Heimskringla


Heimskringla - 08.03.1893, Qupperneq 3

Heimskringla - 08.03.1893, Qupperneq 3
HIEIILÆS-KIRinsrGKL.A. OG OLZDI3ST WINITIPEG; 8. MAEZ. 1893 X X OldChum CUT PLUG. OLÐCHUM PLUG. ^Engin tóbnkstegund hefir selzt jafnlljótt og feugið eins mikla almennings hylli á ]afn stuttum tíma, sem J>essi tegund af Cut Plug og Plug Tóbaki. X X ------Athugið------------- Pósturinn milli West Si'lkirk og Icelandic Kiver fer frá Selkirk kl. 7 á hverjum þriöjudagsmorgni og kemr til Icelandic Kiver á miðviku- dagskveld. Fer frá Icel. River á leið til Selkirk kl. 7 hvern fimtudags morgun, og kemr til Selkirk á föstu- dags kveld. Fargjald verðr ið sama og áðr hefir verið. Upplýsingar viðvíkjandi flutningi með póstvagninum frá og til Selkirk fást hjá Gbo. Dickinson og Chr. Watbrson sem flytr póstinn. HOTEL X 10 U 8 á Main Str. gegnt City Hall Sérstök herbergi, afbragðs vörur, hlý- legt viðmót. Restaurant uppi á loftinu JOPLING 4 ROMANSON eigendr. P. BRAULT & 00, Flytja inn vínföng og vÍDdla I*. Brault & Co. Halii St., gegnt Clty Hall. tSLENZKR LÆKNIR: Ðr. >1. Halldorsson. Park River, — — — N. Ðak. SUNNANFARI. «5? Sunnanpara í vestrheimi eru: Chr. Ólafeson, 575 Main Str., Winnipeg; Sigfus Bergmann, Garðar, N. D.; G. S. Sigurðsson Minneota, Minn., og G. M. Thompson. Gimli, Man. Hr. Chr. Ólafeson er aðalútsölumaðr blaðsins í Uanada og hefir einn útsölu á því í ^innipeg. Verð 1 dollar. ar ekki meiru. En þrátt fyrir það, og þrátt fyrir liitt, að ritstjóri hennar á í henni nokkrar ágœtar greinar, born- ar saman við sams konar greinar eft- ir aðra, þá er liitt þó sannleikr, að af þeim fáu mönnum, sem ég hefi kynnzt, sem „Sameiningin“ hefir Liaft nokkur áhrif á, liafa þau ekki verið mentandi. Þeir hafa ekkert af henni lært nema fáein stóryrði um mótstöðu- menn sína og skoðanir þeirra, án þess að hafa neina glöggva liugmynd um þá trúarstefnu, sem fyrir höfundinum vak- ir. Og orð hans haía ekki vakið upp hjá sjálfum þeim neitt andlegt afl, þau tiafa að eins orðið þeim verkfæri, ný eleggja, sem þeir reyna að nota í stappi því, sem þeim finst vera sitt trúar- stríð. — Fyrir löngu síðan dróg ég fisk á færi, heima við ísland, fram með haíisjökum úti á Skagafirði. Mér þótti það undarlegt, að hver fiskr, sem ég dróg, haföi ský á öðru auganu og var auðsjáanlega blindr því. Ég spurði manninn, sem með mér var, hvernig á því stæði. Hann sagði mér, að það kæmi til af því, að fiskarnir hændust að ljósglampanum út frá jökunum, syntu í sífellu kring um þá og snéru því ávalt sama auganu að jakanum, unz þeir yrðu blindir, því birtuna út frá ísnum þyldu þeir ekki til lengdar, en kring um jakann syntu þeir samt eftir sem áðr. — Eins hefir inum sterk- ustu „Sameiningar ‘-mönnum meðal alþýðunnar farið. Þeir eru allir blind- ir á því auganu, sem að henni og henn- ar málefnum snýr, en þeir synda í kring um hana samt, eins og allir flokíar gera kring um sín æstustu flokks- blöð. Sérhvað það, sem víkkar út ið andlega sjónarsvið manns, gerir hon- um