Heimskringla


Heimskringla - 20.05.1893, Qupperneq 2

Heimskringla - 20.05.1893, Qupperneq 2
HElMSKRINaLA, WI3SrmPE&, 20. 1893. Heifflskringla k.mr út á Laugardögum. 1h« Hcimskringla Ptg. & Tubl.Co. ítgafendr. [Publiahers.] r#r<J tyaðsins i Canada og Banda- SS5. .2.50; fjritfram botg. .2,00 • — 8® - - : 15:” ^SentÚ°í»lands, «n borgaö hér, kost- grj. il.BO fyrirfram (ella $2,00). »-Kaupendr, sem vóru skuldlausir 1 jan. p. i. purfa eigi að borga nema »2 fyr lr pennan árg., ef feir borga fyrir 1. /uh p. á.(eða siðar á árinu, ef peir æskjapess ikriflega).__________________________ Kaupandi, sem skiftir um bústað ▼•r«r afl geta um aamla pósthús sitt átamt njjju utan&sknftinnl. Ritstiórinn geymir ekki greinar, sem eiffi verða uppteknar, og endrsendir p«egr eigi nema frímerki fyrir endr- iTndlnf fylgl. Ritstjórinn svarar eng- úm br/fuLgritstjórn viðkomandi, nema i blaðinu. Nafnlausum bréfum er •nginn gaiumr gefinn. En ritstj. svar- ti höfundi undir merkl eða bókstöf mm, ef höf. tiltekr slíkt merki.___ TJppsögnógild að lögam.uemakaup- andi sé alveg skuldlaus við blaíið. Auglj/tingavtrð. Prentuð skrá yfir pað send lysthafendum Ritstjóri (Editor): JÓN ÓLAFSSON ▼•njul. á skrifst. bl. kl. 9- 12 og 1-6 Ráðsmaðr (Busin. Manager): eiríkr GÍSLASON kl 9—12 og kl. 1—6 á sknfst. TJtanáskrift á bréf til ritstjórans : Editor Heimskringla. Box 535. Winnipeg. tJtanáskrift til afgreiðslustofunnar er: The Heimtkringla Prtg. & Publ. C'o. Box 305 Winmpeg, Man. Peningar sendist í P.O. Money Or- der, Registered Letter eða Express Money Order. Banka-ávisanir a aðra banka, en í Winnipeg, eru að eins téknar með afföllum. Office : 146 Princess Str. Spurningar og svör 1. Herra ritstjóri Heimskringlu. — Viljið þer gera svo vel og láta skoð- un yðar í ljósi um höfuðskeljafræði [Phrenology) ? Sú vísindagrein er okkr ísJendingum að mestu leyti ókunn. í>»ð væri því óskandi að þér létuð skoðun yðar í ljósi um hana, svo að við gætum fengið dálitla hugmynd um, hvað hún er. P- Svar. Höfuðskeljafræðin (Phrenology) er alls engin vísindagrein, því að vís- indagrein getr sú ein fræði heitið, sem bygð er á vísindalegum grnndvelli. En in svo nefnda höfuðskeljafræði er bygð af ímyndunaraflinu í lausu lofti. __ Höfundr þessarar „fræðigreinar" var Eranz Joseph Gall, f. 9. Marz 1758, læknir og lífseðlisfræðingr. Hann var lengi læknir í Strassburg. en lifði síð- ari hlut æfi sinnar mikið á ferðalagi, dó 22. Ágúst 1828 í Montrogue rétt við París. Hans aðarit er: „Intro- duction au cours de physiologie du ceraeau", þ. e. „Inngangr til lífeeðlis- fræði heilans" (1808). Hélt hann því fram, að sáiargáfur manna og ástríð- ur (dygðir og lesti) mætti kenna af lagi höfuðsins (einkum hanskúpunnar). Hann þóttist finna reglur fyrir því, að inar dýrslegu hvatir (lífstörf þau, er miða að viðhaldi líkamslífeins) væru komnar undir þeim hlutum heilans eða stædu í sambandi við þá hluti beilans, er hvíldu á undirlagi (eðr „gólfi", ef svo mætti segja) hauskúp- unnar; en inar sálarlegu hvatir stæðu aftr í sambandi við þá hluti heilans, er lægju að yfirhvolfi hauskúpunnar. Öll hane fræði er á þessu bygð, og á því, að hver hluti heilans hafi sér- stakt ætlunarverk eða starf á hendi. Má vera, og eigi ólíklegt, að þetta síðara sé eigi röklaust. Má og vera, að lögun hauskdpunnar hafi einhver áhrif á heilann (og eins að hæfileik- ar heilans hafi áhrif á lag hauskúp- unnarþ En það