Heimskringla - 19.05.1887, Page 4
C a n a <1 n.
(Frmhald.)
inga, betrunarhúsa, tollhúsa, póst-
húsa o. s. frv., er nema fleiri milj.
dollars. Hann kvaðst pessvegna
ekki álíta þennan viðauka skuldar-
innar voðalegan, par peningarnir
hefðu gengið til beinna, viðvaran-
legra umbóta í landinu, en ekki til
að bæla niður uppreistir, eðatil her-
kostnaðar, að undanteknum 6—-7
milj., er Riels uppreistin, beinlínis
og óbeinlínis hafði kostað.—Hingað
til, sagði hann, hefur stjórnin ekki
husað um að vernda, eða efla járn-
verkstæða-iðnað í rikinu, og er þó
landið nú orðið viðurkennt eitt hið
auðugasta járnland i heimi. En nú
ætlar stjórnin sjeraðbreyta til, ætlar
að fara að einsog nábúa pjóðiní lýð-
veldinu við suður hlið ríkisins, hækka
tollinn á smíðisgripum úr járni og á
hreinsuðu járni, og hækka útflutn-
ingstollinn á óhreinsuðu járni. Og
til að hjálpa verkstæðum, að kom-
ast á fót, ætlar hún ennfremur að
afnema tollinn á harðkolunum úr
Pennsylvania, svo verkstæðaeigendur
geti fengið pau að pörfum með svo
lágu verði, er orðið geti.
Sir Richard Cartwright, sem
var ^fjármálastjóri McKenzie-stjórn-
arinnar, leizt ekki út af eins vel á
fjárhag ríkisinsog Sir Charles; sagði
pað ljótt fyrir framtíðina, að yfir
100 milj. doll. hefði verið varið til
járnbrauta bygginga, og að pær
brautir borguðu stjórninni ekki eitt
einasta cent aptur af peirri upphæð
og hann kvaðst vera á móti pví, að
öllum járnbrautafjelögum, er æsktu
eptir styrk, væri veittur hann tafar-
laust og engin greinarmunur gerð-
ur á pví, hvar brautin ætti að leggj
ast, eða í hvaða augnamiði hún væri
byggð, hvort pað væri landnáms-
járnbraut eða brautum pjettbyggð
hjeruð. Með svonaáframhaldi kveðst
hann ekki annað sjá, en að ríkið
yrði gjaldprota pá og pegar, og aíS
undir conservative-stjórninni væri
pað á apturfarastigi, bæði í fjárhags-
legu, stjómfræðislegu og siðferðis-
legu tilliti!—Umræður um fjárhags
málið standa yfir að minnsta kosti 2
til 3 daga eða máske lengur.
Stjómin hefur ákvarðað að
framvegis skuli gefið út yfirlit yfir
rfkisskuldirnar 1 byrjun hvers mán-
aðar, svo alpýða sjái jafnótt og við
pær bætist, ogeins ef pæreruminnk
aðar. Hin fyrsta mánaðarskýrsla
kom út 14. p. m., og lýsir hún ástand
inu f lok aprílmán.; var skuldin
minnkuð um $760,000 f peim mán-
aði.
Hafi nokkur haft von um að
stjórnin mundi láta tilleiðast og af-
nema járnbrautaeinveldið í Mani-
toba f sumar, pá er pýðingarlaust
að hafa hana lengur. Hún hefur
auðvitað ekki svarað Manitobamönn-
nm neinu enn, en sannleikurinn
kom f ljós eigi að síður, hjerna um
daginn. t>að var sem sje beðið um
leyfi til að byggja jámbraut frá
Vancouver suður með Kyrrahafs-
•tröndinni til ákveðins staðar við
landamæri Bandaríkja, en peirri bæn
var svarað á pann hátt, án allra um-
svifa, að stjóriiin ætlaðisjerað halda
stefnu sinni viðvíkjandi járnbrautum
framvegis, alveg óbreyttri frá pvf,
sem verið hefði að undanfömu.