mannheiminn skiljanlegri, og ljós- ari tengdir hans sjálfe jafnvel við fjar- læga og ólíka þjóðflokka, glæðir ment- un lians. í því tilliti geta ferðasög- ur verið ágætar, séu þær vel ritaðar, ritaðar af mönnum, sem skilja fólkið sem þeir ferðast um hjá, og geta sett sig í þess spor svo nákvæmlegá, sem hefðu þeir alizt upp hjá því, en flytja sig ekki yfir í dömttól sinnar eigin þjóðar; eða þess, sem þeir liafa vanizt eða eru sjálfir, því þá verða sagnir þeirra að miklu leyti fordómar. í einu liefti af „Iðunni“ er vel rituð grein í þessa átt, sem ég hér á við; það er ritgerðin „Frá Póllandi ‘, eftir Dr. Brandes. Félagið ykkar hefir stundum ver- ið að ráðgera að kaupa eitthvað af enskum bókum. Væri það að nokkru leyti fært, sem líklega er efa-mál, þá væri hægt að bæta sér upp það, sem ég hefi hér talið að vantaði í íslenzk- ar bókmentir; einkum ætti félagið þá að kaupa tímarit. Fyrir þá, sem hneigðir eru fyrir rómana eða skáld- sögur, væri ekki fjarri að reyna sig á Byron og Dickens. Byron er kann- ske stundum óhemjulegr eins og vetr- arliláka, en liann er þá aldrei leiðin- legr, og það er eitthvað í anda hans, sem hristir mann upp, svo maðr kemr fyrir sig fótum, og mentunin á ekki að vera tómt lánsfe, hún er sjálfseign. Dickens kann að vera nokkuð tafsamr stundum, en hann sá meira sögulegt í hversdags-ldutunum og í hversdags- lífi okkar hversdags-mannanna, en flest- ir aðrir, og hann þurfti ekki lieila ættbálka af jörlum og lávörðum né margra kapítula trJining af einvígum og morðum, ekki eknu sinni það, sem varla er mögulegt að komast af án : ástir og giftingar, til að geta ritað góða skáldsögu. Umfram ilesta aðra er er Dickens skáld meðaumkunarinnar, óg jafn-kýminn og tilfinninga-næmr eins og hann er, ætti engnm að leiðast að lesa hann. Flg býst annars við, að á bak við stofnun þessa „Lestra*félags“, og sumra annara meðal Islendinga, sé hvötin til að koma þeim á fót langtum beldr sú, að fá bækrnar lesnaraf því þaðeru íslenzkar bækr, en Ldtt, að menn ímyndi sér, að það sé mönnum áríðandi hér, eða geri sér grein fyrir, hver ment- unar-áhrif sá lestr getr liaft. En hver sem hvötin er, getr nokkuð gott af því leitt. Hér elst nú upp ungt fólk af íslenzku kyni, sem lítið eða ekkert mundi þekkja til Islands og bókmenta þess, ef „Lestrarfélögin“ hlyntu ekki að því. Það verðr aldrei hnekkir fyrir Islendinga hér, þótt þeir skilji tvö mál, ensku og íslenzku, svo að þeir, sem því eru vaxnir, geti orðið heima í bókmentum beggja. Þegar Ame- ríkumenn stæra sig af Burns og Shake- speare, sem þeir eiga ekkert í, þá er það jafn gott að geta látið þá vita, að við komum ekki hingað bóklausir heldr. Látið þá vita, að fyrir löngu vórum við orðnir menn, og að þeir séu ekki fyrst nú að gera menn úr okkr; svo lengi, sem nafnið Islend- ingr verðr haft um okkr. Mér hefir dottið eitt í hug: væri ekki liægt að tengja víða saman skáldskapinn við aðrar bókmentir í hug inna yngri manna, hvort öðru til stuðnings? í- mj'ndum okkr t. a. m., að