Heimskringla - 11.11.1893, Blaðsíða 6

Heimskringla - 11.11.1893, Blaðsíða 6
4 HEIMSKRINGLA 11. NOVEMBER 1S93. 7. þ. m. kl. 3. e. m. andaðist snögglega næst yngsta bam þein-a hjóna Mr. B. L. Bald- winsons og konu hans, drengr, 2 ára og 2 mánaða gamall, Baldr Leó að nafni. Dauða- orsökin var lungnabólga. — Jarðarförin fór fram í fyrra- dag. Allir inir mörgu vinir þeirra hjóna víðsvegar um þetta land og gamla landið munu sam- hryggjæst þeim yflr þessum sorglega missi. Winnipeg. pif- Kjömefndarherbergi Campbell’s fyr- ir Islendinga er í hægri framsalnum við Northwest Hall yfir búð G. Jónssonar, cor. Ross & Isabel Str. — Mr. Eiríkr Gíslason, ráðsmaðr Hkr., fór suðr til N.Dak. á miðvikud. — Dr. Inglis hefir verið gerðr að bæjarlækni (City HtaUh Offieetr). — Séra Magnús messaði í Úní- tarakirkj. á sunnud. og fór síðan heim- leiðis til Ný-ísl. t Mrs. Sigríðr Sigurðardóttir. hús- freyja Mr. Jóhanns Pálssonar á 665 Ross Str., andaðist 7. þ. m. eftir lang- vinn veikindi. — Þeir Riley og Le Blanc, sem urðu Wilson nokkrum að bana í sum ar og rændu hann, vóru fyrir kvið dómi nú. Le Blanc, sem ekki tók þátt i árásinni á manninn, var dæmðr sekr af kviðdómi, en Riley, sem vann á honum, sýkn. Auðvitað sátu eigi sömu menn kviðinn í báðum málun um. Riley er nú kærðr um rán. SMÁGREINIR ÚR ISLANDS- BLÖÐUM. — í undirbúningi er samkoma til arðs fyrir Únítarasöfnuðinn hér; hún verðr haldin hinn 22. þ. m. að forfalla lausu. Nákvæmari auglýsingar næstu blöðum. — Miss Guðrún Jóhanson, sem hefir stundað nám við skóla hér nokkra undanfarna vetr, fór niðr til N. ísl vikunni, til að taka að sér kenslú við skóla þar (ísafoldar skólahérað). — “Efnafræðislegt snildavverk og læknisfraðilegr sigrsyo segir ágætr læknir um Ayer’s Cherry Pectoral; og lofið var ekki um of. Ekkert annað lyf or svo örugt og áhrifamikið í öllum hálsmeinum og lungnasjúkdómum. — “Ekkert hepnast eins vei og hepnin og ekkert nema sannr verð- leiki tryggir það að manni hepnist vel I fjörutíu ár hefir Ayer's Sarsaparilla haldið alþýðuhylli sem ágætasta blóð- hreinsunar-lyf. Það stendr á sínum verðleikum og reynist altaf vel, — Anthracite-kolin nýju höfum vér nú reynt, brennum þeim daglega á skrifstofu Heimskr. og í prentsmiðj- unni. Þau reynast mæta-vel. Blaðið Commerciaí,, sem ekki er fyrir að hæla varningi einstakra manna að raunarlausu, flutti um daginn ritstjórn- argrein um þau, og hrósaði þeim mjög. En það er athugavert, að það hefir spilt fyrir félaginu, að það byrj- aði að flytja hingað kol úr námun- um i fyrra og hittiðfyrra, en það voru yfirborðskol, með því að þá var lítið sem ekkert komið niðr í jörð að grafa; en yfirborðskol eru ávalt verst; kolin batna eftir því sem dýpra dregr. Kol- in, sem nú eru á boðstólum, eru því alls ólík inum fyrstu kolum. Fornceifa-raknsókxir. Herra Brynjólfr Jónsson frá Minna-Núpi, sem mörgum er að góðu kunnr af ritgerðum sínum, hefir sumar verið í þjónustu Fornleifafélags ins og rannsakað sögustaði og forn örnefni í Árness, Rangárvalla og Skaftafellssýslum. í Júnímánuði fór hann fyrst af Eyrarbakka upp Eystrihrepp og gróf, í Máshól hjá Stóru-Mástungu; hefir verið gizkað á að Már Naddaðarson landnámsmaði- hafi flutt þangað bygð sína, er hann hafði selt Þorbirni jarlakáppa land sitt í Hrunamannahreppi og hafi verið heygður í Máshól, en engar forn- menjar fann Br. i honum, enda hefir verið grafið í hann áðr, Að því búnu fór Br. J. út i Biskupstungur; skoðaði þar forna garðlagningu. er nú nefnist Þræla- garðr, út frá Miklaholti, og eru munn- mæli, að Ketilbjörn gamli hafi látið þræla sina hlaða hann millum Brúar- ár og Tungufljóts til að hafa fénað sinn í sjálfheldu, en smalamaðr hafi hafzt við i skála, þar sem Skálaholt nú stendr. Hyggr Brynjólfr, að þessi Þrælagarðr sé “Hagagarðr” sá, er Landnáma