Heimskringla


Heimskringla - 21.11.1889, Qupperneq 1

Heimskringla - 21.11.1889, Qupperneq 1
3. ar. Winnipeg, Man. 31. November 1889 IVr. 47. iLSENNiR FRJETTIR FRÁ ÚTLÖNDUM. BRASILÍA. Þaðan er að heyra stórar frjettir. Keisaraveldimi er steypt og lýðveldisstjórn komin á laggirnar. Allt f>etta gerðist á 3 dðgum. Uppreistin brauzt út hinn 14. p. m. og á laugardag (16.) var allt um garð gengið, og hinn alþýð- legi góði keisari, Dom Pedro, pá kominn af stað frá Rio Janeiro með alla sína familíu áleiðis til Lissabón— ar í Portúgal. Stjórnarbylting pessi hafði framgang án blóðsúthellinga; að eins var hleypt úr byssu einu sinni og pað án parfar, kom skotið í sjómálastjóra keisarans og liggur hann nú i sárum. Keisaranum var kunngert blátt áfiam að lýðurinn kæmist af án hans framvegis, en að öðru leyti var honum sýnd tilhlýði- leg lotning. Nýtt stjórnarráð er myndað og er formaður pess og bráðabyrgðarforseti lýðveldisins Do- hero de Ponseca hershöfðingi. í Rio Janeiro er alltkyrt eins og ekk- ert hefði í skorizt, nema hvað öll störf hvila sem stendur í dauðadái.— Um ástæður fyrir pessu upppoti vita menn ógjörla, en við nýafstaðnar kosningar hafði stjórnin að sögn beitt hörku og jafnvel hálfgildings rangindum. En keisaranum sjálfum unna allir Brasilímenn og það að verðugu, pví meiri mannvinur hefur sjálfsagt ekki i seinni tíð setið i keis- ara-hásæti. Aptur er aðlinum og auðmönnunum öllum illa við Isa- bellu krónprinzessu, af J>ví hún hef- ur sýnt lýðnum enn meiri meðaumk- un en faðir hennar nokkurn tíma, og gátu pví ekki vitað að hún tæki við stjórn ríkisins. Samningar byltingamanna við keisarann voru: að hann fengi í peningum útborgaðar $2^ milj. og að auki á hverju ári meðan hann lifir $450,000. En úr Braslíu átti hann að vera kominn eptir 24 kl.- stundir. Að pessum samningum gekk hann tafarlaust. — Hann tók við ríki í Brasilíu árið 1848. Áhrif pessara fregna hafa skemmt fyrir Brasiliumönnum á peninga- markaðinum hvervetna, pó furðan- lega lítið. ENGI.AND. í ræðu er Salis- bury flutti fyrir skömmu í London sagði hann afdráttarlaust að pað væri framúrskarandi heimskulegur tilbún- ingur allar tilgáturnar um stefnu- breyting stjórnarinnar að pví er ír- landsstjórnmál snerti. Sjer hefði ekki einusinni komið slikt í hug. En hann Ijet vel yfir framföruin á írlandi. Velgengni færi þarstöðugt vaxandi, óeirðir færu minnkandi og öll von til að innan skamrns yrði 011 misklið fyrirbyggð og frar gerðir ánægðir. En engumafsínum tnönn- um sagði hann að kærni sjálfsforræði í innlendum málum í hug sem nauð- synlegt fyrir írland; en peir væru viðbúnir að uppfylla allar skynsam- ar og rjettlátar kröfur. í stjórnmálatíðindum nýútkomn- um á Englandi áhrærandi Kríteyjar- málið, sjest að í ágúst síðastl. voru Grikkir tilbúnir að senda herskip til eyjarinnar, en að stórveldin bönn- uðu peim pað. í einni hraðfrjett til Grikkja kemst Salisbury svo að orði, að hann skuli tala um ákveðið atriði við ubandamenn sína”. Af því Salisbury hefur jafnharðan neitað að England væri í nokkru bandaráði vekur pessi setning meira en all- litla forvitni og mun hann bráðlega knúður til að útpýða