um leið og þeir læsu „Njálu“, væri þeim kostrá að læra kvæðin „Gunnarshólmi“ og „Skarphéðinn í brennunni“; myndi það ekki ávalt síðan prýða söguna í huga þeirra, og skýra fyrir þeim kvæðin ? Samkvæmt gamalli venju er sjálf- sagt ætlazt til, að ég óski félaginu til hamingju áðr en ég lýk við þetta mál. Mér finnst þess engin þörf, því síðan ég byrjaði, hefi ég alt af verið að því eins vel og ég kunni. Og þó skrýtið sé, í ræðulok er ég kominn í sömu kröggnr eins og prestr, sem <yað taka sjúkling til bænar af stólnum: ég veit náttúrlega ekki framar en hann, hvernig alt kann að ráðast, og bið því svona til beggja lianda — annað- hvort um góðan bata eða skjóta aftöku, því það stendr þó næst einhverri bænheyrslu, að svo miklu leyti, sem ég ræð við. Stkphan G. Stephanson. — Stefán Odclleifssorí Notre Dame Str. gefr kjörkaup um pessar mund- ir. Hvergi betra verð á groeeries. TFIRLÝ8ING. Vér undirritaðir, ergáfum út boðsbréf að kyrkjulegu mánaðarriti 14. Júní síð astl., lýsum vfir því, að vér liöfum engan þátt tekið í ritstjórn afi blaíi því, sem byrjað er að koma út að Gimli undir nafninu „Dagsbrún“, og höfum þvíenga ábyrgð á því er komið hefir eða koma kann út í nefndu blaði, hvorki afi efni efSr öðru. Vér eigum engan þátt í stjórn blatSsins, og berum því enga ábyrgð á fjármálum þess. Bh'iðin, Heimskringla og Lögberg, eru vinsamlega beðin að birta þessa yfir- lýsing. Gimli, 27. Febrúar 1893. S. Thorarenson. G. Thorsteinson. S. Ó. Eiríksson. S. Sigrbjörnsson. [Framh. frá 1. bls.] Pöntunarfelag Fljótsdalshéraðs sendi út 4600 sauði. Kvað Coghill það inn bezta fjárfarm, er vit heíði sendr verið á þessu ári. Aöalfundr þessapöntun- arfélags var haldinn á Ormarstöðum í Fellum 25. Okt. síðastl. Á fundinum vóru rædd venjuleg félagsmál og auk þess talað um húsakaup fyrir félagið. Úrskurðað var, að kaupa 2 hús af norsku síldveiðafelagi, fyrir utan hús O. Wathnes með lóð umliverfis og nóta- brúki, sem fylgdi með í kaupinu, og ýmisl. fleira fyrir 4500 kr.* Húsin liggja vel við verzlun ú sjó; þar er að- djúpt og örstutta bryggju þarf, t 1 þess að stórskip geti lagzt að henni. Getr það 'orðið stór hagr, bæði með upp- skipun á vörum og útskipun á fé. í ráði er að fá upp nýtt hús frá Noregi fyrir krambúð, en hafa þeesi hús ein- ungis fyrir pakkhús, og selja gömlu krambúðina. Einnig er talað um, að flj'tja slátrið úr gamla pakkhúsinu út eftir og slá upp kolaskúr úr þv£. Þeg- ar þetta er komið í kring, verðr fé- lagið orðið vel byrgt af húsum. Jök- uldælir, Fjallamenn og Vopnfirðingar liafa að undanförnu verið að koma upp pöntunarfélagi, en eru nú hættir við sérstakt félag, og komnir í samband við pöntunarfélag Fljótsdalshéraðs þannig : þeir heyra undir félagsstjórn- ina, panta vörur sínar gegn um fé- lagið, vilja þó helzt fá þær sendar beint frá L. Zöllner til Vopnafjarðar, og ætla að útbýta þeim þar. Maát er að prófasti séra Sigurði Gur.narssyni á Valþjófestað og séra M. B. á Vallanesi hafi verið boðið að leita um sættir