er svo margt annað og fleira, sem áhrif hefir á heilann heldr en hauskúpulagið. Og reynslan, öruggasti og eini grundvöllr allra slíkra vísinda, hefir margsýnt, að reglur Galls eru gripnar mjög úr lausu lofti, svo að ekkert áreiðanlegt verðr á þeim bygt. Og þó að því verði eigi neitað, að ýmis einkenni höfuðlags bendi al- ment fremr á greínd og gáfur, og ýmis önnur einkenni á sljóleik gáfna, þá er og hitt víst, að ýmsir merkismenn heimsins fyrr og síðar hafa haft höf- sðlag, sem eftir reglum Galls hefði átt að einkenna flón og glæpamenn, og hins vegar hafa flón og fábjánar Btundum haft höfuðlag, sem eftir regl- um Galls hefði átt að einkenna sér- Jega mannvitsmenn. Gall fékk fyrst í svip nokkra á- hangendr fræði sinnar meðal vísinda- manna, eins og oft ber til um hé- góma-nýjungar; en það er óhætt að eegja, að vísindamenn vorra tima eru smdantekningarlauet á eitt sáttir um það, að in svonefnda „fræði“ hans (höfuðskeljafræðin) sé hreinn hégómi að mestu ef eigi öllu leyti, og hafi engan vísindalegan grundvöll. *. Ég hefi lesið í auglýsingum frá The Mutual Iíeserve Fund Life Associ- ation, að frlagið sé „innbyrðis (mutual) lífeábyrgðarfélag, og ið langstærsta. og öflugasta af þeirri tegund í verold- inni“. Einnig hefi ég lesið í auglys- ing frá Nemo Tork Life Ins. Go., að það félag og The Mutual Life (en ekki Tlie Mutual Reserve Fund Life A*s.) sé stærstu innbyrðis-lífeábyrgðarfélög í heimi- Hér hljóta aðrirlivorir að ljúga. Hvor- ir segja satt og hvorirljúga? Svar: Eftir síðustu stjórnarskýrsl- um (Blue Book), sem vér höfum í höndum sem stendr (fynr 1890) var hagr þessara félaga í stuttu máli þann- ig: (M L. = Mutual Life. — N. Y. L. - New York Life.-M. R. F. = Mut. Reserve Fund Life Ass.). « § | * (JQ oq iro p* o o» S 3 fD' „ O' í ^ s 5. * M* * 9! ^ C sj 5 ð ~ > ^ c g' ? ** oo 2" <r+- - ce> ö y. yr >, W S óq' 2 ðQ o c. o W 5» p®' ff ' cr* J-4 rfc GD 3 SC' ^ '*<d S tr g § "to f 'g r ° g w fi * s o p (JQ «-► (JQ P 2. , (w’ 3 S? CO H-* to p G/ r Cu CTQ^ cL — & I S.s ’o 'to co § g S 's 'ae 3 tc 0® Cn *-* C5 *-* co jo ■ GO 00 CD CO £ f i jso jw é 8 g Of h co ö! tr1 2 W — 3. Hvað má líða lengstr tími frá því ég tek rétt á landi (loti) og þang- aðtilég fer að vinna á því, an þess ég tapi réttinum til landsins, ef ein- hver vildi hafa mig af því? — Svar: Það er alt komið undir því, með hverjum skilyrðum þú hefir „tek- ið rétt“ á landinu. Það má fa heim- ilisland (tiomestead) með þrennum ólí kum skilyrðum. En um leið og maðr „tekr rétt“ á landinu eða skrifar sig fynr því (makes entry), verðr hann að lýsa yfir því, hverjum skilyrðunum hann kjósi að fullnægja. Skilyrðin eru þessi: 1. Maðr skrifar sig fyrir landi; inn- an 6 mánaða reisir hann íbuðarhús 0g sezt að á landinu og verðr að bua á því að minsta kosti 6 mánuði hvert ár næstu 3 ár, og gera á því „eenm- legar jarðabætr" (rensonable cultivation duties) á þessum árum. (TJndir þessu skilyrði munu allirtaka land í N>ja ísl., Álftavatnsnýlendu og hvervetna þar sem akryrkja er ekki aðalat- vinnuvegr). 2. Maðr skriíar sig fyrir landi, yrkir það svo í þrjú ár, svo að þá sé minst 40 ekrur yrtkar. Minst 6 manuði ársins verðr landnámsmaðr þá að eiga heima eigi fj»r en 2 nulur íra landinu; hús verðr hann að reisa og búa í því í 3 mánuði næstu aðr hann sækir um eignarskjöl fullkomin fyrir landinu. 