Heimskringla - 07.04.1887, Page 2
"Heimtriiila”
kemur út (aö forfallalausu) á hverjum
fimmtudegi.
Skrifstofa og prentsmiðja:
16 James St. W....Winnipeg, Jlan.
Útgefendur: Prentfjelag Heimskringlu.
BlafiiS kostar: einn árgangur |2,00 ;
hálfur árgangur $1.25 ; og um 3 mánu'fti
75 cents. Borgist fyrirfram.
Smá auglýsingar kosta: fyrir 1 þl.
■m 1 mánuð $2,00, um 3 mánuðl $5,00,
um 6 mánuði $9,00, um 12 mánuði
$15,00.
Þakkarávörp, grafminningar og eptir-
mæli kosta 10 cents smáleturslínan.
Auglýsingar, sem standa í blaðinu
skemmri tíina en mánuð, kosta: 10 cents
línan í fyrsta skipti, og 5 cents í annað
og þriðja skipti,
Auglýsingar standa í blaðinu, þang-
a« til skipað er að taka þœr burtu,
nema samið sje ura vissan tíma fyrir
fram.
Allar auglýsingar, sem birtast eiga
í nœsta blaði, verða að vera komnar til
ritstjórnarinnar fyrir kl. 4 e. m. á laugar-
dögum.
Skrifstofa blaðsins verður opin alla
virka daga frá kl. 11 til kl. 12 f. h. og
frá kl. 1 til kl. 2 e. h. nema á miðviku-
dögum.
Aðsendum, nafnlausum ritgerðum
verður enginn gaumur gefiun.
LAGAÁKVARÐANIR VIÐVÍKJANDI
FRJETTABLÖÐUM.
1. Hver maður, sem tekur reglulega
móti blaði frá pósthúsinu, stendur í á-
byrgð fyrir borguninni. hvort sem hans
nafn eða annars er skrifað utan á blaðið,
og hvort sem hann er áskrifandi eða
ekki.
2. Ef einhver segir blaðinu upp,
verður hann að borga allt, sem hann
skuldar fyrir það; annars getur útgef-
andinn haldið áfram að senda honum
blaðið, þangað til hann hefur borgað
allt, og útgefandinn á heimting á borg-
un fyrir ailt, sem hann hefur sent, hvort
sem hinn liefur tekið blöðin af pósthús-
inu eða ekki.
3. þegar mál koma upp út af blaða-
kaupum, má höfða málið á þeim stað,
sem blaðið er gefið út á, hvað langt
burtu sem heimili áskrifandans er.
4. Dómstólarnir hafa úrskurðað, að
það að neita að taka móti frjettablöðum
eða tímaritum frá pósthúsinu, eða flytja
burt og spyrja ekki eptir þeim, meSan
þau ern óborguð, sje tilraun til svika
(prim* faeie of intentional fraud).
Utan á öll áríöondi brjef til
blaðsins, peningabrjef og p. li. skal
skrifa :
Eggert .íóhannsson,
16 .James St. W.
Winnipeg, Man.
Vegna pess jeg bý/.t við, að
almenningur æski að jeg sjerstak-
lega skýri frá orsökum til uppi-
haldsins á bláðinu og ástandi pess
nú, [>á vil jeg fara hjer um fáein-
um orðum. Orsökin til dráttar
pessa á útgáfu blaösins var hvorki
vantraust á íslendingum, nje vilja-
leysi nje prettir af minni hálfu,
heldur örðugar kringumstæður.
Blaðið var komið I skuldir og pen-
inga skorti. Útgjöld pess vikulega
fyrir kaup, prentun, húsaleigu, eldi-
við o. s. frv. voruyfir $60, en tekj-
ur pess að jafnaði að eins $25, 10
doll. fyrir auglýsingar og $15 frá
áskrifendum um vikuna, pannig,
pó vjer aðeins reiknum kostnaðinn
um pær 14 vikur, er blaðið var
gefið út, var kostnaðurinn um $850,
«n tekjurnar að eins um $350 eða
$500 minna, sem voru hreint tap.
Með pessu lagi hefði maður fljótt
komist í botnlausar skuldir og fyrir-
tækið fallið algerlega. Hinn eini
vegur var að losa sig úr skuldun-
um og reyna á ný. Detta var gert.
