Fjallkonan


Fjallkonan - 04.05.1910, Page 1

Fjallkonan - 04.05.1910, Page 1
FJALLKONAN 27. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 4. maí 1910. 10. blað. +. IjöFnstjerne Sjörnsson höfuöskáld Noröurlanda, lézt í París þriðjudaginn 26. f. m, 77 ára gamall. Hann var þrotinn aö heilsu og kom þvi fráfall hans fáum á óvart. Um verk hans og ævi er íslending- um svo kunnugt, að óþarft er aö rita um þaö efni hér. Harðindin, Hey og korn frá Skotlandi. —0— Harðindin haldast enn viða um land. Söguaagnir berast um það, að ýmsar aveitir »é nær þrotnar að heyjum, og vafalaust verður fóður- skortur alment í mörgum sýslum ef ef ekki batuar bráðlega. Heybirgðir manna vóru með lang- mesta móti siðaatliðið haust. Hafa menn því i lengstu lög þózt vel birgir og því engi samtök verið gerð til þess að kaupa korn eða hey frá útlöndum. En innistöður og harðindi hafa víða um land varað miklu lengur, en menn ugði og því er nú svo komið, að víða stendur háski fyrir dyrum. Mestur heyskortur er sagðnr á Snæfellsnesi, á Yestfjörðum, útsveit- um Skagafjarðar og á Austurlandi. Önnur héruð mundu að líkindum komast af, ef veðrátta batnaði bráð- lega. En þó að snöggur bati kæmi, þá er þó óhjákvæmilegt að gefa naut- peningi inni langan tíma enn, því að snjóar eru með mesta móti á jörðu. Það er því brýn nauðsyn á, að ajiað sé fóðars sem bráðast. Og það er alls ekki ókleift að koma því til framkvæmda. Stjórn búnaðarfélagsins verður að gangast fyrir framkvæmdunum með tilstyrk landsstjórnarinnar, ef þetta ráð verður upp tekið. Stjórnin getur á einum degi fengið fregnir af miklum hluta landsins í símanum, hvar fóðurskortur er mestur, og að viku liðinni geta verið komin hingað svo sem þrjú skip, frá SkoU landi með hey og korn til föðurs, sitt í hvern landsfjbrðung. Fréttinni um að von sé á fóðri mætti koma mjög víða þegar á ein- um eða tveimur dögum. Mætti það verða til þess, að þeir er nokkrar heybirgðir hafa, gæti miðlað öðrum í bráð, þangað til útlenda fóðrið kæmi, og með því komið í vegfyrir að gripið verði til þess að skera niður nautpening eða fé kveljist í hungri. Yíðast er til nóg af vélarbátum til þess að. flytja fóðrið þangað sem hagkvæmast er, þótt skipin sjálf kæmi ekki nema á fáar hafnir. Ef veðrátta batnar ekki innan skamms, þá er þetta eina ráðið til þess að forða brýnum háska og stór- tjóni. jÞótt bráður bati komi, þá mundi fóðrið koma í góðar þarflr og ekki íara til ónýtis. Að sjálfsögðu kemur það til lands- sjóðs kasta að kaupa fóðrið í bráð- ina, en ólíklegt, að hann þurfi að skaðast á þeim kaupum, jafnvel þótt komin væri „sól og sumar" þegar fóðrið kæmi til landsins. Urskurður fógeta og dómur landsyfirréttarins. Hinn 25. apríl heflr Landsyfirdóm- ur staðfest úrskurð fógeta frá 4. jan. 1910, er veitti gjörðarbeiðanda Krist- jáni Jónssyni sem gæzlustjóra „að- gang að Landsbankahúsinu og bók- um bankans og skjölum“. Deiluefnið er það, hvort ráðherra íslands hafi haft vald til þess að lögum að víkja gæzlustjórum Lands- bankans frá, til fulls, um stundar- sakir og til hve langs tíma, eða alls ekki. Flestir þeir, sem um þetta mál hafa rætt eða ritað skynsamlega, hafa litið svo á, að heimild ráðherra til frávikningarinnar væri alveg vafa- laus, fyrst og fremst samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar um grein- ing valdsins, í öðru lagi samkvæmt lögum um stofnun landsbankans 18. sept. 1885 og í þriðja lagi samkvæmt hlutarins eðli. — Samkvæmt stjórnar- skránni fer ráðherra með framkvæmd- arvaldið í landinu, sem umboðsmaður konungs; hann hefir eftirlit með öll- um opinberum starfsmönnum og embættismönnum og getur vikið þeim frá, öllum nema þeim, sem sér- staklega eru uudanteknir með lögum. — En lög um stofnun Landsbanka 1885 gera enga undantekningu að þessu leyti um gæzlustjóra Lands bankans. Þvert á móti verður ákvæðið í 20. gr. nefndra laga um frávikningarvald landshöfðingja um stundarsakir, ekki skilið öðruvíti en svo, að með því sé gefið tvímæla- laust tii kynna, að um þessa menn gildi alveg sömu reglur sem aðra opinbera starfsmenn, sem háðir eru eftirliti landsstjórnarinnar. — Ákvæð- ið um það, að gæzlustjórarnir skuli kosnir af alþingi eru undantikning frá þeim reglum sem annars gilda um verksvið alþingis