Heimskringla - 07.10.1893, Blaðsíða 4

Heimskringla - 07.10.1893, Blaðsíða 4
4 IIEIMSKRINGLA 7. OKTÓBER 1893. Winnipeg. — Fiskiklakið í W. Selkirk nú búið, og tekr til starfa 1. Nóv. — Jón Ólafsson talar annað kveld kl. 1\ í Únítara-samkunduhúsinu. — Mr. S. Benidictson frá Mikley kom hingað í gær ásamt konu sinni. — Mr. Richards logmaðr var kos- inn bæjarfulitrúi í 1. kjörd. á miðkud. — Mrs. Romanson kona eigandans að ,,X 10 U 8“ dó á miðkud., jörðuð í gær. — Ákaflr stormar gengu um fyrri helgi í Suðr-Bandaríkjum og gerðu stór- tjón; 1200 menn létust í Louisiana. — Til ekkju Tryggva Jónssonar höfum vér enn fremr meðtekið frá Halldóri Halldórsyni í Mikley $1,00. — Heyskapr í Mikley hafði orðið í góðu meðallagi í sumar. Tið annars heldr stirð þar sem annarstaðar nú upp á siðkastið, — Lögberg flutti í síð. bl. vel ritaða og sanngjama grein um Rev. B. Pétrs- son. Smávegis er ranghermt um æfi- atriðin, en það stendr á litlu. — Miðvikudaginn 13. f. m. brann íbúðarhús Stefáns Friðbjörnssonar í Mikley. Brunnu allir innanhúss-mun- ir, og varð engu bjargað; en fólk komst alt af. — Gefið gaum augl. Lamont’s skóbúðar á 3. bLs. — Vér ráðufn les- endum alvarlega til að sæta þar betrí kaupum, en kostr er á neinetaðar annarstaðar í bænum. — Good Templara stúkan „Eining- in“ í Selkirk er nú að reisa sér samkomu- hús. Er hún fyrsta stúka í þessu fylki, sem ræðst í slikt. Mun mest mega þakka það ísl. kvennfélaginu í Selkirk. — Tombóla kvennfélagsins verðr án efa’ein in bezta, sem hérhefir haldinver- ið, og aðrar skemtanir að auki. Kvenn- félagið á stuðning allra landa skilið sem tiltölulega lang-starfsamasta ísl. félagið í bænum, og kemr það jafnan fram til gagns og sóma. — Norðr í Tanga-nýlenduna aust- an við • þrengslin í Manitoba-vatni fluttu í f, in. þesir menn hér úr bænum: Mr. Jón Eggertsson með föðr sinn, Mr. Ggðmundr Bjarnason með sina fjölskyldu; í þ. m. Mr. Böð- var Laxdal. — Lík Rev. B. Pétrssonar var flutt frá Únítara-kyrkjunni til járnbrautar- stöðva á föstud. í fyrri viku. Áðr héldu þeir stuttar ræður í kyrkjunni Mr. Sig. J. Jóhannesson (lúterskr) og Jón ritstj. Ólafsson (únítari). — Suðr á Mountain, N. D., var svo jarðsett á laugard. og hélt séra Jónas Sigurðsson ræðu. — Mr. A. Macdonald, sem var borg- arstjóri hér í fyrra, og Mr. Roblin, hafa gengizt fyrir að safna fé til að stofna nýtt dagblað hér í bæ undir ritstjórn Mr. Luxtons; fyrstu tvo dagana höfðust saman ^40,00, en nú sagt komið um $60,000. Þeir vilja fá 815,000 enn. — Mr. Luxton er suðr í Bandar. “Oldin”, Næsta nr. kemr út á mdnudaginn; þar næst annað nr. vikuna þar á eftir, og svo hvert nr. úr þvi svo hratt sem yfir verðr komizt. íslands-fréttir. I. Eftir Ísafoi.i). 