Heimskringla - 12.04.1888, Page 3
Enginn skyldi láta einn eða annann
,e'ja sjer trú um, að stjórnmál sjeu ekki
i hans verkahring. Það er ekki svo. ÞaS
er Þvert á móti hið gagnstæSa. Þar sem
Þjóðstjórn er hefur þjóðfjelagið þá óneit
anlegu kröfu til hvers einstaklings, að
iann kynni sjer sem bezt gang og eðli
Þjóðmálanna, svo að atkvæðisgjöfin, sem
alþjóðin meS lögum sínum heimilar
h^erjum, verði honum og þjóðinni til
heilla og hagsældar. Því gáum að, vjer
getum ekki meS neinni sannsýni sagt,
a^ kjör bóndans, verkamannsins eða
Verzlunarþjónsins sjeu ekki bundin við
Það, hverjir stjórntaumana hafa handa á
það hefur annað hvort gótS eða ill
áhrif á alla litSu fjelagsins, hverjir á rök-
atólum sitja.
Notum vel tímann til að tala um mál
,ni Þvj það er skylda vor, að uppvekja
hver annan.—Vjer höfum nú 2 blöð til
tala í gegnum. Ekki getum vjer bar-
itS þvi við, að þau sje ekki til.
X.
UM MORMÓNA KONUR.
(Þýtt úr blaðinu u2'/te Ilouse-keeper").
„Kæru húsmæður I Jeg eruúrjett
nýbúin að lesa brjef Margrjetar Malakias
nin rjett kvenna, og mjer hitnar sannar-
h'ga um hjartaræturnar, hvatS mikið
l®gra vits Mormóna konur stöndum en
Þið hinar. En jeg vona að Margrjet og
allar konur með góðri tilfinuing geri allt
t>l að reisa okkur, svo við verðum ykkur
jafnar. Margrjet! Hvernig heldur þú
þjer þætti að vera í sporum minum
nu sein stendur? og verð jeg nú að segja
einsogþaðer: Jeg lief átt 4 börn, tvo
tlrengi og tvær stúlkur, og það 5. er að
eins ókomið. Nú vill maðurinn minn fá
ajer aðra konu, en augu min eru nú far-
’n að opnast, og mjer finnst þetta ekki
Vera kristindómur, eða hvat! finnst þjer?
^eg vik nú aptur að efniuu. Hann hef-
Ur farið i kvöld og ætlar af! taka unga
stúlku á skemmtisamkomu. Hann sagði
að jeg yrði ag vera þeima, til atS búa til
kvöldverð handa þeim, þvi hann ætlar að
koma heim metS hana.—Við búum 2%
ttiílu frá skólahúsinu.—Mjer finnst mjer
Vera ómögulegt að útbúa kvöldverðin;
In,8 svimar í livert skipti, sem jeg hugsa
Uln það að tilbúa þennan kvöldverð. Ó,
hvað á jeg að gera ! Jeg er 300 mílur
ffá ættingjum mSnum! Það eru margar
konur hjer umhverfis, sem finnst alveg
Það sama og mjer, en við þurfuin að af-
Jeggja svo óttalegan eið í musterinu, atS
vrS þorum ekki að auda eða segja eitt
einasta orð af ótta fyrir því atS við gerum
rangt.
Þegar jeg er atS reyna að sýna mann-
lnum mínum fram á, að hann geri ekki
fjett, þá segir hann: „Hvað viltu meira?
iu hefur litlu börnin þín, skýli yfir höf-
nfSitS og eitthvað jeta. Ilvað meira þarf
ýeg?” Hann segist verða að lifa sam-
kvæmt trú sinni.
Það verður nú að koma sem koma
T,J1- Jeg veit að önnur eins systir og þú
hefur meðaumkun með mjer, en guð
e,nn veit, hvað við megum líða ! Jeg
v,ldi gjarnan heyra frá Margrjetu aptur;
htín hughreystir mig æfinlega að meir
e?Sa minna leyti. Mjer finnst stundum
Jeg ætla að verða brjáluð, þegar jeg sje,
hvernig vtS erum fótum troðnar!”
