Heimskringla - 02.10.1890, Blaðsíða 2

Heimskringla - 02.10.1890, Blaðsíða 2
IIKmSKltlX<»IiA, WIKJÍlPEtí, HAK., 2. OKTOBER IS!M>. I kemur út á hverj- AnleelandicNews- nm fimmtudegi. paper. Published every Útgefbnddr: Thursday by The IIeimskringla Printingifc Publ. Co’y. Skrifstofa og prentsmiðja: 151 Lombard St.----Winnipeg, Canada. Ritst jórar: Eggert Johxmnson og Oestur Pdlsson. Eggert Johannson: Manaoing Director. Blaðið kostar: Heill árgangur . . . $2,00 flálfur árgangur ... 1,00 Um 3 mánu'Si ... 0,65 Aðsendum nafnlausum greinum verð- nr ekki gefinn gaumur, en nöfn höf- undanna birtir ritstjórnin ekki nema með samþykki þeirra. En undirskript- ina verða höfundar greinanna sjálfir að til taka, ef þeir vilja að nafni sínu sje leynt. Ritstjórnin er ekki skyldug til ats endursenda ritgerflir, sem ekki fá rúm í blaðinu, nje heldur að geyma þœr um lengri eða skemmri tíma. |y Undireins ogeinhverkaupandiblaðs ins skiptir um bústað er hann beðinn að senda hina breyttu utanáskript á skrif- stofu blaðsins og tilgreina um leið fyrr- verandi utanáskript. Utanáskript til blaðsins er: The Heimskringla Prin t ingd: PuldixhingCo. P. 0. Box 305 Winnipeg. Canada. IV. ÁR. NR. 40. TÖLUBL. 196. Winnipeg, 2. oktberó 1890. L EIÐ RJ ET TIN G . í greininni „Vegur uin Nýja ísland” í seinasta blaði hefur orðið prentvilla $2000 fyrir $3000 (dags- verkagjafir nýlendubúa við vega- gjörðina reiknaðar í peningum). HVERJIR. EIGA AD SKRIFA —í— B L OÐIN ? Já, hverjir eiga að skrifa í blöðin ? Ritstjórarnir náttúrlega fyrst og fremst, um pað eru allir á eitt mál sáttir. En svo, hverjir fleiri? Um pað eru menn ekki al- ■niennt á eitt sáttir. Sumir menn segja: ((E>að er ekki til neins, að aðrir sjeu að skrifa í blöðin en þeir, sem hafa pá menntun, sem nauðsynleg er, til pess að búningurinn á'blaðinu í heild sinni að því er efni, orðfæri og útlistun mála snertir, verði allur samsvarandi, eða með öðrum orðum, aðrar aðsendar greinir eiga ekki að takast í blöðin en J>ær, sem eru svo úr garði gerðar, að ritstjórarnir gætu sjálfir verið pekktir fyrir, að hafa ritað pær; annars yrði blöðin flekkótt eða skjöldótt Öins og kind eða kálfur”. Aptur segja aðrir: uBlöðin eiga að leggja aðaláherzluna á að vera svo fjölbreytt sem verða má og gefa almenningi svoopt og svo mik- ið færi á, sem auðið er, að láta í Ijósi skoðanir sínar í blöðunum, til pess að liann finni par hinar ýmsu skoðanir um mál sfn skýrðar og ræddar af sem flestum mönnum frá ýmsum hliðum. Ef búningur á ein- hverjum slíkum greinum, sem rit- stjórnum berast, er ekki pannig iagaður, að hann sje boðlegur í blöðunum, en greinarnar að öðri leyti lýsa einhverja hliðá máli, sem almerining að einhverju leyti varðar, Þá er pað skylda ritstjóranna að laga slíkt eða koma sjer saman við greinar-höfundinn um pær breyt- ingar, sem kynnu að pykja nauð- synlegar”. Vjer skulum strax taka pað fram, að vjer föllumst á hina síðari skoðunina, enda er pað öllum les- endum ((Heimskringlu” kunnugt, pví vjer ætlum sjerstakan hluta af blaðinu, ((Raddir frá almenningi”, eimnitt til pessa. Ástæður vorar til pess eru bæði pær, sein að ofan eru teknar fram, o - svo ro’rl.rnr