30. Ágúst. Settr hrknir. Landshöfðingi hefir sett cand. med. & chir. Jón Jónsson frá Hjarðarholti til að þjóna læknis- héraði Þorvarðar heitins Kjerúlf (14. læknishéraði). Setudómari. Sýslumaðrinn í Dala- sýslu, Björn Bjarnarson, hefir verið skipaðr setudómari í máli því, er settr sýslumaðr og bæjarfógeti á Isafirði Lárus Kr. Bjarnason ætlar að höfða ótilkvaddr gegn einhverjum undirskrif- endum kæruskjala frá í vor út af embættisfærslu hans. Embcettispróf á prestaskólanum tóku þessir stúdentar dagana 10.—25. þ.m.: eink. stig. Bjarni Símonarson......... I 49 Sveinn Guðmundsson....... I 46 Jes Anders Gíslason..... I 45 Júlíus Kr. Þórðarson..... II 37 Vigfús Þórðarson......... II 35 Björn Lárusson Blöndal... II 33 Björn Bjarnason.......... II 31 Magnús Þorsteinsson...... II 29 Guðmundur Jónsson........ II 23 2. Sept. Jláskólasjóðr íslands. Sextán þing- menn, allir prestaskólakennararnir, tveir kennarar við læknaskólann og nokkrir menn aðrir eða alls 30 manna hafa á fundi 27. f. mán, bundizt samtökum til að vekja áhuga þjóðarinnar á stofn- un háskóla og gangast fyrir samskot- um til að flýta framkvæmdum þess máls. Kusu þeir níu manna nefnd til að gangast fyrir framkvæmdum þess félagsskapar. Formaðr nefndar- innar er alþm. Bened. Sveinsson og lagði þegar 100 kr. í samskotasjóðinn, en aðrir flestir 25 kr., sumir 50 eða þá minna, þannig, að samskotin eru nú þegar komin á 10. hundrað kr., í vörzlum bankastjóra Tr. Gunnarssonar. Er það allvænlegr vísir, ef framhald- ið verðr að sama skapi, sem óskandi er, hversu langt sem háskólastofnun- arinnar kann að vera að bíða. Barðastrandarsýsla veitt 21. f. mán. settum yfirréttarmálfærslumanni, cand. juris Páli Einarssyni, frá 1. Okt. lloldsveikisrannsóknir. Danskr vís- indamaðr, dr. med. Edward Ehlers, aukalæknir við Kommune-spítalann í Khöfn., ætlar að ferðast hér um land að sumri til þess að rannsaka holds- veiki visindalega ; er á ferð um Norveg í sumar í sömu erindum. 13. sept. 1893. Skipstrand. Aðfaranótt mánudags 4. þ. m., sleit upp í norðanveðri kaup- skip, er lá á Ólafsvíkrhöfn, Amicitia, eign konsúls N. Chr. Gram á Þingeyri og föður hans og afa á undan honum; verið í förum hér við land nær \ öld. Vörur voru ekki í þvi aðrar en 200 skpd. af saltfiski. Mönnum öllum bjargað. Stranduppboð haldið í fyrra dag. Aríðandi að vita. Það er hægra að fynrbyggja tæring en að lækna hana. Slæmr og hættulegr hÓ9ti hverfur alger- lega við brúkuD Hagyards Pectoral Bal- sam sem lækuar hósta, köldu o. fl. II. Eftir Fjai.lkonunm. 5. Sept. Hr. Schierbeck landlaknir er nú talið víst að muni fá stiftislæknisembætti í Vébjörgum á Jótlandi. Slys. Maðr hrapaði til bana á Vestmannaeyjum, í Stóra Klifi, sem kallað er, 26. ágúst, Sigurðr Sigurðs- son, frá Sjólyst (ættaðr úr Landeyj- um). Hann var við fýlungaveiði með tveimr mönnum öðrum. Nýtt btað enn. Sagt er. að von sé á nýju blaði frá Isafirðij frá inni eldri prentsmiðju þeirra Isfirðinga, sem nú á að taka til starfa af nýju með haustinu, enn Þorvaldr læknir Jónsson mun vera helzti forgöngu- maðr. 12. Sept. 1893. Stefán Stefánsson, kennari á Möðru- völlum, kom