Heimskringla - 10.10.1889, Page 2
„Heinskrinala,”
An
Icelandic Newspaper.
P"BLI8HED
e'veiy Tnursday, by
The Heimskringla Printing Co.
AT
Lombard St........Winnipeg, Man.
Subscription (postage prepaid)
ne year........................|2,00
months......................... 1,25
months.......................... 75
Payable in advance.
Sample copies mailed free to any
idress, on application.
Kemur dt (aS forfallalausu) á hverj-
.n flmmtudegi.
Skrifstofa og prentsmiöja:
i5 Lombard St.......Winnipeg, Man.
Blaöiö kostar: einn árgangur $2,00;
’-álfur árgangur $1.25 ; og um 3 mánuM
75 cents. Borgist fyrirfram.
Uppiýsingarum verð á auglýsingum
„Heimskringlu” fá menn á skrifstofu
blaðsins, en hún er opin á hverjum virk
um degi (nema laugardögum) frá kl. 9
f. m. til hádegis og frá kl. 1,30 til C e. m.
Á laugardögum frá kl. 9 til 12 hádegi.
ftg-Undireins og einhver kaupandi blaðs-
ins skiptir um bústað er hann beðinn aö
senda hina breyttu utauáskript á skrif-
stofu blaðsins og tilgreina um leið fyrr-
verandi utanáskript. ,
Utan á öll brjef tii blaðsins skyldi
skrifa: The Ileimnkringla Printmg Co.,
35 Lombard Street, Winnipeg, Man . eða
J^rp. O. Box »05.
TIL KATJPENDA JIKRP.
Af. f>essum árgangi uHkr.” eru
nú óútkomin að eins 11 blöð, en
mjög mikið eptir ógoldið fyrir ár-
ganginn. Það er nú kominn sá tími
árs, sem allflestir hafa nokkuð af
peningum handa á milli og geta pess
vegna sjer að rneinlausu borgað
blaðið.
Kunnugleiki vor á högum margra
landa vorra hjer veldur pví, að vjer
hlífumst við að ganga eptir andvirði
blaðsins fyrri part sumars. En af
pví pessi tími er kominn, sjáum vjer
enga ástæðu til að pegja. Ef menn
einungis hafa viljann til að borga
blaðið, geta peir pað hæglega, eptir
aðkemur framí októbermánuð. Vjer
viljum pví góðfúslega biðja menn
að draga oss ekki lengur á borgun-
inni, að gleyma ekki ógoldna ár-
gangsverðinu pegar peir næst taka
á móti peningum.
Ef einhverjir eru hjer í bænum,
sem eiga óhægt með, vegna vinnu
sinnar, að koma á prentstofuna að
deginum til, geta peir borgað blað-
ið við verzlanir:
Th. Finney,
173 Ross St.
°g
E. Eyjólfssonar,
Cor. Young & Notre Dame St. W.
í>eir hinir sömu skulu undir eins,
að meðteknum peningunum, fá mót-
tökuviðurkenning frá oss.
Útg. uHkr”.
Bæjarráðskosningarnar hjer í
Wiipiipeg fara fram að 2 mánuðum
liðnum.
I>að var í fyrrahaust talað um
að íslendingar gerðu tilraun til að
koma manni úr sínu liði á framfæri,
en við umtalið eitt sat í pað skiptið.