Mormóna kona.
Þetta er lítið sýnishorn af Mormóna-
lifinu.
Þ. 3.
leiðbeining fyrir les-
endur 14LÖGBERGS”.
Ef þjer lesendur „Lögbergs” haíitS
gað vel ag jq nr árgangs þess, þá
•nunuð þjer efllaust hafa tekið eptir einni
aJ hinum mestu auglýsingum, er í ís-
lonzk blöð í Ameríku hefur látin verifS,
nefnil. auglýsingunni hans Jóns Ivrist-
janssonar. En svo aptur í 11. nr. s. árg.
sjaið þjer þessa auglýsingu stytta og fylg-
■r henni þar athugagrein eða öllu heldur
°nnur auglýsing, sein gefur til kynna, að
eigandi auglýsingarinnar miklu hafi ekki
vitað hvað í henni stóð. Þetta er nú eitt
Því kátlegasta sem jeg hef heyrt, enda
Veit jeg ekki betur en þetta sje rang-
hermi. '
Að undanteknu því, sem nú hefur
Vet’i'S um getifS, er grein þessi óverðskuld-
aöar átölur til skólapilts fyrir útbúning
auglýsingarinnar miklu, sem yður mun
augljóst verða, er þjer haflð lesið eptir-
iýlgjandi frásögu.
Nokkrum dögum áður en hin um-
getna auglýsing kom á prent, kom herra
Jón að máli við átSurnefndann skólapilt,
og bað hann vera sjer hjálpsaman í að
útbúa auglýsingu, er hljóða skyldi um
gripaverzlan; þessu játti pilturinn og tók
þegar til starfa ásamt herra J., sem að
öllu leyti rjeð efninu, að mestu leyti
niðurröðun þess, og aldrei ljet hann hjá-
IrfSa að minna piltinn á að hafa frásagnir
allar og lýsingar sem greinilegastar.
Þegar pilturinn hafði lokitS verkinu
samkvæmt þeim fyrirmælum, er tekin
hafa verið fram, afhenti hann herra J.
handritið, sem þá las þatS yfir og breytti
lítið eitt, þ. e.: lengdi það eptir því sem
hann sjálfur segir, og kvað þa* síðan
gott vera. AIS svo mæltu fór liann metS
handritið að jeg hefi lieyrt til einhverra
kunningja sinna, jeg veit ekki hvar, og
gerðu þeir enn við það nokkrar breyting
ar, líklega í fjelagi við herra J., og með
þeim frágangi kom auglýsiugin í blaðinu
Má jeg nú spyrja, lesendur góðir !
í fyrsta lagi; halditS þjer það sje mikil
saunandii því, er herra J. seglr: „Jeg
er eigi höfundur atS auglýsingu minni
sjálfur”. Þjer munuð eflaust svara, nei,
og það hygg jeg rjett vera. í öðru lagi:
Hver eða hverjir haldið þjer eigi með
rjettu átölur þær, er herra J. gefur í
grein sinni? Við þessu hlýtur sjerhver
heilvita maður atS svara: EndurskoQar-
arnir, og þeirra á meðal er herra J. einn,
eða hvernig ætli sje hægt atS krefjast
þess af þeim, er fyrstur bjó út handritið,
a« hann beri ábyrgö af auglýsingunni,
þar eð hún kemur út endurskoöuð af öðr
um og breytt.
ÞaiS er engan veginn álit mitt, að að-
fiúningar herra J. sje strangar eð ómak-
legar, þvi augiýsingin er mjög klaufaleg,
en það þykir mjer einkennilegast, að
hann skuli vera aö áfella sjálfan sig op-
inberlega í dagblööum, því svo aðfinn-
ingasamir munu fáir, jafnvel þó þeir sje
sjer eins vel meðvitandi um yfirsjónir
sínar eins og herra J. hefur veriö í þetta
sinn.