hana. FRAKKLAND. Það gekk mik- ið á i París hinn 12. þ. m. Þingið kom saman um daginn og nokkrir Boulangerssinnar vildu minna á til- veru sína með því að koma saman á fundi til að lesa bölbænir yfir nú- verandi stjórn. Fundinn átti að hafa undir beru lopti og að honum loknum átti öll fylkingin að ganga upp að pinghúsinu og f>ar að lj'sa yfir rangindum stjórnarinnar í pví að viðurkenna sem rjettkjörinn ping- mann Joffry er sótti gegn Boul- anger í einu Montmartre-kjördæm- inu. Til pess var og að sumu leyti ástæða, pví Joffry fjekk ekki nema 5,500 atkv. af 14,200 er fram komu. En af pessu öllu kom ekkert. Undir eins og fundur var settur kom lögregluliðið að sundra honum, og gerðist pá ærið róstusamt. Lauk svo að um 60 af Boulangerssinnum voru leiddir burtu og í fangahúsið, par sem peir fengu tóm til að jafna sig. í pingsalnum fór allt fram með óvanalegri ró, en einn af Boulang- erssinnum (Þingmaður) var tekinn fastur í pví er hann ætlaði að ganga út úr salnum, en hverjar sakir voru hefur ekki heyrzt. Floquet, eins og spáð hafði verið, var án nokkurs- mótpróa kosinn bráðabyrgðarforseti f neðri deild pings. í ræðum stjórn- arsinna kom fram almennur fögnuð- ur yfir að lýðveldið hefði nú í 5. skiptið mátt betur en andstæðingar pess, við hinar almennu kosningar. Fimm pingmenn frá Montmartre komu pegar fram með mótmæla yfirlýsing yfir viðurkenning Joffry’s sem pingmanns. PÝZKALAND. Þangað eru nú komnar fregnir frá Zanzibar er segja ósannar fregnirnar um fall Dr. Peters. Voru pær að sögn byggðar á pví, að útvegsmaður doktorsins, Tiedman að nafni, reyndi að semja um bátakaup við svertingjaflokk, en er hann fjekk pá ekki keypta ætlaði hann að taka pá með valdi. Ætluðu pá svertingjar að ráðast á pá, svo að Þjóðverjar tóku til vopna. Varð pá allskörp orusta og varð Tiedman svo aðprengdur að hann mátti flj'ja og vildi pað flokki hans til lífs, að hann gat falið sig til pess komið var fram á nótt. Blöð Þýzkalands láta mikið yfir peim áhrifum er koma keisarans til Konstantíópel muni hafa á Baikan- skagamálið. Segja pau að pað sje óparfi fyrir soldán að vera að gorta yfir pví að hann sje inngenginn í premenninga bandaráðið, pví að ef Ófriður komi upp niuni pað skjótt verða augljóst að hverri hliðinni Tyrkir halli sjer, enda öllnn ijóst nú pegar. EINA MILJÓN rifla meö uýju lagi a?tla Rússar að láta smíða tafar- laust, til b/úkunar við herimi. Ný uppfundið púður, sem ekki gefur af sjer nokkurn reyk, á og að brúka framvegis í pessum nj'ju riflum. TÍU ÞÚSUND vínsölu knæpur út um a.llt land, flestar í Ungarn, hef- ur Austurríkis stjórn njdega kevpt. Verður peim strax umsteypt í al- pj'ðuskólahús. KONSÚLL DANA í Amsterdani. Brandt að nafni, rjeði sjer bana í vikunni er leið. Um ástæður vita menn ekki. STÓRFLÓÐ í KÍNA, í p.