Norðurljósið - 01.10.1919, Blaðsíða 7
NORÐURLJÓSIÐ.
79
ur til að tilbiðja, margsinnis eftir þetta, en ekki voru
3000 menn drepnir í hvert sinn. Fyrsta sinn er
ísraelsbörn yfirgáfu Drottinn, fóru að tilbiðja guði
annara þjóða, og tóku þátt í ólifnaðinum, sem þeirri
hjáguðadýrkun var samfara, voru 23,000 þeirra deydd-
ir af drepsótt á einum degi (IV. Mós. 25.) Pau gerðu
slíkt hið sama margsinnis seinna í sögu þeirra, en
ekki kom snögg hegning yfir þau þá. Hegning fyrir
bæði þessi brot kom yfir þjóðina að lokum, er hún
var herleidd til Babylónar og land hennar lagt í
eyði. Rað er fleiri dæmi í ritningunni, sem sýna
hina sömu meginreglu í viðskiftum hins Almáttuga
við mennina.
Pannig varð það að Guð, í fyrsta sinn í sögu
safnaðarins sem menn hræsna og svíkja í fjármál-
um, Ijet hegningu koma svplega yfir þá til þess að
sýna, eitt skifti fyrir öll, hvernig hann, hinn rjettláti
dómari ætlar að dæma þá synd á dómsdegi, svo
að menn geti lært af aðvöruninni.
Par á eftir virðist hann, að dómi okkar skamm-
sýnna manna, ekki taka eftir því, þegar menn hræsna,
og tala um, að þeir hafi helgað Guði alt sitt Iíf,
þegar þeir hafa ekki gert það eftir bestu vitund. En
hinn Almáttugi sjer og heyrir alt, og margur maður
og kona mun komast að raun um það við dómstól
Krists, að dómur Guðs gegn ágirnd og hræsni í
helgum hlutum er alls ekki breyttur frá því er Ana-
nías og Saffíra fjellu niður örend við fætur postul-
anna.
Ef söfnuður Guðs hefir þá kenningu stöðugt í
huga, að vjer erum ekki vor eigin eign, heldur er-
um dýru verði keyptir, þá verða fjármál hans eng-
um erfiðleikum bundin.
Ein mikilvæg kenning Guðs orðs viðvíkjandi fjár-
málum safnaðar Guðs, er, að öll tillög tii þjónustu
Guðs sjeu frjáls, eftir þvi sem Guð blces hverjum
einstökum manni i brjóst. Hvorki báðu postularnir
um fjárstyrk, nje heldur lá nein skyldukvöð á læri-
sveinunum að styrkja starf þeirra. Peir, sem tóku
þátt í starfinu með fjegjöfum, gerðu það óbeðnir og
af frjálsum vilja.
Jafnvel undir gamla sáltmálanum voru bæði tjald-
búðin og musterið bygt fyrir frjálsar gjafir. Engin
skyldukvöð var lögð á ísraelsmenn, en þeir færðu
■»af fúsum huga« svo margar og miklar gjafir til að
byggja tjaldbúðina, að Móse varð að láta það boð
ganga út að enginn skyldi koma með meira, því að
fólkið hafði gefið »miklu meira en þörf gerðist.«
(II. Mós. 35. 21. og 36. 5.-7.) Mörgum árum
seinna gladdist Davíð konungur stórum yfir örlæti
fólksins, sem »af heilum hug færði Drotni sjálfvilj-
uglega gjafir« svo að Salómon, sonur hans, gæti
bygt musteri Drottins. (I. Krónikubók 29. 6.-9. og
14.-17.)
Ef Guðs orði er fylgt í öllum greinum, þá verð-
ur ávalt ríflega nóg til þess að framkvæma þjónustu
Guðs, ekki síður í hinu andlega musteri hans, sem
bygt er af »lifandi steinum«, en í tjaldbúðinni, sem
Móse gerði, eða í musterinu, sem Salómon bygði.
Traust a hinum lifanda Ouði.
Mr. Dan Crawford, sem er mjög vel þektur trú-
boði í Mið-Afríku, segir frá samtali, sem hann átti
við Georg Múller, fáeinum árum áður en öldungur-
inn dó. Georg Múller veitti fimtn afarstórum mun-
aðarleysingjahælum forstöðu í fjölda mörg ár, án
þess að auglýsa þarfir þeirra, eða biðja nokkurn mann
nokkurntíma um hjálp.
Samtalið var á þessa Ieið:
Crawford: — »Kom það nokkurntíma fyrir
að þið þyrftuð að sleppa máltíð vegna þess að Guð
sendi ekki það, sem þurfti?«
Múller: — »Nei, aldrei!«
Crawford: — »Purftuð þið nokkurntíma að
fresta máltíð meira en hálfan klukkutíma?®
Múller: — »Nei, aldrei!«
Crawford: — »Fóruð þjer nokkurntíma að
hátta, svo að þjer ekki hefðuð nægan forða til
morgundagsins?«
Múller: — »Ekki sjaldnar en fimm þúsund
sinnum hefi jeg háttað, án þess að hafa forða tií
morgundagsins!«
Crawford: — »Gátuð þjer altaf sofið?«
Múller: — »Hvert einasta sinn!«
Til útskýringar skal þess getið, að Georg Múller
keypti aldrei neitt nema hann hefði peninga í hendi
til þess að borga með, og hlýðnaðist þannig áminn-
ingunni í Róm. 13. 8.: »Skuldið ekki neinum neitt,
nema það eitt að elska hver annan.«
Petta mikla starf hefir haldið áfram síðan Georg
Múller dó, með sama fyrirkomulagi. Þeir, sem fyrir
starfinu eru, biðja hinn lifand-i Guð einan um hjálp
og styrk, og hann hefir sjeð um þarfir barnanna á
dásamlegan hátt, þrátt fyrir alla dýrtíðarerfiðleika.
Sem dæmi upp á hina náðarsamlegu umhyggju
Föðurins fyrir þeim sem honum treysta, má geta
þess að þegar »spánska veikin« geysaði um landið
og fjölmargir dóu daglega, urðu yfir 600 börn sjúk
af þessari veiki á hælum þessum. En Drottinn heyrði
bænir barna sinna, og elcki eitt einasta af þessum
600 dó! Guði sje lof!
Hrópið að ofan“ eða „hin oegilegu tímamót“,
heitir rit, sem ritstjóranum er sent til útsölu frá
Winnipeg. Höfundurinn er G. P. Thordarson og ritið er
ávarp til tslenskra safnaðarbarna um hin alvarlegu tíma-
mót, sem nú ganga yfir heiminn og kirkju Krists. Pað
fæst hjá ritstjóra þessa blaðs fyrir 50 att., eða sent með
pósti 56 au.
’l/inagjafir til blaðsins. Ritstjórinn vottar sitt besta
þakklæti þessum vinum, sem hafa sent blaðinu dýr-
tíðaruppbót: G. H. (Sk.) 3.75; S. V. (V. Barð.) 15.00
(sölulaun); Þ. Þ. (Sigluf.) 2.60; S. S. (Vestm.eyjum), 7.00
Síra G. E,, 3.55-