Heimskringla - 12.04.1888, Side 2
„Heimslriiitla,”
An
Icelandic Newspaper.
Published
every Thursday, at
The Heimskringla Norse Publishing
House
AT
35 Lo mbard St......Winnipeg, Man.
Frimann B. Anderson * Co.
PRINTERS & PUBLISHERS.
Subscription (postage prepaid)
One year...................... $3,00
6 months.........................1,25
3 months......................... 75
Payable in advance.
Sample copies mailed free to any
address, on appiication.
Kemur út (að forfallalausu) á hverj-
um fimmtudegi.
Skrifstofa og prentsmiðja:
35 Lombard St.........Winnipeg, Man.
Blaðið kostar : einn árgangur $2,00;
hálfur árgang r $1.25; og um 3 mánuði
75 cents. Borgist fyrirfram.
Eins og lesendum tlHeims-
kringlu” mun nú orðið kunnugt af
frjettagrein þeirri frá Washington,
er birtist i síðasta númeri blaðsins,
hefur 'uhið íslenzka Þjóðmenningar-
fjelag” tekist í fang að vinna með
Miss. M. A. Brown að f>ví, að fá ís-
lendinginn Leif Eiriksson viður-
kenndan á 100 ára þjóðhátíð Banda
ríkja sem fyrsta fundar- og land-
námsmann Ameríku.
Hið helzta, sem fjelagið gat
gert 1 f>essu efni var, að semja bæn
arskrá til Þjóðfungsins í Washing-
ton. Bænarskrá f>essi, er 600—700
íslendingar hjer í Winnipeg höfðu
skrifað nöfn sín undir, var send
Miss. M. A. Brown ásamt bænarskrá
peirri, er hún sjálf samdi og sendi
út til undirskrifta. Og sem frá var
skýrt f síðasta blaði, hefur hún nú
pegar fengið einn af láðherrunum,
Hoare að nafni, til að vera flutn-
ingsmann málsins í efri deild f>ings-
ins.
Fjelagið hefur einnig sent út
áskriftalista í allar pær íslenzku ný-
lendur hjer í landi, er pað gat náð
til. Árangurinn af pví er nú pegar
sjeður, par er daglega koma listarn
ir í hendur fjelagsins aptur með
fjölda áskrifenda, svo að nú pegar
eru komin til pess um eða yfir 1000
nöfn áskrifenda á bænaskrána. Jafn-
ótt og listarnir koma inn eru nöfnin
hreinskrifuð og send Miss. Brown,
er pegar bætirpeirn við hinn fyrsta
áskrifenda lista.
Fjelagið vonar að allir, er góð-
fúslega hafa tekið að sjer að safna
áskriftum í hinum ýmsu nýlenduro,
geri sitt ýtrasta til að flýta verkinu
áfram. Tíminn, sem búast má við
að nöfnunum verði veitt móttaka,
fer að verða stuttur, og pess vegna
pörf á að listarnir komist i hendur
fjelagsins hið allra fyrsta.
Til pess öilum, er setja nöfn
sín undir pessa bænarskrá, sje kunn
ugt uin imiihald hennar, er hjer
prentuð nokkurn veginn orðrjett
pýðing hennar.
í sainbandi við petta má geta
pess, að jafnframt og fjelagið sendi
Miss. Brown bænarskrána, sendi
pað henni pakklætisávarp fyrir fram
göngu hennar í pessu máli. Þýð-
ing pess er einnig birt í pessu blaði.
BÆNARSKRÁIN.
The Honorable Senate <Sk
House of liepresentive in
Conyress assembled.
í>ar sem óhrekjandi sannanir i
gömlu sögunum, ásamt öðrum rit-
um, sýna Ijóslega, að á seinni hluta
tíundu aldar og í byrjun peirrar
elleftu, sjerstaklega á tímabilinu
frá 986—1007, hafi íslendingar,
sem pá höfðu stofnað nýlendur á
Grænlandi, siglt hið mikla Atlanz-
haf og í suðvesturátt fundið afar-
stórt meginland, er peir nefndu
Markland eða Vínland hið góða.