Skólajnlturinn.
SPURNiNGAR OG SVÖR.
SPURNINGAK.
1 Af hverju fjekk Leifur Eiríksson
auknafniö, Heppni?
2. Eru Únitarar villutrúarmenn?
3. Er konfirmatzíónin Jguðs boð eða
manna setning?
4. Er þaö gert í virðingarskyni aö
þjera fólk?
5. Er rjett og sanngjarnt að þjera
presta, en þúa guð almáttugann?
6. Er nafnið „Lögberg” karlkyns eða
kvennkyns orð?
7. Hvað er uPound keeper" á íslenzku?
8. Hvað er uAttorney” á íslenzku?
9. Þó fátækur maöur byggi húskofa á
stjórnarlandi og þó hann búi á því landi
um tíma, en tekur engann rjett á land-
inu, er hann þá skyldur að borga skatt af
því landi?
S V ÖR.
1. Oss er óljóst, hvort heldur hann
fjekk það af því að hafa fundið Vínland,
eða af því aö hafa á sömu feröinni fund-
ið menn á skipsflaki, er hann bjargaði,
flutti með sjer til Grænlands og útvegaði
vist vetrarlangt, en af öðru hvoru þessu
fjekk hann auknafniö. Ilann aö minsta
kosti var aldrei kallaður Leifur heppni
fyrr en eptir þessa hrakningsför suður
ineö Ameríku, þegar liann var sendur af
Olafi konungi Tryggvasyni til að koma
kristni á, á Grænlandi.
2. Samkvæmt þrenningarlærdóminum
eru þeir það, þar þeir neita guðdómi
Krists.
3. Skírnin er guðs boð, en þar eö ó-
málga barn getur ekki sjálft svarist undir
merki kristninnar, veröur það, þegar það
hefur fengið aldur og þekking, persónu-
lega að staðfesta skírnareiöinn.
4. Já.
5. Já. Guð er svo hátt upphafinn, að
maðurinn getur ekki sýnt lionum ®irð-
ingu. Með því að þúa hann er líka sýnt,
aö hann sje eins fús á að lieyra þann
lægsta sem liinn hæsta í mannf jelaginu.
—Það ætti annars enginn að vera svo ein-
faldur að frsmsetja slíka spurningu sem
þessa.
6. Hvorugkyns.
7. íslenzkt nafnorð á Pound-keeper
vitum vjer ekki, en bókstaflega útlagt er
það kví-hirðir, þar eð verk Pound-keep-
ers er að gæta kvíinnar og óskilapenings,
er hann rekur í rjettina.
8. Attorney er umboðsmaður, er hefur
vald til aö útkljá mál manna, gera samn-
inga o. s. frv., býr hann mál undir rjett,
en sækir hvorki nje ver mál fyrir rjetti.
9. Ilann er ekki skyldur að borga fast-
eignarskatt, svo frainarlega sem hann
hefur ekki skrifað sig fyrir landinu, og
því síður beðiö um eignarrjett. En ef
hann á meira lausaf je en til er tekið að
sje skattfrítt, er hann skyldur aö greiða
skatt af því.
On to líi<hnion<l.
Eptir A. F. Orant.
(Eggert Jóhannsson Þýddi).
(Framhald).
,Ef þessir hermenn spyrja eptir maj-
órnum, þá segið að hann hafi ekki kom-
ið hiugaö’, sagði I.ára við þau Neró og
Chloe, er voru í fram-herberginu undir
loptinu.
,Nero gamli skal sjá til þess. En
hvernig fer, ef þeir leita í hesthúsinu?’
Lára kiptist við, en svaraði: ,Við
verðum þáað treysta lukkunni’.
