Norðurljósið


Norðurljósið - 01.04.1917, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 01.04.1917, Blaðsíða 1
jMORÐURLJÓSIÐ JVIÁNAÐARLEGT HEIMILI8BLAÐ IV. árg. : Apríl 1917 í 4. • RÆNINGJABÆLIÐ. Saga eftir A. L 0. E. (Þýdd úr ensku.) (Framhald.) »Menn mættu halda, að þú hefðir mist bróður þinn, eða hefðir nýskeð sjeð svip Enricos. þd ert fölur sem nár.» Horace svaraði engu, og ræninginn hjelt leiðar sian- ar. Marco var varla kominn að skóginum, þegar Rap- hael kom út úr hellinum. Nú var hann alveg rólegur, næstum harðlegur í sorg sinni, og Horace sá greini- legar en nokkru sinni áður, hve líkur hann var bróð- ur sínum. Raphael benti Horace að hann skyldi stíga á stóran stein þar í nánd, og kraup síðan niður við hlið hans, honum til mestu undrunar. »Regar jeg bað Guð að greiða mjer veginn, bjóst jeg ekki við þessu svari,« sagði Raphael lágt, >en rjettvísir og sannir eru dómar hans.« Síðan tók hann að sverfa hlekkina af fótum fangans með þjöl, sem hann hafði komið með. Það er ómögulegt að lýsa þeim tilfinningum, sem nú hreyfðu sjer í hjarta Horace; þær voru sambland af von, ótta, unaði og óþolinmæði. Þó Raphael képt- ist við að sverfa af öllum kröftum, sýndist Horace að hið harða járn mundi aldrei láta undan, og honutn fanst svo mikið um hávaðann af þjölinni, að hann ótt aðist fyrir, að Marco mundi heyra hann, og að þá vaknaði grunsemd hjá honum. í fyrsta skifti, sem Rap- hael stansaði, til að strjúka fra andlitinu hárlokkana, sem lögðust ofan yfir það, þegar hann laut niður, greip Horace þjölina og fór sjálfur að sverfa í mestu hámförum, því hann fann, að jafnvel fárra mínútna töf gat kostað hann lífið, en hann sá, að meira varð á- gengt, þegar Raphael tók við henni aftur. Hvorugur talaði orð fyr en verkið var búið og Horace stóð frjáls undir hinum dimmbláa himni, sem farinn var að sortna undir nóttina. Hann hefði hlaupið og stokkið upp af ofsakæti yfir afturfengnu frelsi, hefði ekki ósjálfráð nærgætnistilfinn- ing hindrað hann frá að viðhafa gleðilæti í návist hins sorgbitna bróður Enricos. »Farðu nú í kápuna mína og láttu á þig hattinn minn,« sagði Raphael. *Hversvegna?« spurði Horace, »við skulum vissu- lega flýja saman, eða ætlar þú ekki að fylgja mjer gegnum skóginn?« »Jú, þar sem hann er þjettastur, en þegar við kom- um þangað, sem Marco heldur vörð, verðum við að skílja. Þú getur ekki komist fram hjá honum nema í dularbúningi.« »Hann er ekki nema einn á móti okkur tveimur«, sagði Horace, því alt hið meðfædda hugrekki hans vaknaði á ný, þegar líkur voru til þess að barátta væri í vændum. »Já, hann er einn, en hann hefir tvær skammbyssur í belti sýnu, og þegar hann hleypir af, er hann ætið viss með að hitta. Gættu þess líka, að einn einasti skothvellur mundi nægja til þess, að stefna öllum ræningjahópnum að okkur. Dragðu það ekki lengur, að fara í þennan dularbúning; nú er hvert augnablikið dýrmætt fyrir þig.« Horace hlýddi undireins. Þó hann væri ekki enn búinn að ná vexti Raphaels, var munurinn á hæð þeirra ekki svo mikill, að eftir honum yrði tekið í fljótu bragði,

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.