fleiri. Fyrst er nú pað, að hvað sam- vizkusamur sem einhver ritstjóri er og hvað vel aem hann reynir til að setja sig inn í mál manna, pá verða pó ætíð eptir ýms efni, sem honum verða ekki eins vel kunn og einstökum stjettum eða einstökum mönnum meðal almennings, af pví að hanti vantar færi á, af einhverj- um ástæðum, að afla sjer peirrar pekkingar, sem par til heyrir. Sá, sem hefur skóinn á fætinum, finnur ætíð bezt hvar hann kreppir. Að pessu leytinu er pað hollast fyrir blaðið, að sem flestir riti í pað. En par næst er pað líka hollast fyrir almenning sjálfan að reyna til að rita í blöðni, ekki einungis til pess að finna par skoðanir sínar og hugsanir, heldur og vegna menntun- ar og menningar sín sjálfs. E>að er opt talað um, hvað mikið sje varið í að kunna að lesa og skrifa, en að pví er skriptina snertir, pá er pvl að eins gagn að kunna hana, að maður neyti hennar til pess að láta í Ijósi hugsanir sínar og skrifi eitthvað. Annars verður sú kunnátta ekkert annað en fjársjóður, sem fólginn er 1 jörðu. En öll kunnátta á að vera fjársjóður, sem ber ávöxt fyrir lffið. Ekkert metSal er ef til vill betra til að skýra og glæða pá pekkingu og pær gáfur, sem maður hefur, held- ur en einmitt að rita greinir um pau efni, sem honum eru kunn. Við pað menntast andi mannsins, hugsunin skerpist og lærir smátt og smátt að búa sjer til orðfæris-búning. L>að verðaofboðfáirsmiðir i fyrstasinni og pað er ekki við pví að búast að mað- ur, pó greindur sje, verði fimur eða heppinn í að skýra hugsanir sínar fyrir öðrum í fyrsta sinni sem hann sezt niður til að rita. En ef hann f hvert skipti vandar sig, pá er eng- inn efi á, að honuin fer fljótt fram. Og engin ánægja er meiri til á pess- ari jörð en að komasínum innstu og næmustu hugsunum í pann búning, að maður geti verið ánægður með hann, pegar maður er búinn að velta honum fyrir sjer og skoða hann á allar lundir. L>að, sem mest af öllu á að forðast, er hroðvirknin. Maður á ætíð að vanda sig sem bezt maður getur. L>að er eitt með öðru algeng hjátrú hjá íslenzkum alpýðumönn- um og ekki síður hjá alpýðumönn- um af öðrum pjóðernum, að engir sjeu færir um að rita neitt, sem koma eigi fram fyr!r almennitig og birtast á prenti, nerna ((lærðir” menn og með Jærðir” menn eiga menn við skólagengna menn, einkum pá, sem gengið hafa gegnum latinu- skóla. L>etta er hjátrú, sem parf að vinna bug á. L>að er margur sá stúdentinn, sem ekki er fær um að skrifa grein um algengt efni, svo að polanlega megi kalla, og pað er líka margur maður, sem aldrei hefur gengið á latínuskóla og ef til vill aldrei komið á nokkurn skóla, og sem skrifar pó betur fyrir sig heldur en margur ((lærður” maður, sem kallaður er vel ritfær. Náttúran er svoopt náminu ríkari. L>að er auk pess viljinn og polgæðið, sem svo mikið er undir komið,eins í pessu sem öðru. En engan mann, sem einu sinni fer að reyna til aðrita niðurhugsanir sínar, mun nokkurn tíma iðra pess; fyrir slfkum mönnum opnast svo að segja nýrog ópekktur heimur, skoð- ananna og hugleiðinganna heim- ur, sem áður hefur verið peim hul- inn poku, og sá heimur er fullur huggunar og einkennilega unaðsam- legrar