3. Maðr skrifar sig fyrir landi, og byrjar að yrkja það innan 6 mánaða; brýtr og býr undir sáning 5 ekrur minst fyrsta árið; á öðru ári sáir hann þessar 5 ekrur, brýtr 10 ekrur til og býr undir sáning, og reisir íbuðarhus á landinu. Eftir það býr hann a land- inu að minsta kosti 6 mánuði a an næstu þrjú ár og yrkir landið. Þeir sem land taka 1. Sept. eða síðar, en eiga að setjast á það „innan 6 mánaða", mega draga það til L Jum næst á eftir. — 4. Hafa sveitarstjórnir í Mani- toba lagaheimild til að virða ekruna í löndum þeim, sem bygð eru, mmna en $2,50 til afgjalds? Eða á það ser stað í fylkinu ? „Jón". __ Svar: Vér vitum það eigi. Virð- ingamenn í sveitunum fá eflaust regl- ur til að fara eftir, og þar má sja, hvort þetta er tekið fram. Sé ekkert fram tekið um það, sem oss er næst að halda ekki sé, þá munu virðinga- menn ekki hafa annað eftir að fara en samvizkusamlegt álit sitt, og væri það án efa sennilegt, því að land getr verið bygt, sem eigi gæt'i selzt fyrir $2,50 ekran. — Oss er óknnnugt um, að þetta hafi átt s*-r stað hér í fylk- inu. Victoria, B. C., 10 mai 1893. Háttvirti ritstj. Jón Ólafeson! Með því að liðið er nú dálítið á annað ár síðan ég sendi blaði yðar Hkr“. fregnpistla frd Kyrrahnfinu, og ’enginn hefir síðan ritað neinar frétt- ir héðan til ísl. bL, þá virð.st mer það engin vanþörf að yðr s‘- rit- aðar nokkrar línur. Það væri annars smnarlega synd að segja, að íslenzkir blaða les- arar væru ofþreyttir á fregngreina lestri héðan, þar eð það skiftir venjulega árum milli þess að nokkrar fréttir eru ritnar úr þessum bæ. Aðal or- sökin fyrir því er lfklegast su að hvorugt blaðið, Hkr. eða Lögb., hefir nokkurn tíma, það ég til veit, haft stöðugan frétttritara hér, og mega þau því að mestu leyti sjálfum sér um kennc, ef þeim þætti að ofejaldan sæist lína héðan. Ég get þessa hér mest vegna þess að ritstjóri Lögb. var að fjargviðrast yfir því í vetr, hversu sjaldan að fréttir frá löndum sæust í vestr-íslenzku blöðunum; en hann tók það náttúrlega fram um leið, að það væri þó eigi að neinu leyti „Lögb.“ að kenna, því að það blað gerði alt sem hœgt væri til þess að afla sér fréttanna. Veðrdttufar er hér eins og kunnugt er venjulega mjög gott, en út af því brá þó töluvert um tíma í vetr, því það gerði frost og hríðar og snjó. Fyrst gerði dálítið snjóföl aðfaranótt þ. 25. Nóv., sem þó alt var þíðnað um há- degi samadag (25.). í annað sinn byrj- aði að snjóa 20. Des. kl. 3,45 e. m. Þetta kuldakast varaði til 25. s. m. Snjóföl það sem komið hafði, sem var mjög lítið, tók þá þegar upp. í þriðja sinni byrjaði að snjóa 28. Jan. kl. 3.45 e. m. Hríðarkast þetta stóð yfir með meiri og minni snjókomu á hverjum degi þar til 9. Febr., og var þá, eins og að líkindum lét, kominn mikill snjór, á að gezka fjögurra feta djúpr að meðaltali. Þetta hefði sjálfsagt þótt dálaglegr snjómoli heima á íslandi, hvað þá hér, sem varla nokkurn tíma kemr snjór. Uti á landsbygðinni tók ekki upp allan þenn- an snjó fyrr en með byrjun marzm., en hér í bænum var hann farinn nokkru áðr (o: 20.