Innflutningstollur hefur verið
hækkaður frá 10-35 af hundraði á
eitthvað 120 vörutegundum og toll-
ur algerlega afnumin á eitthvað 20,
par á meðal eru kol—harðkol ein-
ungis. Nálægt helming vöruteg-
undanna, sem tollur er hækkaður á
er járn og stál-smíðisgripir, gufu-
vjelar o. s. frv., gjarðajárn, miltis-
jám o. p. h. Tollur á gufuvögnum
er hækkaður um 30 af hundraði, á
prentvjelum af öllum tegundum 10
af hundraði. Manitobafylki áhrær-
andi gerir.tollhækkun pessi lítið til,
nema ef vera kynni gottað pvf leyti,
að einhverjir færu að hugsa um
járnnámurnar í eyjunum í Winni-
pegvatni.
William O’Brien kom til Mont-
real á miðvikudagsmorguninn 11. p.
m. og var vel fagnað af hinum írsku
pjóðfjelögum; fulltrúar peirra mættu
honum á næstu vagnstöðvun fyrir
utan borgina. Um kvöldið hjelt
hann fund, en andstæðingar hans
höfðu leigt öll stórhýsi, svo hann
fjekk ekki sal lánaSann, sem rúmaði
meir en í,500 manns, enda var liann
skjótlega fylltur. Á fimmtudagskv.
hjelt hann fund í Quebec og var par
allt betra viðureignar. t>ar var hon-
um fagnaS mikilega af allra pjóða-
mönnum, og par fjekk hann svo stór-
an sal, sem til var í bænum. Og
fyrir fundinn yar honum leyft ping-
hiisið til pess að heilsa öllum peim
aragrúa af fólki, er vildi kynnast
honum og óska allra heilla. Mörg
hel/.tu strætin voru alpakin veifum
og fánum. Á föstudaginn kom
hann til Montreal aptur og sat par
um kyrt til pess á sunnudagin (15 p.
m.) Á. mánudaginn eða priðjud. var
ætlaði liann að halda fund í Toronto,
en hvernig pað gengur er óvíst peg-
ar petta er skrifað. Það er búist við
ákaflegri inótstöðu par, meðfram
vegna pess að T.ansdowne lávarður
hefur verið par um undanfarna viku.
Á laugardaginn kallaði bæjarstjóri
almennan fund í Queens Park til að
ræða um komu O’Briens, og par
mættu 15-20,000 manns erallir voru
á móti pví að hann kæmi pangað.
Allir salir í borginni hafa verið leigð-
ir, svo engan er hægtaðfá framar,og
pað er hel/t búi/t við upphlaupi ef
hann kemur. En pess meiri sem
mótstaða er sýnd, pess meiri áhuga
hefur O’Brien að halda par fund;
segir óhjákvæmilegt að hafa fundinn;
harin skuli haldinn undir beru lopti
ef húsrúm sje ekki að fá.—Sama
mótstaða verður og sýnd bæði í Ott-
awa og Kingston, eptir öllum líkum.
Lík inannanna, er fórust í kola-
námunum í British Columbiaum dag-
inn, voru öll fundin, nema 14, á mánu-
daginn var. Sumir pessara inniluktu
manna hafalifah æðilengi. Hjáeinu
likinu var reka ogáhana skrifað með
krít: (lEptir 13 kl.stundir hlýt jeg
nú loksins að deyja. John Evans”.
—Rannsókn í pessu máli, til að kom-
ast eptir ef slysið er fjelaginu að
kenna, verður hafin á miðvikud. 25.
p. m.—Maður var myrtur i New
Westmnister, B. C. hinn 6..p. m. og
málinu gegn morðingjanuin lokið
hinn 13. og hann dæmdur dauðasek-
ur; verður tekinn af 24 Júlí næstk.
—Á laugardagsmorguninn var, var
maður skotinn i spilahúsi 1 Donald B.
C. (uppi I fjöllunum); hafði unnið
heldur mikla peninga af mótspilara
sínum, er skaut hann í bakið pegar
hann gekk frá borðinu. Sárið er,
að sögn, ekki banævnt.
Manitoba.
