Norðurljósið


Norðurljósið - 01.03.1963, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 01.03.1963, Blaðsíða 1
44. árg. Marz 1963 3. tbl. KARL MARX VAR LEIÐTOGI FÖÐUR MÍNS Eftir Peter Kolibaiev. Ættland mitt er Ukraina, land, sem verið hefir í mörg ár og er enn undir stjórn kommúnista. Ég minnist ekki neinnar trúarbragðafræðslu, meðan ég var barn. Faðir minn var ánægður með heimspeki Karls Marx sem lífsreglur. Þess vegna var ég, bæði heima og í skólanum, í andrúmslofti guðleysis, og fyrst um 14 ára aldur fór ég að hugsa ofurlítið sjálfstætt. Almenn vísindi skipa mjög háan sess í skólum Rúss- lands, og sjálfur hafði ég feiknamikinn áhuga fyrir þessu geysivíðtæka efni. Mér reyndist allra erfiðast að skilja, hvernig alheiminum væri stjórnað af eðlisfræðilegum lögmálum, án þess að til væri, eins og mér var sagt, nokkur löggjafi. „Hvaðan koma þessi lögmál?“ hugsaði ég. Þrátt fyrir það, að ég var félagi í Kommúnista æsk- unni, fór að vakna óróleiki innst inni fyrir hjá mér og talsvert vonleysi. Ég fór að efast eða öllu heldur að trúa á einhvers konar æðstu Vizku eða Veru — eitthvað, sem ég gat ekki skýrt, en eitthvað, sem hlaut að fylla þetta gap. Nokkrum árum síðar komst ég í háskóla. Þar opnuðust augu mín alveg að lokum af hugsjónastefnu Kommúnista æskunnar. En tilfinningar mínar byrgði ég inni af aug- Jjósum ástæðum. Þótt ég hefði enn ekki heyrt fagnaðarerindi kristin- dómsins, þá fann ég, að stöðugt stj órnmálaorðgj álfur og andguðlegur áróður, „að trúarbrögðin voru fundin upp af auðvaldinu til að hneppa fólkið í þrældóm,“ ertu skap mitt og verkuðu gagnstætt á mig. Ég átti enn mínar leyndu, ef til vill óþroskuðu skoðanir, og þær héldust við, þrátt fyrir allt, sem ég varð að hlusta á. Ég var kallaður í herþjónustu, er stríðið kom og sendur til flugnáms í flughernum. Því námi lauk ég aldrei, því að allt í einu var ég sendur til vígstöðvanna i Þýzkalandi með herdeild. Þar fór ég að óttast, ekki um sál mína eða vegna þess, sem tæki við eftir dauð- ann, heldur um líkamlega varðveizlu mína. Á óljósan hátt fór ég að biðja til míns „ókunna Guðs“. Ég var her- tekinn, ekki löngu síðar, af Þjóðverjum og varð að þola ásamt þúsundum annarra landsmanna minna mestu niðurlæging sem herfangi. Er stríðinu lauk, fannst ég ásamt mörgum öðrum í Austurríki. Ég var niðurbeygöur og örvænti svo um lífið og framtíðina, að sjálfsmorð virtist eina lausnar- leiðin. Einhvern veginn var mér haldið frá því á þessari hræðilegu stundu ævi minnar. Kristin fjölskylda, rúss- nesk, sendi mér nýja testamentið á móðurmáli mínu. Hjarta mitt var áreiðanlega undirbúiö. Hér kom það að lokum, sem ég þurfti að vita. Ákafur las ég, þangað til Guð af óendanlegri miskunn sinni leiddi mig til iðr- unar. Mjög vel man ég eftir því, að ég féll á kné og út- hellti hjarta mínu fyrir honum og öölaðist um leið sanna trú á Drottin Jesúm Krist. Hvílík breyting! Vöknun mín, áhrifin skörpu, er þetta varð mér ljóst, var mér í sann- leika raunveruleg. Ég fann ég var orðinn allur annar maður, og það var í mér knýjandi hvöt að fara og segja öllum frá þessu. Ekki löngu eftir þetta mikla atvik ævi minnar, gat ég komizt til Englands í búðir handa heimilislausu fólki. Ekki leið á löngu, unz ég hafði leitað að og fundið trúað fólk, sem talaöi mína tungu. Þá gat ég lært meir um Drottin og orð hans. Mikil hvöt að segja öðrum frá hélt áfram að stríða á huga minn, og ég fór að biðja mikiö um leið til að þjóna meir landsmönnum mínum. Guð svaraði hrópi hjarta míns . .. Síðan 1952 hefir þessi þjónusta verið gleði mín og ábyrgð. Allmargt af slafnesku fólki hefir fundið hjálp- ræðið vegna blessunar Drottins yfir þjónustu minni. Nýlega hafa mér, ásamt konu minni og lítilli fjölskyldu, opnazt dyr í Montreal í Kanada, þar sem eru þúsundir slafneskra manna. Aðeins guðleg náð og hjálpræði getur fullnægt tómu hjarta margra þeirra, sem eins og ég liafa alizt upp án þekkingar á Guði og hjálpræði hans. (Þýtt úr „The FIame“, Englandi. Lítið eitt stytt.)

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.