—22. fehr.). Mest frost varð hér í þessu hríðarkasti, að morgni þ. 31. Jan., 5 stig fyrir neðan zero, og þykir það ákaflega mikið frost hér, sem nærri má geta, þar sem hitamælirinn fellr sjaldan niðr fyr- ir 16 stig fyrir ofan zero. Menn muna hér naumast aðra eins tíð og þessa síð- an að Vancouver-eyjan bygðist af hvít- um mönnum. Vorveðráttan heíir einn- ig verið óvanalega köld og vætusöm, og engin náttúrleg hlýindi komin enn. Atvinna hefir verið hér hörmulega lítil nú orðið í meira en heilt ár, og er engin breyting enn á því orðin til batn- aðar, að heitið geti, og mjög óvíst hve- nær hún verðr. Það er að vísu ráðgert að byggja um 20 mílna langan járn- brautarstúf hér á eynni í sumar; bæj - arstjórnin er einnig um þessar mundir að útvega bænum $125,000 lán til skurð- argraftar og stræta umbóta; enn fremr hefir fylkisstjórnin veitt um hálfa mill- íón dollars til þess að endrreisa stjórn- arbyggingarnar hér í bænum; en h\ e- nær að byrjað veiðr á þessari vinnu, er samt sem áðr eftir að vita, * enda þótt bæði líklegt og vonandi sé, að það verði áðr en mjög langt um líðr. Það er reyndar oft og tíðum—eins og allir vita er til þekkja—mjög valt að reiða sig á ráðagerðir manna í*þessu landi viðvíkjandi hinu og öðru, er framkvæma eigi, því stjórnendr, auð- menn og „business“-menn flestra bæja og bygðarlaga (einkum þeirra, sem eru að byggjast), reyna af fremsta megni að halda íram aðsetrstað sínum með hóli, oflofi og skrumi, um alt það sem gert hefir verið, og þó sérstaklega um öll þau ósköp, sem eigi að gerast. Þetta er auðvitað alt gert í þeim tvö- falda eigingirnis-tilgangi: 1. að reyna að halda því fólki kyrru, sem þang- að er flutt, en er oft og einatt meira og minna óánægt yfir því að vera þar komið, álítr að það hafi verið tælt þangað með blaðabulli og skýrslnaskrumi; 2. að reyna að ginna þangað fleira fólk, á sama hátt, til að byggja upp bæinn og landið o. s. frv. Ég gæti komið með ýmis dæmi úr þessum bæ**, til styrkingar því, sem að ofan er sagt, en ég hirði þó eigi um það í þetta sinni, mest fyrir það, að naumast ætti að vera þörfánein- um sérstökum sönnunum máli þessu viðvíkjandi; það eitt ætti að vera nóg, að „nú getr hver einn skygnzt um sína sveit“. Ýmsar heiðarlegar einstaklings und- antekningar eiga sér sjálfeagt stað í þessu efni, sem nálega öllu öðru, en eigi að síðr munu flestir viðrkenna, að þetta sé almennr ameríkskr heldri- manna móðr — þótt ógeðslegr sé. Aðferð þessi gefst æði misjafnlega, sem við er að búast, eftir því sem til hennar er stofnað. Hún hefir t. d. í meira lagi mishepnazt hér í seinni tíð, því það hefir fjöldi af fólki flutt burtu úr bænum siðan í fyrravor, en mjög fáir flutt inn í hann aftr—nema Kínverjar. Á innflutning þeirra—þess- ara ánægjulegu, uppbyggilegu kump- ána! — er svo að segja enginn stanz> ekkert uppihald. Úr því að ég er farinn að minn- ast á Kínverja á annað borð, get eg naumast stilt mig um að minnast á nokkur atriði úr einni ritstjórnargrein, er stóð í vikublaðinu „The Yictoria Home Journal" laugard. 6. þ. m. Rit- stjcranum farast þar orð á þessa leið : „Fyrir nokkrum dögum síðan lagði ég leið mína um þann hluta bæjar- ins, sem Kínverjar búa í, og hrein- skilnislega sagt, varð ég alveg hissa á því að finna slíka sjúkdóms-gróðr- arstiju í hjarta vorrar fögru borgar. Heilbrigðis-nefndir bæjarins gætu haft ærið að starfa í marga daga við að útrýma óheilnæmislofti úr leiguhúsun- um í „Kínabænum“. Skreyttir glugg- *) Að vísu átti í gær eitthvað að byrja á norðrenda brautarinnar. **) Victoria mun þó ekki ganga eins langt í þessu efni og ýmsir aðrir bæir og bygðarlög í Ameríku. ar með &>M«ry-seðlum og opmwi-revkr eru einkenni þessa óþverralega staðar. Ég kom inn í búð eins heldri Kína- kaupmanns, og fyrir ^forvitni sakir spurði ég hann að, hvort vinnuleysi væri