Heimskringla - 08.03.1893, Page 1

Heimskringla - 08.03.1893, Page 1
SATURDAYS O L D I N. AN ICELANDIC SEMI-WEEKLY NEWSPAPER PUBLISHED ON WEDNESDAYS AND VII. ÁR. JSTR. 21. WINNIPEG, MAN., 9. MARZ, 1893. TÖLTJBL. 373 Minni Alberta. í>ú fagra sveit í fjalla-arm, Yor fóstran unga, nýja, Sem vermir milt þinn mjúka barm Við morgun-sólu hlýja ; Með silfurtæru fljótin fríð, Með flöt og klotta-hallir Og marga græna greni-hlíð Yið gljúar vetrar-mjallir; Sem réttir dala,faðminn fram, Með fellum, liólum, skörðum Og mörgum hléskóg, hlýjum hvamm Til hælis veðurhörðum ; Með grænna slétta gárótt höf, Sem golur aldrei hræra; Með hundrað vatna heiðblá tröf Og hlíða-læki tæra. Með náttbjart vor, með norður-ljós Á nyrzta jökul-horni, Með hrímið hvítt uni rauða rós Á rökum sumar-morgni; Með vor-rjóð, þykkleit Þorra-ský, Sem þekur sólar-glampi, Svo þíðu-brosin hreyfast hlý Á hrímgum vetrar kampi. Þú fóstran ung, sem fjöll þig kring, Of frelsi’ og þjóðheill vaktu, Og að þér margan Islending I útlegð sinni taktu ! En spenntu lengst þitt fjalla-fang Með frosti’ og jökul-stáli Á móti auðvalds yfirgang Og ofsatrúar-báli. Stephan G. Stephansson. Frá löndum. TINDASTÓLL, 25. FEBR. Herra ritstj. ,,Hkr.“. Það er svo ógnar sjaldan, sem Alberta-búar streitast fram á rit- völlinn og íáta til sfn heyra í blöð- unum, að þér hljóta að vera kær- komnar nokkrar línur úr þeirri átt. Héðan er ekkert það að segja, er verulegum viðburðum sætir. Alt gengr sinn vanagang, rétt eins og sólin og tunglið. Heilsa manna og höld fjár hafa verið f góðu með- allagi þennan vetr, þr&tt fyrir j,að þótt hann hafi verið s4 langharð- asti, sem Uomið hefir yfir Alberta- héraðí mörg undanfarin &r. Efna- hagr bænda hór um pláz má heita í góðu meðallagi. Það er enginn þeirra rfkr, heldr enginn svo fátækr að hann ekki sé sjálfbjarga. Eitt er vfst. Þeir hafa enga stóra skulda- bagga á herðum sór og ekkert af eigum þeirra er pantsett. Það er þeir hafa, eiga þeir sjálfir. Það færi vel, ef alstaðar væri eins ástatt. -—Kvikfjárræktin má heita að só hór aðalatvinnugrein bænda. Akr- yrkjan hefir verið mjög svo lítið stunduð til þessa, enda álít óg hana því miðr mjög óvissa í flestum ár- um, sökum inna alltiðu sumar- frosta. En þrátt fyrir alt það, hika óg ekkert við að segja, að margt bendi til þess, að íslendingar verði hór sjálfstæðir bændr þegar fram líða stundir. Þann 13. þ. m. hólt lesjrarfélag- ið „Iðunn“ skemtisamkomii á Tinda- stól f samkomuhúsi nýlendubúa, til urðs fólaginu. Inngangr var 25 cts. fyrir fullorðna og 10 cts. fyrir börn. Nálægt 100 manns, ungir °g gamlir, vóru þar saman komnir, Þar á meðal nýgift hjón, Siggeir •^óliannsson og Ingibjörg Björns- ^óttir, sem höfðu keyrt til Innisfail Um daginn til að láta prestinn ^''ida hnútinn. Klukkan 8 um v®ldið byrjuðu skemtanirnar. For- V' ^strarfólagsins .