nautnar. Vitaskuld erpað, að margir menn eru svo bundnir við daglegt strit og enda daglegar áhyggur, að peir hafa sara-lítinn tíma afgangs til að rita um pan efni, sem peim liggur ríkast á hjarta. L>eir menn verða optast nær fegnir að hvíla sig pær stundir, sem peir hafa afgangs störf- um. En pegar vel er að gætt, mun pó í raun og veru svo, einnig um j flesta pá menn, að peir gœtu tekið sier stund og stund til slíkra starfa, I ef viljinn væn góður. En undantekningar eru hjer til, pví að 'til eru lífskjör svo pungbær og sumt lífsstritið svo erf- itt, að andinn frýs einhvernveginn innan í likamanum og er orðinn löngu kaldur og löngu stirður áður en hjartað hættir að slá. Hvað sem nú pessu líður, pá er pað óefanlegur sannleikur, að liinir svo kölluðu ((ólærðu” menn gera allt of lítið af pví að rita, bæði vegna sjálfra sfn og annara. Vjer höfum opt átt samræður við alpýðu menn, sem höfðu svo einkennilega og svo skýra skoðun á högum sín- um og kjörum, að oss pótti yndi að. Vjer erum pess fullvissir, að víða er til slfkt gull grafið í jörðu, en peir, sem slikar gullæðar eiga,—eða pó pað sjeu ekki nema silfur- eða kop- aræðar—pað er líka gjaldgeng vara —eiga að grafa sitt gull eða annan málm sinn fram úr fylgsnunum. Það er skylda peirra, ekki einungis gagnvart sjálfum peim, heldur einn- ig vegna fjelagsins, sem peir eru f. L>egar pess vegna peim orðrómi hefur verið fleygt—af hverjum og í hverju skyni vitum vjer ekki og hirðum ekki um að vita—, að ((Heimskringla” væri nú og ætti framvegis að vera lokuð fyrir öll- um almenningi og að par fengju nú engir að skrifa nema ritstjórarnir sjálfir, pá er sú fregn ekki að eins j alveg gripin úr lausu lopti, heldur með öllu gagnstœð sannleikanum. ((Heimskringla” stendur öllum opin að rita í og liún tekur tveim hönd- um öllum góðum greinum frá alpýðu- mönnum. Vjer segjum ((góðum” af pví að vjer viljum láta blað vort vera verulega gott, en góðar köll- ’ um vjer allar pær greinir, sem að einhverju leyti skýra eða lýsa eitt- hvert almenningsmál og eru nokk- urn veginn úr garði gerðar að pvf er búninginn snertir. En um bún- inginn er pað að segja, að ritstjórar ((Heimskringlu” álíta pað skyldu sína, að reyna til að lagfæra allt pað, ‘sem aflaga kynni að pykja fara í peim greinuui, sem efnisins vegna pætti vert að birta í blaðinu, og sem ekki eru ver úr garði gerðar en svo, að hægt er að laga pær, án pess að umstevpa peim alveg frá rótum. Um stórbreytingar allar á greinum viljutn vjer seinja við höf- undana sjálfa og pá utanbæjarmenn, sem -senda oss greinar, viljum vjer biðja, að gefa einhverjum kunninga sínum hjer í bænum umboð til að semja við oss um breytingar, ef peir annars vilja taka nokkrum breytingum á greinum sínum. Hitt tnun oss varla pörf á, að taka fram, að vjer viljum helzt engar breyting- ar gera og gerum engar breytingar að ópörfu. Brey+ingar, ef slíkra verður pörf, verða að eins gerðar vegnahöfundanna sjálfra og blaðsins, en ekki af neinum leik eða hót- fyndni. En eins verðum vjer að biðja alla pá, sem senda oss greinir, að gæta, að hafa eigi ópverra skammir eða persónulega illkvitni í greinum sín- um, eða með öðrum