hingað til bæjarins 16. þ. m. úr rannsóknarferð sinni um Vestrland. Hafði hann farið um suðr- hluta Strandasýslu, frá Melum í Hrúta- firði og alt norðr í Eyvindarfjörð. Segir hann gróðr á þessu svæði að ýmsu leyti frábrugðiifti gróðri hér syðra og á Norðrlandi. Úr Eyvind- arfirði fór liann Ófeigsfjarðarheiði vestr að Ármúla við Isafjarðardjúp. Eftir kortinu á vegr þessi að liggja hér um bil yfir miðjan Drangajökul, en því fer fjarri, því jökullinn er látinn ná alt of langt í suðr, Inn núverandi Drangajökull mun vera hér um bil helmingi minni en sýnt er á kortinu. Frá Ármúla hélt hann svo inn með Djúpinu og umhverfis það alt til Isafjarðar og skoðaði dal- ina inn af fjörðunum vestan við Djúp- ið. Þar er fagr og mikill gróðr. Einkum er þar mjög mikið af birki- og víðirunnum, en innan um þá er mjög fjölbreyttr jurtagróðr. Frá Isa- firði hélt hann svo gegnum Önundar- fjörð og Dýrafjörð. Þaðan yfir Glámu niðr í botninn á Borgarfirði; þaðan yfir Dynjandaheiði að Botni í Geir- þjófsfirði, þar sem Gísli Súrsson dvaldi síðast; þaðan yfir Horntær suðr í Vatnsdal við Breiðafjörð. í dal þess- um er mikill gi'dðr. Heiðin austan fram með vatninu neðantil í dalnum er alvaxin þéttum skógi. Upp úr botninum á Vatnsdal fór hann svo austan með Glámu alla leið niðr í botninn á Skálmardal; var leið sú mjög torsótt, einlægar holurðir, svo naumlega varð komizt með hesta; hefir þetta ekki verið farið í manna minnum. Úr því fór. hann sem leið liggi' að Ólafsdal, og var þá rannsókn- unum lokið, því þaðan fór hann hraða ferð hingað. Druknan. 5. sept. fórst bátr frá Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd með tveimr mönnum, sem hétu Sveinn Kristjánsson, giftr bóndi frá Haust- húsum, efnilegr maðr, og Magnús vinnumaðr Lárusar homöopaþa. Þeir komu með kolafarm af Vogavík og er sagt að bátrinn hafi sokkið af of- hleðslu. Dáinn. Árni Helgason, bóndi á Hrúðrnesi í Útskálasókn, einn af beztu bændum þar syðra, lézt 28. Ágúst á sjötugsaldri. — Það getr ekki verið talsmál um heilbrigði á sál eða likama meðan blóðið er óhreint. Hreinsaðu lífsstrauminn frá öllum óhreinindum með því að við- hafa Ayers Sarsaparilla. Það lyf endr- nýjar þreytt lífsafl, styrkir taugarnar og veitir biluðum liffærum heilsu á ný. 1892, Rjominn af Havana uppskerunni. „La Cadena:1 og „La Flora“ vindlar eru án efa betri að efni og töluvert ódýrari heldr en nokkrir aðrir vindlar. Fordóms- fullir tóbaksreykjendr vilja ekki kannast við pað en þeir, sem vita hvernig þeireru tilbúnir, kannast vjð það. S. Davis & Sons, Montreal. Eftir að hafa um þriggja ára timabil verið þjáðr af magaveiki, og reynt öll læknisiyf, er 6g þekti, en alveg árangrs- laust, reyndi 6g B.B.B. Ég hafði brúkað það að eins í þrjá daga, er mér fór að batua. Þrjú glös lækuuðu mig alger- lega. W. Nichols, Kendal, Ont. X X OWCsrnm (CUT PLUG.) OLD GHUM (PLUG. > (Niðrl. frá 1. bls.) Og í sama bili kom mjó