Að íslendingurinn Bjarni Herjólfs-
son árið 986 hafi fyrstur sjeð land
með lágutn og skógivöxnum strönd
um; að Leifur Eiríksson, sem pá
var islenzkur nýbyggjari á Græn-
landi, hafi árið 994 fundið hið áð-
urnefnda land, kannað vissa hluta
pess—líklega norðvesturstrendur
Bandaríkjanna (Nýja England) og
gefið pví nafnið Vínland hið góða;
að bróðir hans nokkru síðar hafi
gert tilraun til að stofna nýlendur
á ströndum pessum; að Þórfinnur
Karlsefni árið 1007 hafi virkilega
stofnað par nýlendur, sem hjeldust
við líði 3 ár, en sem árásir hinna
viltu innbyggjara loks eyðilögðu.
Og par sem Norðmenn pessara
tíma höfðu lagt undir sig mikinn
hluta vestur-Evrópu, tekið sjer ból
festu i Normandi, Rússlandi, Sviss-
landi, Ítalíu og Bretlandi, og hver
vetna par, sem peir drottnuðu,
lögðu grundvöll hervalds og póli-
tisks frelsis og stofnsettu á ís-
landi hið fyrsta pjóðveldi Norður-
álfunnar.
Og par sem nútiðar afkomend-
ur pessara gömlu hetja, Svíar,
Norðménn, Danir og íslendingar,
að tölu hj*r um 9,000,000, sem við
halda frelsi sínu i pólitiskum mál-
um, og fjöldi (hjer um 2,000,000)
hrifnir af hinum frjóvu sljettum
Vínlands hins góðaog hinu frjáls-
lega stjórnarfyrirkomulagi Ame-
ríkumanna, hafa stöfnað nýlendur
hjer og gerst borgarar landsins.
Og par sem pað er rjett og
sanngjarnt, að sannleikurinn sje i
Ijós leiddur, og að heiðurinn, sem
Norðmenn eiga fyrir, fyrstir Evr-
ópubúa, að hafa fundið heimsálfu
pessa, sje viðurkenndur, án pess
pó ranglega að skerða heiður Kol-
umbusar eða sverta nafn hanj.
eða heiður pjóðar hans.
Og par sem vjer álitum pað
mjög tilhlýðilegt að Ameríku-
menn, borgarar pessa voldugasta
pjóðveldis heimsins, sýni opinber-
lega, að peir kunni að meta pann
hug og dug, er pessir fáu, en
djörfu Norðmenn sýndu, og viður-
kenni að pessir djörfu víkingar
hafi fyrstir fundið
The land of the brave and the
homeofthe free (land hinna hug-
rökku og heimili hinna frjálsu).
Vjer undirrtaðir leggjum pví
virðulegast málefni petta fyrir yð-
ur til íhugunar, að á 100 ára há-
tíð pjóðveldisins, að Ameríkuinenn
á pannhátt, er sæinir mikilli pjóð,
opinberlega viðurkenni Leif Eiríks-
son sem fyrsta fundar og land-
náms maiiii Ameríku”.
ÞAKKARÁVARPIÐ.
(lSampykkt, að meðlimir hins
íslenzka Þjóðmenningarfjelags láti
í Ijósi ánægjusína yfir Miss M.A.
Brownságætu bók: uAmeríkafund-
in af íslendingum”, einnig yfir
peim eðallyndu tilraunum hennar,
sem ganga út á, að pjóðveldi
Baudarikjanna á 100 ára Þjóðhátíð
sinni viðurkenni að Leifur Eiríks-
son hafi fyrstur Norðurálfubúa
fundið Ameríku, og að peir votti
henni sitt innilegasta pakklæti fyr
ir hinarósjerdrægu tilraunir henn-
ar, sem lúta að heiðri pjóðar peirra
og útbreiðslu sannleikans”.
F r e g n i i*
úr hinum íslenzku nýlendum.
MINNEOTA. MINN., 30. marz 1888.
[Frá frjettaritara „Hkr.”]
Frá pví jeg skrifaði síðast hef-
ur tíðin verið fremur óstillt og um-
hleypingasöm. 25. p. m. dreif hjer
niður töluverðan snjó í logni, en
síðan hafa verið stillingar, svo nú
leysir snjóinn óðum; vegir eru enn
sem komið er góðir yfirferðar, en
verða að líkum töluvert blautir og
torsóttir, eptir pví sem líður. Bænd
ur eru farnir að hugsa fyrit fram-
tíðinni; farnir að ráða sjer verka-
menn. o. s. frv.