(ónas J. Húu- stýröi samkomunni og bauð alla v»li, „ 6 ‘aomna. Fyrst var leikinn Hraunhöfða draugrinn eftir Chr. | Briem, sem saman stendr af 7 per- sónum; þó leikrit þetta sé í heild sinni eitt stórt húmbúg, þá máttu leikendrnir vel eiga það hrós, að þeir léku það prýðilega. Að lokn- um leiknum fór fólkið til húss Jó- hanns Björnssonar og drakk hver og snæddi þar eftir vild sinni. Að því búnu fór fólkið aftr að þyrpast til samkomuhússins, svo þegar alt var komið til spektar, stóö Mr.S. G. Stephanson upp úr sæti sínu og hólt langa og gagnorða ræðu. Á eftir honum kom Mrs. S. Bárdal með upplestr, sem var samandregin hnittiyrði og orðaglatnr ýnisra gam- alla góðkunningja uin bóndann á „Hliðskjálf“ og nágranna hans. Næst talaði Jón G. Pálmason fáein orð. Svo Vigfús Halldórsson, um hólbúana fornu (The Mound Buil- ders). Þar næst talaði C. Christin- son um skólamál og uppfræðslu barna. Á eftir honum kom Jónas J. Húnfjörð með langa ræðu. Þar eð óg hefi fengið nokkra vissu fyrir, að inar markverðari ræður, sem fluttar vóru á samkomunni, yrðu innan skamms sendar Hkr. til meðferðar, þá hirði óg ekki um að geta þeirra neitt nákvæmlega hér. Þegar áleið nóttina var fólkið hrest með nokkrum skálum af heitu púnsi, ogvóru þáýmis miuni drukk- in. Mr. Jóhann Björnsson mælt' fyrir skál lestrarfólagsins; brúð- kaupskvæði sungið eftir ‘ .G. Ste- phánson; Minni Alberta, kvæði ertir sama; einnig var sungið brúð- kaupikvæði, sem Mrs. Jóhanria Halldórsdóttir hafði ort.—Hreinn á- *góði af skemruniuiii varð $17,50.— Þegar morgna tók, fóru menn að búa sig til heimferðar. Allir vóru glaðir og ánægðir, og ég heyrði marga segja, að þetta væri ein sú bezta samkoma, sem þeir hefðu ver- ið á. Ég hætti svo og óska þór og „Heimskringlu“ langra og góðra lífdaga. C. ('hristitison. Islands-fréttir. BRÉF ÚR MÚLASÝSLUM. 1. Nóvember. [TítSarfar og búna'Sarlingir.—Wathne.— Verzlunin. —Samgöngumál. — Deilur millur milli presta og safnaða.—Þing- metn Múlsýslunga. — Vistarbandið— Bókasafn]. Það hefir ýmislegt verið að hór á Austfjörðum þetta árið, sem vel mætti geta í blöðunum, og er gild °g gömul regla, að minnast fyrst tíðarinnar, en húu hefir verið in versta frá þvl I fyrra haust; fram til miðs vetrar gekk hór ekki á öðru en stórrigningum, bleytukafaldi og stormum, alt á mis; eftir það var þurrasnjór, en ekki lótti vetri af fyr en I júní, og mátti svo kalla, að mestan hluta tlmans væri jarðlaust, enda feldu sumar sveitir margt fjár fyrir beyskort I Maíruánuði, og mesti fjöldi vorJamba dó. Gras- vöxtr varð afarmisjafn, sumstaðar I meðallagi, en sumstaðar aftr nærfelt enginn ,einkurn varð töðuvöxtr smá- feldr; teyannir byrjuðu vlðast seint I Júlí og I sumum sveitum eigi fyr en I Ágúst, enda lágu töður enn ó- hirtará túnum sumstaðar I Fjörðuin I September miðjum; ollu þvl megn- ir óþurkar, svo öll nýting varð I lakasta lagi; þó hafa hey hvergi orðið úti að mun, svo óg viti. Mál- nyta varð alstaðar rýr, og allvíða engin, enda varð sumstaðar að gefa kúm með beit til Júllloka, svo gröri úthagi illa, og eru þannig eigi svo fáir búendr til sveita, sem eigi hafa haft mjólk á þessu sumri. Afrótt- arfó reyndist vonum framar,og munu l heygjafirnar I fyrra vetr hafa bjarg- að hér. Allir gera ráð fyrir að lóga óspart af heyjum, því að bæði eru heyin sárlítil og fyrningarnar engar, og svo eru menn hræddir um að grasið, sem plnst hefir upp I þessum kulda-hrakviðrum, só kosta- lítið, en efndanna er vant, þótt heit- in séu góð, eða svo hefir það oftast reynzt hór eystra I heyásetningsmál- inu. Svona er nú búskaprinn á landi, en I sjónum hefir líka verið hallæri, og er því síld og annar fiskr hór með minsta nióti.