mikið. Kaupinaðrinn vildi full- yrða að hann gæti útvegað 500 verk- menn fyrir $1 á dag. Alls væru í bœnum 3000 Kínverjar, og þar af hefðu 2500 atvinnu. Við að reikna þetta út, fann ég fijótt, að samkvæmt þessu borgaði Victoria-bær í vinnulaun til Kínverja $2500 á hverjum degi. Á einum mánuði eyðast þannig $75,000, og upphæðin, sem þarf til viðrværis mannflokki, sem einmitt- skaðar vom eiginn, verðr á þennan hátt $900,000 um árið Margir halda því fram, að spurnsmálið um innflutning Kínverja til þessa lands, sé alveg þýðingar- laust. En einhvern tíma verðr það samt spurnsmál.hvort þessir kynblend- ings þrælar, sem orsaka miljónir sjúk- dóma, eða inir undirokuðu verkmenn af vorum mannflokki, eigi að byggja þetta fylki. Ein-skattr og önnur svip- uð hjálparmeðul, til að létta byrðinni af fólki voru, verðr úmerkilegt, í mín- um augum, þegar hugsað er um Kín- verja-innflutningsspurnsmálið.......... ....Inn mikli fjöldi af Kínverjum fær brauð, þegar menn, konur og börn af voru holdi og blóði fá steina. Það er áreiðanlegt að harðæri það sem vér nú höfum, og undravert er að eigi skyldi fyr koma, er bein af- leiðing þess að eyða nálega einni miljón dollara til að viðhalda þeim auvirðilegasta verkmannalýð, sem lifir á guðs grænni jörð“. Það mun óhætt að segja, að grein sú, sem ofanritaðr kafli er þýddr úr, sem ég vona að geti gefið lesend- um Hkr. talsverða hugmynd um á- standið hér, hvað Kínverjum viðvíkr, sé in langbezta og einarðasta, er sézt hefir á prenti, um sams konar efni, í þessum bæ. Það er annars ótrúlega lítið ritað um þetta málefni hér, eins þýðingarmikið og það er, sem vafa- laust stafar af því, að allr fjöldinn af inum svo kölluðu heldrimönnum bæj- arins, hafa mjög mikið dálæti á Kín- verjum, og vilja því eðlilega eigi sýna fólki það svart á hvítu, hve mikil hætta stafi af innflutning þeirra. Á fylkisþinginu í vetr var þó komið fram með tillögu í þá átt, að skorað yrði á Dominion stjórnina að hækka innflutningstoll á hverjum Kínverja úr $50 (eins og hann er nú) upp í $600, en því miðr var tillagan felld. Það hlýtr að vofa yfir framtíð Canada (og ef til vill fleiri ríkja) voða- leg liörmung, haldi hún áfram að leyfa þessum geigvænlegu, gulmórauðu kvik- indum að skríða viðstöðulaust inn á þjóðlíkama sinn. Heilsufar,—Dauðsföl’. Síðastl. sum- ar gekk hér, eins og mörgum er kunn- ugt, allskæð bóluveiki, og mun hún hafa drepið nálægt 100 manns alls. Vér íslendingar vorum svo lánsamir, að sleppa alveg fríir af þessum hrylli- lega sjúkdómi. Kínverjar fluttu þessa veiki hingað, eins og fieira af svip- uðu góðgæti. Og seint í vetr er leið kom fjöldi aí bóluveikum Kínverjum hingað beina leið frá Kma, en þeir vóru strax allir teknir og settir í sótt- vörð um 20 mílur frá bænum, svo vonandi er að veikin útbreiðist hér eigi i þetta sinn, eða að minsta kosti er alls ekkert útlit á því enn. In afarmikla dauðans deyfð og drungi, er hvílt hefir eins og martröð yfir öllum verklegum framkvæmdum hér nú í langan tima, er vafalaust meslmegnis bóludrepsóttinni ásamtKín- verja-innflutnings-plágunni að kenna. Síðastliðið sumar andaðist hér kon- an Mrs. Ósk Árnadóttir. Aðfaranótt 4. Júlí kl. 2i vaknaði hún með mikilli uppaölu, en kl. 6 um morguninn fekk hún krampaslag. Tveir læknar vóru sóttir og ekkert tilsparað. er gæti hjálp- að henni, en það kom fyrir ekkert, því kl. 12 um daginn andaðist hún, að eins 28 ára gömul. Jarðarför