Á pessum vetri hefur járabraut
sú er hjer liggur í gegn, stanzað
tíusinnum sökum snjóa, par af leið-
andi hafa vöruflutnigar gengið seint
og opt verið vantýmsra nauðpurfta
svo sem eldviðar.—Hjer í Minneota
og víða annars staðar var um lang-
an tíma brennsluviðarlaust, en kol
voru nægileg svo að píöng varð
lítil.
í gærkveldi embættaði sjera
N. S. Þorláksson hjer í Minneota,
en í dag (föstudaginn langa) vesturí
byggð.—26. p. m. kom bæjarstjórn
in sainan á fund; pað var tillaga
oddvitans, að laun lögreglupjóns
yrðu lækkuð úr $100 niður í $60,
skrifari F. R. Johnson var sampykk
ur; hann kvað launin annað hvort
of lág eða of há, pað er að skilja,
of há eptir peirri pjónustu, er lög-
reglupjónn veitti, pvi hann gerði
lögregluverk sín i hjáskotum með
annari vinnu, enn krefðist bærinn
pess, að lögreglupjónninn skyldi-
allt af á verði standa, pá væru laun
in of lág, pvi enginn gæti eytt 365
dögum fyrir að eins $100. En par
eð hann sæi að pess gerðist ekki
pörf að svo ströng lögregla væri,
pá kvaðst hann mæla með að laun-
in væru lækkuð. Siðan var geng-
ið til atkvæða I málinu og var pað
fellt með 3 atkv. gegn 1. Hefði
G. S. Sigurðsson ekki gengið úr
liði, pá hefði hin-rjetta hlið máls-
ins unnið; hann verður að gæta að
sjer, að koma ekki pannig fram
optar gagnvart vilja fólksins, ef
hann hugsar sjer að ná kosningu
næsta ár.
VINNURIDDARARNIR.
„ From the early morning, totheevening
gray.
Serious and steadfast are, the toilers of
the day.”
Hver er stefna „Knights of Labor”?
Hjer í Ameríku er heimkynni frelsis-
ins, og undir verndarvæng frelsisins
hafa hjer á trje framfaranna gróið
margar fagrar greinar.—En þetta heim-
kynni frelsi og framfara, sýnist nú í
mörgu tillitl vera at5 umhverfast í ein-
veldi auðmanna.—Það er auðurinn sem
ræíur hjer mestu! Eða var það ekki
auðurinn, sem hjálpaði Jay Gould til
yflrrátSa í hratSfrjettamálinu? Ekki lítur
út fyrir að hann sje svo vinsæll, atS
almennings viljinn, ef hann hefði ráð-
ið, hefði lcyft honum að sameina þrjú
fjelög í eitt. Það gerði hann meS afii
auðsins; með afii auðsins rændi hann
hina máttnrminni rjetti sínum, með afli
auðsins hefti hann veilíðan margra
manna.
Hvert er fylkingarmerki hinna
tveggja a'Sal-stjörnflokka Bandaríkja?
Merki repúblíka er; Ilár innflutnings-
tollur! En demókrata er: Frjáls nautn
áfengra drykkja! Repúblíkar brýna verka-
inenn meíS því, að ef tollinum sje ekki
viðhaldið, þá lækki daglaunin. Þar eð
vjer erum ekki löglærðir, (vjer höfum
heyrt sagt, að um stjórnarmál ættu ekki
að tala aðrir en löglærðir menn) vilj-
um vjer leitSa hjá oss að þrátta mikið
um gagn og ógagn tollsins, en viljuin
þó leyfa oss að benda á það, að nú er
tollurinn 48 per c., en daglaunin 18
per c., og eptir því að dæma mun toll-
inum óhætt atS koma toluvert ni'Sur, án
þess þó að nitSursetning hans komi hið
minnsta í bága við kjör verkamannsins.