strýta upp úr lægri hlutanum, þó ekki upp úr endan- um sjálfum, heldr dálítið ofar, þar sem skrokkrinn gildnaði. Var dýrið þá til að sjá einna líkast þvi, að maðr væri í bóndabeygju — sem kallað er —, lægi á lendunum, en lypti upp herðum og höfði og rétti upp fætrna svo beint, að eigi sæi fyrir hnjánum, héldi svo öðrum hand- leggnum beint upp. Þó varð strýtan ekki alveg eins há og mjói endinn. Strýt- an lækkaði svo aptr hægt og hægt, þar til hún var horfin. Og um leið rétti dýr- ið sig hægt og htegt úr kryppunni og lagði sig aflangt eins og það var í fyrstu. Nú kom Þorsteinn til okkar og sagði okkr frá þessu. Fórum við þá öll yfir á balann, að sjá þetta dýr. Það lá enn af- langt og hreyfði suðr-ondann (ég nefni hann svo til aðgreiningar), likt og það væri að kroppa eitthvað upp úr eyrinni. Virtist okkr eigi ólíkt því, að á þeim endanum væri háls og höfuð, en á hin- um digr hali; þó er ekki hægt að fullyrða það. Bráðum fór dýrið aftr að lypta sár og komst í sömu stellingar, sem Þor- steinn hafði séð það í, en lagöi sig svo aflangt aftr, og strýtan hvarf. Þetta ítrekaði það nú tvisvar, með stuttu millibili, og var þar enginn munr á. Að þessum hreyfingum fór það hægt. Við vildum gjarnan sjá til þess meiri hreyfingar. Létum við þá hunda gelta, Þá var sem dýrinu brygði nokkuð við: það lypti sér snögglega upp og setti sig í sömu stellingar sem áðr er lýst. Var þar ekki annar munr á, en að nú var hreyfingin snögg. Eftir litla stund rétti það enn úr sér og strýtan hvarf sem fyr, og fór það eins hægt að því og áðr. Við hefðum gjarna viljað. að bátr væri nærri, til að róa út í eyrina; en það var, því miðr, ekki; og veðr var of kalt til að vaða þangað eða synda. Við fórum nú að slá aftr, en gættum þó bráðum aftr að dýrinu og var það þá enn á eyrinni. Og enn eftir litla stund gættum við að því að nýju. En þá var það horfíð’. Við vorum 7 á engjunum, sem öll sáum dýr þetta, horfðum við á það nálægt \ klukkustund, og sýndist það einn veg öllum. Það sáum við, að engjafólk frá Útverkum horfði líka á það undir eins og við. Ég þykist viss um, að dýr þetta muni fáséð, ef ekki óþekkt hér, og því þykir mér eiga við að geta þess í Isafold. Árhrauni, 3. sept. 1893. Páll Erlingsson. Það er ágizkan fróðra manna, að þetta muni verið hafa skepna af ein- hverju stóru selakyni úr Kyrrahafi norðanverðu, er flækzt hafi vestr með Síberíuströndum og alla leið hingað til lands, og loks villzt upp í Ölfusá. Sela- kyn þau hafa sum all-ólíkan skapnað því, er hér gerist; en illt mun þó að gera grein fyrir strýtunni, hafi þeim rétt sýnzt um hana, er á horfðu. “Clear Havana Cigars”. „La Cadena“ og „La Flora“. Biddu ætíð um þessar tegundir. l Mjng lofað. Herrar. — Ég hefi brúkað Hagyards Yellow Oil og liefir mér reynzt pað betra en alt annað við brunasárum, gikt, mari, köldu og liðaveikl. Ég hefi talatS um það við kunn'ngja mína, og ljúka þeir allir upp sama