Heimskringla - 07.04.1887, Page 1
A t li ii g a .
Utaníiskript til blaðsins er :
„Heimskringla.”
1 €3 .Tames St. \V.
Witinipeg, Jlan.
ALMENNAR FRJETTIB,
l'ra ('ítlómluni.
NORÐURÁLFA. Engin veru-
leg stórtíðindi eru að frjetta frá
Evrópu síðan vjer skrifuðum síð-
ast. t>að helzt enn f>essi nábíia-
krítur inilli stórveldanna, sem hef-
ur haldizt síðan snemraa T suinar er
leið. Fregnir um að blóðugt stríð
muni byrja f>á# og f>egar, eru all-
tíðar enn, pó er ekki sjáanlegt, að
pað sje nær nú, en í byrjun vetr-
arins. En hríðin getur skollið yfir
pegar minnst varir, án nokkurs fyr-
irvara, svo pessvegna er ekki að
vænta eptir áreiðanleguin fregnum
fyrri en hergangan er hafin. Uað
eitt er vlst, að í vetur liafa Frakkar
t>jóðverjar, Austurríkismenn
Rússar unnið ka]>psatnlega að her-
útbúnaði; hefur pað verk verið sótt
með svo miklu kappi, að hergagna-
smiðjur sumra pessara ríkja hafa
ekki haft undan, svo verkstæði hjer
í landi liafa haft ekki svo litla vinnu
við hergagnasmíð í vetur. Auk
pessa hafa stjórnir pessara rikja lát
ið kaupa vistaforða bæði fyrir menn
og hesta í vetur á mörkuðum lijer í
landi; einusinni t. d. Ijetu Þjóðv.
kaupa nálega milj. bush. af höfrum
á markaðinum í New York. Af
pessu má ráða að pað er ekki
ástæðulaust að menu gera sjer ráð
fyrir stríði og styrjöldá meginlandi
Norðurálfu undireins og ís leysir af
í vor.
Stjórnendur pessara upptöldu
rikja bera auðvitað á inóti pví, að
styrjöld sje í vændum, enda má vel
vera, að peir persónulega sjeu pví
mótfallnir, en pað gagnar ekki æfin
lega. Einstöku menn í stjórnarráð-
inu geta opt ráðið í pessum sökum
svo getur og almenningur gert ; ef
haun heimtar strið, hlýtur stjórnin
að breyta eptir vilja haus, og pað
jafnvel í Rússlandi, sjálfu ófrelsis-
heimkynninu. Á afmælishátíð Vil-
hjálms gamla Þýzkalandskeisara
um daginn, fullvissaði hann sendi-
herra Frakka um pað, að hann vildi
ekki stríð, og kvaddi hann svo með
handabandi, segja blöðin. En pað
er ljeleg trygging fyrir pjóðirnar.
Allir heiðvirðir menn taka saman
höndum áður enn peir ganga til
einvígís.
ENGLAND. Pað hafa átt sjer
stað alliniklar byltingar i stjórnar-
ráði Salisburys i vetur. Churchill
lávarður var höfundur peirra. Hann
sagði af sjer embætti sínu. Var pá
reynt að fá Iiartington lávarð, for-
sprakka unionista, til að koma í hins
stað, en hann neitaði. Salisbury
var pá í klípu um stund, en afrjeði
loks að mynda coalition stjórnarráiS,
°g tókzt honum pað. Fjekk hann
l>á 2 Gladstones-sinna, sem éitt sinn
voru, í ráðið. Til pess að gera
þetta, hlutu allir sem fyr voru i
ráJSinu að segja af sjer, að nafninu
t>l en voru náttúrlega endurkosnir
aT ■'alisbury, að undanteknum ein-
Um’ sem hlaut að víkja. ()g fvrir
p'í 'arð Iddesleigh lávarður (við-
pekktari moð sínu egin nafni Staf-
ford Northcote). p>að má óhætt
segja, ag fáum kotn til lnlgar að
1 ddesleigh mundi pannig verða að
víkja fyrir nýjum manni, og karli
sizt sjálfum, enda klagaði hann sjálf-
ur opinberlega yfir pessum rang-
indum; honum virtist, og ],að með
rjettu, að hann eptir jafnmikið starf
og hann hefur afkastað um síðastl.
