Heimskringla - 25.11.1886, Blaðsíða 1

Heimskringla - 25.11.1886, Blaðsíða 1
1 . ÍH' IVr. 12 Winnipeg, 31an. íii5. Noyember, 1886 I>ar eð ýmsir af kaupendum blaðsins hafa gert fyrirspurnir um hvernig hentast sje að senda borgun fyrir blaðið, J>á kunngerum vjer J>eim, að litla upphæð af peningurn frá 1. d. til 5. dollars, er ' kostnaðar- minnst o<r auðveldast að senda i registeruðu brjefi. (Gull og silfur má ekki senda í brjéfi), en ef tneira or sent í senn en 5 dollars, er ódýrast að senda JdA. með póstávísun (Post Office Money Order). Utan á fjll peningabrjef skyldi skrifa : F. B. Anderson, 35 & 37 King St. Winnipeg. ÁLMENNAR FRJETTIR, Fra l llöiidiini- ENULAND. Churchill t nýrri kápu. Churchill lávarður er óvið- ráðanleg skepna í höndum 1 ory- flokksíns, enda eru margir af leið- andi mönnum farnir að klaga yfir atferli hans fyrir Salisbury ; heimta að hann paggi niður í honum svo dugi, eöa að öðrum kosti láti hann poka fyrir öðrum betri manni. Lað sem Churchill gerði fyrir sjer síð- ast er [>að, að í vikunni sem leið mætti liann nefnd manna, sendri af bæjarráðinu á fund stjórnarinnar til að fá einhverju framgengt, er stór- bokkum borgarinnar var annt um- Á bessum fundi kom Churchill fram éins og rammasti Itadical; var p>ar hinn mesti og bezti vinur fátæklinga, og um leið hinn grimm asti fjandmaður hófðingja. Hann svaraði kvöðurn nefndarinnar með aintómum ávítum fyrir misbrúkun valdsins og svívirfiilega stjórn, og vísaði sendimönnum burt eptir að hafa atyrt [>á hvíldarlaust í meira en klukkustund. Fóru pví sendi- mennirnir heimleiðis hryggir og reiðir, og óskuðu uRushin<J Andy Pandy”, er Churchill er nú kallað- ur af gárungunum, alls annars en hamingju.—£>að er í fyrsta skipti að Churohill hefur komið fram sem meðinælismaður fátæklinga. Og pessi kápa pykir ekki sitja neitt sjerstaklega vel á herðum hans. Eins og sósíalistar höfðu ráð gert hjeldu peir fund nrikinn á Trafalgar-torginu á sunnudaginn var. Gengu pangað í goysi mikilli fylk- ingu, er margir hornleikaraflokkar fylgdu. Ln fundurinn fór friðsam- lega fram, svo engu afli purfti.að beita til að halda J>eim í skefjum. Pennan dag ætluöu peir að finna Salisbury að máli, og höfði skrifað honum brjef pess efnis snemnra í vikunni, en er Jreir komu að aðset- urstað hans var jarl allur á burt, og kominn heim til sín út á land, oins og æfinlega endranær, pegar sóslalistar ætlaaðhafa tal af honum. BULGARÍA. I>að gengur í endalausu prefi fram og aptur um Búlgariu-málið. Menn eru enn í randræðum með, hver eigi að verða fursti par, af pví ekkert gat orðið úr J>ví með Valdimar. Nú hefur helzt verið talað nm Nikulás nokk- urn, dálitinn smáprinz I Mingrelíu. En hann er rússneskur pegn, og pað eru lítil líkindi til að stórveldin -að Rússlandi undanteknu—muni vilja samj>ykkja pað. Allmiklar viðsjár eru með mönnum. Það lítur helzt út fyrir aö einhver samtök sjeu milli Englands, Lýzkalands og Austur- ríkis um að láta ekki Rússann alger. lega fara með Búlgaríu alveg eins og honum sýnist. Rússar eru lika sem stendur ákaflega reiðir stjórn- unum á Englandi og Ansturríki. Þeir hafa tekið sjer til ræður. sern æðstu ráðherrar pessara ríkja hafa haldið, og minnzt i peim á Búlga- riumálið. Önnur var ræða Sabs- bury, sern minnzt var á í síðasta blaði, að hann hefði haldið í Lord Mayors veizlunni. Iíæða Austur- ríkissikisráðherrans er enn harð- orðari. Rússneskur konsúll hefur verið tekinn fastur í Búlgaríu. Sendi- herrann hefur hótað að fara burt úr landinu, ef honum verði ekki sleppt aptur og pess háttar hótanir eru hjer uin bil ,sama sem hótanir um stríð. Konsúllinn sat enn í varðhaldi, peg- ar síðast frjettist Síðari fregnirpaðansegja Kaul- bars, sendiherra Rússa, vikinn burt úr Búlgaríu, og a-g með honurn hafi farið allir rússiskir