Jeg hef selt herra Eggert Jó-
hannssyni, .1. V. Dalmann og Dór-
steini Pjeturssyni prentsmiójunasvo
æm launum peirra nemur, ásamt
herra Eyjólfi Eyjólfssyni, sem manna
bezt hefur stutt fyrirtækið. Dessir
inenn halda prentsmiðjunni og verða
útgefendur blaðsins, par til jeg get
borgað peim, og leyst prentsmiðj-
uita út aptur.
Blaðið byrjar nú aptur í sama
formi og söinu stefnu, sem pegar
pað hætti. Hvort pað getvir haldið
áfram eða ekki, er komið undir
vilja kaupenda og peningatillögum
Þeirra. Vjer höfuin lítið fram að
leggja annað en vinnu vora og tíma.
Detta látum vjer fúslega í tje, og
vonutn að íslendingar sjái gagn sitt
og sóma sinn í pví, að hafa að
minnsta kosti eitt blað hjer vestan
hafs, par sem tala peirra er um 3000
i Bandaríkjunuin og nálægt 4,000 i
Kanada.
Hvað álit manna og dagdóma
snertir, Þá met jeg skoðanir góðra,
en hirði lítt uin óverðskuldað álas.
Að leggjast niður við óhróður óvina
eða háð heimskingja væri eins og að
fara í moldkast við sorphænur. Álas
er auðvitað óumflýanlegt eu pað eF
að eins manns eigin verk, sem geta
gert manni verulegan skaða.
Tiliranírurinn var að efla mennta-
lega og verklega framför, að útbreyða
pekking, útvega nýlendur, að leið-
beina og hjálpa með atvinnu og
landnám, og efla fjelagslegar fram-
farir, og verkið pó ekki sje mikið
hefur verið nokkuð og mun síðar
sjást betur.
Prentstofnun er sú eina menta-
stofnan önnur en kirkjan, sem íslend-
íngar hjer f álfu eru enn megnugir
að viðhalda. t>eir ættu að geta haft
ekki að eins eitt blað, heldur tvö.
eitt fyrir sunnan línuna og annað
hjer, og pað yrði ef til vill affara-
betra. Innan skams ættu menn
einnig að hafa bókprentun og svo
fljótt sem kringumstæður leyfa, skóla,
eu áður lengra er farið verða menn að
sýna að pá skorti hvorki vilja nje
krapt til að viðhalda blaði.
Það er ekki svo að skilja, sem
vjerörvæntum um framtíó landa vorra
nje efuinst um kosti peirra. Vjer
sjáum örðugleikana beturog gallana
Ijósar en áður, envjer sjáum einnig
kosti peirra betur. Menn hafa yfir
höfuð veitt tilraunum vorum góðar
undirtektir, virt hið litla sem var
gert í fátækt, metið viljan fyrir verk-
ið og sýnt ástundun og :göfuglyndi
sem rfs langt upp yfir auðlegð og
metorð. Þessimeðvitund um sanna
velvild og sannfæring að verkið sje
gott, er hið bezta endurgjald.
Kringumstæður leyfa oss ekki
að framkvæma pað sem vjer höfum
byrjað, treistum vjer pví, að stefnu
pessari verði haldið áfram af dreng-
lyndum og dugandi mönnum.
Áður en jeg skil við petta mál
vildi jeg votta peiin, sem hafa sj'nt
fyrirtækinu velvild og mjer vináttu,
pakklæti mitt, Hvað blaðið snertir
pá hafa menn stuttpað, margirbetur
en við var að búast pegar tillit er
tekið til fjarlægðar og fátæktar peirra
Það er margfalt ineiri kostnaður að
halda úti blaði hjer en heima, og
mörgum virðist svo sem vinnumað-
urinneða familíufaðirinn, sem borgar
2 dollara fyrir pað, taki brauðið frá
munni sjer og fái að eins brjefmiðaí
staðinn. Það væri verulega ánægju-
legt að geta haldið úti blaði án pes»
að purfa að taka á móti peningum fá-
tæklingsins, en pað er ómögulegt.
Allir veröa að bera byrðina og kaup-
andinn, pótt hann leggi til 2 dollara,
berlangtum minna en peir, sem gefa
vinnu sína og tímatil verksins; enn-
fremur er blað ef áannað borð fræð-
andi, margfalt meira virði og langt.
um gagnlegra, pegar á allt er litið,
hbnlui en andvirði pess.