I>að er efalaust tilgangur fylk-
ispingsins, að reyna að búa svo um
hnútana að Canada Norðvesturland-
fjelagið skuli framvegis knúð til að
borga skatt af landi sínu til hinna
ýmsu sveita er pað á eignir i. Það
eru báðir flokkar einhuga i pessu
máli. t>að var Thompson frá Cy-
press, sem fyrstur hreifði málinu
með pvi að leggja fram bænarskrá
frá Argyle-búum um að mega heimtn
skatt af fjelaginu. En nú er petta
mál orðið að almennu máli fyrir allt
fylkið. Og á fimtudaginn var stakk
Norquay upp á, að pingið sendi á-
skorun til landsstjórans um að petta
fjelag yrði knúð til að segja hvaða
landspildu pað ætti og hvað ekki.
Hann skýrði og jafnframt frá, að ef
einhver sveitarstjómin í fylkinu
vildi höfða mál á móti fjelaginu fyr-
ir ógoldna skatta, pá skyldi hann
lofa pvi fyrir hönd fylkisstjómar,
aðallur málskostnaður skyldi greidd-
ur úr fylkissjóði, svo að tilraunin
skyldi ekki kosta sveitina eitt cent.
—I>að er fyrir samsæri pessa fjelags
og Kyrrah.fjel. að landið heíur ekki
verið skattgilt til pessa. Land
Kyrrah.fjel. er allt skattfrítt, og svo
til pess að geta selt meira land til
pessa stóra fjel., lofaði pað að opin-
bera aldrei hvaða land tilh
pessu og hvað hinu fjelaginu. Hins
vegar vita allir að Canada Norðvest-
urland-fjelagið á um 2 milj. ekrur
í Manitoba og um 3 milj. i Norð-
vesturlandinu, sem enn erallt skatt-
frítt.
Enn pá er frumvarpið um að
byggja Rauðárdalsbrautina ekki
gengið í gegn á pinginu. Green-
way og hans_ fylgifiskar halda að
pað sje of mikið að veita stjórn-
inni milj. doll. til fyrirtækisins, en
vilja pó gjarnan fá brautina.—Nú
er orðið augljóst, hvað Sutherland
biður fylkið um fyrir hönd fjelags-
ins til að halda Hudsonflóabrautinni
áfram; hann biður fylkið að takast á
hendurað borga $10,125,000 á næstu
25 árum! Og fyrir pessa upphæð
ábyrgist liann að fullgera brautina
frá Winnipeg norður að Saskatche-
wan-fljóti við norðurenda Winnipeg
vatns, með öðrum orðum, hann lof-
ar að fullgera hana hálfa leið fyrir
pessa upphæð. Á móti pessari hjálp
vill pað láta koma allt landið, sem
sambandsstjórnin hefur gefið pvi.
En pað er lítil von til að fylkið tak-
ist petta á hendur, er í rauninui ó-
mögulegt að ganga að peim kost-
um, einkum pegar áformað er að
byggja 70 mílna langa braut á pess
kostnað að öllu leyti. Það |væri að
velja sjer greiðan veg til gjald-
prota, að takast annaS eins í fang.
Það var sampykkt í fyrra að ábyrgj-
ast 4 af hundraði árlega í 25 ár af
4£ milj. doll. eða 180,000 i bein út-
gjöld á ári, og meira getur fylkið
ekki polað hættulaust.
Tífiarfar hefur stöðugt haldist
umhleypingasamt um siðastliðinn
hálfanmánuð. Hinn 4. maí skipti
um til hita og suðvestau vinda, er
hjeldust stöðugt til hins 13. Suma
dagana pennan tíma var hitinn fram
úr hófi mikill, svo snemma á sumr-
inu, opt um og yfir 90 stig i skugga.
Hinn 13. kom steypiregn eptir miðj-
an daginn og hjelzt af og til til
miðdags álaugardag. Var pað vel-
kominn skúr fyrir bændur, sem
farnir vora að kviða almennum upp-
skeru bresti, vegna langvarandi
purka og brennandi hita.—Fregnir
úr öllum áttum fylkisins segja regn-
fallið hafi verið almennt og allmikið
síðari hluta vikunnar sem leið.
Sama er og að frjetta úr Nv.landinu
hvervetna, allt vestur að fjöllum.
Á laugardagskvöldið fór veður að
kólna, gekk i norðvestan rosa, er
hjelzt til pess á priðjudagsmorgun.