—Wathne flögrar fram og aftr með hjólum og skrúfum um sjóinn, en enginn veit hvaðan hann kemr eða hvert hann fer, og stundum ekki sjáltr hann; það er alt eitthvert ráðleysisráf.— Dá er verzlunin; hún hefir trúlega nú sem fyr eflt ballærið og aukið; útlendar vörur hafa verið I tvöföldu verði og innlendar vörur I nærfelt engu verði; sem dæmis má geta þess, að fyrir nokkrum árum feng- ust tvær tunnur af rúgi fyrir tvæ- vetran saua, ekki samt hjá kaup- mönnum, en nú stóð þetta á höfð inu. Tunnan varð ein og sauðirnir tveir. Pöntunarfélag’ Héraðsmanna sendi á 5. þúsund sauða, en þar af kastaði Choghill úr á 0. hundrað og sagði að væri einskis virði á Englandi, og var þó flest af úrkast- inu um 100 pd. á þyngd, en bann sagði ltka á eftir, að þetta fó, sem færi, væri fallegasti hóprinn, frá ís- landi í haust; en þó hélt hann að maðalverð yrði eigi yfir 12 kr. sauðr- inn. Framkvæmdir I almennum mál- efnum hafa verið mjög litlar, eins og líka alltíðast er í nallærum; þó ætla héraðsmenn að halda áfram með Ósmálið sitt, ef landstjórnin setr eigi þvert nei fyrir útborgun á fé því, er þingið veitti til gufu- bátsferðanna á Austfjörðum og sýslunefndirnar veittu Hóraðsmönn- um sínum. Hreyfingar I andlegu áttina eru heldr ekki stórvægilegar, nema ef telja skal uppistandið milli safnaða og presta í 2 prestaköllum, Dverga- steins og Vailaness, og á nú innan skams að reyna sætt milli prestsins og safnaðaains I Dvergasteinssókn; hún hefir áðr verið reynd, en hélzt illa, og litlu endingarbetri halda menn að þessi sætt verði, þó hún komistá; til sáttamanna eru kvaddir prófastrinn I Norðrmúlaprófastsdæmi og prestrinn I Vallanesi, sá er þar á tilvonandi í útistöðum við fríkyrkju- menn innan síns safnaðar; þykir mönnum þessi kosning undarleg, eins og margt annað I málum þess- um frá öndverðu, og ætla að sátta- vænlegra væri og haldbetri sættin, ef leikmenn fengju að vera með prófasti 1 sáttaleitunum þessum, en —búið arki að auðnu. Ekki þekki óg presta þessa, en alþýða segir að þeir sóu leyfilegs ávinnings gírugir; og mun það vera einn af kostum þeirra. Líklega birtist bráðum saga þessarar kyrkjulegu hreyfingar og þarf hér eigi að rekja mál þetta lengra.—Til þingsetu hafa verið kosnir miklir drengskauarmenn, og þykir mér það mestu varða, en lík- legt þykir mór að kyrkjan dragi sína menn I sinum málum, þó ekki afleiðis vona óg, og ekki þar sem kjósendr vilja alment að breytt sé frá fo rnum venjum. Antiar bænd- anna, sem þingsæti náði, hefir þeg- ar sýnt, að hann vill eigi vera I liði bænda í helzta áhugamáli þeirra, vistarmálinu, en algerleg leysing vistarbandsins myndi hvergi á land- inu verða affarasælum sveitarbúskap til jafnmikils ótíma sem einmitt hér I Norðrmúlasýslu, og það jafnt vinnuhjúum sem bændum. Mætti og ætti að sltrifa langt mál um þetta, en I fám orðum yrði hór I sýslu afleifiing algerðrar lausavinnu einyrkjabúskapr eftir fá ár með öll- um sínum vesaldómi, fátækt, fá- fræði og umkomuleysi, og efa ég ekki að slík andleg og líkamleg vesaliriTmska myndi með tímanum ganga jafnt yfir húsbændr og hjú, svo lögin, hversu frelsisfögr sem þau kunna að sýnast, yrðu að bölv- un, er eigi blessun.