Það eru allt aðrir timar nú, en voru
þá er inaanríkisstríðið var nýafstaðið,
þá voru geysi miklar skuldir er hvíldu á
herðum þjóðarinnar, og þá var tollur-
inn nauðsynlegur, því vjer vitum, að
opt og tíðum verður að taka útgjöldin
af einstaklingnum, honum eins og óaf-
vitandi.—En nii,—nú gerist þess ekki
þörf lengur, því nú keinur fjeð óðar
inn í fjehirzluna en skuldir tilfalla,
og því er tollurinn nú orðinn ónauð-
synlegur, nema fyrir auðkífinga, og þá,
er vilja vernda kúgunarvald þeira.
Já, þá koma sundsnillingar Bakk-
usar með sínar kreddur, þeir segja sem
svo: „vinið er nauðsynlegt, það er
heilsustyrkjandi drykkur náttúrunnar.
Fyrir þig—þreytti verkamaður—vinnum
vjer. Mótstöðumenn vorir leggja tálm-
anir fyrir það að þú getir neytt hins
svalandi, endurnærandi drykkjar, en
vjer, sem vinur þinn, stöndum þar á
móti! því vjer vitum að þá er þú að
kvöldi kemur þreyttur heim eptir vinnu
dagsins þarfnast endurlífgandi svölunar,
og hana finnur þú hvergi jafn góða
sem í óminniselfum Bakkusar. Því er
frí verzlan skjaldarmerki vort' svo þú
óhindraður getir neytt gæða náttúrunnar
Vjer höfuin sagt að hái tollurinn væri
skaðlegur fyrir velferS þjóðarinnar, og
að svo sje einnig algerlega fri verzlun,
er meining vor. Það verður að vernda
innlenda verzlun meS hæfilegum tolli !
Já, en hver er hæfilegur tollur? Að
hann sje ekki svo hár, að hann útiloki
útlendinginn frá því að flytja vöru sína
hingað, til að keppa við innlenda verzl-
un, að eins svo hár eða lágur, að hinn
innlendi verzlunarmaSur og daglauna-
maður bíði ekki skaða.—Þessar misfell-
ur á þjóSarstjórn Bandarikja voru aSal-
orsakirnar til þess, að hið svonefnda
„Knights oj Ixibor" myndaSist í fjeiags-
formi. Það var árið 1881, að þetta fje-
lag varS fyrst opinbert, þá samanstóð það
aS eins af 10000 manns, en nú í dag
hefur það yfir 700,000 meðlimi.
Hin fyrsta meginsetning þess fjelags
er: að viðhalda jafnvægi á milli verk-
þiggjanda og verkgefanda. Eða getur
nokkur neitað þvi, aS þess sje þörf? Þar
etS þrátt fyrir hinn háa vörutoll aíi verk-
gefendur reyna með öllu móti til að
lækkalaundaglaunamanna,—afS halda við
frið og samlyndi milli þessara tveggja
máls-aðila, það er höfutSsetningin! Það
er ekkert stjórnbyltingafjelag, sem ýms-
ir hafa leyft sjer að bera því á brýn.
Það er jafnrjettisfjelag, fjelag, sem vinn-
ur að jafnrjetti karla og kvenna, fjelag,
sem vinnur að því, að allir fái jafna
borgun fyrir jöfn verk, konur sem fearl-
ar. Er það spillandi fjelag, sem hefur
þessa stefnu? Nei, alls ekki. Eru þjer
enn ekki ánægðir, hvað lengi ófrelsis-
hlekkirnir hafa hvilt á höndum mæðra
yðar, systra og dætra? Er enn ekki kom
inn tími til að breyta þessari presta-
kreddu? Jú, i sannleika er timi kominn
til þess að öllum sje leyftað vera frjáls-
um. Og úr því svo er, þá œttutS þjer
ekki, sem hafií ekki hug til að láta hinar
rjettu skoðanir yðar i ljósi, að stemma
stigu fyrir þeim, sem krókalaust vinna
að þjóðarheill.