30—40 ár, ætti betra skilið. Þetta
fjekk svo mikið á karl, sem annars
var orðin heilsulasinn, ftð hann varð
bráðdauður 2 3 dögum síðar. Hann
hneig niður örendur í skrifstofu Sa-
lisburys, pegar hann koin til að af-
henda honum lyklana að sinni fyr-
verandi skrifstofu. Iddesleigh lá-
varður var 74 ára gamall.
Þingi Breta hefur nú setið meir
en 2 mánuði, og hefur ineirihluti
pess tíma gengið til að ræða um
hið írska mál. Er nú nokkurnveg-
inn víst orðið að Þvinguuarlögin á
írlandi verða eiulurnýjuð, og enn
harðari en nokkru sinni áður.
ÞÝZKALAND. Frumvarp Bis-
marks, um að hinn standandi her
Þjóðverja sje aukin með 40,000 her-
mönnum, er sjeu skyldir til að stand
í herpjónustu um 7 ár, fjell í gegn
hinn 14. jan. prátt fyrir öflugt fylgi
keisarans, Bismarcks og Moltkes.
Vinstrimenn voru ekki svo mjög á
móti pví, að 40,000 væri bætt við
herinn, enn peir voru á móti 7 ára
skyldupjónustu. Og daginn, sein
gengið var til atkv., gerði Stauffen-
berg, einn af forvígismönnum peirra
pá breytingarappástungu, aðskyldu
pjónustan væri að eins 3 ár. Þessi
uppástunga var sampykkt með 186
atkv. gegn 154, og með pví var
Bismarcks frumv. fallið í gegn. Þá
varð óp mikið í pingsalnum, og initt
í peiin glumragangi stóð Bismarck
UPP °f? uppleysti pingið í nafni
keisara.—Kosningar fóru fram 21.
febrúar; varð pá Bismark sterkari
éii vinstrimenn, og er nú frumv.
hans sífian gongið í gegn. Á pessu
pingi Þjóðverja sitja 8 eða 9 flokk-
ar, hver öðrum ólíkur að einhverju
leyti, hvað stjórnar stefnu snertir,
en mynda pó allir eitiungis tvo flokk
pegar til atkv. keniur í öllum stór-
málum. ,
Hinn 22. f. m. var Vilhjálmur
keisari 90 ára, og var pá mikið uin
dýrðir í Berlín og um allt Þýzka-
land. Sendiherrar, prinzar og her-
togar úr öllum áttum voru saman
komnir í höfuðborginni til að flytja
hinum háaldraða einvaldi síriuni
fagnaðar ræður og heillaóskir. Keis-
arinn, sem pó kvað vera orðinn
hrumur, íklæddist einkennisbúnino-i
O
sínum um daginn, og stóð öðruhvoru
um daginn á loptsvölunum úti fyrir
gluggunum á öðru lopti í liöll sinni.
Er mælt að aldrei fyr hafi Berlinar-
borg verið jafn-skrautbúin og penn-
an dag; um kvöldið var hún svo vel
uppljómuð af marglitum ljósum, að
hún var tilsýndar að sjá eins og eitt
ægilegt eldhaf. ,Um kvöldið gengu
500,000 inanna í prósessíu eptir
helztu götuin borgarinnar.
RÚSSLAND. Nihilistarnir, sem
svo lengi hafa legið í láginni, eru
nú komnir á kreik aptur, og tekuir
til að crlettast við keisarann. Hinu
O
1. marz fjekk hann nafnlaust brjef,
sent honum af forvígisnefnd pessa
eyðileggjanda fjelags. Er honuni
par kunngert, að á fundi fram-
kvæmdarráðsins, 22. febr., liafi ver-
ið sampykkt að hann skyldi deyja,
og að 50 menn hafi verið kosnir til
að ráða hann af dögum. Keisarinn
gaf brjefinu engan gaum, og leið
svo til 13. marz, að ekkert bar til
tiðinda, er vekti grunsemi. En pá
(á sunnud.) er keisarinn, keisara-
frúin og sonur peirra óku í luktum
sleða frá kirkju, var honum veitt
banatilræði. Lögreglan komst að
pví, að tilraun mundi gerð, og var
pví á njósn ineðal mamigrúans, er
fyllti götur pær, sem keisarinn ók
eptir. Og rjett áður en keisarinn
kom voru teknir fastir 2 unglir.gs-
menn (stúdentar), sem báðir báru
glerkúlur, fylltar sprengiefni í lukt
um kössum, er litu út eins og bók.