orðum, greinar- höfundar verða að haldasjer við mál- efnin en ekki mennina. Reynd- ar skal pað hjer tekið fram, eins og líka áður hefur verið gert í blaðinu, að ritstjórnin ber enga ábyrgð á skoðunum peim, sem birtastí ((Radd- ir frá almenningi”; par geta og hafa birzt skoðanir, sem eru alveg gagnstæðar skoðuimm ritstjórnarinn- ar. En skammir megaekki vera par, pví pó ritstjórnin sýni fullt frjáls- lyndi við skoðan r, pá getur liún | ekki veitt ópverranmn neitt húsa- skjól, hvort sem beitt er við hana bænutn, vináttu eða ógnunum. Hún verður að halda uppi heiðri blaðs- | ins. Það er hennar skylda, að gæta pess, ag ekki verði hægt að segja | ineð sanni, að ((Heiinskringla” sje skrílblað. Hún verður að gera allt, sem í hennar valdi stendur, til pess, að blaðið vinni sjer virðingu allra góðra manna. BLINDUR ER HVER f SJÁLFS SlN SÖK. í næst seinasta blaði af ((Lýð” sáluga stendur svo látandi grein: ((R i t d ó m u r etfa hrakdóinur Gests Pálssonar um leikinn „Helga magra” (í ísafold) hefur það sjer til ágætis, atS hann skilur ekki eptir hið verra; að öðru leyti er dómur hans svo ósanngjarn og fávislegur, sem mest má verða. Gest- ur hefur áður sagt og sannað, að hvorki þekkir hann fornsögur nje virðir, en nú dæmir hann, eða rjettara að segja, rotar liaun rjett sem horfir hvert atriði í ieik þessum svo sem allt sje ónýtt og vitlaust, andlaust, öfugt og. fjærri öllu fornaldar- lífi. Hann veit allt miklu betur. Þórun hyrna á ekki að hafa haft hvílu nema á þiijum uppi og vera á sjóklæðum (skinn- stakki?). Knerrir gátu ekki (lijá Gesti) verið drekar eða haft drekahöfuð, svo vísan er þá röng hjá Hornklofa: „Knerrir komu austan kapps of lystir meðginandahöfðum ok gröfnum tíglum”. Þau Heigi eiga ekki að hafa kunn- at! Credo (trúarjátninguna) og Paternost- er (fatflr-vor) ! Sú kunnátta hefur pá ekki verið lögskiputt hverjum manni er skírður var. Menn kunnu þáekki,mein- ar G., alS lúta og því síður ati þeyta lúður! Jeg vildi jeg væri eins viss um aS Gestur kunni ati signa sig á íslenzku, eins og jeg er viss um að Helgi magri með sinni ((blöndnu trú” kunni að gera þats á latínu. Hitt hvertveggja kann Gestur eflaust betur: Helgi magri hefur kunnað að lúta konungum og liefðar- frúm, en ekki hefur hann kunnafl ats hnegja sig fyrir pútum eða beygja sig fyrir niútum. Og lúður hetír Helgi kunnað að þeyta og látitt opt þeyta, en þegar G. blæs, sækir hann vindinn sjálfsagt dýpra. Yms orð tilfærir G. úrleiknumsem rö ng, en jeg sje ekki betur en öll þau orðsjerjetf. Hann vill ekki að forn- menn tali líkt og sögurnar láta þá hafa taiað, ogheimtar andríki. Viðogvið ereins og Gestur liafi ætlað að villast á rjettari leið, en því fer miður. G. er og verðurGestur b 1 i n d i með bjálka í báðum augum, og allur hans ritdómur er eintóin glitábreifta (G. ritar smellið) gegnum ofln heimsku og liroka. Það lakastaer samt að dómur þessi er undir- niðri i 11 g j ar n—svo illgjarn, að pað er ólíkt Gesti, sem í raun og veru er meinlaus niaður; mjer liggur við að segja að eluhver Axla-Björn hafi hrætt hann eða keypt til að gjöra þessa glópsku. Sje þessi mælir liinn siðasti, sem Gestur mælir öðrum út á íslandi, þá er