Meginsetningar fjeiagsins eru þessar:
Að sjá um atS alþýðan byggi landið, en
að sporna við þvi, að það sje gefið í hend
ur járnbrautarfjeiaga, bankaeigenda eða
nokkurskonar okraratil einveldismyndun-
ar,—Til atS auka jafnrjetti og vitshalda
og efla frit! milli verkgefanda og verk-
þiggjanda; til að bæta kjör verkamanna-
lýtSs i námum og verksmiðjum; til að
sjá umað verkamönnum sje borgað viku-
lega; að varna því, a1S börn sjeu látin
vinna í verkxiniðjum yngri en 15 ára; til
að fyrirbyggja aðflutning verkamanna
frá öíruin iöndum að skyldivinnu lijer i
landi; aí sjá uin, að jafnt sje borgað fyr-
ir jöfn verk, hvort heldur karl eða kona
á hlut að máli; að fá lögleidda 8 klukku-
stunda vinnu, í stað 10, sem nú við-
gengst; að koma í veg fyrir vinnustöðv-
un og verkamanna upphlaup.
Hjer af getum vjer sjeð, a1S það er
alls ekki í neinni mótsetning vi1S nokkur
lögeða rjettindi alþjóðarinnar. Nei, það
er einmitt byggt á stjórnarskránni, hinni
ágætustu stjórnarskrá í heimi, í þeim til-
gangi, aS hver einstakur, alSnjótandi
hennar, kona sem karl, neyti þeirra
hlunninda, er hún tileinkar, til að hefja
þá á hærra svi1S frelsis, fuUkomnunar og
trúskapar. Eru slík fjelög eyisileggjandi
elía æsandi til óleyfilegra og ólöglegra
fyrirtækja? Nei, alls ekki.
Yæri jafnrjetti alþýðunnar drottn-
andi, þá væri enginn flokkadráttur, en
vegna þess a1f það er ekki, skiptist þjóð-
in í flokka. Og það eru auðmennirnir,
sem að mestu leyti valda sundrungunni.
Það er auðurinn, sem allir hreinskilnir
blaðamenn játa að stjórni að mestu þjóð-
málum hjer i landi. Já, svo römin eru
ráíin, að atkvæðistignin verður opt og
tíðum einskis virði. Sá virðir lítils rjett
sinn, sem að eins fyrir vingjarnlegt orð,
tengdir eða annað verra, svo sem, brenni
vínsstaup o. þ. h. selur öðrum að vild at-
kvseði sitt, hvort heldur í þjóðmálum eða
öðrum smærri málum.
Hvað er eðlilegra, þegar lögi erndan
verkamannsins ei fótum troðin, og hann
sjer auðmenn þrengja æ meir og meir að
kjörum hans, en að hann rísi sjálfur á
fætur til að vernda rjett sinn. Það er
skylda hans að gera svo. „Hjálpaðu
þjer sjálfur, þá mun drottinn hjálpa
þjer”. Fjelaginu hefur aldrei komits til
hugar og mun aldrei láta sjer koma til
hugar, að ákveða daglaun með lögum,
sem óvíkjandi sje á neinn veg, heldur
ekki það, að það skuli eitt semja og
virða. Það er einungis jafnrjettið sem
það berst fyrir.
Fjelagsskapurinn er undirstaða mennt-
unar, og menntun er skilyrði fyrir frelsi
og vellíðan þjóðanna. Verkamannastjett
in er einmitt fyrsti hlekkurinn í pjóða-
keðjunni; úr þeirri stjett tínast optast
menn upp I hinar svokölluðu æðri stjett-
ir. Menntunin þarf því eins og að byrja
eða myndast niður á gangtröðum verka
manna, til að undirbúa þá, svo þeir geti
orisið meðlimir hinna æðri stjetta og
fyllt þsu sæti, er þeim eru þar skipuð.
Þvi þurfa þeir að láta sjer annt um sína
yfirstandandi og ókomnu hagi, um leiS
og peir rýmka hin hversdagslegu stjórn
arbönd, er á þeim hvíla, þeir verða einn-
ig að losa um og laga alþjóðarböndin.
—Stjetta-rígur er eitt af mestu og vestu
þjóðameinum. Það er alþjólSleg krafa,
að hver stjett hlúi að annari, því enginn
getar án hinnar verið; þær eim óaðskilj-
anlegar, og til þess að viðhalda heilsu
þjóðlíkamans eru verkamannafjelög og
bændafjelög; og til þess er „Knights of
Labor”-fjelagi1S.