—Margir menn voru teknir fastir
samstundis, og á fimtud. var, voru
3 peirra hengdir. Sania daginn og
pessir menn voru teknir af var skot-
ið á keisarann tvisvar hvað eptir
annað, en livorugt skotið kom við
hann. Samstundis náðist annar
peirra, er skotið hafði, og var hann
yfirmaður við herinn. Síðan liafa
verið teknir fastir yfir 20 menn.
Þess er til getið, að nihilistar sjeu
með pessu móti að tilkynna keisar-
anutn vilja alpýðu með atkvæða-
meiri framsókn í Búlnarainálinu.
o
DANMÖRK. Hraðfrjett frá
Kaupmannahöfn dags. 2. p. fn. segir
að hinn víðfrægi forsprakki vinstri-
manna, Berg, hafi sagt af sjer ráðs-
mennskunni. Orsökin er sögð sú,
að hann sjái engan veg til pess að
alpýða nái rjetti sínum, eða koma
nokkru pví fram, sem hún æskir.
I'rá A ni e r i k ii.
Slninlarikin.
Hið 49. Congress Bandaríkj-
anna ljezt náttúrlegum dauða hinn
4. marz síðastl. Tveggja ára til-
veru tími pess var pá liðinn. Það
voru mörg mikilsverð og parfleg
frumvörp sem pað Congress lög-
gilti.—Það sampykkti fruinvarp við-
víkjandi viðskiptum við Canada.
Þau lðg eru í pá átt að forseti hefur
vald til að loka öllum höfnum i
Bandarikjum fyrir öllum Canadisk-
um skipum, hvenær sem honum
póknast, svo framarlega sem Can-
ada stjórn lætur taka fastar fiski-
duggur frá Bandaríkjum fyrir strönd-
um Canada. Ennfremur hefur hann
vald til að fyrirbjóða járnbrauta-
eigöndum að renna Canadiskum
jámbrautarvögnum eptir jámbraut-
um innan Bandaríkja.—Það hefur
löggilt frumvarp viðvíkjandi rjetti
framandi inauna til að kaupa og eiga
stjórnarland innan ríkisins. Lög
pessi eru í pá átt að eptirleiðis getur
enginn eignast stjórnar land og
haldið pví, nema hann áður gerist
borgari og pegn Bandaríkja. Þessi
lög hindra auðmenn Norðurálfu frá
að kaupa heila fláka af landi, eins og
að undanförnu, er peir síðan láta
liggja ónotaða til pess pað tvöfald-
ast að verði fyrir atorku landnem-
anna umhverfis.—Það hefur samið
lög er svipta ýms járnbrautafjelög
meiri og minni liluta af landi, er
peim var upprunalega gefið. Alls
fær stjórnin aptur um 50 milj. ekra.
Það hefur sampykkt frumvarp um að
stjórnin innleysi hinn svonefnda
Trade Dollar, petta pjóðarinein,
sem lengi hefur verið..—]jað hefur
lögloitt frumvarpið viðvíkjandi járn-
brautaflutningsgjaldi. Þessi lög fyrir-
bjóða járnbrautaeigöndum í Banda
ríkjum að setja hærra gjald fyrir að
flytja eitt pund af varningi eina mílu
heldur en 1000, tiltölulega. Sama er
um farbrjefasölu. Ef pað kostar t. d.
3 cents á míluna að fara með járn-
brautalest tíu mílna laugan veg, pá
hlýtur pað eptirleiðis að kosta 3
cents á míluna pó maður kau]>i far-
brjef til að ferðast 3,000, eða frá
liafi til hafs, en sem hingaðtil liefur
ekki kostað mikið meira en cent
á míluna tiltölulega. Sama er uin
vaminginn. Ef pað kostar 2 cents
að flytja hvert pund af vamingi 100
milur, pá lilýtur pað einnig að kosta
2 cents að ílytja pað 3,000 mílur, eða
fjórfalt ineira en verið hefur. Sam-
kvæmt pessum lögum mega brauta-
stjórar heldur ekki slá af farbrjefi
við einn eöur annan ferðamann,
eðá hóp af forðamönnum, að undan-
teknum pre'tum, er framvegis fá
farbrjef með sömu kjörum og hing-
aðtil.—Þossi lög öðluðust gildi hinn
1. p. m.