milli Seyðfirðinga og séra B. Þorlákssonar á Dvergasteini. Dag- lega er vonazt eftir cand. jur. Einari Benediktssyni til að dæma dómara- bókarmál sýslum Thorlacius og ritstj. Skafta Jósefesonar, er flestum þykir óþarft, og óttast að landsióðr bíði tjón af. Er það illa farið; í þessu harðæri þarf bæði að spara þjóðeignir og fé einstaklinganna, þótt þrætnngar gai þess eigi. Eiðaskölinn. Á honum eru nú 11 nemendr, og mun það nóg, þegar gætt er að efnahag og bústofni skólans. I vor vóru bygð 3 fjárhús, er taka 190 kindur, og hlaða fyrir rúma 100 hesta af heyi. Heyfengr skólans var í betra lagi eftir grassprettu og tíðarfari, um 700 hestar. [Þjóð. 9. Des.] Peningar og prestþjónusta. Múlsýslungar senda nú tvo presta á þing, séra Einar á Kyrkjubæ og séra Sigurð á Valþjófestað. Þessir prestar gera sig ánægða með, þó prestaköll þeirra, sem eru einhver in erfiðustu á landinu, fari varhluta af prestþjónustu þeirrafullan fjórðung úr ári,þegar þing erhaldið. Séra Sig. áleitófœrtaðstækka Valþjófestaðar prestakall, meðan hann var þar ekki prestr, en síðan, er hon- um bauðst þessi feiti biti, hafði hann náttúrlega ekki á inóti, að prestakallið væri stækkað. Á síðasia þingi barðist hann fyrir að nágrannaprestakallinu, Vallanesi og Þingmúla, yrði skift í tvö prestaköll; kvað ókleyft að þjóna því að öðrum kosti. Nú þykir honum þó *) Líklegt þykir, að selja megi nótabrúkið, 2 báta, 3 nætr, ein 120 faðma löng, fyrir 3000 kr. og eru þá húsin ódýr fyrir 1500 kr. ekki ókleyft fyrir inn sama Vallaness og Þingmúla-prest aðbæta því á sig að þjóna Valþjófestað og Áss prestakalli meðan hann er á þingi. Eða eiga aðrir prestar, sem lengra búa frá, að gera það? Við þingför þeirra séra Einars og séra Sigurðar, verðr alt Fljótsdalshérað vest- an Fljóts úr Fljótsdalsbotni út að sjó í Hróarstungu og Jökulsárhlíðprestlaust; það eru einhver in fjölbygðustu presta- köll á landinu; vegalengdin endanna á milli yfir lOmílur, vegr víða ógreiðr og verstu ár yfirað fara. En hvað er það fyrir guðsmennina, að horfa í prestþjón- ustuna, þegar peningar og alþingis- menska er í boði? [Fjallk.] SPURNINGAR OG SVÖR. GARÐAR, N. D., 1. Marz. Herra Jón Ólafsson, ritstj. Hkr. Viltu gera svo vel að svara eftir- fylgjandi spurningum í þínu heiðr- aða blaði. 1. Hvað er íslenzk pýðing á enska orðinu „spigot“? 2. Er orðið „kluss“ íslenzka, og hvað þýðir J>að? Fáols. 1. Spigot er tappi í kraua (J>. e. snerilliun, sem sr.úið er, til J>ess að opna kranann eða loka honum). Með J>ví að gasleiðslupípnr, vatns- leiðslu-pípur o. s. frv.- eru útbúnar með krana á endanum, mun og snerillinn í J>eim væntanlega bera sama nafn. 2. „Klussil er ekki íslenzka og oss vitanlega ekkert mál, heldr eitt- hvert orðskrípi, líklega afbökuð eft- iröpun eftir framburði einhvers út- lends orðs. Vér vitum eigi, hvað (>að á að J>ýða. Þó minnir oss vér höfum heyrt ísl. sjómenn stundum nefna „kluss“, og er J>að J>á afbök- un á dönsku orði „klyds“ eða „klys“ (hvorttveggi myndin er til) °g J>ýðir