lofsorði um pað. Mrs. Hight, Montreal, Que. Mjög dúrnœtt. Par eð ég liefi bníkað B.B.B. við lifrarveiki, með inum allra beztu áhrifam þá get ég mælt með því til allra. sem þjást af þessum sjúkdómi. Meðalið er virði þyngdar sinnar í gulli. Tillie White, Manitowaning, Ont. Ur norðrinu. í norðlægum löndum er fólki mjög hætt við kölduveiki; en nátt úrun sjálf hefir líka í þessum löndum gefið fólkinu áreiðanlega köldumeðal. Dr. Woods Norway Pine Syrup læknar bósta köldu, hæsi, andarteppu, garnaveiki og alia liáls og iungnasjúkdóma. Verð 25 og 60 cts. B.fí.B. stóðst tilraauina. Ég reyndi öll meðul, sem ég vissi af, við gigtveiki, ^ án þess mér batnaði nokkuð, þangað til ég reyndi Burdock Blood Bitter, og get ég gefið því meðali in beztu meðmæli til allra, sem þjást af þeim sjúkdómi. Henry Smith, Milverton, Ont. Engin önnur tébakstegund hefir nokkurn tíma átt jafnmiklu útbreiðslu-,Ani aðfagna á jafnstuttum tima, eins og þessi tegund af „Cut Plug“ og „Plug Tobaocó<‘, Elztu „Cut Tohacco“ vertcsmiðja Canada. Stórkoítlegar uppgötvanir. Stjörnu- fræðingrinn, sem finnur nýjar stjörnur grasafræðingrinn, sem finnr nýjar jurtir og mannfræðingrinn, allir verða þeir frægir. En það eiginlega góða sem þess- ar uppgötvanir hafaí för með sér er þó litilsvirði í samanburði við uppfindDÍng meðals, sem er átvíræð bót við vissum sjúkdómum. Þesskonar uppfundning var ger nær því fyrir hálfri öld af austr- fylkja-manni Perry Davis að nafni, og með il hans er nú kunnugt um víða ver- öld sem Perry Davis Pain Killer. Það læknar áreiðaulega niðurgang, krampa, uppstoppelsi og yfir höfuð alla maga kvilla. 2 ánza glas að eins 25 cts. Til sölu: íbúðarhús mitt á Notre Dame Str. með tveim lóðum og brunni, úthýsi (gripahúsi), hesti, vagni, sleðum og 10 kúm. Þetta fæst keypt annað hvort alt í einu eða lausaféð sér hvað í sínu lagi. Um verð og borgunarskilmála snúi menn sér til mín, Kristinn Stbfansson. FUNDARBOÐ. Miðvikudaginn 11. p. m. ætlar ið ísl. verzlunarfélag að halda ársfjórð- ungsfund í félagshúsinu á Jemima Str. Fundrinn byrjar kl. 8. síðdegis. I umboði félagsins Jón Stefánsson. ------------------------------— TOMBÓLA! Á fimtudaginn 12. þ. m. kl. 8 að kveldi ætlar ið ísl. kvennfélag í Winnipeg að halda TombóLU í Unity Hall, á horn. á McWilliain og Nena Str. Þar verðr og söngr, hljóðfæra- sláttr og aðrar skemtanir á eftir. Inngangr 25 cts., einn dráttr frí. Wpg., 6. Okt. 1893. Mrs. Ó. Goodman, forseti. BEZTA FÆÐI og herbergi geta nokkrir áreiðanlegir menn fengið hjá undirskrifaðri með vanalegu verði. Guðrún Schevino, 528 Ross Str. MONTREAL,. Hús fyrir $500 til $1000; þægilegar afborganir. Lóðir á Nens og Boundary strætum á $50 til 250. Þér getið gert samninga við oss um þægilegar, litlar mánaðar afborganir og einnngis 6 pc. teknir í vöxtu. Hamilton & Osler, 426 Main Str. FERGUSON & co. 403 Main Str. Bækr á ensku og íslenzku; íslenzp ar sátmiabækr. Ritáhöld