hennar fór fram 6. s. m., og fylgdu henni margir landar til grafar. Ósk sál. var dóttir hjúnanna Lárusar Erlendssonar og Sig- ríðar Hjálmarsdóttir, Jónssonar frá Bólu, er lengi hafa búið á Holtastaða- koti í Langadal í Húnavatnssýslu. Ósk sál. og maðr hennar, Mr. Jón S. Árna- son, giftust hér 20. Febr. f á. og höfðu þau því að eins verið rúma 4 mánuði saman í hjónabandi þegar hún lezt. Ósk sál. var góð kona og gáfuð vel, enda mikið syrgð af manni sínum og öllum, er hana þektu bezt. Nú sem stendr mun óhætt mega álíta almenna heilbrigði meðal inna hvítu íbúa bæjarins. Etnahagr landa hér í bænum og grendinni mun yfirleitt í allgóðu iagi—■ þó auðvitað megi kanske finna einstoku undantekningar í því efni—, þrátt fyr- ir inn mikla hnekki, er bær þessi liefir orðið fyrir á ýmsan liátt nú upp á síð- kastið, og þegar hefir venð minzt á. Sem dálítið dæmi upp á það má nefna, að þrír þeirra rétt nýlega hafa bygt sér mjög lagleg íhúðarhús á lóðeignum sínum; þá hafa og sumir endrbætt sín gömlu hús. Einn seldi nýlega íbúðar- hús sitt og lúðeign fyrir $1800, og býr nú á 6 ekrum af góðu landi, er hann átti skaiat frá bænum. I 66. og 57. *r. Hkr. £ á. er getið um,að brunnið hafi hús rafmagsnfélags- ins og verzlunarbúð- bræðranna Sivertz hér í bænum í fyrra sumar, en með því að þar er ekki að öllu leyti rétt frá skýrt, vil ég fara um atburð þann nokkrum orðum: Laugardagskveldið 6. Ágúst fór öll Sivertz-fjölskyldan í heimboð til kunningjafólks síns. Seint um kveldið var drengr (einn af Sivertz fjölskyldunni) sendr heim til þess að kveikja upp eld í eldvélinni, svo heitt yrði þegar heim kæmi (það var nefnil. búið í eftriparti byggingarinnar og uppi á loftinu yfir búðinni). Nokkurri stundu síðar laust upp báli í bygging- unni og brann hún til kaldra kola án þess að nokkru yrði bjargað, það heitið gæti. Það er því álitið að orsökin til búðar-brunans muni hafa verið sú, að eldneistar hafi fallið á gólfið um leið og drengrinn kveikti upp. Þannig er þessu varið. Það er því ekki rétt, er stóðí Hkr. (eftir „Free Press“), að búð- in hafi brunnið '„aðfaranótt mánudags- ins“, né heldr að bruninn hafi orsakazt af neistum frá rafmagns-aflhúsinu, er brann sömu nóttina. Enda er ið síðar- nefnda mjög hlægilega fjarstætt, og gat auðvitað ekki borið sig, þar sem vega- lengdin er yfir mílu millum þessara tveggja staða. Hjá öðrum löndum brann eigi, nema hvað hús þess landa er næst var búðinni skemdist dálitið og fékk hann þann skaða fullkomlega endrbættan með peningum frá félagi því er húsið var í eldsábyrgð hjá. En íbúðarhús írskra njóna, er stóð á næstu lóð við búðina, brann til ösku. Bræðrnir Sivertz endrreistu verzl- unarbúð sína í haust er leið, og er hún nú miklu stærri og fegrri en sú sem brann. Þeir byrjuðu aftr á „Groceries" verzlun sinni 1. Okt. Felagslíf landa í þessum bæ er nú í svo aumkunarverðu ásigkomulagi, að ég vil sem allra minst ótilknúðr um það tala- Seinnipartinn í fyrrasumar var talsvert félagslíf og fjör í fólki. Þá vóru almennir málfundir tíðir, og yfir höfuð töluvert starfað að félagsskapar- málum. En þó undarlegt megi virðast, þá hefir þetta tekið svo miklum breyt- ingum síðan í haust er leið, að nú eru aldrei almennir málfundir haldnir og allr félagsskaparáhugi er eigi að eins hörmulega daufr, heldr virðist hann vera að mestu leyti alveg útdauðr. Þess má geta sem nýtilegrar ný- lundu í fi'lagsskapar-málam hér