Er pað ógerningur að gera pá
tilraun nú í næstk. desemberí Að
tala um pað og athuga hvað hægt
er að gera skaðar að minnsta kosti
ekki, og pað er kominn tími til pess
að pað sje gert. Það líður fljótt
tfminn úr pessu, svo að ef mönnum
kæmi ásamt um að reyna einhvern
Islending, pá er tíminn ekki oflang-
ur til undirbúnings, pó undir eins
væri byrjað. Sá, sem kynni að
verða beðinn að sækja, parf náttúr-
lega dálítinn tíma til að hugsa sig
um, og pess seinna—eða pess nær
kosningadegi—-sem pað er fært í til
við hann, pess minni er vonin til að
hann gefi kost á sjer. Um pað, að
íslendingar hjer eigi í sínum hópi
menn, sem færir eru til að gegna
embætti f bæjarstjórninni sjálfuin
sjer til sóma, pjóðflokki sínum til
sóma og bænum til sóma, um pað
kemur ölluin saman, og um pað, að
íslendingar eigi heimting á að láta
til síu heyra í bæjarmálum, kemur
sjálfsagt flestum ef ekki öllum sam-
an. Spursmálið er pess vegna ekki,
hvort íslendingar sjeu færir til að
gegna einbættinu, nje heldur, hvort
peir peir hafi tilkall til fulltrúa f
peirri stöðu, heldur er spursniálið,
hvort peir kringumstæðanna vegna
geti orðið aðnjótandi pess rjettar,
pess gagns og pess sóma.
Það vitaskuld eru til mörg mót-
stæðileg öfl pessu til hindrunar, en
par er enginn sigur sein ekkert er
stríðið.
Fyrsti ogað sumra áliti stærsti prep-
skjöldurin n á veginum í pessu efni er
hin tiltölulega liðfæð íslendinga í
hverju einstöku kjördæmi bæjarins.
Það eru mikið færri íslenzk nöfn á
kjörskránni en gætu verið, og sprett-
ur pað með fram af pví, að tiltölu-
lega fáir íslendingar eru landeig-
emlur. En á hverju ári eru nöfn
peirra útstrikuð af skránni sem ekki
eiga fasteignir, og nema menn sjálfir
heimti innfærslu nafna sinna á
skrána aptur við endurskoðunina,
verða pau útundan og um leið er
atkvæðisrjettinum pað árið fyrir-
gert. Og allt of fáir íslendingar
hugsa um að yfirfara kjörskrána
áður en endurskoðun fer frain,
eru pví í hópum sviftir atkvæðis-
rjettinum ár eptir ár. Þetta heptir
pólitiskar framkvæmdir íslendinga
ekki alllítið, en ekki parf pað að
hindra menn frá að reyna hvað gert
verður. Það er hvorttveggja, að
pað verður semt, að líkinduin aldrei,
að einhver sjerstök kjördeild bæjar-
ins verði svo íslenzk, að pjóðflokkur-
inn hafi par meiri hluta atkv., enda
parf pess ekki, til pess að íslend-
ingar komist í bæjarstjórnina. Sá
sem kjörinn yrði til að sækja mundi
eiga marga hjerlenda kunningja og
meðhaldsmenn pegar út í kosningar
er komið, er viljugir gæfu honum
atkv. sitt. Auk pess mundi og
mega finna marga málsmetandi
menn í bænum, er fúsir vildu hjálpa
og útvega atkv. hópum saman, hvort
sem peir sjálfir hefðu atkv. í pví
kjördæmi eða ekki.
Hinn annar prepskjöldurinn á
veginum, og í raun og veru mun
hann nú örðugastur yfirferðar, er til-
töluleg fátækt íslendinga. Sá sem
kjörinn er meðlimur bæjarstjórnar-
innar má búast við að purfa að gegna
pví embætti meginhluta tímans árið
út, sjaldan eða aldrei minnaen hálf-
an hvern virkan dag. l>ar af flýtur
að hann verður að vera talsvert efn-
aður eða atvinna hans sú, að honum
geri ekkert til pó hann sjálfur sje á
ferð og flugi út um allan bæ flesta
daga og á ýmsum nefndarfundum
2—4 kvöld í hverri viku, Þetta í
raun og veru er mesta mótstöðuaflið,
en mikið má, ef vel vill. íslending-
ar hjer í bænum eiga auðvitað ekki
marga menn í sínum flokki, sem sjer
að skaðlitlu geta sleppt frá starfi
sínu heilum og hálfum dögum hvað
eptir annað. Eigi að síður mun pó
mega finna menn, sem með nokk-
urri sjálfsafneitun máske gætu pað,
ef peir hefðu sterkan vilja, væri
sjálfum umhugað að koma fram op-
inberlega, og vildu auka álit pjóð-
flokks síns með pví að fá hann viður-
kenndann sem starfandi lim pjóðfje-
lagsins.
