Heimskringla - 24.06.1893, Blaðsíða 1

Heimskringla - 24.06.1893, Blaðsíða 1
HEIMSKRINGLA VII. ÁIi. Nli. 38. WINNIPEG, MAN., JÚNÍ U- 1893 FOLKl FINST það ekki vitrlegt að vera að reyna ó- dýrtsamsull, sem kallað er blóðhreins- andi en heffr í rauninni engan lækninga krai't. Að viðhafa nokkuð annað en ið gamla fyrirmyndar-lyf Ayer’* Siar- sapurilla — ið ágæta blóðhreinsun- arlyf — er brein og bein eyðsla á tíma, íé og heilsu. Ef þig þjair kirtlaveiki, kvef. gigt meltinkarleysi, útsláttr, vessareusli, þroti eða einhver annar blóðsjúkeómr, þá vertu viss um að það mun borga sig að brúka .X yer’a Sarsapnrilla, og Ayer’s ein- ungis. A YER’S Sarsaparilla má jafnan reiða sig á. Hún er ekki breptileg. Ilún er jafnan in sama að gæðum, skamti og áhrifun). Isamsetning, hlut- fóllum og útliti, og að öllu. sem miðar til að endrhressa líkamanu, sem veiktr er orðínn af sjúkdómi og kvöl ber hún aföðrum lpQum. Mún leitar uppi öll ólireinindi blóðsins og rekr þau út ina eðlilegu leið. AYBR’S SARSAPARILLA Tilbúiðaf Dr. J. C. Ayer, Lnwell, Mass., Selt í öllum lyfjabúðum og ilmsmyrsla- búðum. LÆKNAR AÐRA, LÆKNAR ÞIG. Vinnu-skrlí’stofa. Landsstjóruin lietir stofnað_ vinnnskrif- ur undir sljórn og umsjón unabaös- manna Dominionlanda á öllum þeim stöðum, er hér síðar eru nefndir.. Það er ætlast til að þessi skrifstofa verði nokkurs kouar milliliðr nailli verkgef- enda og verkþiggjenda, þ. e. að útvega iðjulausu fólki vinnu og gera vinnu- þiggjendum hægra fyrir að fá megileg- a» vinnukraft. Þeir er vildu nota hjál]> og leiðbeiuing skrifstofunnar verða að uppfylla þessi skilyrði: gefa inn sit.t fulla nafn, aldr, trú, hvort giftr eða ó- giftr, hvaða hann og skyldmenni lians hafa vaaíst, nöfn skytdmenna sinna, tölu þeirra, kyn og aldr, hvort hann er vilj- vgr til að vinna fjarri skyldmennum sinum, ef til kemr. Verkgefendr til helm *hs í Man., N. W. T. eða B. C., er kynni að vanta menn til akryrkju, smiði, mask muþjona, vinnumenn o s. frv., ættu að taka greinileea fram, til hverra starfa þá vantar menn í hvert skifti. kaupgjald, vistartíma, livort fæði og húsuæði lylgi ókeypis, og hvað anuað er þurfa þykir. Umsóknir, munnlega eöa skriflega, má senda _ í MANITOBA Til umboðsmanns Dominion landa; í Brandon, Minnedosa, Yorkton og Lake Dauphin, og til umboðsinanns fyrir De- minion Immiigration Hall, Wsnnipeg. NORDVESTRLANDLNU Til umb.manns Dom.bmdr í EstovuD, Regina, Calgary, Wetaskiwin, Red Deer Edmonton, Prince Albert, Baltleford og Letbridge, og í BRITI8II COLUMBIA. Itl ttmboðsmanns Dom.-landa í Kam- loops og New Westminster, sem alllr hafa fengið vinnu-registur hjá stjórn- mni. Einskis gjalds verðr kraflzt, livorki af verkgefendum né verkþiggjendum. TT , ^ H. II SMITH. Uinboðsmaðr Dominion-landa Winnipeg, Man. EL PADRE REINA VICTORIA. (Niðrl. frá 2 bls.) í ummæla stað vil ég gefa dálítið sýnishorn : SPURNING. Hver gaf þér svo tálfríða, töfrandi mynd, svo tindrandi’ und brúnirnar ljós, svo hyldjúpa (og) altæra’ í auga þitt lind, i svo angandi’ á kinn þína rós . Hver fegurð þig bjó, svo það flnst ekki nein að fríðleika líkt sem þá skreytt? Því gaf hann þér hjarta eins liart eins og stein ? Eða liefirðu alls ekki neitt. Svo vil ég færa til þessi tvö erindi úr kvæðinu FOSSINN. Vel þú kveðr, vinur minn ! eg verð að hlusta’ á söngva þína. Kveddu, syngdu sönginn þinn, sýngdu, kveddu, lossinn minn ! gólin gullinn geisla sinn í gígju-strengi fléttar þína. Vel þú kveður, vinur minn ! óg verð að hlusta’ á söngva þína. Nu lilýt ég þér fara frá, fossinn kæri, gamli vinur! Lengi lief ég lilustað á, heyrt í söngum þínum spá. Fæ ég ei þig aftr sjá? „Aldrei framar!