Á sunnudaginn var meðalhitinn að
eins 45 st. á Fahr.; bæði mánudags
og priðjudags nótt var frost, pó
ekki svo að pað gerði skaða.—Þetta
pykir ærið umhleypingasöm tíð hjer
inn i miðju meginlaudinu.
W innipeg.
J. 11. Ashdown, einn af Hendimúnnum
austur kom heim aptur 6 laugardaginn, og
klagar sáran yfir að peir hafi óveröskuld-
að veriti áreittir í blöðunum.
Bæjarstjórnin hefur fengið bænarskrá
með yfir 500 áskrifendum, er biðja hana
að selja ekki eigendum hótelsins við Duff-
erin Park vínsöluleyfi.
Kyrrahafs fjel. hefur Bkipað að
fækka mönnurn við verkstæði sín hjer i
bænum um pritSjung; ætlar að sögn að
setja á fót samskonar verkstæði i Port
Arthur. Sumir ætla petta hefnd fyrir það
hvernig Wpg. menn koma fram í járn-
brautarmálinu.
Á bæjarstjórnarfundi á mánudagkv.
var, var pað i einu hljóði sampykkt að
biðja fylkispingið að gefa kvennfólki í
bænum kosningarrjett við bæjarstjórnar-
kosningar, svo framarlega sem það á
nóga* eignir til pess.—Einnig var sam-
pykkt að biðja pað að gefa engum ein-
um manni í bænum meira en eitt atkv.,
hversu miklar eignir sem hann ætti i
öllum deildum bæjarins.
Á þriðjud. kemur, afmælisdag Victoríu
drottningar, fá menn far með Kyrrah.
brautinni og greinum hennar frá einum
sta‘5 til annars fyrir hálft fargjald, svo
framarlega sem menn ekki fara lengra
en svo að þeir komi heim aptur næsta
dag.
NOTICE TÖ (MTRACTÖRS.
INNSIGLUÐ BOÐ, send undirskrif-
u'Sum og merkt: „Tenders for Hospital
and Laundry Buildings at Manitoba
Penitentiary,” verða meðtekin á þessari
skrifstofu pangað til á MIÐVIKUDAG-
INN 25 Maí, fyrir hina ýmsu parta
verksins vitS að smiða og fullgera,
SJÚKRAHÚS OG ÞVOTTAHÚS
VIÐ
BETBUNARHÚSIÐ í MANITOBA.
Uppdrættir og skilmálar verða til sýn-
is á skrifstofu opinberra starfa í Ottawa,
og á skrifstofu opinberra starfa í Win-
nipeg, á mánudaginn 9. mai og eptirleifSis.
Tilvonandi bjóðendur skyldu koma að
betrunarhtísinu og kynnast verkstæðinu,
svo og skoða uppdrætti og skilmála ná-
kvæmlega, áður en peir bjófSa í verkið.
Bjóðendur er ennfremur aðvaraðir um,
a1S boðum þeirra verSur ekki gefinn
gaumur nema þau sje á þar til gerBum
eyðublöðum, og undirskrifuð með fullu
nafni bjóðandans.
Hverju botSi verður að fylgja gildandi
ávísan á banka til ráðherra opinberra
starfa, og ígildifimm af hundralSi af upp-
JtartS boSSnint. Þeirri upphæð tapar bjóð-
andi, ef hann neitar a* takast verki® á
hendur, e tía ef hann ekk fullgerir verkið
fyrir tiltekna upphætS í bofSinu. VerSi
boðið ekki þegið, verður ávísanin endur-
send bjóðanda.
Þessi deild skuldbindur sig ekki til að
þiggja liiSiægsta boð, nje nokkurt þeirra.
í umboSi stjórnarinnar
A. Gobeil,
skrifari.
Dept. of Public Works I
Ottawa, 29th, April 1887. (
Pliotograph—Ktofnr eru
almennt viðurkenndar að vera
hinar fullkomnustu i bænum.
Nýjrtstu ■ verkfœri einungis í
brúki.
Vorir íslenzku skiptavinir æfinlega
velkomnir.
4 6 1 - - - - Hain Street.
I iii 30 tlaga
í'r a S> . m a i .