Litlu síðar námu 6 riddarar staöar
framundan dyrunuin og ávörpuðu þegar
Neró, er stóð þarogvar hinn drjúgmann-
legasti.
,Hver er ráðandi í þessu hóteli?’ spurði
foringi flokksins.
,Jeg sjálfur, hugsa jeg’, svaraði Nero.
,Leiddu þá gesti þína út og vert.u snar.
Raðaðu þeim hjerna á pallinn, meðan
jeg yfirlít hópinn’ skipaði foringinn.
.Sannleikurinn er, herra minn’ sagði
Neró, (að hjá mjer eru ekki nema tveir
gestir, hvorttveggja stúlkur og önnur
veik. Þær eru dætur Foxhalls gamla,
og eru á leiðinni til Riclnnond; fara þær
þangað svo fljótt sem heilsa þeirra leyfir
þfeim að hreifa sig.
4Út með þær!’ sögðu allir riddararnir
í einu.
,Jeg er hjer og skal svara fyrir okk-
ur báðar’, sagði Lára um leið og hún
gekk út á pallinn. ,Fanny systir mín er
of veik til þess að koma út, og jeg vona
að þið, heiðruöu herrar, gerið henni ekki
óþarft ónæði’.
,Við skulum alls ekki ónáða hana.
Við erum að leita að Sunnanmanna her-
manni, Porson að nafni, majór i....
Virginiu-herdeildinni’.
,Já, það hefur ekkert af þessháttar
fólki verið hjer á ferð’ gall við Nero.
Ef hann kom af vígvellinum á mörkinni,
er eins vist aö hann hafi farið eptir Spott-
sylvaniu-brautinni’.
,Hann fór þessa braut, svo mikið vit
um við’.
jHann hefur máske farið hjá London
fyrir fótaferöartíma’, sagði Lára. ,Ef
ykkur lízt skulu þiö leita í húsinu, en það
fer alveg með Fanny systur mína’.
,Okkur dettur ekki í hug að ónáöa
systur þína’, svaraði foringinn. (K.omiö
þið drengir! Við gerum ekki annað en
eyða tímanum. Áfram til Richmond,
meö okkur. Viö höfum svo skipun um
að flytja majórinn til Hills hershöfðinga
hvort heldur lifandi eða dauðann’.
(Farið, og með ykkur bölbænir mans
ins, er þiö leitið að’, sagði Porson við
sjálfan sig, er staðið hafði við gluggann
og heyrt og sjeð allt er fram fór. (Þið
finnið mig i Richmond auðvitað e k k i!
Færið Hill kveðju mína. þegar þið finn-
ið haun næst!’
Þeir riðu af stað og Lára kom aptur
til systur sinnar og Porsons og ljek sig-
urvegara bros um varir hennar.
(Það var furðu ljett verk aö losast
við þá’ sagði hún. ,Til allrar lukku var
foringinn ungur og mjög líkur kaptein
Bolivar’.
Porson kipptist viö þegraLára nefndi
nafn manusins, er hann hafði reynt aö
kyrkja kvöldið næsta á undan. (Jeg held
jeg þekki hann ekki’ sagði hann.
(Þaö ætturðu þó að gera; þú hefur
sjeð hann. Hann kom opt til föður míns
sál. og það voru margir, er sögðu haun
elskuhuga minn’, sagði Lára og roðnaði
og brosti, þegar hún enti setninguna.
(Þær sagnir voru þó fjarri rjettu’
spurði Porson.
(Hvers vegna spyröu? Kapteinninn
veikaldreiræðu sinni að ástum, við mig’.
(Jeg bið forláts. Spurningin hraut
af vörum mínum óafvitandi’, sagði Por-
son, hneigði sig og gekk burtu úr her-
berginu.
Dagurinn leið viðburðalaust. Jafnt
og stöðugt var að heyra duuur og dynki í
norðurátt, er ekki ljetti af fyr en dimmt
var orðið.