“ báran drynur. Ear vel, kæri fossinn þá ! Far vel, kæri, gamli vinur! Næst vil ég taka nokkur erindi úr kvæðinu KYRKJ UGARÐU RINN. -----Sefur öld við sæta drauma. Birtast í svefni svipir dáinna. Föður og móður fölva svipi kyssir á svteflinum sofandi barn. Svipur eiginmanns svífur að rekkju, þar ekkjan fyrir armædd sefur. Faðmast þá fölur svipur við lifandi sál í ljúfum draumi. Svipur ungbarnsins svífur að brjósti elskaðrar móður, er því áður hlúði. Brosandi svip að barmi’ hún þrýstir og grætur í svefni gleði-tárum. Að cndingu þennan smekkbita úr kvæðinu HELVÍTI. Skrapir við tennur skraufþur tunga; hann gapir af þorsta, en gleypir eldinn. Brennur úr augum bál af kvölum; sárbölvar helvíti sálin dauða. Glottir við eldinn gamall fjandi: „Hvernig er vistin ? Hiti nógur? Grípur hann skörung, skarar í glæður: „Mokið, mokið! Meirr skal loga 1“ Ei á að kólna um eílífð bálið, þótt himininn skjálfi við hljóð þess kvalda. Inn stóri drottinn stingur í eymn flngurgómum og flnnur það ei. Nú höfum vér gefið sýnisliorn af ljóðmælum höfundarins, nægt til að gefa mönnum hugmynd um kvæðin. Um leið og ver óskum hr. Þorst. Gíslasyni góðra framfara, leyfum vér oss að minna hann á, að fyrsta skil- yrðið fyrir þeirn er, að vanda verk sín. í næst síðasta hl. lltir. var þess getið, að eigi allfáir menn úr Þing- valla-nýlendunni (og Lögbergs-ný- lendunni) væru í þmn vegion að flytja sig nð suðvcst:hluta Munitoha- vatns, þar seiu lir. 8t. Ilrútfjörð hafði hent á laudnámssvæði í greiu, sem I hann ritaði í hlað voit. Þaðerglcði- legt, að hending lians ber þanuig á- vöxt svona bráðlega, því fremr som ástæða er til uð ætla, aðlandið só vel fallið til bygðar. En annar mikilsvirðr vinr blaðs vois, Mr. N. Snædal úr Álftavatns- nýlendu, sem nýlega var hér á ferð, vakti athygli vora á einu atriði við- víkjandi þessu landnánri, sem vér flnnum ástæðu til að henda hlutnð- eigendum á þegar, og það er þotta : landið, sem þeir ætla að setjast á, mun vera -ómæltenn þá. En það getr komið landnemum óþægilega í baksegl síðar, að setjast áómælt land. Þeir r.eisa sér hús«og húaá ýmsan hátt um sig þar sem þeir setjast að. En svo þegar landið er siðar mælt, upp, getr það komið fyrir, að land- nemi sitji á skóla-laudi eða Hudson Bay landi, eða að landamorki skeri hús hans frá landi því, sem hann hefir unnið á, eða falli beint gegn um húsið. Landar vorir sumir í Álftavatnsnýlendu hafa reynt þetta og haft óhagræði mikið af, og ætti monn nú að varast sömu víti aftr. Menn, sem hafa i huga að flytja sig á þetta landsvæði ættu að taka sig sam- an um að skrifa dominion-stjórninni beiðni um að fá landið mælt upp, og geta þeir fengið undirskriftir fleiri manna með sér undir beiðuina. Það er óhœtt „hverjum manni að skrifa undir slíka beiðni upp á það, að eug- inn er fyrir það sktildbundinu til að setjast að á landsvæðinu, þótt hann skrifi undir heiðnium mælingu. Eu ef einir 20 eða 25 menn (helzt heim- ilisfeðr eða einhleypir karlmenn) skrifa stjórninni slíka beiðni, þá fá þeir án efa landið mælt upp þegar. Þetta kostar engin útlát nó fyrirhöfn, nema að rita beiðnina, en það er ó- missandi fyrir þá, sem héreiga í hlut, að vanrækja það ekki. Bezt að vinda að því undír eíns. FRÉTTIR. SÓTTVÖKNUM CANADA er svo illa stýrt, að nýloga koinst heill farmr innflytjenda frá kóleru- stöðvum (Póllandi rússneska, vfir Hamborg) alla leið til Toronto, án þess að vera sótthreinsaðir eða skoð- aðir. Erindrekar Bandaríkja komu þessu upp, og var fólkið þá sett i sóttgæzlu. | KOSNINGANAK í ÞÝZKALANDI eru nú um garð gengnar. I fyrstu virtist, sem stjórnin yrði í minni hluta; en síðustu fregnir henda í í gagnstœða átt. Munr er þó lítill og geta um-kosningar líklega ráðið úrslitum. IRSKU ÞINGMENNINA. af öllum flokkum greinir mjög á við Gladstono nú; þykir hann láta of mjög