konsúlar. Aður Kaulbars fór bað hann konsúl I>jóð- verja að halda verndarhendi yfir rússneskum pegnum í ríkinu, en pví var pverneitað. Fór hann pá til lrins franska konsúls og bað hann, og var hann par bænheyrður skil- yrðislaust. Sú fregn ketnur og frá Vinar- borg, að pessi riki hafi gert samn- ing um að standa hlið við h'lið og berja á Móskóvitanum, ef hann fer að ásækja Búlgari með sverðseggj- um: England, Þýzkaland, Austur- ríki, Ungarn og Ítalía. Ef til kem- ur, á striðsaðferðin að vera pessi : Aurturríki á að taka að sjer Svarta- hafið og strendur pess, en Þjóð- verjar eiga að raða ^ milj. maiína á landamæri Pólverja, og vera við- búnir að senda liðsafla austur, ef Austurríkismcnn purfa á að lialda. Ef Tyrkir slást í lið með Rússum, eðá loka Hellusundi, pá eiga Grikk- ir og allir snrábýlingarnir á Balkan- skaganurn að ráðast á hann og reka hann burt úr Norðurálfu, og til J>ess eiga Austurríkismen að hjálpa ineð pví, að kreppa að Tyrkjum að norð- an. Ef Frakkar verða með Rúss- um, á 1 milj. pýzkra hermanna að vaða inn á Frakkland að norðan, en ítalir eiga að leggja til 200,000 her- inanna til að standa á vakt í Alpa- fjöllunuin. Fyrir pessa lijálp eiga ítalir að fá aptur til umráða bæinn Nice og hjeraðið yið norðaustur- strönd Lyons-flóa. Að eitt orð í pessu sje satt, er enn ekki sannað. RÚSSLAND. Sex Bandaríkja borgarar hafa verið settir í varð- hald í Suður-liússlandi fyrir f>að að prjedika par fyrir ^rjetttrúuðum” söfnuði rússneskra manna. Loth- rop, sendiherra Bandarikjanna í St. Pjetursborg, hefur lagt sig fram um að fá yfirvöldin til pess að láta pá lausa, en pað hefur enn ekki tekizt. ZANZIBAR. Það kom telegram uin J>að til Englands 23. september síðastl., að konungurinn i Zanzibar, Mwang, Íiefði látið drepa eitthvað af kristnum mönnum í Uganda. Nú eru greinilegar fregnir komnar af pví í brjefum. Ofsóknirnar höfðu byrjað í júním. Menn voru kvaldir hópum sainan til dauðs 'rneð öllu móti. Sumir voru höggnir í parta, aðrirreknir í gogn ; [>rjátíu og tveir voru brenndir lifandi. Trúboðarnir reyndu af alefli að stöðva manndráp- in, en að lokum urðu [>eir að forða sjer, annars hefðu peir farið sömu ferðina. I’rn Amcrikn. Bandankin. Ingersolls kenningar. Ingersoll, hinn (mikli ftipenkjari, Jifnaði við aptur uin daginn pó hann væri kominn hætt, og er nú orðinn hraust- ur aptur. Og líklega í minningu pess að hann sigraði dauðann, petta skipti, hjelt hann mikinn fund í Chickering llall í New Yark í vik- unni sem leið, og ljet par sam- pykkja eptirfylgjandi uppástungur, er hið Amerikanska frípenkjarafje- lag á að framfylgja aföllum mætti: Að kirkjur og kirkjueignir skuli ekki lengur undanpegnar að gjalda skatt; að prestar sje ekki látnir opna neina pingsamkomu eða almenna fundi, með bænagerð ; að hætt sje að styrkja kirkjur með op- inberu fje ; að hætt sje að kenna kristin fraéði í alpýðuskólum; að forseti hætti að tilnefna sjerstaka daga til guðræknisiðkana, svo sem almennan pakkadag o. p. h. ; að hætt sje að við hafa eiðspjöll við rjettarhöld; að lögin um helgihald sunnudaga ’sje afnumin ; að lög viðvíkjandi siðferði manna sje af- nuinin; og að stjórnin hætti að viðurkenna nokkurn sjerstakan trú- i arflokk, og nokkra kristna trú yfir í 'aöfuð. Maro'ir málsmetandi menn i D Bandaríkjunum hafa ásett sjer að koma pví í gang, að í vor er kem- ur verði haldin stórmannleg hátíð í New York í minningu pess, að J>á hefur Vietoria Englandsdrottning setið að völdum í 50 ár. Þessir sötnu menn liafa og í huga að koma upp minnisvarða, er gefinn verði Bandaríkjunum í nafni hinnar brezku pjófiar, eins og frelsis myndastyttan var gcfin í nafni hinn- ar frönsku pjóðar. Katólska kirkjaní Bandarlkjun- um hefur nú nýlega bannað jirest- uin sínum að gefa hjón saman eptir sólsetur, vegna ólátanna