heldur vei skilið ((við garðana í Gröf”, enda mætti svo fara, ef hann kemur til Aineríku, að honum verði þar að ganga til „Lögberg- is” oghann fái sjálfur dóin að heyra, fái ajitur sama mæli sjer mældan, troðinn, skekinn og fleytifullann”. En vesalings ((Lýður” lifði ekki lengi eptir pennan mnnnbita. Með næsta blaðinu sálaðist hann eins og krakkavella, sem aldrei hefur fennið í askinn sinn nema illt og lítið alla sína stuttu lifstíð og gleypir svo í hungrinu eitthvað óheilnæmt, sem pað bíður bana af. Faðirinn purfti náttúrlega að lialda ræðu eptirbarn- ið sitt; eu ekki var hún löng lík— ræðan, bara fjórtán prentaðar línur. Textann liafði faðirinn valið sjer sinn gamla og sigursæla aðdrátla-texta: ((Nú er lítið í vösum mínum piltar, o. s. frv”. En sleppum nú pessu. Það er bezt að snúasjer að greininni sjálfri, pessari ofanrituðu. Húu satinar ofboð ápreifanlega gömlu varúðarregluna: ((Gerðu aldrei neitt í bræði”. Hún sýnir pað, að sá sem fer að rita í bræði, ber ekki skyn á að greina rjettar rökserndir frá röngum, lemur svo kríngum sig með bæxlunum, að hans eigið vit fer í felur, og hreyt ir úr sjer fúkyrðum, svo ógeðsleg— um og sóðaleguni, að pað er eins og haun gangi, andlega talað, ineð buxurnar á hælunum frain fyrir al- menning. L>að er sök sjer, að búa til Ije - legt leikrit, og pað er mannlegt, að reiðast, pegar bent er á, hvað óum- ræðilega sje lítið varið í leikritið. En hitt er allsendis ófyrirgefanlegt manni, sem einhverrar dálítiilar menntunar hefur notið, hvað pá held- ur pjóðskáldi, að setjast niður og skrifa aðra eins grein og pessa, par sem engin röksemd erfram færð, sem nokkurt minnsta lið sje í og par sem hrúgað er saman svo við- bjóðslegum persónulegum getsök- um og skömmum, að hvert einasta skríisblað í viðri veröld mundi hugsa sig tvisvar um, áður en pað tæki slíka ritsmíð. Svona framkoma hef- ur pau ein áhrif á alla pá, sem eitt- hvað skynbragð bera á rithátt, að málstaður Matthíasar verður hálfu verri eptir en áður. E>að Hggur svo nærri, að láta sjer detta í hug gainla málsháttinn: ((Sannleikan- um verðum hver sárreiðastur”. Úr pví að jeg annars er farinn að svara Matihiasi, skal jeg leyfa mjer að láta í ljósi álit mitt um hans dramatiska skáldskap yfir höf- uð. L>að er einn aðalgalli á honum öllum, stærsti gallinn, sem getur verið, pví höf. sannar alltaf að nann er ekki dramatiskt skáld. ((Útilegumennirnir” eru skástir; par er töluvert af æskufjöri og lagleg- um kvæðum, sein lætur margan les- anda gleyma dramatisku göllunum. ((Vesturfararnir” eru langtum verri; par eru samræðurnar að mörgu leyti svo óeðlilegar, dramatiski hnútur- inn er alveg rangur frá heilbrigðri skynsemi skoðað og leikritið í heild sinni svo ofur fátæklegt að skáldskap. Eti þó er ((Helgi magri” langvestur. Jeg veit, að menn munu nú spyrja: ((Hvað er pað pá í skáldeðli Matth- íasar, sein neitar honum um að vera dramatiskt skáld?” Ja, pað er nú fyrst og fremst pað, að skáldgáfa Matthíasar er eingöngu lyrisk eða ljóðaskáldgáfa. Það er margt lýr- iskt skáld, ágætt lýrískt skáld, sem aldrei getur búið til gott leikrit eða góðaskáldsögu. Og meira að segja, flest lýrisk skáld geta