Akureyrarpósturinn - 18.12.1885, Blaðsíða 2

Akureyrarpósturinn - 18.12.1885, Blaðsíða 2
ríku Of? að fóðurskortur nokkur liafi orðið á Englandi fyrir ofþurk í sumar á róuökrum, svo bændur urðu að fækka fjenaði sínum. Sagt er að Slimon fái að kenna á þessu, hann muni tapa ait að 180,000 kr. við fjár- kaupin á ísl. í ár auk skaðans á hestakaupum. Einn kaupmaður sem sendi hesta og sauði í sumar frá ísl. til Englands. fjekk afgangs kostnaði nál. 30 kr. fyrir hestana og 5 kr. 50 a. fyrir hvern sauð. — Stjórnarskráarmálið. Konugur hefir 2. f. m. ákveðið með opnu brjefi að alþingi skuli leysat upp. Sama dag hefir konungur í öðru opnu brjefi fyirirskipað nýar alþingismannakosningar til 6 ára á tímabilinu frá 1. til 10. júní 1886, og stefnt alþingi saman t l aukafundar 28. júlí 1886, er eigi skal lengur standa en mánuð. Konungurinn sendir lslendingum jafnframt auglýsingu í hverri hann segist með engu móti geta staðfest stjórnarskipunar- lagafrumvarp það, er alþingi hefir fallizt á, enda þótt svo fari að það verði samþyhkt að nýju á hinu ný- kosna alþingi. |>essi auglýsing konungs verður án efa að umtalsefni í blöðum landsins. |>að eru efalaust margir sem fylgja frumvarpi þingsins í orði, en vjer vitum líka að ekki svo fáir eru landstjórasetningunni mótfallir þó þeir að öðru leytí vilji stjórnarskráar- breyting, og kemur greinileg ritgerð frá einum þeim manni í næsta blaði „Próða". — Yfir höfuð er ástand íslands ískyggilegt, óöld mikil í allri verzlan, fiskileysi sem fyrri og mikill matarskortur í flestum kauptúnum og þar af leiðandi vandræði. |>ess utan er engin stjórnarbót í vændum. — Stjórnarástand Dana versnar dag frá degi, er svo að sjá sem allri samvinnu milli þjóðþingsins og stjórnarinnar sje lokið. Hver bráðabyrgarlögin koma eptir önnur, ritfrelsi og málfrelsi takmarkað lögreglu- lið aukið, og verzlun með öll skotvopn bönnuð, og stefnir þannig allt að einveldi. — Kristján Jónasson, sem J>ingeyingar sendu í haust til að grenslast um hvað valda mundi hinum sílækkandi ullarprísum, kom upp til Reykjavíkur, með póstkipinu í f. m. og dvelur þar í vetur. AKIIREYRI 18. Desember 1885. Prentari: Björn Jónsson.

x

Akureyrarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyrarpósturinn
https://timarit.is/publication/125

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.