í skrílnum á kveldin í kirkjunum. Nokkrir mexikanskir menn eru nú að ferðast um Bandaríkin, og leita J>ar aðstoðar til J>ess að stofna sósíalistiskt líðveldi upp úr nokkr- um hluta Mexiko og Neðri-Cali- forníu. Það pykir næstum undur að mönnum skuli vera alvara, og peir pó með fulluviti. Að minnsta kosti eru lítil líkindi til að pað ríki komist bráðlega á fót. Tíðin hefur verið ákaflegavond í Minnesota og nokkrum hluta Da- kota og enda víðar I Bandaríkjun- um síðastliðna viku. í Miunesota æddi ákaflega mikill storm'ur með fannfergju pann 17. síðastl. í tíu ár hafði J>ar ekki komið jafnsterkur stormur að hausti til, og hann kvað víða liafa gert mesta tjón. Annars láta blöðin fremur illa af ástandi manna. Þannig er sagt, að pað muni verða mesti eldiviðarskortur í Dakota í vetur. Sömuleiðis er kvartað J>ar mjög undan vatnsleysi, sem auðvitað er afleiðing af purk- unum miklu í sumar, o>>' ef ekki kemur [>vl meiri snjór eða regn, er sagt að pað horfi ti) mestu vand- ræða. Ákaflega stór björg fjellu ofan af fjöllunum nálægt Pittsburg p. 18 p. m. og lentu á járnbrautarlest, sem var [>ar á ferðinni. Vagnarnir stórskemmdust. Átta menn særð- ust til muna og tveir peirra biðu bana af. Fellibylur gekk yfir part af New York-ríkinu J>. 18. p. m. Hann mölvaði sundur vitriól-verk- smiðju I bænuin Troy. Sex menn brendust af vitriólinu og sköðuðust til muna, en engum varð pað til bana. Georg nokkur Colter,. sem ný- lega hafði orðið póstembættismaður á járnbrautarvögnum, sein fara milli Minneapolis og Chicago hefur verið tekinn fastur fyrir að stela pening- um úr brjefum manna, Stórkostleg- ur brjefa pjófnaður liefur komizt upp, einkum úr brjefum til lottiríis í Louisiana, New Orleans, og pessi maður er grunaður um pann stuld allan. 20 brjef höfðu fundizt í ein- um stað með fram járnbrautinni ná- lægt Milwaukee, peningar höfðu verið í J>eim öllum, en peir höfðu allir verið teknir á burt. Colter hafði á sjer ýms peningabrjef, peg- ar hann var tekinn fastur. Það er ekkert smávegis, sem peir hafa verið að bollaleggja nú fyrirfarandi, anarkistarnir í Chicago. Meðal annars höfðu peir fund með sjer fyrra mánudag, og par töluðu peir uin ýms ráð til pess að koma sínu fram, sein annass er víst enda [>eim sjálfum óljóst h v a ð er. Nokkrir stungu upp á pví að fara ein- hverja nótt, J>egar hvasst væri og sprengja upp umbúninginn um vatn bæjarins með nokkrum pundum af dynamite. Svo ætti að leggja eld í borgina á ýmsum stöðum. Þegar slökkviliðið ekki getur náð til vatns- ins, pá fengi pað heldur ekkert að gert, og svo mundi mikill hluti bæj- arins brenna til kaldra kola, orr svo mundu peir sjálfir geta náð borg- inni á sitt vald, meðan skelfingin væri yfir fólkinu. Lögregluliðið í Chieago segist veraalgerlega óhrætt við pessa skrumara, en' lætur ekki uppskátt, hvað pað ætli að gera til J>ess að varna peimaðkoma illverk- um sínum fram. C a n a tl a . PóststöQva Þrceta. Til pessa hefur boro'in Portland í ríkinu Maine D a verið aðal-poststöð fyrir Norðurálfu póstflutning milli Evrópu og Canada á vetrum vegna pess hve lánour vegur er frá Halifax til Montreal. í nýju póstflutningsreglunum, sem öðlast gildi 1888, er [>að tiltekið að á vetrum skuli póstur frá og til Can- ada fluttur til Portland eins og verið hefur. Þetta vilja sjóarfylkin ekki líða lengur; heimta að annartveggja bærinn St. Johns í Nýju Brúnsvík eða Halifax sje gerður að vetrarstöð póstskipanna eptirleiðis. Álíta enga J>örf að hafa stöðvarnar I Portland lengur J>ar eð [>ráðbein braut (Kyrr- ahafsbrautin) er nú uin pað bil full- gerð milli Monteal og St. Joluis, svo veglengdin verður lítið ef nokk- uð meiri en milli Montreal og Port- land. Svo telja peir og St, Johns pað til gildis, að vetrarlagi fyrir skip sje par mikið betra en í Port- lalKl.