vestra, að um tíma í fyrra sumar var ungling- um veitt tilsögn á sunnudögum í þess- um ísl. námsgreinum: stöfun, lestri, réttritun, sögu og lýsingu íslands. ís- lenzku-námskóli þessi var alveg frá- skiliun trúfræðislega sunnudagaskólan- um. En þessari fögru og þarflegu námstilraun er nú einnig, því miðr, fyrir löngu Jhætt. Qiftingar-hepnin, eða hjúskapar- þráin, mun eigi öllu minni hér en víða annarsstaðar, og hún er, ef til vill, þad eina, sem ekkert virðist. Uufu. <lo£n- að, eða á nokkurn hátt látið ásjá, á þessu og inu siðastl. sældarsnauða ári. Og þá hefir það heldr ekki verið van- rækt, sem sagt er, að J ehova hafi forð- um skipað þeim hjónunum Mr. og Mrs Adam, og inir velæruverðugu klerkar hafa síðan bergm lað í margar aldir, nefnil. þetta: Aukizt þið og margfaldizt og uppfyllið jörðina! Fdheyrðr -svefn. TJngfrú Guðrún Emilía Aðalbjarnardóttir (ættuð af ísa- firði), er heima á hér í bænum hjá móður sinni húsfrú Valborgu Snorra- dóttur og seinni manni hennar J akobi Jónatanssyni, ferðaðist héðan 4. Júlí f. á. yfir til bæjarins New Whatcom á meginströndinm í TVashington ríki, og ætlaði hún sér að dvelja þar um tíma. Mánud. 18. s. m. lor hún til tannlæknis í þeim tilgangi að láta hann fylla upp liola framtönn í efri tanngarðinum. Þegar læknirinn hafði fylt upp tönnina og itti að eins eftir áð fægja hana lítið eitt, vék hann sér frá um nokkur augnablik til þess að tala við mann, er komið liafði að finna hann, en þegar læknirinn kom aftr til stúlkunnar, var hún steinsofnuð, eða fallin í dá. Læknirinn bjóst við hún mundi vakna strax við tannfæg- inguna, sem hvað vera fremr sár og ónotaleg, en það varð eigi. Hann reyndi þá á ýmsan hatt að vekja hana, en það varð árangrslaust. Hann fékk því annan lækni sér til aðstoð- ar, og gerðu þeir margar og miklar tilraunir til að vekja hana, en alt kom fyrir eitt, því hún svaf eins fast eftir sem áðr. Hún svaf þannig stöð- ugt í 4 sólarhringa, eða til 22. s. m., án þess nokkru sinni að vakna eða nærast ið minnsta. Þann dag (22.) hálf-vaknaði hún og nærðist þa fyrst. dálítið á mjólk, en eigi vissi hún þó verulega af sér, og sofnaði rétt strax aftr. Eftir þetta hálfvaknaði hún á hveijum degi og nærðist dálítið á mjók; þar til hún um síðir al-vaknaði, eða fékk aftr meðvitundina 26. s. m. (Júlí) — eftir her um bil tlöðugan 8 dagra svefn. TJm þennan undarlega mikla svefn stúlkunnar var töluvert talað í ýmsum enskum blöðum, og þxótti hann hver- vetna einkennilega merkilegr. Stúlkan er að eins 18 ára að aldri, smávaxin og fremr veikbygð að sjá, en hefir þó haft allgóða heilsu síðan hún kom til þessa bæjar fyrir nálega þrem árum síðan. Greiðatemi. Það mun óhætt að álíta íslendinga í þessum bæ enga eftirbata annara landa sinna hvað greiðasemi og gjafmildi snertir, og set ég her tvo, þrjú dæmi, er óneitanlega benda i þa átt. Haustið 1891 skutu þeir saman og gáfu fátækum, gömlum og goðum landa sínum. er hörmulega hatði slas- azt, rúma $100, og má það hofðingleg gjöf heita aí eigi fleira folki en her er. Síðastl. haust skutu þeir einmg saman rúmum $70, og 8am Þa fatæk- um fjölskyldufóðr og goðum dreng. Þess m» gjarnan geta, að menn bessir b ðu eigi um nokkurn styrk eða gjafir, hvorki hjá bæjarstjórn né lönd- um sínum, enda þótt efnahagr þeirra væri mjög erfiðr, og g.fu því land#r þeim upphæðir þessar án nokkurar beiðni eða eftirgangsmuna af peirra hendi. í>á tóku og landar