gatið á skipshlið, par sem akkerisfestin gengr gegn um. Stundum mun J>að og haft um sjálfa festina. jFYRIRSPURN. Þá, sem kynnu að vita hvar Friðrika Sigrveig Sigurðardóttir, ættuð úr Vopnaíirði, er nú, bið ég svo vel gjöra og láta mig undirrit- aðavita. Hún flutti til Ameriku með hjónunum Einari og Arn- þiúði frá Fremrihlíð í Vopnafirði sumarið 1889. Grafton, North Dakota. Sigrveig Jönsdóttir. »^‘ Mrs. Ástríður Jenson295 Uwena Str., veitir ungum stúlkum 1Q ára og eldri, tilsögn í hannyrðum, mál- ara-list og guitar-spili, frá kl. 1—5 á hverjum virkum degi. Mrs. Margrét Skaftason tekr heim í hús sitt kjóla að sníða og sauma og unglinga fatnað. 295 Owena Str. UIF1’ Degar J>ið purfið meðala við, f>á gætið J>ess að fara til Central Drug Hall, á horninu á Main St. Mraket Street. [10] Hefurðu reynt „CABLE EXTM” VINDLA? [»] n irv Alkiiuna Merking “MUNGO” “KICKER” “CABLE.” Er hvervetna viðrkend að vera í öllu tilliti betri en allrr aðrar tóbakstegundir. In stórkostlegs sala pessarar tóbakstegundar sannar betur gæði hennar og álit en nokkuð annað, því frátt fyrir þaS þótt vér höfum um hundrað tultugu og fimm keppi- nauta, eykstpó salan stöðugt. Þetta mælir með brúkun þessa tóbaksbetrennokkuð annað. Vér búum ekki til bdýra vindla. S. DAVIS & S0NS MONTREAL. Mesta «ír besr.ta vlndlagerda- hns i Canada. [7] Reina Victoria. [ii] Vjer lifum a framfara old. AUGNAMID VORT ERU UfflBÆTUK! ©g ekkl aftrlor. In nýja merking vor CABLE EXTRA er sérstaklega góð og vér leyf- um oss að mælast til þess, að tóbaksmenn reyni hanasvoþeir geti sannfærst um að framburd- ur vor er sannur. S. DAVIS & SONS. No. 14] 124 Jafet í fóður-leit. arleg í framgöngu sem væri hún drottn- ing. Maðr hennar Melkíor (ég ætla fram- vegis að nefna hann því nafni) kom dú líka til okkar og settumst við þá öli til að borða; matrinn var ágætr. En það var fiýsna fjölhreytt í katlinum; ýmist var ég að borða fuglsiær eða kanínu-legg; ýmist ^kk ég sauðaketsbita eða annað ket af tuglum eða öðruni dýium, og vissi ég oft ^Serlu, hvað það var, sem ég át. Moð þeasu var ýmish.gt kálmeti og ávextir, þó af kartöttum, og var þotta alt í Onni kássu, en ljúiiengt mjög. Um kveld- atti óg lengi tal við Melkíor; og til þess að þreyta ekki lesaudann, þá skal óg nu * einu skýra fiá öllu því, sem ég þá °g síðan frótti hjá honum eða öðrum um folk þetta, sem við vórum komnir í sam- heyti við. Ekki vildi Melkíor segja mér, hver 'anu hefði verið eða hvað hanu hefði verið °h hann geklc í flokk gyftanna. Þó ekk'^lIlri hann vævi 1 af lágum stigurn, en að hann hefði vaD(tamonii og ættfólk af ást til ee> eða þá af einhverjum öðrum ástæð- m’ sem hann leyndi mig. Hann hafði Jafet í föður-leit. 125 nú verið i flokki gyftanna í mörg ár, og þó að hann heyrði ekki flokknum til að ætt og uppr'ina, heldr hefði að eins ver- ið tekinn upp af því að hann gekk að eiga Nattée, og hefði því eigi jafna tign við hana, þá sýndu flokksinenn honurn nálega sömu hlýðni sem henni, og var það bæði fyrir þá sök, að