ódýrustu í borginni Fatasnið af öllum stærðum. bezta tegund > sem . hingað til hcflr kostað 40 cts. gallonan, fæst nú, frítt flutt á heimilið til hvers bæj- armanns, fyrir að eins 35 cts. gallónan. C. CxERRIE, 174 Princess Str. (2. dyr frá Jemima Str, — Myndir til sölu af ýmsri stærð af séra Matthíasi Jochumssyni. Menn snúi sér til G. E. Dalman’s 317 Main Str. Vetrinn nálgast! Landar, sem þurfa að láta búa til vetrarglugga, setja þá fyrir eða gera eitthvað að húsum hjá sér áðr en , það fer að kólna', geta fengið það eins vel og ó- dýrt gert hjá mér sem nokkr- um öðrum. Sæm. Steinsson, 63 Notre Damo Str. East. STEINOLÍA I 334 Jafet í föður-leit. því að fara vel með þessi efni mín, þá geti mér nú orðið eitthvað ágengt“. „Það leikr nú það orð á meðal heldra fólksins að þér eigið mikinn auð.“ „Það er ekki mér að kenna, herra lávarðr; það var fyrir misskilning Carbonnells majórs að sá orðrómr lagðist á. Þó má ég kenna sjálfum mér um þetta að því leyti, að ég hefi aldrei borið orðróm þennan til baka.“ ,,0g hafið svo í hyggju, býst ég við, að hafa gott upp úr þessum orðrómi með þvi að ná í auðugt kvonfang.“ „Nei, ekki er það rétt til getið, herra lá- varðr. Fólk má gjarnan fyrir mér gera sér rangar hugmyndir um efnahag minn, en ég ætla engan mann að svíkja á mér.“ ,.En heldr ekki leiða þá úr villunni, Mr. Netvland?“ ,,Ó nei, það ætla ég heidr ekki að gera, og þó að* é'g vildi reyna það, þá j rði það ekki til neins; mér yrði ekki trúað. Menn tryðu því ekki, að ég hefði getað verið svo líTigi lagsbróðir frænda yðar heitins majórsins nema þvi að eins að ég hefði Iiaft báðar liendr fullar fjár. Þeir kynnu að trúa því, að ég hefði nú fcólundað öHum mínum auði, en hinu aldrei, að' ég hefði engan auð átt.“ „Eg sé að þér eruð farinn að þekkja heiminn furðu-vel,“ svaraði lávarðrinn; „en ég tók fram í fyrir yðr; haldið þér áfram.“ ,.Það sem óg ætlaði að segja, herra lá- Jafet í föður-leit. 339 Mr. Emanúel! Nei, nei, það er þó heldr hart. Ég býð yðr að horga yðr ellefu hundruð pund, og séum við svo skildir að slóttu; og það álít ég sæmdar-boð.“ „En ich er ekki að krefja berrinn um peningana. Ich lánaði yðr eitt túsund pund upp á tá skilmála, að tér mér aftr borgið fimmtán hundruð pund, nær tér umráð yfir yðar eigum fáið, och dat verðr senn. Nú haf- ið tér eítir mér sent, och segið mér að tér viljið stracks peningana til baka borga. Ich neita aldrei peningum — ef lierrinn vill mér borga, skal icli við taka, en aldrei við ein- skilding minna en skuldabréfið upp á hljóðar", „Jæja, Emanúel minn; rétt sem yðr þókn- ast; ég býð yðr enn í viðrvist þjóns míns að endrborga nú peningana, og eitt hundrað pund í leigu fyrir þe-sa tíu daga. Þér getið hafnað því boði ef yðr sýnist svo; ea ég ræð yðr alvarlega til að þiggja það“. „Ich vil dá ekki peningana liafa, ungi herra; tetta er barna-leikspil'*, svaraði gyðsi. „Ich verð mín fimtán hundruð að fá, alt á sinni tíð, herra; mér hastar ekki. Góðandag^ Mr. Newland. Nær yðr á meiri peningum liggr, skal ich gjarnan yðr hjálpa.