(LáraI’ sagði majórinn allt í einu,
þarsemþauvorutvö ein á pallinum fram
af dyrunum um kvöldið, þegar dymmt
var oröið og loptið svalt. (Lára Foxhall !
Jeg voua þú fyrirgefir mjer, þó jeg á
þessum staö og tíma tali viö þig. Mjer
er ómögulegt a9 hafa taumhald á ást
minni á þjer! Nei, snúöu ekki frámjer!
Hlustuðu á það, sem jeg þarf að segja.
Fegurð þin hefur fjötrað mig, og í fyrsta
skiptl beygi jeg nú knje mín fyrir altari
kvennlegrar fegurðar, og bið eiganda
þessarar feguröar að gerast kona mín.
Jeg get ekki gleymt hinu dlmma sorgar
skýi, er hefur sveipast um þig, og þjer
er þörf á—aldrei fremur en nú—*»rnd-
andi hendl. Þess vegna býð jeg nú
hönd mína þeirri konu, er svo lengi hef-
ur haldið hjarta minu S fjötrum. Kondu,
Lára og vertu konan min, og leyföu
mjer á þann hátt, með ástaratlotum dreng
lynds manns, aö standa á milli þSn og
hins umliðna’.
Lára stóö grafkyrr og tók ekki augn-
hvarf af majórnum meðan hann ljet dæl-
una ganga.
(Þig langar víst til aö fá svarið strax,
jeg sje það’, sagði hún.
(Undir eins. Það væri kvöl að biða’.
(8vo vittu þá, að þú biður um það,
sem jeg get aldrei gefið þjer—hönd
mina’.
(Þú hefur efalaust ástæðu til aö svara
þannig’ sagði majórinn, er hrökk við og
færöi sig ósjálfrátt frá henni.
(Þaö er rjett! Jeg hef ástæðu. í
fyrsta lagi elska jeg þig ekki. 8vo hef
jeg unnið eið að þvi, að fullkomna visst
verk áður en jeg fer að hugsa um ástir.
Þennan eið vann jeg yflr hinni nýju gröf
föður míns; jeg þarf að hefna hans.
Svo er og annað. Þitt áhugamál er ekki
mitt áhugamál. Hjarta mitt hefur æfin-
lega barist fyrir hinn gamla fána. Og
faðir minn hætti aldrei að elska hann,
þó hann fylgdi rSkinu, er hann átti allar
sínar eignir S, að verkum, þegar til vopna
þurfti að taka’.
Andlit majórsins þrútnaði af reiði
undir þessari ræðu, og var sem eldur
hrykki úr augum hans, er hann mælti:
Þú ert heimak, stúlka, að fara til
Richmond!’ Og hann stökk til hennar
og greip um annan liandlegg hennar. (Jeg
gæti riðið á undan þjer og kunngert þín-
ar pólitisku skoðanir mönnum þeim, er
gætu gert æfi þína leiða. Þú hefur svi-
virt elsku Ralph Porsons, sem aldrei fyrr
á æfi sinni hefur tapað í þeim viöskipt-
um, og hann ætlar lieldur ekki að tapa
í þetta skipti. Og þrátt fyrir svar þitt,
Lára, sver jeg, að þú skalt eiga eptir að
verða niín eigink na!’
(8vo i>aö var til þess, aö jeg verndaði
líf þitt áöau' sagði Lára rólega. (Til
þess sendi jeg riddarana burtu áðan. Jeg
vildi jeg gæti kallað þá til baka.—Neró!’
(Jeg er hjer’,
(Taktu einn hestinn, ríddu eptir ridd
urunum og segðu þeim, að Porsou sje
hjer í húsinu’.
(Með ánægju!’ sagði Neró og var
horfinn fyrir húshornið áður en Porson
gæti skotiö eiuu oröi inu í samtalið.
(Þú spilar djarft’ sagði Porson grimd
arlega. (En jeg get líka spilaö djarft og
grimmdarlega’.