Það sem sagt skaðar ekki að
hugsa um petta og tala um pað, at-
huga gaumgæfilega hvort pað er til-
tækilegt að gera tilraunina, og virð-
ist pað vera, pá án biðar að tala um
pað við pann sem ætlað er að reyna
sig. En tíininn er orðinn naumur,
og pess vegna pörf að vinda bráðan
bug að pessu. Ekki mun af veita,
pó undirbúningurinn verði svo góð-
ur sem rnögulegt er, ef ákveðið yrði
að gera nokkuð meira en að tala.
JJRIE”.
Svo heitir ný skáldsaga eptir H.
(Henry) Rider Haggard, er fer fram
á fyrstu árum íslands, og mun fara
fram, að minnsta kosti að nokkru
leyti, á íslandi. Saga pessi er á-
rangur af ferð hans heim pangað I
fyrra, eins og var i vænduin, par
sem hann, nokkrum tíma áður en
hann fór heim pangað, ljet í ljósi
löngun til að hafa leiksvið sitt á ís-
landi einusinni, af pví pað söguríka
land hefði aldrei spilað nokkra
rullu í almennum skáldsöguin.
Saga pessi er óprentuð enn, en
ýmsir ritdómarar hafa lesið handrit—
ið og segja söguna með peim beztu,
ef ekki alveg pá beztu, er hann hef-
ur skrifað. Fara peir peim orðum
um ritið, að höfundurinn færi sig
með köflum í ham Hómers sjálfs, að
pví er snertir hugmyndasmíð og
meðferð efnisins aljt í gegn.
í sambandi við pettn má geta
pess; að Mr. Haggard hefur nýlega
tekizt á hendur að rita skáldsögu
fyrir blaðið Tribune í Minneapolis,
og fær fyrir hana $15000. Sú saga
fer fram í Litlu Asíu á dögum Est-
her drottningar, Xerxes konungs og
annara samtíðamanna, og á sagan að
heita uEsther drottning". Kringuin
lok p. in. leggur hann af stað frá
London til pess að ferðast um fyrir-
hugað leiksvið söguhetjanna og
heimsækir meðal annarra staða í
Asíu: Shiraz, Persapolis, Bagdad,
Nineve og Babylon-rústirnar. í
pessari ferð ætlar hanu að præða pá
leið, er fór Xerxes konungur pegar
hann herjaði á Grikki. Auk $15000,
er hann fær fyrir söguna, fer hann
pessa ferð eingöngu á kostnaðblaðs-
ins. Og allt petta er gert til pess
að auglýsa blaðið.
BEYKJAVÍK, 5. sept. 1889.
(Kafli úr brjefi.)
... .„Þingmenn hafa þetta sinn haft
ósköpin öll af frumvörpum, fyrirspurn-
um og þingsályktnnum til metiferðar, en
hversu peim hefur tekizt yflr höfuti að
ráða málunum tíl lykta, er allt annað
mál. Það er vanpakklætisverk og vanda-
verk að semja lög, og eptir þeim fjölda
af frumvöri um, sem petta ping hefur
haft til meðferðar, er lítil von til að
petta liafl tekiz.teins og æskilegast var.
Eins og kunnugt er, er liagur lands-
öjóðs allt annað en glæsilegur, og petta
ping hlaut að sjá honum borgið á ein-
hvern hátt, og pá sjálfsagt helzt með
vörutollum. Misjafnar munu hafa verið
meiningar landsmanna um hvaða vöru
ætti helzt a* tolla, en pingiti tók par
glöggt af skarið með pví að leggja inn-
flutningstoll á kaffi, sykur og kaffibætir,
ásamt hækkun á tóbakstollinum. Yfir
pessu urðu sumir landsmenn harla óá-
nægtiir, sögðu kaffi og sykur pá vöru, er
ekki yrði án verið—að minnsta kosti vrð
sjóinn, og að pessi tollur kæmi tiltölu-
lega pyngst nitiur á fátækum purrabúðar-
mönnum, og í raun inni er pví svo varið.