-tta skipti í Yang Tse-fljótinu, en eklíi S Gula-fljótinu eins og optast er, varð svo púsundum manna skiptir að bana S slðastl. október. Hvað margir fór- ust veit enginn, nema á einum litl- um bletti; par fórust 500 familSur. —Annars er uppskerubrestur al mennur um allt KSnaveldi í ár fyrir dæmalausa purka og hita. FRA AMERIIiU. BANDARÍKIN. Sagt er að Blaine sje nú orðið ekki eins vongóður með sampykktir allra málsatriða á verzlunarpinginu eins og hann var upphaflega, og er talað að hann sjái nú eptir að hann stakk uppá og fjekk sampykkt að ekkert rlkið skyldi á fundum hafa hafa nema eitt atkvæði, hversu marga fulltrúa sem pað annars sendi. Hann bjóst við að hafa allt 1 sinni hendi hvert sem var og til pess að trjTggja sjer vináttu smærri ríkjanna og pá um leið einræðið, á- kvað hann petta, að liðminnsta ríkið skuli pegar til atkvæða kemur vera jafn aflinikið og BandarSkin. Ferða- lagið og veizluhöldin út um allt land á kostnað BandarSkja átti og að verka hið sama, að gera sendimenn- ina sem auðsveipasta og fylla pá með lotning fyrir mikilleik Banda- rikja-manna. En nú pykjast allir sjá og Blairi ekki sýst, að allur pessi umbúnaður ætlar að hafa áhrf, sem ganga S pveröfuga átt. í ræð- um allra sendimannanna hefur pað komið greinilega S ljós, einkum upp á síðkastið, að peir sjeu og verði sjálfstæðir og purfi enga ó- viðkomandi hjálp. Frá aðgerðum sjómála og far- mennsku pingsins, sem nú situr S Washington, frjettist ósköp lftið. Alla sfðastl. viku var par til kjörin nefnd fulltrúanna að rannsaka við- talsmerkja uppfindingu manns eins, Heywood að nafni, S St. Johns, Ný- fundnalandi, sem ætluð er skipum til notkunar að næturlagi. Útbún- ingurinn er sá, að með Utöfra”lukt er kastað stafamyndum og ýmsum merkjum yfir á segl hins skipsins eða jafnvel á reykháf pess. Stafa- myndirnar má leiða fram og láta hverfa mjög ótt og titt og við pað er sama aðferð brúkuð og við stilrit- un eða telagraph-ritun. Þannig geta skipverjar talast við að pörfum pó svarta myrkur sje. £>ykir pessi uppfinding mikils virði par aðferð pessi er mikið fullkomnari en sú er viðhöfð hefur verið til pessa. Hinn 11. p. m. auglýsti Harri- son forseti að rSkið Washington væri formlega viðurkennt eitt af ríkjum Bandaríkja. Er pá eptir að viður- kenna eitt af 4, en pað er Montana. t>ar kemur hið fyrsta ríkisping sam- an hinn 23. p. m. Sainkvæmt áætlun akuryrkju- deildar Washington-stjórnarinnar, sem er nj'útkomin, verður bómullar- ujipskera Bandaríkja í ár 3% meiri en í fjrra. Þó hefur gróðrartíðin yfir höfuð verið heldur óhagstæð fjrir bómullina. Fjrir vestan Missis- t sippi, og sumstaðar eystra nálægt j Atianzhafi votviðrasöm, og vfða hafa ! næturfrost gert stórskemmdir. En útfærsla bómullarakraivna veldur vaxandi nppskeru prátt fyrir óhag- stæða tíð. Er í áætluninni sagt að uppskeran verði með síðasta móti í ár. í Louisiana-mýrunum og par fjrir sunnan verður hún að sögn ekki um garð gengin fyrr en eptir næstkomandi nj'ár.—Sama áætlun segir að inaisuppskeran í ár sje betri en í meðallagi, verði 26^ bush. af ekrunni. Kartöflu-uppskeran einnig í meðallagi, nemur 76 bush. af ekr- unni að jafnaði yfir öll Bandaríki. Tóbaksuppskera er að meðaitaii 645 pund af ekrunni. Til New York er komin fregn um pað, að hinn 22. október síðastl. hafi formlega verið byrjað á vinnu við Nicaragua-skipaskurð Banda- rikjamanna; hinni fyrstu torfu var pá velt úr flagi með mikilli viðhöfn. Á vinnunni var að vísu byrjað hinn 3. júní síðastl., en ekki