—Ef telja skal framkvæmdir einstakra manna, má telja með stórvirkjum framkvæmd Skaptr. Jósefssonar, ritstjóra Austra I bókasafnsmáli Austramtsins, og treysti ég því, að þar só góðu korni til sáð, og muni gott af gróa, er stundir líða“. (Eftir ,,Fjallkonunni“). [Framh. ísl. frétta á 3. bls.] —Sira Mattlasar samskotin. Slð- an blað vort kom út slðast hefir komið inn á skrifstofu Hkr.: Guðbert Eggertsson Wpg. $1.00 Sæunn J. Jónasdóttir 0.25 Villielniina Guðbertsd. 0.25 Karolína G Guðbertsd. 0.25 Dóra J. Guðbertsd. 0.25 Hans Jónsson Watertown 0.25 Hólmfríðr Sigurðard. 0.25 Sol veig I ngi b j örg Hansd. 0.25 Sveinn Hansson 0.50 Sigtryggr Hansson 1$ 0.50 Ó. Thorleifsson Wpg. 0.50 Jóii Alfred 1.00 Ólafr Tryggvason 0.50 Hallgr. Backmann Duluth 1.00 Ch. Guniiarssoii 2.00 John C. Halldórsson 1.00 Sigrgeir Olson 1.00 Sigurðr Norinan 1.00 Petur Oddson íl 1.00 •íthn. Björnsson ,, 0.50 Bjarni Gíslason 0.50 Miss. Hólinfríðr Bjnrnad. 1» 0.50 Ónefndur 19 0.25 Sam Olson 11 0.25 Eiríkr Johnsson 11 0.25 Halldór Sigurðsson 11 0.25 Jósafat Halldórsson 11 0.25 Miss Helga M. Hallson 11 0.25 Sigfús Stefánsson Wpg. 0.50 Stefán Teitsson 11 1.00 Jóhann Sigtryggsson 11 0.25 Jóhann Pálsson 11 1.00 Sveinn Póturson 11 0.50 Vilhjálmar Olgeirsson 11 0.25 Jacob Sigurðsson 11 0.50 Mr. & Mrs. Johnsson 11 0.20 Sigm. M. Long 11 0.25 Chr. Jacobsen 11 0.25 Kristjan Eiríksson 11 0.25 Vigfús Thorvaldsson 11 0.25 Bjarni Stefánsson 1» 0.25 Thorst. Guðmundsson 11 0.25 Bened. Johnsson 11 0.25 Björgólfr Vigfússon 11 0.25 Jacob Ó. Thorsteinsson 11 0.25 Jörgen Jónsson 11 0.25 Th. Finney 11 1.00 Lárus Finney 11 0.25 Alex Finney 11 0.25 Ónefndr 11 0.50 Bjarni Jónsson 11 0.25 Bjarni Gíslason 11 0.25 Sakarías Björnsson 11 0.25 Thorkell Gíslason 11 0.25 Sveinn Magnússon 11 0.25 Kristján Erlendsson 11 0.25 Tómas Gíslason 11 0.25 Árni Sigurðsson 11 0.25 Gunnar Sveinsson 11 0 50 Erlendr Thordarson 11 0.50 ásamt áðr auglýstum Samtals alls Alls: $27,45 $63,55 : $!>1,©0 lHDð, li.jiimi irn at llnvnnn liirjrslit'i'iiiini. „La Cadena“ og „I,a Flora“ vindlar eru án efa betri að efni og töluvert 6- dýrari heldr en nokkrir aðrir vindlar. Fordómsfullir tóbaksreykjendr vilja ekki kannast við það, en þeir, sem vita hvernig þeir eru tilbúnir, kannast við það. 8. Davis & Sons, Montreal [15J „Clenr Hnvnnn Cignra” 1(Lft Cadena” og 1(La Flora” Biddu ætíð um þessar tegundir. [11] Einn af nafngreindustu rökurum þessa bæjar, Mr. W. Starr er um undanfarandi tíma hefir unnið á Kelly’s og Clarendon rakarastofum, er nú byrjaðr að vinna hjá S. J. Scheving. D ANS Vegna danssamkomu, sem höfð verðr I kveld, hefir kvennfélagið á- kveðið að fresta grímudansinum, sem auglýst var að yrði hafðr á fimtudagskveldið, þangað til á mið- vikudagskveld I næstu viku. Fólk láti ekki auðlýsinguna I Lögbergi glepja sig. Breyting þessi var gerð eftir að Lögberg var komið I pressuna. — Ið íslenzka Byggingamanna- félag heldr sinn næsta aðalfund á íslendingafólags-húsinu á Jetnitna Str. föstdaginn 10. þ. m. kl. 8 e. m. — Fastlega skorað á alla félags- meun að mæta á fundinum. Jóh. Bjarnason forseti. FROM THE FAR NORTH. í norS- lægum löndum er fólki mjög hætt viS kasti, en þau lönd framleiða líka ein- mitt meðalið, sem á við því. Dr. Wood Norway Pine Syrup læknar hósta, kvef, hæsi, andarteppu, barkabólgu og alla