hann var maðr hennar, og svo fyrir sakir hæfileika sjálfs hans og gáfna. Melkíorog Nattée vóru álitin auðugust af öllu gyftafólkinu, enda vóiu þau líka örust á fó sínu. Það leit út sem Melkí- or aflaði fjár á þrjá vegu: fyrst sem skottu- læknir, og í þeim ham var hann, er ég hitti hann fyrst; í öðru lagi sem sjónhverfinga- maðr, og var hann meistari í þeirri list, og í þriðja lagi sem spáinaðr, er sagði fólki fyrir fram forlög sín. Eins og ég hefi áðr um getið, var Nattée af mjög tiguum ættnm í flokki gyftanna. Misti hún mikið af áliti sínu og áhrifum fyrst er hún gekk að eiga Mclkíor. því hún þótti taka ofan fyrir sig með því; en hún var þá mjög ung og hlýtr að hafa vovið forkunnar fiigr. En hæði hæfileikar Melkíors og lag honn- 128 Jafet i föður-leit. hefði hún fengið flekki á kjólinn sinn; stundum mundi hún eftir öðrura smáatvik- um, en gleymdi þeim svo aftr. Það var auðráðið af þessu, að henni hafði verið stolið, og að húu var af góðum stigum. Og víst er um það. að ef snyrti og líkams- skapnaðr er nokkur vottr um ættgöfgi, þá hefi. ég aldrei séð göfuglegra ættarmót á ungling. Dvöl hennav hjá gyfta-fólkinu og þess einkennilegu lifnaðarhættir höfðu vald- ið því, að hún hafði tekið undarl?gum skilnings þroska um aldr fram; en upp- fræðslu hafði hún enga fengið, nema það lítið sem hún hafði nuniið af Melkíor; en hann hafði hana ávalt með sér þegar hann ferðaðist sem sjónhverfingamaðr. Hún dansa&i þá jafnan á slökum streng og sýndi íþrótt sína í ýmsum jafnvægislist- um, í því að hend.v pómeraDsaldin á lofti og öðru þvíumlíku. Þegav Melkíor var í öðrum hömuin, dvaldi hún með Nattéo hjá flokknum. Um fíflið Num (eða Philotas, sem Melkíor kallaði hann) heíi ég þegar talað. Ilann var hálfbjáui, Bem Melkíor hafði klófest einhversstaðar á ferðalagi sfnu; og það reyndist satt, sem Melkíor hafði sagt Jafet í föður-leit. 121 dregið og afdráttarlaust: „Ég hefi boð- ið ykkr velkomna; setjizt því niðr og neytið ulls með oss—óttizt ekkert, því að þið hafið ekkert að óttast. Yenð honum trúir meðan þér eruð í þjónustu haDs; ög ef þið viljið fara fvá okkv, þá segið til þess og fáið orlof; en ef þið reynið að yfirgefa oss í leyfisleysi, þá grunum vór ykkr um fjandskap og hreytum þá við ykkv samkvæmt því. Hér er samistaðr ykkar meðan þið eruð hér“, mælti hún enn fremr og henti á annað kofabvrgi; „það er ekki nema eitt harn með ykkr drengrinn hans (hún benti á Jumbo);’nann getr legið til fóta ykkar. Komið nú moð- al vor sem vinir.—Fleta, hvar ert þú?“ Þnð var tekið undir með mjúkri rödd inni í tjaldi Nattée, og rótt á eftir kom út lítil stúlka eitthvað uiu ellefu ára gömul. Mér varð starsýnt á hana. Hún var eins og lítill ljósálfr, með hör- und svo bjart sem nýdrifin mjöll, ljós- brúnt hár og augu stór og blá; hún var fáklædd og sáust grannir fótleggirnir upp á kálfa niðr undau fötunum. Hún flýtti sér til Natée, kroselagði bendr á brjósti og sagði hæglátlega: „Hér er ég“.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.