Þurrabúðarmaðurinn getur næstum pvi
ekki án kaffis verið, en aptur á móti er
allt öðru máli að gegna um sveitabónd-
ann, sem hefur næga nijólk, er hann get-
ur brúkað í kaffi stað. Því vertiur annars
vart neitað með rjettu, afi pingmenn hafa
gengið fram hjá vörum, sem fullt eins
mikil ástætia var að leggja toll á, eins og
kaffi og sykur, og skal jeg par helzt taka
fram útflutningstoll á óunni ull, útfluttu
lifandi sauSfje, og dún.
Eins og kunnugt er, er klæðagjörð
lítrS stunduð áíslandi, enda er synd að
segja að löggjafarvaldið hjálpi mikiiS í
pá átt. Tollarnir eru erlendis taldir góðir
verndarar fyrir iðnað hvers lands eða
rikis, en svo lítur út sem pingmenn annað
hvort ekki viti að svo er, aða pá að hjer-
aðsrígur eða eigingirni hamli peim frá
að tolla pá vöru (ullina), sem öll er seld
til útlanda óunnin, og fyrir tiltölulega
mjög lágt verí.—Ameríkumenn mundu
fara öðruvísi að!—Hvað snertir útflutn-
ingstoll á lifandi sauðfje, ætti öllum að
liggja í augum uppi, að hann ætti að kom-
ast á sem allra fyrst. Útsala á sauðfje er
orðin hóflaus, og leiðir smátt og smátt til
verstu eyðileggingar fyrir land og lýð.
íslenzka pjóðin á dags daglega í ströngu
stríði við óblíðu og liurðneskju veðurátt-
unnar, og ef dugur peirra og preká ekki
alveg að ganga íyrir Æternissta]ia hlýtur
hún að liafa holla og kra])tmikla fæðu,
og engin mun bera á móti pví, að ís-
lenzkt sauðakjöt. sje með kraftbeztu og
hollustu fæðu, er erfiðismaður getur
æskt eptir. En hvað fá landsmenn fyrir
pessa dýrmætu fæðu.er peir tteyja burt í
hugsunarleysi? Ljelegann kornmat.
Sveitabóndinn parf nú orðið jafnvel að
kaupaerlent skóleður, og sjómenn geta
ekki fengið nægilegt skinn í skinnklæðn-
að sinn, pó gull sje í boði—nema frá út-
löndum. Iunanlands verzlunin er að
mestu horfin, ogallt petta er eðlileg or-
sök sauðfjárútflutningsins. Hjer parf
snögglega að taka í taumana og pað er
að vona að næsta alping láti mál petta
ekki alveg afskiptalaust. Hvað toll á
æðardún viðvíkur, pá njóta varpeigendur
svo mikilla hlunninda fram yfir aðra, að
öll sanngirni mælir með pví að pessi vöru
tegund væri tolluð.
Stjórnarskráin sofnaði enn pá enn
pó er nú svo komið að líkindi eru til að
til samkomulags dragi-—ef báðir máls-
partar slaka til—og fer pá illa, ef spá
„Lögbergs” rætist.
Veðráttan á Suðurlandi hefur verið
hin ákjósanlegasta í sumar. Hitar, en
sjaldan sterkir purkar. Heyfengur hefur
verið ágæturog öll líkindi eru til að sauð-
fje verðivel vænt íhaust. Verzlunin hef-
ur verið fremur góð, nema hvað íslenzk
vara er í nokkuð lágu verði.-—Yflr höfuð
horfa menn nú glaðir til framtiðarinnar,
í von um að hörmungum og harðindum
peim, er nú nokkur undanfarin ár hafa
dunið yfir landið, sje Ijett af í bráð.