—Fundir til að ræða petta mál hafa verið haldnir nálega I hverju hjeraði í sjóarfylkjunum, og um das-inn var nefnd inanna send til D Ottawa, lilaðin áskorunum og bónar- brjefum, til pess að heimta pessar breytingar að stjórninni. Ónógur tollur. Nefnd manna var um daginn send frá Montreal til að biðja sfjórnina um liærri toll á aðfluttum vindlum. Sagði nefndin að í Montreal ynnu 1,500 menn að vindlagerð, og peir allir óskuðu ept- ir hærri tolli, heimtuðu að tollur- inn hjer væri jafn liár og I Banda- rikjum J>ar sem liann er $2,50 á hverju jmndi af vindlum og að auki 25 af hverju dollars virði, sem að er ílutt. En eins og nú stendur, sagði nefndin, Jnirfa J>eir, sem eiga verkstæðin að borga háan toll af öll- um vindluui sem peir búa til, hvert i peir eru fluttir út úr rikinu eða ekki, en aðfluttir vindlar eru seldir allt í kringum pá í hundrað púsunda tali á hverri viku, vegna ónógs tolls. Sama dag var stjórnin beðin að hækka innflutningstoll á öllu egg- járni. Nefnd sú er flutti pá bæn, sagði verkstæðin gætuekki staðistán tollhækkunar, pví par væri að keppa við ekki einungis Bandaríkin, held- ur alla Norðurálfu. Forstöðuinenn Manitoba og Norðvesturbrautarinnar heimta nú að stjórnin afhendi sinu fjelagi allt. pað land, sem Northwest Central- fjelaginu var ætlað, af peirri ástæðu að petta fjelag sje nú byrjað að bygrg-ja. braut, á pví svæði er Central brautin átti að liggja um. Stjórnin vill ekki gera petta fyrir fjelagið nema pað takist á hendur að borga allar skuldir hins upprunalega fje- lags, en pví neitar fjelagið algerlega. í vikunni sem leið var pað aug- lýst í stjórnartíðindunum, að eptir- leiðis skuli sektafje fyrir brot gegn Scott-vínsölulögunum renna í sjóð peirrar bæjar eða sveitarstjórnar, par sem brotið er framið. Hingað til hefur petta sektafje allt runnið í rikissjóð. í sama blaði er og auglýst, að á næsta pingi varði beðið um leyfi tíl að stofna nýtt brunabótafjelag, er heitir uthe Mutual Fire Insuranee Company of Canada.” Ontario ÞingiD uppleyst. Fylkispingið í Ontario var upp- leyst um miðja vik,una er leið. Kosningar eiga að fara fram A mið- vikudaginn 29 desember næstkom- andi í flestum kjördæmum en pó ekki öllum (samkvæmt lögunum eiga kosningar að fara fram 22. des. í einstöku stað). Það verður í Ont- ario eins og í Manitoba, að við pess- ar kosningar koma fram margar nýj- ar raddir, sem vegna kosningalag- anna ,gátu okki látið til sin heyra fyrr. En kosningalögin eru ekki eins alpýðleg enn í Ontario eins og í Manitoba. Maður verður par að innvinna sjer 400 dollars á ári til pess að eiga atkvæði, en ekki nema 300 i Manitoba. Enn J>á hefur Ross æðsti ráð- herra i Quebec ekki sagt af sjer em- bætti, og pyltir nú víst að hann ætl. að sitja svo lengi, sem auðið er. Fylkisstjórinn hefur fengið aövaranir úr ýinsum áttum að innbyrðis óeyrð- ir sje í vænduin innan skamins, ef Ross ekki láti að alpýðuvilja og rými pann sess, er hann nú heldur í Óleyfi. í sumar er leið pegar fylkis- pingkosningar fóru fram i Prinee Edward lsland voru að eins kjömir pingmennirnir fyrir neðri málstofuna, og urðu conservatives yfirsterkari pá. Nú fyrir rúinri viku fóru par fram kosningar aptur, til að kjósa menn i efri deildina. og par urðu reformers inikið yfirsterkari. ( Ontario var hveitiuppskeran í sumar 3| inilj., mais 1 iriilj., og bygg 50,000 bush, minni en i fyrra. Aptur var hafra u[>pskcran 3^ milj., og baunauppskeran 3 milj. bush. ineiri en ’ i fyrra. Kartöplur og Önnur jarðepli viðlíka og í fyrra, en aldini mikið meiri. Ný vjel liefur verið fundin upp í Toronto og leyfi fengið til að brúka hana, er hreinsar steinolíu eins fljótt og vel ohinar beztu oliuhreinsun- arvjelar í Bandaríkjum. H'ramhaUi á tritSju eiXn).

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.