lungna og háls-sjúkdóma. Verð 25 cts. og 50 cts. BAD BLOOD CURED. He.rar. Eg hefi brúkað Burdocks Blood Bitter við slæmu blóði og liefir mér án undan- tekningar reynzt hann ið bezta liressing- armeðal. Fyrir nokkru síðan fékk ég tvö stór kýli aftan á hálsinn. B.B.B. læanaði þan ástnttum tíma. Samuel Blain. ’TSironto Junction. A CURE FOR DYSPEPSIA. Meltingar leysi orsakast af óhreinu blóði, óhægð- um, höfuðverk og lifrarsjúkdómum. | Vér ábyrgjumst að Burdocks Blood Bit- ter lini það eða lækni, ef hann e>- brúk- aðr samkvæmt fyrirsögnum. Mörg þús- und hafa reynt bann og hepnast vel. FOR SPRAIN AND BRUISES. 'Ekk- ert meðal læknar eins fljótt liðabrák, mar, skurði, sár frostbólgu, kviksár og gigtartök eins og Hagyards Yellow Oil; það er gamalt viðrkent meðal, sem hefir verið brúka'S yfir 30 ár. VALUABLE HINT. Þegar þú fær kvef eða hósta, þá fáðu þér tafarlaust Hag- yard Pectoral Balsam. Þetta gamla vel- kenda meflal upprætir vudir eins orsak- irnar, leysir upp skánina, sem lögst er í lungnapípumar og míkir og græðir yfir- borð slímhimnanna. HÖFUÐVERKR kemr af óhægðum ó- hreinu blóði, meltingarleysi og lifrar- sjúkdómum. Þar eð B. B. B. læknar alla þessa kvilla og er því eðlilega ið bezta meðal við höfuðverk. Þegar buið er að uppræta orsökina, fer höfuðverkr- inn. Kaupið ,,Ljóðmæli“ Jóns Ólafssonar (með mynd). Verð, lieft: 75cts. F R E T T I R. BANDARÍKIN. —Osborne rlkisstjóri I Mryoming kvaddi 26. f. m. A. C. Beckwille, sórveldismann til að vera efrideildar þingmaðr frá Wyoming á banda- þing'inu. Lögpjafarþingi ríkisins sleit svo, að enginn náði þar kosn- ingn til þessa. Þingmaðrinn er bóndi um sextugt, auðugr að kvik- fé, talinn einn af auðugustu mönn- um 1 ríkinu. —George II. Wulsh, forseti neðri þingdeildar I Norðr-Dakota, sem hingað til hefir verið samveldis- maðr, hefir nú sagt skilið við sam- veldisflokkinn og gengr I flokk sér- veldismanna. YIÐ G-ETIJM E K K I LENGR gefið nýjum kaupendum síðastl. ár- gang af blaðinu, því að hann er uppgenginn, nema fáeio ósamstæð tölublöð. En við getum gert nýjum kaupenduni góð kjör. Við seljum nýjurn kaupendum þennan árgang blaðsins fyrir $1,50 (fyrirfram borgað). Og hver af næstu fimmtíu kaup- endum, seni sendir oss borgun eftir þennan dag, fær tölu-merkta kvitt- un (No. 1, 2, 3 o. s. frv, upp að 50). Og undir eins og 50 nýir kauper.dr hafa sent oss borgun, látum vér undir umsjón valinkunnra manna og I viðrvist hverra, sem við vilja vera, draga hlutkesti um, liver af þessum 50 skuli fá verðlaun.—Sá sem hefir á kvittun sinni tölu þá, sem út kemr við dráttinn, má kjóia um, hvort hann vil1 heldr gefins Vandað vasa-úr (á $25 til $30 útsölu-verði hór) eða Yandaða saumavél (ámóta dýra). Ef vinnandi verðr I Canada, verða gripirnir afhentir hór á skrifstof- unhi (eða sendir hlutaðeiganda, sem borgar flutninginn). Verði vinnandi I Baidaríkjunum, bergar hann flutninginn á gripun- um frá Chic*go og til sín. Vór ábyrgjumst, að munir þessir sé engir húmbúgs-munir, heldr góð- irogvandaðir gripir. 8. Marz 1893. Útgefendr „ Heimskringl//“. D-PRICE’S Powder The’only pure Cream of tarter Powder, engin ammouia ekkert A1 jm. Brúkað af milllónum manna. 40 ára á markaðnum

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.