Fjöldi manna spáir illa fyrir
pessum löguin, segja pau Irin verstu
og vitlausustu er hugsast geti. Og
lögmenn segja pau alveg ómerk, par
pau stríði gegn grundvallarlögunum,
en í peim er tiltekið að Congress hafi
vald til að semja við erlend ríki um
flutningsgjald og verzlun, svo og við
hvert einstakt ríki f sambandsríkinu
útaf fyrir sig. En par er hvergi til-
tekið að pað geti pannig tekið í
taumana samningslaust, vTið öll hin
sameinuðu ríkin í heild sinni.
Fimm inenn, kjörnir af forseta
eiga að vera meðráðendur liinna
ýmsu járnbrautarfjelaga, og skulu
peir ábyrgjast að pessum lögum sje
hlýtt. Nöfn pessara manna eru
(talan aptan við nöfn peirra sýnir til
hvað inargra ára hver um sig er
settur umsjónarmaður): Thomas M.
Cooley, fráMichigan (6); William R.
Morrison, frá Illinois (5) ; Augustus
Schoonmaker, frá New York (4) ;
Aldace T. Walker, frá Vermont (3);
og Walker L. Bragg, frá Alabama (2).
Allir pessir menn eru frægir lög-
fræðingar ; Cooley er oddviti nefnd-
arinnar, Nefndin á sjálf að kjósa
sjer skrifara, er á að fá 3,000 dallars
laun um árið, er goldin verga úr
ríkissjóði eins og laun nefndarinnnr.
Það hefur sampykkt frumvarp
áhrærandi fjölkvænisinál Mormóna.
Þessi lög, sem nú eru orðin, tiltaka
að fjölkvæni skuli ekki eiga sjer
stað, a« pað skuli aftakast með illu
eða góðu, að fjölkvæni sje glæpur
og peim, sem drýgja hann, skuli
harðlega hegnt, að öll börn annarar
en fyrri eða fyrstu konu pess, sem
íleiri en eina konu hefur. sjeu óskild
getin, að hin lögbundna Mortnóna-
kirkja skuli uppleysast, og engin
mormóni skuli hafa atkvæðisrjett,
nema hann fyrst sverji að’ liann skuli
framvegis hlýða lögurn landsins og
gera sitt til að sjá um að aðrir
framfylgi peiin í pví, er fjölkvæni
snertir.
Meðal liinna inarkverfiustu
frumvarpa, sem fyrir neitunarvald
forseta ekki öðlaðist lagagildi má
nefna eptirlaunalögin. Frumvarpið,
til pessara laga komst mótpróalítið
gegnum báðar deildir pingsins, en
lengra komst pað ekki. Forseti sagði
hingað og ekki lengra, og er svo að
heyra að pjóðin sje honum pakklát
fyrir. Innihald pessa frftmvarps var
að liverjum einasta manni skyldi
veitt eptirlaun, sem barðist undir
merkjum Norðanmanna í innanrík-
isstríðinu, er voru yfir 500,000 tals-
ins. Það er talið svo til, að hefðu
pessi lög öðlast gildi, pá hefðu út-
gjöldin aukist frá 70—75 milj. doll-
ars á ári.
Hinn víðfrægi kennimaður og
rithöfundur, Henry Ward Beecher
í Brooklyn, N. Y., ljezt að heimili
sínu, 8. f. m. Hann var talin einn
Binn merkasti maður í Ameriku; og
annar eins ræðuskörungur og hann
mun trautt finnast hjer í landi. Fáir
ef nokkrir unnu jafnmikið og hann
að pvl, að prælaverzlan væri afnum-
in. En stórgerður var hann og
ákaflyndur, og skoðanir lians í trú-
arbragðaefnuin voru ekki við allra
skaj>. en pað var ofverk fyrir flesta,
að andæfa skoðunum hans, pví
hvorki skorti hann skarpsýni nje
mælsku. Hann var prestur Ply-
inouth-safnaðar í Brooklyn um in!>rg
undanfarin ár, og fjekk ý20,000 að
launum um árið, um síðastl. 10 ár.