að skurð- greptinum af pví prætur risu pá upp milli fjelagsins og Nicaragua stjóm- arinnar. Cronins morðmdlið. Allt af herðir á böndunum á Burke og fjelögum hans, og pykir tæpast mögulegt að prír peirra (af 4) par á meðal sjálfsagður Martin Burke, sleppi við snöruna. Fyrst og fremst eru margir búnir að koma fram sem pekkja fangana fyrir sömu mennina er unnu að ýmsu pví er tilheyrði morðinu pann daginn er pað var framið (4. maí síðastl.) og svo er nú fengið vitni er horfði á pá fylgja lækninum inn í húsið par sem hann var myrtur, og sem undireins og peir hurfu inn fyrir dyrnar heyrði risk- ingar, högg og að síðustu neyðaróp einhvers manns. L>ar við bætist og að fundinn er klæðnaður læknisins, forskriptabók hans, og öll læknis- verkfæri er til heyra sáralækning og sem hann hafði með sjer, par hon- um var sagt að maður hefði fót- brotnað og lægi í húsinu sem hann var fluttur í til að ráða hann af dög- um. Þessi fatnaður og verkfæri fundust í sama lokræsinu, en við önnur gatnamót, og kistan með lík- amanum var í í vor. Var pað rjett fyrir tilviljun að pessir pegjandi en óræku vottar fundust. En pví var svo varið, að fólk I grend við petta lokræsi hefur allt af síðarihluta sum- arsins kvartað yfir að skolpið hefði ekki framrás í pessu ræsi, og nú fyrir rúmri viku sendi heilsu-um- sjónarnefncffn menn til að rannsaka skurðinn Gerðu peir pað með löngum stöngum með gaddi í neðri enda. Eptir að hafa pjakkað um stund með stöngunum komu pær við eitthvað pjett fyrir og festust. Komu pá upp 2 töskur, önnur úr leðri og mjög lítil og í henni var forskriptabókin ásamt öðrum skjöl- um. Hin taskan var úr pappa og datt í sundur er upp kom, en í henni voru fötin og innan i pau vafin lækr.isverkfærin. öll voru fötin rist í sundur að endilöngu, er sýndi að pað hafei verið gert pegar líkaminn var hálf stirðnaður.—Allt petta hef- ur verið fært inn í rjettarsalinn. Ekki var að sjá að peim fjelögum brygði hið minnsta pegar fatnaður- inn var sýndur, en öðru máii var að gegna pegar dómsmálastjórinn aug- lýsti að fram yrði leitt vitni er hefði horft á pá fjelaga fylgja lækninum inn í húsið, hej-rt höggin og and- vörp Iæknisins. Þeir urúu pá ým- ist náfölir eða drej'rrauðir. — Yitni pað var pj'zk pvottakona. 50,000 dollars skaðabætur fj-rir meiðyrði vill Dr. Mary W. Barnett fá frá Frances E. Villard, forseta kvennfjelagsins Womeos Christia-n Temperanee Uuion, Er pað hið stærsta meiðj'rðauiál sem ein kona hefur hafið gegn annari í pessu landi. C a n a tl a . Sambandsstjórnin hefur að sögn gengið að boði 2 gufuskipafjelaga áhrærandi stofnun gufuskipalínumilli Halifax og St. Johns og Wést Indía- eyja og Rio Janeiro í Brasiiíu, sem getið var um í sumar að stofnað yrði. Fjelögin sem hrepptu verkið eru Pickford & Black í Halifax, er r.ú pegar eiga skip i förum á pessari leið, og Van Wart&Co. í Frederic- ton í Nýju Brúnsvík. Það komst upp 1 Ottawa 15. p. m., pegar báðir málsaðilar sóttu um að fá samninginn staðfestann, að Canada Kyrrah.fjel. er meira enbak- hjall Regina & Prince Albert járn- brautarfjel. Þó aðallega sje ákveð- ið að C. Kh.