyrði uppástung- una um það, lagði eg á stað rakleitt hingað til þess að finna yður og láta yður heyra álit mitt. Eg læt yður nú vita það, jungfrú góð, að eg afsegi hreint og beint að kvongast, hvoit heldur er yður eða einhverri annari. Og einusinni enn endurtók hann þessa fullyrðingu sína með mikilli áherzlu. — En, sagði nú unga stúlkan, sem flestum öðrum mundi hafa virzt of sakleysisleg til þess að hleypa nokkrum manni í slíkan vonzkuham, — eg .......... — 0, það er ekki til neins að ætla sér að kom með vífilengj- ur, greip hann fram i fyrir henni, og reyndi nú að svalí* geði sínu með því að stika tórum skrefum fram og aftur um gólfið. Talletta frænka mín var einu sinni að kvelja mig með þvaðri eg spurning- um og þá sagði eg henni að eg væri að hugsa um að fara að kvongast. Það er alt og sumt. Fað er dáindisskemtilegt fyrir mig að koma heim úr herþjónustu í öðru landi til þess að heyra þau tíðindi, að frænka mín sé svo gott sem búin að gefa míg sam- * an við kvenmanri, sem eg lxefi aldrei seð. Eg segi yður það ennþá 35 einu sinni, jungfrú Warren, að eg eg afsegi alveg þess konar sam- band. Nú vitið þér það. — Já, en . . . . sagði nú unga stúlkan aftur. Og aftur greip hann fram í fyrir henni, og herti nú á göng- unni um stofugólfið. — Eg veit svo sem hvað Taletta frænka hefir sagt, sagði hann í gremjuróm. Hún hefir auðvitað þvoglað feiknin öll af vitleysu, svo sem eins og að eg væri ríkur, að þér væruð fríð og vel vax- inn og ........... — Hún sagði það sem var enn þá fjarstæðara, skaut jungfrú- in inn í, og teygði nú úr sér. Hún sagði meðal annars að þér væruð prúðmenni. Valentínus nam skyndilega staðar og hoifði undrandi á stúlk- una. Hingað til hafði hann ekki tekið eftir öðru en að þarna stæði grannvaxin unglingsstúlka, fölleit og þunn á vangann með andlit, sem í rauninni var ekki annað en tvo stór augu. Nú Jukust augu hans upp fyrir því, að þessi grannvaxna mær bauð af sér óvenju- lega góðan þokka; þetta föla andlit hafði sérlega fagran blæ, og andlitsdrættirnir voru svo viðkunnanlegir; augun tindrandi eins og stjörnur, og smávaxið höfuðið, þykt og silkimjúkt hárið, hrmkkinn og hálsinn — alt var eins og höggið í marmara. Það lá við að skoðanirnar um dómgreind frænku hans færu að ruglast. Og þó að hann væri ennþá fastráðinn í því, að verða piparsveinn, fór hann að óska þess með 'sjálfum sér, að hann hefði verið nokkru mýkri í máli. Hann tók til-máls i hálfgerðum vandræðum. Eg átti við það, jungfrú Warren .... Það er að segja .... Pór skylduð .... alls ekki. — Ójú, það gerði eg raunar, svaraði hún kuldaJega. Sveitarforinginn fálmaði eftir gJófunum sínum og virti þá fyrir sér í þungum hugsunum. Honum var það ljóst, að þessi smávaxna mær, sem stóð þarna fokreið í dyrunum, var eiguJegasta stúJkan sem hann hafði nokkru sinni séð. Honum fanst að vísu fátt um ráðagerðir frænku sinnar, en hann gat ekki betur séð en að þau ungfrú Warren gætu verið vinir fyrir þvi, beztu vinir meira að segja. —' Látið mig nú ekki tefja yður lengur, sagði unga stúlkan

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.