Vjer höfum nú um stund virt fyrir
oss tilgang fjelags þessa, og skulum því
hvarfla frá því að sinni, en snúa oss að
öðru, sem vinnur í sömu átt, að undan-
skildu verkamannamálinu, það er «The
Prohibition". Já, hvalS um það? Einn
meðlimur þess segir feannig: (,Jeg skil
ekki í bæn þess manns, er biður: „Fað-
ir vor, þú sem ert á himnum, helgist
þitt nafn”, en vanhelgar nafnið með at-
kvæði sínu. Jeg skil ekki hvernig hann
getur beðið: „Til komi þitt ríki”, enn
greiðir atkvæði til fullkomnunar ríki
satans. Jeg skil ekki hvernig hann get-
ur beisið: „Gef oss í dag vort daglegt
brauð”, en með atkvæði sínu taka brauð
iö frá vörum hinnar föileitu konu og
hjálparlausu barna. Jeg skil ekki hvern
ig hann getur beðið: „Leið oss ekki í
freistni”, en með atkv. sínu leggja tál-
snörur fyrir fætur inanna.—Tala þeirra
manna hjer í landi, er vinna að hinni
eylSileggjandi vínverzlun, er 551,000. Og
hugsum oss nú að þessir menn innu að
tilbúningi þarflegra verksstæða-hlutaeða
jarðrækt. Hversu mikið betur mundi
þjólSin standa en hún gerir, og hversu
mikið þarfari mundu þeir þá þjóðinni og
sjálfum sjer.—Það er hryllilegt til þess
að hugsa, hvað verzlun þessi kostar.
Ef talan væri frá þúsund upp til milj.
mundi oss ekki þykja það undrun gegna,
en þegar hún fer að ná hundralS milj. og
billíónum, þá virðist oss þa* komið yfir
allt trúanlegt, svo oss liggur við að efa
reikninginn, en liann er þó rjettur. Þa1S
eru ellefu tólftu partar af peLÍngaafla
þjolSarinnar, sem áriega ganga til vín-
verzlunar. Því máttu trúa, að það er
satt. Árlega eyisir þjóðin meira fyrirá-
fenga drykki en brauð og aðra inatvöru
meir en fyrir ullar og bómuliar varning,
skó og stígvjei. Árlegt tillag tii mennt
unar er að eins $85,000000 fyrir kirkjur
og þeirra verk $100 rnilj., til kristniboðs
$6 milj. Fyrir brauð borgar þjóðin ár-
lega $500 milj.; klæðavarning $196 milj.;
stígvjel og skó $175 milj.; sykur te o. þ.
h. $106 milj., en fyrir áfenga drykki
900 milj. Korntegundir þær, er verzlan
þessi eyisileggur árlega fyrir þjóðinni og
breytir í eitur, eru 67,950,565 bush., sem
deilt milli hinna 10 milj. verkamamia
fjölskyldna mundu gera hjer um bil 6
tunnur mjöls í hlut hverrar. Svo bætist
hjer við, að þessi verzlan orsakar árlega
5000 barna dauða—a* dómi lækna.
Það er þetta þjólSarmein, sem fjelag-
ið hefur ákvarðað að kippa burt með
rótum sem frekast er unnt, Og enginn
mun neita, að þess sje þörf, og að nautn
áfengra drykkja spilli, enn bæti ekki,
enda stækkar og útbreiðist þetta fjelag
á úegi hverjum, og svo er áhuginn mik-
ill orSin á þessu máli hjá þjóðinni, að
forvígismenn republik-flokksins segja, að
vilji hann eða ætli sjer alS halda áfram,
þá hljóti hann aS setja þetta mál efzt a
dagskrá sína.
Næstkomandi haust fara fram forseta
kosningar í Bandaríkjum, það er því nú
tími til fyrir íslenzka innbúa þeirra
ríkja a1S fara að íhuga í hverja átt þeir
skulu stefna atkvæðum sínuin; það er of
seint a1S hugsa ekki um það fyrr en kosn
ingardaginn. Nei, þjer verðið að vera
búnir að ákvarða sko'Sanir yðar löngu
áður en sá dagur kemur. Hver atkvæð-
isbær einstaklingur í Bandarikjum er
meðstjórnandi, það iiggur því þung
skylda á lierf um hvers eins. að sjá svo
um að hann hvorki feyki atkvæði sínu
stefnulaust út í loftið eða kasti því sjer
og alþjóðinni í óhag.