hér, eins og öll- um er þegar kunnugt, alment góðan þátt í samskotunum síðastl. vetr til skéldsins séra Matth. Jochumssonar. XsGEIR J. LlNDAL. Við harðlffi AYER'S PILLS Við meltingarleysi AYER’S PILLS Við gallsýki AYER’S PILLS Við höfuðverk AYER’S PIL LS Við lifrarveiki AYER’S PIL7S Við gulu AYER’S PILLS Við lystar'ieysi AYER’S PILLS Við gigt AYER’S PILLS Við köldu AYER’S PILLS Við hitasótt AYER’S PILLS Tilbúið af Dr. J. C. Ayer & Co., Loweil, Mass. Selt hjá öllum lyfiölurn. SÉRHVER INNTAKA VERKAR. Radiger & • O O Vínfanga og vindla-salar 513 9lain Str. Allskonar tegundir af Vindlum með innkaupsverði. Farið beint til Leeliie Oo. 4*5 Wain Str., eftir Gluggatjöldum veggjapappír máln- ing og öllu þar að lútandi, lang ödýr- asti staðurinn í bænum. N ORTHERN PAGIFIC RAILROAD. TIME CARD.—Taking effect on day November 20th. Sun- North B’und STATIONS. South Bound Brandon Ex.,' Tues.ThurSat St. Paul Ex. Daily. St. Paul Ex.,1 Daily. t Brandon Ex. I Mon.Wed.Fr.j IWTOp 4 ' . Vhmijir^. . 11.45a l.eoy 2.45p 4.00p Portage Junc. 11.54a l.lOp 2.30p 3.45p St. Norbert.. 12.09p 1.24p 2.l7p 3.31p . .Cartier.... 12.23p 1.37p 1.54p 3.13p . 8t. Agathe.. 12.41p 1.55p 1 50p 3 04p .Union Point. 12.49p 2.02p 1.39p 2.51p Silver Plains. l.Olp 2.13p 1.20p 2.33p .. .Morris .... 1.20p 2.30p 2.18p .. .St. Jean. .. 1.35p 1.57p .. Letellier ... 1.57p 1.25p .. Emerson .. 2.15p 1.15p .. Pembina. .. 2.25p 9.35a Grand Forks.. 6.00p 5.35a .Wpg. Junc.. 9.55p 8.35p Minneapolis 6.30a 8.00p .. . St. Paul... 7.05a 9.00a ... Chicago ., 9.35a MORRIS-BRANDON BRANCH. East Bound ■g-d rM fll <v “ u * 0) CG fl D 8*1 Cl, 3 STATIONS. W. Bound. n 2 fl I1.40a 7.30p 6.40p 5.46p 5.24p 4.46p 4.10p 3.23p 2.58p 2.18p 1.43p 1.17p 12.53p 12.22p 11.51a 11.04a 10.26a 9.49a 9.35a 8.48a 8.10a 7.30a x ee rfl lZ búg *© efl 2.55p 1.15p 12.53p 12.27p 12.15p 11.57a 11.43a 11.20a lhOöa 10.49a 10.33a 10.19a 10.07a 9.50a 9.35a 9.12a 8.55a 8.40a 8.30a 8.06a 7.48a 7.30a .. Winnipeg . ... Morris .... Lowe Farm. ... Myrtle.... ... Roland.... .. Rosebank. ... Miami.... .. Deerwood., .. Altamont ., .. Somerset... .Swan Lake. Ind. Springa. .Mariapolís ., . .Greenway ., ... Baldur..., ..Belmont.... ... Hilton.... .. Ashdovrn . .. Wawanesa.. Ronnthwaite . Martinvill*.. .. Brandon... West-bound passenger Belmont for meali. PORTAGE LA PRAIRE BRANCH. Taking effect Tuesday, Dec. 20. 1 92. East tíound W. Bound "5 * 00 r -H .Jj V-H 3* c '6 ® E STATIONS. ö 03 C gÉ U S S UhH rí\ CO s = a-E- h 12.15p I2.10p .. Winnipeg.. 4.15p 3.40 p 11.50» 11.50* Port. Junction 4.25p 4.00p I1.18a 11.33» . St. Charles.. 4.45p 4.29 p 11.07a 10.36« 11.28» 11.12a . Headingly.. White Plains 4.50p 5.07p 4.35p 5.00p 10.05a 10.54a Grarel Pit 5.25p 5.27p 9.65« I0.49a Lasalle Tank 5.31p 5.35p 9.38a 10 40* . . Eustace... 5.40p 5.49p 9.11a 10.26a ... Oakville.. 5 56p 6.13p 8.25* 9.55a Port.la Prairie 6.25p 7.00p Passengers will be carried on all re- gular freight trains. Pullman Palace Sleepers and Dining Carson St. Paul and Minneapolis Expres* daily. Connection at Winnipeg JunctioB witlitrains for allpointsin Montana,Wash- ingUn, Oregon, British Columbia and California; also close connection at Chi- cago with eaatern linea. F«r furtherinformation apply to CHAS. 8. FEE, H. SWINFORD O.P. * T.A., St. Paul. G«n. Agt., Wpg H. J. BELCH, Tickot Agent, (M Main Str»»t, Winnip«g

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.