pað ekki. Og alven á sama liátt eru leikrita- eða O söguskáld sfatdnast góð í ljóða- skáldskap. Það lætur flestum skáld- um bezt að leggja að eins eina grein skáldskapar fyrir sig, einkum og helzt ef peir skara fram úr í henni. Þessi alinenna regla kemur nú líka heim á Matthíasi. Auk pess er margt pað sjerstaklegt í skáldgáfu Matthíasar og í eðlisfari hans, sem gerir liami óliæfan til að búa til gott leikrit. L>að einkennilegasta við ljóðakveðskap Matthíasar er til- finningin, en í leikritum ríður ákaf- lega mikið áað gæta pess, að tilfinn- irig skáldsins sjálfs beri ekki aðal- hugsunina í leikritina eða lyndisein- kunnir liinna einstöku persóna ofur- liða. Og annað hitt: Af ölium gáfumönnum á íslandi mun Matth- íasi einna erfiðast að binda sig við rjetta eða ((logiska” liugsun. Anda- giptin er mikil; pað er nærri pví eitthvað spámannlegt við sum kjarn- yrðin og snillyrðin í ljóðum Matth- íasar; pau koma yfir hann eins og leij>tur, en hugsunaraflið er opt svo lítið, að hann getur ekki bent skarji- lega á pað, sem leiptrin sýna og skýra, eða búið tii úr peiin fylkingu, sem komi fögur og Ijóinaiuli fram á völlinn og beri stimpil fullmyndaðs iistaverks. En rjett hugsun og htigsunarafl er eitt af lielztu skilyrð- ununi fyrir góðu leikriti. Og að endingu enn eitt. Lífsskoðun Matth- íasar er ofboð dreifð og ofboð reyk- ul. Það er reyndat eitt stöðugt í henni, mannelskan. Matthías er bæði heitt og innilegt mannelskiinn- ar skáhl. Iíann vill leggja sína fá- tæku líknarhönd yfir a-H'fc aumt, sem fyrir augun ber á lífsleiðinni. En hann gætir ekki að, af hverju bölið og raunirnar renni eða hvernig verði ráðiu bót á peiin. Hann fyllist ekki rjettlætis-reiði við pá, sein bölinu valda eða bendir á ráð til að ráða bót á prautunum. Hann veit sjálf- sagt, að allt mannkynið skiptist í tvö einföld verkfæri, sleggju og steðja, og að öld eptir öld er sleggj an að lemja steðjann í veraldar- smiðjunni. En hann lítur ekki við sleggjuniii; hann horfir bara alltaf á steðjann og auinkast yfir hann, án pess að láta sjer detta í hug, að allt pett.v er f raun og veru sleggj iinui að kenna, og án pess að reyna til að prífa í hana eða hvetja nieun með hersöiigiun til að breyta rás hennar. En án pess að h ifa fasta og skýra lífsskoðuig sem hyggf skarplega að rökum tilverunnar og lífskjörunum, er ómögulegt að búa til gott leikrit. Gott leikrit út- heimtir, að höfundurinn taki fyrir tilveruna eða einhver atriði úrhenni, leiði allt með skáldlegri list, skýr— um samræðum og skarpri hugsun að eðlilegum leikslokum, og láti svo shia sjerstöku skoðun áefiiinu leggja sína blæju yfir allt leikritið, svo pað fái persónulegan sannleiks krapt og persónulegan heildar-stimpil. Nei, Matthías er ekki leikrita- skáld og getur eptir eðli sínu ekki verið pað. Hann er bara lýriskt skáld, með beztu lýrisku skáldum íslands, ef til vill bezta erfiljóða- skáldið, serr nokkurn tíma hefur verið uppi á íslandi; en pessi hin síð- ustu árin bera ljóð hans augljósan vott pess, að honuin er farið að fara aptur, enda er pað engin furða, um skáld, sem komið er um sextugt. E>að eru ekki mörg af skáldnnum í heiminum, sem halda