Nýlendurnar hafa sýnt alltnik-
in áhuga, pótt fremur gengi seint
með útsölu og borgun. Nydendan
í Vestur-Manitoba hefur staðið lang
fremst í pessu tilliti, par hefur pví
nær hver maður keypt blaðið. í
Nýja-íslandi voru menn áhugaminni
en jeg bjózt við, máske vegna mis-
skila á boðsbrjefinu. f Þingvalla-
nýlendunni hafaað eins örfáir skrif-
að sig, ef til vill af pví, að ’peir
liafa treyst pví, að Leijur kæmi út.
Nýlendurnar í Bandaríkjuhum hafa
veitt blaðinu góðar viðtektir; ís-
lendingar par hafa sýnt mikið dreng-
lyndi og jafnvel meira frjálslyndi
en maður gæti vænt eptir, pegar
litið er á fyrri reynslu peirra, og
að petta blað er gefið út hjer í
Kanada. Það er Því nær ómögu-
legt að menn, sem lifa hjer ogpekkja
lítið til ástands I fjarlæguin ný-
lenduin í Bandaríkjunum geti ritað
jafn gagnlega fyrir pær, og uppfyllt
Óskir manna par sem hjer. En ís-
lendingar par hafa sýnt að peir möttu
vitileytni vora að láta hvern njóta
rjettarsíns, og að vinna að pjóðar-
heill, og kunnum vjer peim pökk
fyrir. Enn íslendingar hjer í bæn-
um hafa samt verið fremstir í flokki,
með aö kaupablaðið og borga pað.
Hjer mætti og pess geta, að eins og
sjerstakir dugnaðarmenn hafa unnið
I nýlendunnm að útbreiðslu blaðsins,
ekki peninga vegna, heldur fyrirtæk-
isins vegna, eins hafa menn hjer f
Winnipeg sýnt sig drenglynda.
Rúinið leyfir ekki að nafngreina pá,
sem pað verðskulda, pví uiargirliafa
sýnt velvilja og mannlund.
Það er ósk mín og von, að beztu
menn voflr sameini krapta sína til að
efla atvinnulegar og bóklegar fram-
farir, að hver og einn styðji að pví,
að viðhalda góðri prentstofnun, að
menn hafi fjelagsskap, ekki að eins
til að aukamenntun, heldur og iðn-
aðarlegar framfarir, og til að efla
nýlendur hjer í landi.
Jeg treysti pví að hinar norrænu
pjóðir verði með tímanum mikils ráð-
andi hjer, að íslendingar líkist for-
feðrum sínum í ötulli framgöngu og
dugnaði og með áratímanum frelsið
ogmenntunin færi peim fagra fram-
tíð, og ef til vill, enn pá skærri en
peirra liðna gullöld. Þessi vonar-
stjarna lýsir oss og vegna hennar
höldum vjer áfram, og hvort sem
kringumstæður leyfa oss að verja
kröptum vorum og æfi vorri lengur
í petta starf, .pá stefnum vjer í sömu
átt, og leytum pess, sem er pjóð
vorri og sjálfum oss til gagns.
Aðalverkin, sem fyrir liggja, er
að greiða atvinnuvegina, stofna ný-
lendur og viðhalda menntastofnun-
um. Stefnaner: áfrarn ngnppávíH,
Allir verðaað gera sitt til; vjer er-
um reiðubúnir til að gera vort bezta
og vonum að íslendingar láti sitt ekki
eptir liggja, heldur sameini krapta
sínatil aðstyðja Það, sem eflir fram-
för peirra, eykur velmegunpeirra, og
ávinnurpeim sóina.
Frímatin B. Anderson.
ÁVARP TIL KAUPENDA
HEIMSKRINGLU. '
Það munu flestir vera orðnir
vondaufir um framhald blaðsins. og
er pað eðlilegt, pareð meira en 3
mánuðir eru liðnir síðanl4. nr- Þess
kom út. Ástæðan til pessa langa
uppihalds er ekki viljaleysi, nje
heldur tilraun til að svíkja fje út af
almenningi, eins og sumir hafa, ef
til vill, ætlað. Astæðan er e f n a-
s k o r t u r og ekkert annað.
Það parf ekki svo litla peninga
til að viðhalda og gefa út jafn stórt
blað og uHeimskringla” er. Og
pegar innborganir frá kaupendum
ganga tregt, eins og reynslan hefur
sýnt Islenzkum blaðaeigöndum hjer
í landi, pá er ekki von að vel fari.