(Slepptu mjer undir eins’, sagði Lára
meö þjósti’.
(Nei, svei mjer (,á! Ekki fyrr en
Ralph Porson hefur kysst síua tilvonandi
brúði’.
Þrátt fyrir mótspyrnur Láru var hinn
harðlienti majór um það bil búiuu að
draga hana til sín, þegar maður hijóp
Upp á pallinn. Og í sömu svipan fjekk
majórinn það rokna högg, að hanu ekki
einungis missti liald sitt á ineyiini, held-
ur eitinig fór hann i loptköstum út yfir
palliuu. Lára sá að frainmi íyrir henni
stóð maður í lierbúningi Sunnaumanna,
en ekki hafði hanu sverð eins og riddar-
ar, en var þóríðandi, því liestur hans stóð
fá fet frá pallinum. Og húu gat ekki
sjeö að hauu hefði nokkurt vopn.
(Jeg bið þig að forláta mjer afskipta-
semina’, sagði komumaðurinu. (En jeg
gat ekki að mjer gert. Jeg þekki þenn-
au mann, og verra hjarta berzt ekki í
brjósti nokkurs manns í gráserkjahópn-
um. Og ef allt færi með feldu, ætti hauu
annað skilið en að vera hjer og þar á of-
an að misþyrma kvennmanni. Viltu að
jeg taki hann með mjer til Richmond?’
(Framliald síðar).
YERZLAR MEÐ, í STÓRKAU FUM,
AKURYRKJUVJELAR, OG ALLSKONAR ALMENN VERKFÆRI BÆNDA.
Vagnar af öllum tegundum, sleðar af öllum tegundum, o. s. frv.
Plógar, herfi, heybandsvjelar, liveitibindingatvinni, girðingavír, o. fl. o. fl.
Upptalniugs skráryfirverzlunarmunina send arókeypis. Æski eptir agentum út
um fylkið.
Skrifa til: H. S. Wesbrook. Winnipeg, Manitoba.
Á. Iliinis. Siiii & l'(iiii|iiinv.
BÚA TIL OG VERZLA MEÐ ALLSKONAR
A k n r y rkj ii-y j elar
og NÝBYGGJA-ÁHÖLD hverju nafni sem nefnast og sem ekki verða talin.
AGENTAR og vöruhús í öllum helztu þorpum í fylkinu.
AÐAL-STÖÐ FYIilR MANITOBA OG NORÐVESTURLAND-
IÐ Eli í WINNIPEG, MAN.
jíg’" Seudið brjef og fáiö yður upplýsingar, verðskrár og bæklinga,
The Canada lorth-West Land Co.
TIL BŒNDA OG ANNARA STJETTA MANNA !
Land pessa fjelags hefur allt verið nákvæmlaga skoðað og f>ví ekki
tekið nema ágætt akuryrkjuland. Detta land er til sOlu títi noktcurra
sjerstakra skilmála. Verðskrár geta menn fengið hjá öllum agentum
fjelagsins. Hlutabrjef fjelagsins eru tekin dollar fyrir dollar sein borg-
un fyrir land.
Mikið af landi fjelagsins er í þjettbyggðustu hjeruðum fylkisins, og
nærri afial-Kyrrahafsbrautinni.
BŒJARLAND.
Fjelagið hefur til sölu bæjarlóðir í öllurn [lorpum fram með aðal-
Kyrrahafsbrautíimi, frá Brandon allt til Klettafjalla.
VERZLUNARMENN OG IÐNAÐARMENN.
og allir, sem hafa í hyggju að setjast að í tilvonandi framfaramiklum
porpum í Norðvesturlandinu skyldu athuga hvað gagnlegt er að eign-
art fasteignir í hinum ýmsu porpum í Norðvesturlandinu.
Forstöðumaðnr í Manitoba,
W. n. SCARTH.
624 Hain. St Winuipí; Man