undan andstæðingum sínum og vera of harðdrægr f fjárskiftum við írland. Þó vona menn, að til sætta dragi. FIiJÁLSLYNDl FLOKKRINN í Canada hefir fund mikinn í Ottawa nú. Leiðtogi flokksius Mr. Laurier hefir átt miklum fagnaði að mæta, en mjög hefir hann farið í kring um að láta uppi ákveðna stefnu sína í stórmálum landsins. Þó hefir samkoman gert betri og ótvíræðati samþyktir en áðr um frjálsa verzl- un. YFIRDÓMR hefir nú felt úr gildi dómsúrskurð þann, er bauð að loka Chicago- sýningunni á sunnudögmn. LANDSTJÓRI í MANITOBA. Það ar nú fullyrt, og líklega að réttu, að það sé alveg óráðið enn, hver pað vorði. Það vorðr alls ekki fullráð- ið fyrri en stjórnarforsetinn (Sir Jolin Thomsou) kemrheim aftr frá Paiis. STÓREFLIS SVIKASAMSŒRI heflr komizt upp um tollembættismenn Bandaríkjanna á vestrströndinni í Was- hington ríkinu. Þeir hafa lengi liðið innflulning ópíums og Kínverja til ríkj- auna toll-laust, en pegi'S stórfé fyrir í mútur. Nú eru 2.S—S0 af pe’m settir af embætti i einu, oj ætlað fleiri fari sömu leið. Auðvitað verða peir dregnir til á- byrgðar. Þetta er eitt ið mesta svika- samstæi, sem komizt lieflr upp í Banda- rikjum í síöari tíð. Minneota, Minn., 17 júní 1893. Frá fréttaritara Hkr. Yér, hér, ailir, eða flestir, fögnuin endrreisn þinni, Heimskringla. Tídarfar, síðastliðið vor var liór, sem víða annarstaðar óhagstætt, elztu menn hér muna ekki eftir þvílíkri ótí^, en svo, eftir að tíð batnaði í maí, liefir verið til þessa dags öndvegis veðr. 13. þ. m. komst hiti upp í 98 gr. Gras litt hér vel út, akrar í meðaliagi. Fundarhöld : 22. f. m. var safnaðar- fundr í Norðrbyggð haldinn í kyrkj- unni, nefnd kosin fyrir næsta ár. Á þeim fundi sögðust úr söfnuði: B. B. Gíslason, J. B. Gíslason, Kjartan Eð- varðsson, Lvikka Eðvarðsdóttir (öll fermingarbörn séra N. S Þ.) Inir þrír fyrst töldu báru það fram sem á- stæðu fyrir brottgöngu, að þeir tryðu ekki eilífri útskúfum eða innblœstri bibl- íunnar. 10 þ. m, var kvennfélagssamkoma haldin að Högnastöðum; þar var kvöld- verðr sehlr (til arðs fyrir fél.); svo var þar danzað og spilað ; allir fóru glaðir og ánægðir heim. Giftingar: 27. f. m. vóruþau Jóhann Gunnlaugsson og Guðríðr S. Hofteig gefin í hjónaband af séra N. S. Þ. að lieimili S. S. Hofteigs. S. þ. m. gaf séra N. S. Þ. í hjóna- band Einar Guðmundsson og Þórstínu Þorsteinsdóttir að heimili Jóliannesar Sveinssonar. Powder The only pure Cream of tarter Powder! engin ammonia ekkert Alum. Brúkað af millíónum maona. 40 ára á markaðnúm. TÖLUBL. 391. KlMiíT liEltlST! iim stiiUan tima VILJUM VJER VII) MOTTOKU 50 AF VORUMERKJUM VORUM IiitIiv Caps af hvers konar stærðum gefa ókeypis eina af vordm ljómandi CHROMO-IMIOTOIÍRIPHS EÐA ART STUDfES. I), RITCHIE & CG, Montrcal < an , & Loiiiton, EntvL DERBY CAPS fylgja með öll- um vorum tóbakstegundum, PLUG CUT PLUG TÓBAKl og CIGAR- ETTUM búnum til af oss. Hefnrdu reynt Calile líxtrii VINDLA? HIN Alkunna merking „MUNGO“ „KICKER11 „CABLE11 Er hvervetna viðrkend að vera í öllu tilliti betri cn allar aðrar tó- bakstegundir. In stórkostlega sa'a þessarar tóbakstegundar sannar betr gæði hennar og áíit en nokknð ann- að, því þrátt fyrir það þótt vér höfum urn hundrað tuttugu og fimm keppinauta eykst þó salan stöðugt. þetta mælir me'ð brúkðn þessa tó- baks betr en nokkuS annaS. Vér búum ekki til ódýra vindla. S. DAVIS k SONS Montreal. )lcst;i og besta vimllagerdalius i ( auatia Framfara-oldin. Augnamid vort er um- bætr, en ekki aftrfor. ln nyja tnerking vor CABLE EEXTRA cr sérstaklega góS og vér leyfum oss aS mœlast til þess að tóbaks- menn reyni hana svo þeir geti sann- færst um að framburSr vor er sannr. S. Davis & Sons.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.