og má því alls ekki leiða af því ákvæði neitt annað en það, sem orðin beint tíl segja. Alþingi hefir því ekki vald tii þess að vílya þeim frá né neitt yfir þeim að segja, um fram réttinn til að kjósa þá. — Loks er þess að gæta, að hversu víðtækt, sem vald alþingis yfir þessum mönnum væri, þá hlyti ráðherra þó að hafa vaid til að víkja þeim frá á milli þinga ef honum þætti þess við þurfa, því að hann er þá sjálfkjörinn til að fara með vald alþingis. Þannig munu flestir hafa litið á málið og rökin sýnast ekki veigalítil. En fógetanum sýndist annað. Hann virtist álíta, að heimild ráðherra til að vikja gæzlustjórunum frá, lægi eingöngu í frávikningarákvæðinu í 20. gr. bankalaganna 1885. En það ákvæði var felt burt í lögum síð- asta alþingis um breyting á banka- lögunum, sern komu i gildi 1. jan. s. 1. og því álítur hann, að frávikn- ingarvald ráðherra hafi þá verið á enda. Hitt tók fógetinn ekki með í reikninginn, sem getið er um hér að ofan, að ákvæðið um kosning þess- ara manna af alþingi er undantekn- ingarákvæði, sem ekkert verður leitt af um stöðu þeirra að öðru ieyti eða eftirlit með þeim, og því hljóta þeir að vera í öllu jafnháðir valdi landsstjórnarinnar sem aðrir sýslunarmenn, nema skýlaus heimild sé fyrir öðru í Iögum. En það verður ekki talin skýlaus heimild fyrir undantekning að þessu leyti þó að frávikningarákvæðið — sem í rauninni var alveg óþarft í eldri lög- unum — hafi ekki verið tekið upp í nýrri lögin. Enda verður ekki séð, að neitt slíkt hafi vakað fyrir þing- inu 1909. Má því til stuðnings benda á, að þá mætti alveg eins segja, að þingið hafi ætlast til, að ráðherra mætti ekki skipa menn til bráðabirgða í gæzlustjórastörf, þegar gæzlustjórar forfallast, sem vel getur komið fyrir um þá báða á milli þinga. Þar stendur alveg eins á. Þetta var til tekið í gömlu lögun- um, en felt burt í nýju lögunum. En allir sjá, að slík ályktan væri hreinasta fjarstæða. Fógotinn Ieit nú samt sem áður svona á rnálið og Kristján Jónsson háyfirdómari sjálfsagt lika, þvi að hann hefði ekki beðið til nýárs með að leita aðstoðar fógeta, ef hann hefði álitið frávikninguna ógilda frá upphafi. En svo kemur dómur landsyfir- réttar með lausn á málinu, sem eng- um hafði áður dottið í hug, eða að minsta kosti enginn hafði látið í ljósi opinberlega það ég til veit. Þar sem fógetinn hafði akoðað frá- vikning gæzlustjóranna 22. nóv. s. 1. gilda til nýárs, sem frávikning um stundarsakir, en ógilda eftir nýár vegna nýju laganna, þá fer lands- yfirréttur svofeldum orðum um rök- semdir fógeta: að „þær geti eigi eins og málið liggur fyrir komið til álita hér“, því að frávikningin hafi aldrei verið gild, ekki einu sinni til nýárs. — Þetta sá ekki fógetinn og ekki Kristján Jónsson; þetta hafði enginn séð nema landsyfirrétturinu. Landyíirréttur byggir á því: 1. Að ráðherra hafi aldrei haft vald til að víkja gæzlustjórunum frá nema um stundarsakir samkv. lög- unum frá 1885. Ráðherra hafi ald- rei haft víðtækara vald í þessu efni en landshöfðinginn. Því til stuðn- ings vitnar hann til niðurlags 20. gr. laganna og segir, að þar sé „ekki gert ráð fyrir, að svo geti borið undir, að landshöfðingi þurfi að setja rnann í stað bankaforstjóra, sem vikið er frá til fullnaðar“. Þetta er nokkuð torskilið, því að í endi greinarinnar, sem til er vísað, er einmitt ákvæði um það, hvernig fara skuli að „ef sæti varður autt í forstjórninni“. Er þá ekki sæti autt i bankaíor- stjórninni þegar gærlustjóra hefir ver- ið vikið frá til fulls ? 2. Að hér sé um fullnaðarfrávlkn- ing að ræða. Það byggir dómurinn víst á því, að í frávikningunni var ekki tekið fram, að hún ætti að eins að gilda um stund, og málsvari stjórn- arinnar fyrir réttinum skoðaði hana sem frávikningu til fullnaðar. Dómurinn útskýrir, hvað hannskilji við „frávikning um stundarsakir"; hann segir, að lögin frá 1885 hafi veitt „landsstjórninni vald til að víkja forstjórum bankans frá um stundar- sakir, þangað til fullnaðar úrskurð- ur væri lagður á málið af alþingi, eða ef svo bæri undir, af dómstólun- um.“* — Þetta er vafalaust rétt * Hér er aaðvitað átt við dðm am tilefni frávikningar, en ekki dóm nm „compet&nco" ráðherra i þvi efni.

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.