Hvað oss sjálfa og blað vort á-
hrærir, pá viljumvjer einungis segja
að pað er ekki minni skaði, sem vjer
bíðum við óreglulega útkomu blaðs-
ins, en kaupendurnir. Dað er fyrst
og fremst hætt við að fleiri eða
færri hætti við aS skrifa sig fyrir pví,
sem annars muudu hafa gert pað, ef
>að hefði komið út reglulega, og hve
mikill skaði pað getur verið, sjá all-
ir. í öðru lagi tapar blaðið að
meira eða minna leyti, tiltrú hjer-
lendra manna, sem í pví auglýsa
verzlanir sínar, svo eptir að pað
byrjar að koma út aptur, veitir
manni ervitt að fá viðskipti peirra
endurnýjuð; og sá skaði er meiri
en kaupendurnir, svona yfir höfuð,
geta gert sjer grein fyrir.
Dað hafa margir af löndum vor
um ýmugust á miklum auglýsingum
í blöðuin sínum vegna rúmsins, er
pær taka upp, en sú skoðun er
gangstæð hinu rjetta. Þess meiri
auglýsingar, sem eru í blöðum, pess
meiri trygging hafa kaupendur fyr-
ir, að pau lifi. En auglýsingar
fást ekki nema káupendalistinn sje
sæmilega stór. En pegar nú sár-
fáir borga blaðið fyrir fram, pá
verður pað óvinnandi verk fyrir fje-
lltin mann eða fjelag, að halda út
blaðinu, [>ar til kaupendalistinn er
orðin svo stór, að af&berandi aug-
lýsingar fáist. Og pegar svo er, pá
verður ekki annað fyrir, en annað-
tveggja, leggja árar í bát og hætta
alveg, eða gera uppihahl um stund,
meðan maður reynir að safna nýjum
kröptum, prátt fyrir að pað keinur
sjer illa fyrir hina fáu, sem borgað
hafa sína 2 doll. En hvað er pá
samt peirra skaði í samanburði við
skaða pann, sem útgefendurnir bíða?
Vjer látum hina heiðruðu kaupend-
ur blaðsins svara pessari spurningu
sjálfa. Einungis skuluin vjer geta
pess, að hvert eitt hinna 14 blaða,
sem út eru komin af ^Heimskringlu’,
hefur kostað í pað minnsta $60, en
tekjurnar fyrir hvert eitt peirra hef-
ur ekki verið yfir 25 doll. Vjer
vonum að kaupendurnir sjái af pessu
að pað er ekki gert að gamni sínu
að hætta víð útgáfu blaðs 1 miðju
kafi. Vjer berum pað traust til
kaupenda, að peir skoði petta inál
sanngjarnlega, að peir líti á pað frá
voru, jafnframt og peir yfirvega pað
frá sínu eigin sjónariniði. Og vjer
pykjumst pá vissir um að peir
flestir, ef ekki allir, afsaki uppi-
lialdið og taki blaðinu jafnvel nú
og i upphaíi.
Framtíð blaðsins viðvíkjandi
megum vjer segja, ■ að pað er vor
fastur ásetningur að láta pað koma
út uppihaldslaust til árgangsloka,
ef pað verður í voruin höndum svo
lengi; og svo náttúrlega áfrain annan
árgang, ef mögulegt verður. Vjer
göngum ekki gruflandi að pví, aö
pað getur orðið erfitt, og verður
erfitt. Eigi að síður byrjum vjer,
og munum ekki gefast upp meðan
einn peningur hrekkur.
Dað er pví ósk vor og von, að
kaupendur láti ekki sitt eptir liggja
heldur hjálpi oss til að framkvæma
ásetning vorn með Því að greiða
andvirði blaðsins við fyrsta tæki-
færi. Enn fremur, að peir hjálpi
pví áfram ineÖ pví, að stuðla að
útbreiðslu pess, að hver og einn
láti sjer ljúft að mæla með pví, og
sýna peiin, sein enn hafa ekki
gerzt áskrifendur pess, fram á, hve
nauðsynlegt sje að auka kaupenda-
töluna, og pannig styðja stofnun-
ina. Að mæla pannig með blaðinu,
er ekki s k y 1 d a útsölumanna pess
einungis, heldur einnig a 11 r a góðra
drengja, sem æskja ^eptir blaði á
sínu móðurmáli.
Allar ritgerðir, setn ekki eru
persónulega meiðaudi, verða teknar
I blaðið, svo framarlega sem ýullt
nafn höfundarins er kunnugt ritstjórn
inni; pó áskilur ritstjórnin sjer fullt
dómsvald í pessu atriði.