Um framfarirnar er—pví ver—ekki
mikið að segja. í vor var talsverður á-
hugi með að mynda hlutafjelag, er kosta
skyldi gufuskip til strandferða innan
Faxaflóa og til vesturlandsins, en svo er
nú sem pað fyrirtæki sje hjaðnað niður,
enda munu ekki nægir peningar fyrir
hendi, til pess að ráðast í svo stórkostlegt
fyrirtæki.—Talsvert hefur hjer verið
unnið að vegagjörð, á Mosfellsheiði og
Hellisheiðarveginum, og ef svo heldur á-
fram, verður pess ekki mjög langt að
bíða, að sá vegur verði góður akvegur,—
en veglagning okkar miðar eltki áfram
eptir ameríkönskum risagangi; ein, langt
frá,—hún rjett læðist áfram. En flas er
heldurekki til fagnaðarl!
Þilskipin á Suðurlandi hafa aflið
fremur vel, ogpóbezt hjá kaupm. (íeir
Zoega. Geir Zoega er sjerlega atorku-
samur maður, og líkist hann í mörgu
hinum meiri ameríkönsku „business”-
inönnum.—Heilbrygði meðal manna hef-
ur verið hin bezta.—Yflr höfuð er ár-
gæzka, og eru pví líkindi til að lands-
menn rjetti við aptur eptir hin bágu ár,
er undanfarandi hafa dunið yfir landið.
En fyrir reglulegum framförum pjóðar
innar stendur hin makalausa deyfð og
drungi, sem liggur eins og martröð yfir
meginhluta hinnar íslenzku pjóðar”...
FRJFiTTA-KAI’L AR
ÚR NÝLENDUNUM.
MINNEOTA, MINN., 28. sept. 1889.
[Frá frjettaritara „Heimskringlu”].
Síðan jeg skrifaði síðast hefur
vindur verið norðvestan og f>ví
kaldara en fyrrum; regnskúrir hafa
komið við og við, svo nú er ekki
lengur vatnsþröng. Aðfaranótt hins
20. f>. m. varð hjer frostvart; í <lag
er fagurt veður, himininn heiður og
hægur vestan andvari.
Hveitmölunarmylnan _ 1 Mars-
hall er nú tekin til starfa, og malar
300tunnur á dag. í Marshall lækk-
uðu allar mjöltegundir í verði sam-
dægurs sem hún byrjaði, og segir
blaðið par, að verðlækkunin að eins
fyrir bæinn muni nema um $2000 á
ári.
íslendingar í Minneota hafa
keypt sjer grafreit ^ mílu suður frá
bænuin; er hann 1 ekra að flatar-
máli og kostar $25. Svo hefur söfn-
uðurinn fengið loforð hjá járnbraut-
arfjelaginu fyrir landspildu, sem er
270 fet á lengd og 160 fet á
breidd, undir kirkju og íbúðarhús
prests, fyrir $45.
Nýlega hefur borizt hingað til
vor ritlingurinn uÞrenningarlær<lötn-
urinn og guðdómur Krists” eptir
Kriftófer .lanson, pýddur af Birni
Pjeturssyni. Það er bók samkvæm
kröfum tlinans, bók sem allir ættu
að eiga og lesa; kostar að eins 15
cents.—Alinenningur les með frain-
úrskarandi eptirtekt grein sjera-M.
Jochurnsonar I 22. nr. f>. á. uFjall-
konunnar”.
Mannalát. Eptir firiggja eða
fjögra daga legu andaðist John N.
Lee, 19. f>. m-,og 18. s. m. andaðist
Frank Ranberg (báðir Norðmenn);
voru báðir vellátnir menn. Dauða-
mein f>eirra var Typhoid Fever. Lee
var einn af frumbyggjum bæjar
pessa og hveitikaupmaður.—Jarðar-
för peirra fór fram 20. f>. m., og
fylgdu flestir bæjarbúar og margir
aðkomnir f>eim til grafar; var f>að
önnur sú fjölmennasta líkfylgd er
hjer hefur sjezt í sumar (hin var við
iarðarför Kristínar sál. Gunnlaucrs-
dóttir).
Bæjarlæknirinn hjer, dr San-
derson, sendi hraðboð um veikina til
heilbrygðisráðs fylkisins og næsta
dag eptir kom formaður f>ess dr.