“ Að svo mæltu fór gyðingrinn út, liokinn og með hendina fyrir aftin bakið að vauda. 338 Jafet í löður-leit. sýnduð mér þá góðvild að lána mér. Jafn- framt lofa ég yðr því, að fari svo að ég þurfi einhvern tíma á aðstoð yðar að halda þá skal ég leita yðar“. Svo stóð ég aftr npp til að fara. „Yerið þér sælir Newland; þegar ég hugs- aði að þér hefðuð farið illa að ráði yðar og ég bauð yðr að hjálpa yðr, þí báðuð þér mig að eins um mitt góða áiit; það hafið þér enn; ég hefi svo gott álit á yðr, það skal mik- ið til að veikja það“. Lávarðrinn kvaddi mig svo með handa- bandi, og ég fór. Þegar ég kom heim til mín aftr, var þar fyrir Emanúel gyðingr, okrkarlinn; hafði hann fúslega farið 'með Tímóteusi, því að hann liólt að ég þyrfti á meiri peningum að halda, og var hann helzt til fús að lána mér meira. En þegar ég sagði honum, að ég vildi borga honum aftr peningana, sem ég hafði fengið til láns lijá honum, þá gekk alveg yfir hann. „Vel, detta er undarlegt! ich hefi túsund sinnum lánað ungum herrum peninga, enn aldrei fyrr hafa deir sjálfkrafa tilboðið dá aftr að borga. Nú ich skal taka við teim.“ „En hvað mikið á ég að gefa yðr, Mr. Emanúel fyrir þetta tíu-daga lán?“ „Vat mickið—nú, tér munið að tér gáfuð mér skuldbréf—fimmtán hundruð.1' „Hvað segið Jx'r, maðr! Fimm hundruð pund í leigu af þúsund pundum í tíu daga, J afet í föður-leit. 335 varðr, er það, að mér finst ég hafi stýrt mið- vega miUi þess sem ráðvant má kaUast og ó- ráðvant. Þér eruð reyndari maðr en ég í heiminum, og getið betr um það dæmt, hvort ég hefi rétt í þessu. Ef heimrinn dregr sjálf- an sig á tálar að því er til efnahags míns kemr. þá kynnuð þér að vilja segja, að það væri skylda min, ef ég vildi vera stranglega vandaðr maðr, að leiðrétta þá skoðun. Það mundi ég Hka gera, ef ekki stæði svona alveg sérstaklega á fyrir mér; en alt um það skal ég aldrei ^skrökva neinu sjálfr um efnahag mmn, og aldrei hagnýta mér þennan misskiln- ing manna til þess að kvongast ungri og efnaðri stulku. Henni skyldi ég segja, að ég væri öreigi, og reyna að ávinna mér ást hennar sem öreigi. Hvaða traust gæti kona borið í hjónabandinu til þess manns, sem byrj- aði á að draga hana á tálar á undan lijóna- bandinu ?“ „Ekki skal ég ljósta upp leyndarmáli yð- ar, Mr. Newland; þér oigið rútt á að heimta þagmælsku af mér. Mér þykir vænt um að lieyra skoðanir þær, sem þér látið i Ijósi, þó að þær séekki að öllu SMnikvæmar ströngustu kröfum sið- alögmálsinsjenþeir eru æði-margir, sem tala enn fagrlcgar ou þúr, en breyta miklu ver. En samt vildi ég að yðr gæti hugkvæmzt einhver vegr til þess að ég gæti verið yðr til aðstoðar; líf yðar er sem sternlr gagnslaust og arðlaust, og getr leitt til þess að glæða hjá yðr liug-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.