-fjel. að eins leigi braut- ina, er í annari grein ákveðið að pað hafi leyfi til að kaupa brautina og allar eignir[henni tilhejjnandi og^er verðið einnig ákveðið, pó ekki^sje pað opinbert-t Það'mun 'pvi jóhætt mega teija Kyrrah.fjelagið eiganda peirrar brautar nú með ölliwnjgögn- um og gæðum. Sirf'Andrew Stuart yfirdómari við fylkisyfirrjettinn í Quebec hefur sagt af sjer embættinu sökum elli— lasleika. Er hann 76 ára gamall. Kosningar til fylkispings fóru fram i einu kjördæmi í Ontario 18. p. m. Urðu [reformers yfirsterkari og er pingmaðurinn. Charles Mc- Kenzie, bróðir Alex. McKenzie, fyrrum sambandsstjómar formanns. Stór-mikið rifrildi er komið upp milli Oraníumanna eystra, allt út af Jesúíta-málinu. Vill annar flokkur- inn að Óraníu-manna-fjelögunum i heild sirini sje gefin lagaleg tilverc, og um pað hefur fyrir nokkrum tíma verið beðið. Þetta vill hinn flokk- urinn ekki pýðast. Mereier, stjórnarformaður í Que- bec, er nýkominn heim úr 100 ára afmælisveizlu kapólsku kirkjunnar í Bandaríkjum og á nú venju fremur í vandræðum, af pví hann í peirri veizlu gaf pað í skyn i ræðu, að Frakkar í Canada mundu aðhyllast pólitiska einingu við Bandarikin. Þegar hann er heima hjá sje talar hann allt öðruvísi um petta efni en hann gerði i veizlunni. Saanbandsstjórnin er tekin til að undirbúa sig undir manntalstök- una árið 1891. Allur helmingur verksins b’ggur í undirbúningnum. Henrey George flutti fj'nirlest- ur um landeignarmál sitt og aðrar pvílíkar byltingar fyrir fjölda leið- andi manna i Toronto í vikunni er leið. Og pó hann byggist ekki við pví, gerðu peir yfir höfuð góðan róm að málinu. Mælt er að nj’jum manni ver innan skamms bætt í ráðaneyti sam- bandsstjórnarinnar. Er sagt hinn fyrirhugaði maður sje C. C. Colby pingm., og mælt að hann muni taka við formennsku ráðaneytisins, en að Sir John A. taki við járnbrautastjórn- deildinni. í vikunni er leáð var í Toronto hafður almennur fundur, par sem mættu oddvitar allra i>æja og sveita stjórna í Ontario, til að ræða um hvernig takmarka mastti, ef ekki al- veg afnema, undanpágurnar frá skattgildi, sem bæja og sveitastjórn- ir veita j'msum stofnunam, verk- smiðjum o. p. h. Hin önuur niál- efni voru um niðurjöfnun á mats- verði eigna, um umbætur innsveitis og um sveitarlögin yfir höfuð. Odd- viti Ottawa-bæjarstjórnar er hvata— maður pessa fundarhalds. I lolt p. m. verður fullgerð hin 3. stórbrú yfir Lawrence-fljótið, 30 til 40 mílur fyrir vestan Montreal, en pað er brú Canada Atlantic járn- brautarfjel. Yfir sjálft fljótið er brú- in rúmlega 1| míla á lengd, en á 2 Stöðum í fljótinu hvíla stólparnir á hólmum. í heild sinni er brúin pó mikið lengri, er að norðanverðunni orðin nær pvi 2 mílur á lengd, peg- ar komið er að fljótinu sjálfu, en að sunnanverðu er brúin yfir dalverpið 2,500 feteða heldur minna en Jmí’r Alls er pví brúin yfir 4 mílur á lengd. í fljótinu sjálfu eru 18 brúarstólpar, hver 10 feta pykkur neðst og 464 fet á lengd, en efst 24 feta langur og 8 feta pykkur. Dýpi fljótsins par sem stólparnir standa er minnst 24 og mest 28 fet, en grunnur peirra er 15—20 fet fyrir neðan fljótsbotn.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.