Cabinet-fotografs $2,00 tylftin!
Vjer ábyrgjumst ágætan, verklegann
frágang á hverri mynd,
tslenzk tunga er tðluiS í fotograf-
stofunni.
John Best
fyrrum Noss, liest <fc Co.
No. 1. McWilliam St. W.
Reflwooö Brewery.
Premiam Lager, Extra Porter,
og allskonar tegundir af öll
bæM i tunnum og í flöskum.
Vort egta „ Pilsner ”-öl stendur
Jafnframarlega og hi5 bezta öl á
markafinum.
Redvvood Brewery (Rau'SvilSar-
bruggaríi’S) er eitt hiC etærsta og full-
komnasta bruggarí í vesturhluta Canada.
Meira en 50,000 dollars hefur ntí kegar
veriC kostatS upp á htísakynnin eingöngu,
og næsta eumar verCa þau stækkuí enn
meir.
VJer ábyrgjumst, ati allt ðl hjer til
btíi'B, er af beztu tegund einungis, þar
vjer brtíkum ekki annatS en beztu teg-
undir af bæíi malti og humli. petta
sumar höfum vjer enn stærri ölkjaliara
en nokkru sinni átiur.
Eclward L. Drewry.
NORTH MAIN ST. WINNIPEG, MAN.
tSf Strætisvagnar fara hjá verkstæ'Sinu
me* fárra mín. millibili.
MacBsth, MacBeth & SManð.
mXlfærslumenn.
Skrifstofa i Melntyre Block
& Aðalstræti. beint í nóti Mtrchanta
JBani.
m & BÁKER
Ódýrastur húsbúnaður í bænum
bæði nýr og brúkaður. AUs-
konar húsbúnaður keyptur og seldur
og víxlað
Bæði hálm-og stopp- dínur bú»-
artil eptir fyrirsögn kaupanda.
West & Baier, 43 Portap kn.
7 a 23 jn.
Tle Green Ball
Clotllni Honse!
Ógrynni af vor-og sumar
klæðnaði rjett meðtekið.
Rjett opnaðir upp kassar, er
innihalda alklæðnað fyrir 1,000
karlmenn og drengi, er vjer seljmm
mjög ódýrt.
Ennfremur, stórmikið af skyrt-
um, krögum, hálsböndum, klútæm,
o. s. frv., höttum húfum og fl.
Svo og töluvert af va'ðsekJýwm.
er vjer seljum meg lágu verði.
Join Snring.
434............Main st rect.
7 a 28
Hough & Carapbell.
Lögfræðingar, málafærslumenn o. s.frv.
Skrifstofa 362 Main St. Winnipeg, Man.
J. Stanley Hough. Isaac CampbeU.
Allai-Liií.
----~o-----
Konnngleg post og gufuskipaliaa.
Milli
Qnebec, Halifai, PortM
og
EVRÓPU.
þeesi línaer hin bezta og billegaata
fyrir innflytjendur frá Noríurálfm tl
C&nada.
Innflytjendaplássi'Sá skipum þesaasti
línu er betra en á nokkrum annara IMs
skipum. Fjelagi'S lætur sjer annt um,
farþegjar hafl rtímgó'S herbergl,
mikinn og hollan mat.
KomiS til mín þegar þjer viljis seada
farbrjef tii vina ytSar á íslandi; jeg Jmi
hjálpa ytSur allt hvaí jeg get,
G. H. Campbell.
General western Agent.
471........Main 8t
Winnipeg, Maa,
[oá k.J
John Iíohís.
I?hotoífi*apher
hefur flutt frá homina á
McWilliam og Main St. til
003 Main Street
t^-gragfnvart City IlnJl
Vorir Islenzku skiptavinir gam
svo vel að festa J>etta i minni.
7 a 2$
Mrs. M. Perret.
415 Main St. "WInnipe|f.
Sigurverk af öllum tegundum, franskar
klukkur, gullstáz, gleraugu og allskooar
varningur tír silfri.
Æfðir menn til að gera tír hvert
heldur ensk, ameríkönsk eðasviasnesk tír.
Munið að btíðin er skammt fyrir norðáa
Nýja pótíhútiD,