Hewitt. Hann sagði orsakir veikinn-
ar væru eiturblandið vatn og óheil-
næmt lopt, sem kæmi af langvarandi
f>urkum og illri bæjarræsing. Hann
tók f>að stranglega fram, að brunnar
væru f>egar hreinsaðir og allt annað
er olli óþrifum. Sama dag kallaði
hann alla bæjarbúa á fund í skóla-
húsinu. Meðal annars er hann sagði
f>ar viðvíkjandi heilbrygði og hrein—
læti, benti hann sjerstaklega á, að í
grunnum brunnum væri óheilnæm-
ast vatn, par inikið af safanum úr
sorpi og öðrum óhreinindum er lægi
nálægt lenti í brunnana og eitraði
vatnið, og spillti þar með heilsu
manna f>eirra og dýra er f>ess neyttu.
Sagði hann pví nauðsynlegt að ryðja
burt öllum ópverra er spillt geti
neyzluvatni og eitrað loptið. Nauð-
nynlegt kvað hann að grafinn væri
einu brunnur fyrir allan bæinn; bær-
inn fengi á ári hverju $1000 fyrir
vínsölu, og væri f>ví vel til fallið að
afla honum neyzluvatns fyrir vín-
gjaldið. Brunnvatn sagði hann að
ætlð skyldi soðið áður f>ess væri
neytt. Hann gaf og f>að ráð, að
mjólk væri soðin til matar, en ekki
drukkin hrá. Ómissandi sagði hann
að hafa rennustokka undir náðhús-
um, en bannaði að grafa holur undir
pau, eins og víða er gert.
ÍSLAND8-FRJETTIR.
REYKSAVÍK, 24. ágúst 1889.
ALÞINGI.
Lög frá alpingl. Þessi lög hefir
verið lokið við á pinginu frá pví sítiast:
XXVI. Lög wm brcytingar nokkrar
á tilskipun 4. maí 1872 um sveitarstjórn d
íslandi o. fi.
XXVII. Lög wn innheimtu og með-
ferð á kirknafje.
XXVIII. Lög um breyting d Iðgum
um sreitarstyrk og fúlgv.
Fjárlögin. Efri deild breytti peim
enn lítilsháttar við 3. umræðu, í fyrra dag
—bætti inn I pau styrk til síra O. V. Gisla-
sonar og til innlends gufuskipsfjelags.
Síðan liafði neftri deild I gasr sína einu
umraeðu um pau, og sampykkti pau ó-
breytt, eins og pau komu frá efri deild,
samkvæmt tillögum fjárlaganefndarinnar,
er vildi íirrast frekari hrakning peirra
milii deildanna, „með .stöðuguin afbrigð-
um frá pingsköpunum”, og heldur ganga
að sumu smávegis, er hún hefði annars
verið algjörlega mótfallin.—Utan nefndar
komu fram prjár breytingartillögur, upp-
vakningar en fjellu: um styrk til
eand. Gests Pálssoaar, til adjunkts
Þorv. Thoroddsen og til útgáfu „Sjálf-
fræðarans”.
Eru fjárlögin par með búin frá pingi.
Hjer skal greint, hvernig reitt lietir
af ýmsum fjárveitingum, er ágreiningur
varð um á pinginu eða eru ný-upptegnar:
Húnvetningar fengu frest á afborgun
á hallærisláni árið 1890.
Til búnaðarskóla veitt á ári 10,000 kr.
alls. Þar af til Ólafsdalsskóla 2500, til
Ilólaskóla 3500, til EySaskóla 2000, og til
Hvanneyrarskóla 2000.
Til gufuskipaferða, slíkra sem nú
eru, veitt á ári 9000 kr., til aukinna strand-
ferða sömuleiðis 9000 kr., styrlrar til ís-
íirðinga til atSlialda uppi gufubátsferðum
á vestfjörðum 3(M)0, og til umrá'Sa lands-
höfðingja tii að styrkja innlent gufu-
skipafjelag, síðara árið 7000.
Til læknis í Þingeyjarsýslu, austan
Jökulsár, lOOOlivort árið.
Bráðabyrgðaruppbót á Gufudals])resta
kalli til liúsabygginga á statinum 300 kr.
iivort, úri'S.