Auk launa sinna aflaði liann sjer
$15,000 árlega að meðaltali uni 10
síðastl. ár, fyrir fyrirlestra, er liann
ílutti víðsvegar hjer í landi. (llann
flutti 2 fyrirlestra lijer í Winnipeg
haustið 1883). Beecher var fæddur
í Litehfield, Conn. 24. júnl 1813.
Canada.
Hvortveggja kosningarnar,bæði
til fylkja og sambandspings, eru nú
löngu afstaðnar; kosningar til sam-
bandspings fóru fram hinn 22. febr.
Conservative-flokkurinn varð aptur
yfirsterkari, en pó hefur afl hans
á pingi rýrnað töluvert. Á síðasta
pingi voru milli 50 og 60 fleiri con-
servatives en reformers, en á pessu
pingi verfia aðeins frá 20—-30 fleiri,
og ekki svo margir, ef pjóðliðarnir
(nationalistarnir) frá Quebec verða
andstæðir stjórninni. En par eð
meirihluti peirra er conservatives, pá
parf naumast að 'óttast pað, nema
ef vera kynni að peir greiddu atkv.
gegn stjóririnni, pegar uppreistar-
kostnaðarmálið kemur til umræðu,
pví pá er höggifi nærri peim, af pvf
Riels-málið hlýtur að koma fram á
sviðið jafnframt. Fylgjandi skýrsla
sýnir svona hjer um bil hvernig
flokkarnir standa, og hvernig atkv.
hafa fallið í hinum ýmsu fylkjum.
(C pýðir Conservative, R Reform-
er):
C. R.
Prince Edward-eyja..........0 6
Nýja Skotland..............14 7
Nýja Brúnsvík...............9 7
Quebec.....................33 32
Ontario....................52 40
Manitoba....................4 l
Norðvesturhjeruðin..........4 0
British Columbia............6 0
122 93
Hið nýja ping hefur verið kall-
að saman 7. p. m. og er ráð-
gert að hafa pingsetuna stutta.
Reformflokkurinn varð vfir-
sterkari aptur við kosningarnar til
fylkispingsins í Ontario-fylkinu. Og
Oliver Mowat, æðsti ráðherrann, er
nú liðfleiri en áður. Á pessu pingi
eru fylgjendur hans 55, andstæðing-
ar hans 33 og 2 menn óháðir.
Sir Charles Tupper, sem um
undanfarin 3-*-4 ár hefur verið ráfi-
herra Canada áEnglandi, er nú flutt
ur hingað aptur, hættur viðpað em-
bætti, en komin aptur f stjórnar-
ráðið.
Stjójnin ráðgerir að taka Hud-
sonflóa fiskimiðin undir venidarvæng
sinn á komanda sumri, og rarna
fiskidugguin frá Bandaríkjum frá að
veiða hvali framvegis innan 3 mílna
svæðis frá landi. Lieut. Gordon,
sein um undanfarin 2—3 sumur hef-
ur fnriö norður, metur veiði Banda-
ríkjamanna á peim stöðvum 1-J milj.
doll. á ári.
Það er ætlað að Edward Blake,
annaðtveggja sje búinn að segja af
sjer formennsku reformflokksins cða
muni bráðlega gjöra pað. Ef satt
er inissir flokkuriim par sitt megin-
afl. En pað er enn sem komið er
engin sönnun fjrir að fregnin sje
sönn.
Það er mælt að á komuudi jú-
bil-hátíð Victoriu drottningar verði
Sir John A. McDonald gefin lávards.
titill.
Kyrrah.fjel. er búið að koina ár
sinni svo fyrir borð, að pað á næsta.
stiinri hefur gufuskipalínu milli
Vancouver í British Columbia, *Jap-
an og Kína. Það hefur leigt 3 skip
LVwarrf-línnnnar, Parthia, Abgssi-
nia og Ilatavia, og á hvert peirra að
fara fergina fram og aptur á 2 raán.
Hið fyrsta pessara skipa, Parthia,
fer af stað frá Hong Kong 1.
næsta mánaðar. Eptir pann dag
eiga pau aö flytja póstinn hjeðan og
frá Englandi (eða nokkuð af peim
flutningi) til Ástralíu og Nýja Sjá-
lands.