Útgefendumir.
KOSNINGA-ÚRSL ITlN.
Eins og getið er um á öðrum
stað I blaðinu hefur conservative-
flokkurinn orðið yfirsterkari við
kosningar til fylkispingsins.
Dó Nórquay eigi marga and-
stæðinga, ekki einungis utan con-
servativeflokksins, heldur einnig með
al sinna eigin samverkamanna. Dó
honum hafi verið bornar á brýn all-
ar uophugsanlegar sakir, pangað til
að syndabyrði hans sýnist vera orð-
in stærri en svo, að nokkur mennsk-
ur maður fái risið undir lienni, pá
stendur hann enn pá upprjettur.
Ilann hefur aptur náð haldiá stjórn-
veli fylkisins. En pað vantar mik-
ið á að pað hald hans sje eins ó-
hult nú, eins og pað hefur verið að
undanförnu.
Setji maður sem svo, að allir
peir, sem nú hafa verið kosnir til
pingmennsku, haldi sætum sínum,
sem er injög óvíst, pá eiga sæti á
næsta pingi, 2 óháðir pingmenn 14
reformers og 19 conservatives. Taki
maður pessa 2 óháðu menn ekki til
greina. hefur stjórnin 5 menn fleiri
en reforiners, og pað er nóg til að
viðhalda stjórninni í* sessinum, en
heldur ekkert meir. En nú er pess
að gæta, að 2 í pað minnsta af
pessum 19, E. L. Drewry (fyrir
norður-Winnipeg) og Thomas Sinith
(fyrir Springfield) hafa lofað að vera
óháðir, og ef peir standa við síu
margítrekuðu lbforð, eru peir alveg
óvissir að fylgja stjórninni,4 nema
pegar peim ræður svo við að horfa.
Ef maður pá dregur pá frá liði
stjórnarinnar og setur pá á bekk
með liinum 2 óháðu mönnum, pá
hefur stjórnin ekki eptir nema 17,
einuugis 3 fi.eira en reformers. Dá
fer nú liðsinunurinn að verða held-
ur lítill. Nú má reformflokkurinn
eins opt treySta fylgi pessara 4 ó-
háðu manna, og hvernig fer pá ?
Degar petta er tekið til greina, pá
dylzt engum að stjórnin er ærið
veik fyrir, enda mun pað koina í
ljós, pegar rædd verða einhver stór-
mál fylkisins, t. d. landmálið, járn
brautarinálið, tollmáliS eða fjármál-
ið. Dess vegna álltum vjer, að pað
purfi ekki að koma flatt upp á neinn,
ef meiri hluti atkvæða fellur gegn
stjórninni, og hún par af Ieiðandi
leggur niður völdin.
John Norquay getur pess vegna
naumlega kallað kosningaúrslitin
sinn sigur. Dó hann aptur yrði I
meiri hluta, pá er pað ekki honum
eða hans ráðsmennsku að pakka,
heldur pví, að conservatives eru fleiri
en reformers I fylkinn, og að peir
ekki vildu gerast liðhlaupar, nema
fáir, pó peim ekki líkaði alls kostar
við formann flokksins og stjórnar-
innar. Til pess að sannfærast um
að sigurinn er ekki Norquay að
pakka, parf maður ekki annað en
líta til hans eigin kjördæmis, St.
Andrews. Fyrir 4 árum fjekkzt par
enginn, er treysti sjer til að sækja
móti honum, svo hann var sjálfkos-
inn. En nú við pessar kosningar
fjekk hann einuin 72 atkv. fleira en
andstæðingur hans. Og pað hljóta
■>6 allir að viðurkenna, sem pekkja
bæði John Norquay og William
Colcleugh, að par er inikill manna
munur, hvað hæfileika til stjórnfræði
snertir. Svo er og hitt, að 3 af 5
meðráðöndum hans voru ærið hætt
komnir. Dr. D. H. Harrison, einn
af duglegustu mönnum I ráðinu,
fjekk 65 atkv. fleira en mótsækj-
andinn, C. P. Brown fjekk 33 at-
kvæðuin fleira en andstæðingur hans.
Detta er ljós vottur pess, að alpýða
er ekki ánægð með aðgerðir Nor-
quays á umliðnum tíina, en sjer á
hinn bóginn, hve mikill maður er I
honum, og vill pess vegna gefa
honum eitt tækifæri enn. En vill