Alþýðlegt fréttablað - 22.06.1886, Page 2
vestanpóst og norðanpóst fara hvorn á eptir
öðrum sömu leiðina milli Evíkur og Arnarholts,
pykir mörgum undarleg. Mörgum sýnist að
nóg væri að einn póstur færi pá leið. — Akra-
nesingar knurra yíir pví, að aukapóst vanti frá
Saurbæ um Leirá til Akraness. Þar er nú orðið
fjölbyggt porp, með 5 verzlunum, 4 prestum
og lækni.
Að Svínahraiiiisveginuin er nú farið að vinna
af krapti. Það er kafli fyrir neðan hraunið,
sem nú er t.ekinn fyrir. Hovdenak, stórvirkja-
fræðingurinn norski, er forstöðumaður, svo nú
má ætla, að eigi verði unnið par forsjálaust,
og að peningum peim, sem til pess er varið,
sé eigi eytt til ónýtis. Það er sagt að um 40
menn muni verða par að vinnu.
Grasvöxtur er farinn að koma til nú síðastl.
hálfsmánaðartima siðan norðanáttunum linnti,
og færi nú að gjöra hlýviðri og sólfar öðru
hverju, mætti gjöra sér von um dágóðan gras-
vöxt hér sunnanlands í sumar.
Hafís kvað vera enn á Hrútafirði og par úti
fyrir í hafi; veðuráttufarið mjög kalt fyrir norð-
an og gróður lítill, eins og í fyrra, eða enn pá
lakara.
Sauðburðurinn hefir gengið fremur vel hér
um nærliggjandi héruð.
Verzlunarskipin eru nú sem óðast að koma
en verzlunarútlitið er ógnarlega dauft. Pisk-
urinn og flest íslenzk vara í mjög lágu verði.
Er mælt að kaupmenn standi eigi við að kaupa
saltfisk dýrari en á 35 kr. skpd., en muni pó
verða að gefa 40 kr. til að fá hann hjá lands-
mönnum upp i skuldirnar. — Laxinn einnig
fallinn í verði (33—50 a.).
Að ulliu er í svo lágu verði pessi árin ætti
að hvetja bændur til að vinna úr henni sem
mest peir geta, en spara sér kaup á útlendu
fataefni.
Til Ameríku fara nú margir; enda er má-
ske hið bezta tækifæri til pess nú, pvi fargjald-
ið er svo lágt (rúmar 100 kr.) en öll atvinna
hér rýr. Ameríkufarar ættu eigi að eyða efn-
um sínum í pá fásinnu, að kaupa sér ný föt
úr útlendu efni til fararinnar. Séu peir hrein-
lega og pokkalega til fara, eru peir ekki ver
útlítandi í sínum íslenzku vaðmálsfötum, en
verkmenn og alpýðumenn annara pjóða, sem
fara pangað hver í sínum pjóðarbúningi.
Huiidrað ára afmæli Reykjavíkurkaup-
staðar stingur Björn Jónsson, ísafoldarritstjóri,
upp á, í blaði sínu 16. p. m., að verði haldið
hátíðlega 18. ágúst í sumar. En ólíklegt er,
að bærinn fari að kosta miklu fé til pess, eins
og nú er ært, og pegar nauðsynleg störf bænum
til prifa verða að vera ógjörð vegna féleysis.
AUGLÝSINGAR.
Nýtt blaö.
Alþýðlegt fréttablað ætlar Björn Bjarnar-
son, jarðyrkjumaður. að gefa út frá byrjun ping-
tíma í sumar, ef nægilega margir hafa skrifað
sig á fyrir pann tima. Blaðið á að koma út
tvisvar í viku um pingtimann, og færir pví
pingfréttir helmingi tiðar, en hin blöðin, í Rvik
og násveitunum. Það verður prentað með pétt-
settu smáletri, sem er c. priðjungi drýgra en
meginmálsletur. Hvert blað verður '/a örk
(jöfn við blöðin Þjóðólf og ísafold). Það verð-
ur pví að sínu leyti miklu efnisdrýgra en hin
blöðin, færir miklu optar fréttir um pingt. en
pau, en jafnopt annars. og pó svo ódýrt, að
hverjum smábónda, húsmanni, lausamanni og
vinnuhjúum ætti að vera mögulegt að kaupa
pað. — Útgefandinn er sjálfstæður, öllum óháður
alþýðumaður, sem hefir verið sveitabóndi undan-
farin ár, en nú búsettur i Beykjavík.
(Þess ber að gæta, að petta er sýnishorn,
án nákvæms tillits til yfirstandandi tíma).
Útgefandi: Björn Bjarnarson.
Prentað hjá Sigm. Guðmundssyni
ilift
..é'
J
út gefið af Birni Bjarnarsyni, jarðyrkjumanni, 1 Reykjavík,
♦
kaupir: >
Nafn, staða, heimili, póststöðvar.
Eintök.
Utanáskript: Björn ijjarnarson, jarðyrkjumaður. Þiuglioltsstræti, Reykjavík.