fullum skáld- krapti til elli-ára, einkum ef pau núeiga við erfið ytri lífskjör að búa. í sumum ljóðum Matthiasar frá síð- ustu árunum er orðaleikurinn kom- inn í stað andagiptar og eptirgerðar- tilfinningin í stað hinnar náttúrlegu. En pað er ekki um pað að tala. Matthías heldur sinum sóma fullum fyrir pví. Hann fer á knje eins og Þór og aðrir fyrir ellinni. Svo er nú bezt að jeg rari fáein- um orðum um pessi fáu atriði, sem grein Matthíasar nefi.ir í pví skyni að sýna, að ritdómur minn sje rangur. Það er einkennilegt, að Matthíasnefnir ekki eitteinasta af að- alatriðunum, sem jeg færði til móti leikriti hans. Haun tekur einungis fyrir smáatriðin og ekki nema of- boð fá af peim. Þó pessi fáu smá- atriði, sem Matthías talar um, væru röng í ritdómi mínum, pá stæði hann í heild sinni í fullu gildi fyrir pví. En svo er nú ekki einu sinni svo vel, að Matthías geti fært minnstu rök fyrir, að jeg hafi rangt fyrir rnjer í pessum fáu smáatriðum. Matthías kemur með pá setningu seni formála, að jeg ((hafi bæði sagt og sannað” að jeg hvorki pekki nje virði forusögur vorar. Það væri gaman að vita hvar og hvenoer jeg hef sagt^ pað eða sjnnað. Jeg hef að pví er jeg man, aldrei minnst verulega á fornsögurnar nema í fyr- irlestri mínum Um menntunará- stamíið á íslandi”. Þar hef jeg að eins minnsc á pær til pess, að reyna til að sanna, að pær væru ekki heppilegar sem ((hin eina menntun- arlind fyrir alpýðu”, hversu marga kosti sem pær að öðru leyti hefðu til að bera. Er petta pað sama sem. að kunna ekki að ((virða” fornsög- urnar? Jeg hef inestu ánægju af enn í dao að lesa foriisöourn- o o ar, pær helztu og beztu, en jeg reyni til að skoða pær ineð skyn- seminni, en hef enga hjáltrú á peim. —Seinast í ritdóinunum uin ((He)ga magra” sjálfan, hef jeg sagt, að suiriar af peiin væru svo itiikil meist- araverk, að pað muiidi tæplega borgasig fyrir nútíninskáld að velja úr peim yrkisefni. Er petta að bera ekki virðingu fyrir fornsögunum eða kunna að meta pær? Jeg hef aldrei sagt, að Þórunn liyrna ætti að vera í skinnstakk, en pó væri sjálfsagt nær heilbrigðri skynsemi að láta hana vera svo búna á sjó heldur en í slnuin mestu skrautklæðum. I>að er ekki til neins fyrir Matthí- as að vera svo ógnarglaður yfir vísu Ilornklofa. L>að er nefnilega sá gallinn á, að Matthías hefur ekki skilið vlsuna. ((Knerrir” par pýða ekkert annað en skip alinennt, al- veg ótiltekið með hvaða gerð eða skijialagi, enda er sú merkingin al- gengust á l(knör” I forna skáldamál- inu eins og Svb. Egilsson tekur frain í ((Lexicon poeticum”. Að höf. vlsunnar hefur brúkað ((knör” en ekki ((dreki” kemur auðsjáanlega til af ljóðstafasetningunni (A’herrir Aomu austan Æapps o. s. frv.). Ann- ars voru knerrir kaupskip en ekki herskip. Og að drekar hafi haft al- veg sjerstakl skipalag sjest bezt af frásögn Heimskringlu um Svoldar- orustii; par standa peir konungar l)ana og Svla og Eiríkur jarl og horfa á skipaflota Ólafs Tryggva- sonar og pekkja drekana frá öðruin sk'pnm, jafnvel pó niður sjeu tekin drek diöfuðin. Þessi ((Hornklofa sjieki Maltíasa.rer pess vegna I raurs

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.