getr um. Þá rannsakaði hann í Skálaholti einkum legsteina biskupanna: Þórðar Þorlákssonar, Jóns Vidalíns, Jóns Árnasonar, Finns og Hannesar, og reit upp grafletrið á þeim. Því næst rannsakaði hann hof- tóft niðr undan túnjaðrinum í Útlilið, er á að vera hoftóft Geirs goða, en ekki var unt að ákveða lögun henn ar. í lílilli rúst þar uppi á túninu, er Grýla nefnist, á Geir goði að vera heygður, en ekki leizt Br. svo á hana og gróf þar ekki né heldr i svonefnda Bjarnarþúfu þar í túninu, þar sem Björn járnsmiðr á að vera grafinn með smíðatólum sínum. I Múla skoð- aði hann bollastein lítinn, er þar fanst í vor. og annan stærri í bæjarstétt í Úthlíð með mjög víðum bolla. Þá skoðaði hann rústir millum Helludals og Neðradals (Neðra-Haukadals) og og þykir liugsanlegt, að þar hafi verið þingstaðr til forna. Segir svo i sögu Guðmundar biskups f*íða (Bisks. I 419) árið 1178:... “Lögrétta í Hauka- dal,” og litr þvi út, sem alþingi hafi verið háð þar það ár, ef til vill sakir ófriðar með mönnum, en engar frek- ari sagnir eru til um það. Þá var Gissur Hallsson, er bjó í Haukadal, ekki enn orðinn lögsögumaðr, því að hann varð það fjTSt 1181. Þá skoðaði Br. rúst í túnfæti í Hefludal og Marteinslaug hjá Haukadal, sem ann- aðhvort er kend við Martein biskup Einarsson, er bjó í Haukadal nokkur ár eftir að hann sleppti biskupsem- bættinu, eða við Mart^in biskup inn helga (frá Tours), sem kyrkjan í Haukadal er helguð. Því næst skoð- aði Br. legsteina í Bræðratungu (Há konar Gislasonar og .Jarðþrúðar dóttur hans, fyrri konu Magnúsar Sigurðs- sonar) og ritaði upp grafletrið á þeim í túnjaðrinum í Fjalli á Skeiðum rannsakaði hann hoftóft allstóra, er stendr á alláhum klettahjalla, og heita allir klettarnir Hofklettar. Fjafli hj-ggr Br. J. að Úlfr Ugga son hafi búið. Inn forna þingstað í Árnesi, ey í Þjórsá fram undan' Hofi í Gnúp- verjahreppi, rannsakaði hr. Br. J rækilega. Nú rennr meginhluti Þjórs- ár að norðanverðu við Árnesið og og skilr það frá Árnessýslu, en áðr fj-rrum hefir meirihluti árinnar runn ið fj-rir sunnan það, og eins og nafnið bendir til, mun Árnesið í fj-rstu hafa verið áfast vestrlandinu, enda dregr Árnessýsla nafn af því. I Ár nesinu eru margar búðarústir, þar heitir enn mannvirki eitt mikið “dóm hringrinn”, nálægt Þinghól framar- lega í ej-nni. í Landnámu (V 10)) er sagt, að Olafr tvennumbrúni landnámsmaðr á Skeiðum liggi i “Brúnahaugi undir Vörðufelli”, og hefir sú sögn gengið, að Brúnahaugr sé sama sem “Ein- búi”, sem stendr í fögrum livammi, er Nátthagi heitir, uppi undir háfjall- inu fj-rir neðan túnið í Framnesi, og lét hr. Br J. grafa dálítið í hann, en klöpp var alstaðar fj-rir og er þar því enginn formannahaugr. I hrauninu fj-rir sunnan árhraun er hár, kringl- óttr hraunhófl, er heitir Helgahóll' og er það án efa “Helgahváll”, þar sem Helgi trausti féll og Landn. nefnir. Á honum er dálítil upphækk- un næstum í tvennu lagi, er gæti verið dj*s, er hefði verið grafin upp siðar í Skaftafellssýslu rannsakaði hr. Br. J. vandlega inn forna þingstað á Leiðvelli og skoðaði Hildishaug hjá Kj-rkjubæjar-klaustri inu forna, en þar er land nú blásið og hann sjálfr ekki annað en dálitill einstakr klettr, sem stendr upp úr sandinum, en hefir áðr verið hulinn jarðvegi. Getr vel verið, að Hildir fornmaðr hafi þar hej-gði- verið, en nú er þar auðvitað ekkert að finna. Skamt þar fyrir sunnan stendr slétt klöpp . upp úr sandinum og er hún kölluð “Kyrkju- gólfið”. Er sagt að klaustrkj-rkjan hafi staðið þar í fvrndinni. I Rangárvallassýslu skoðaði hr. Br. J. Þórsmörk, hoftóftsrúst (?) í Burtu landareign í Fljótshlíð, og Þing- skálaþingstað, en þár eru búðir Njáls og Gunnars sýndar fyrir neðan bæinn; en bvið Marðar gýgju á að hafa verið þar sem bærinn er. Hr. Br. J. hefir sent Fornleifafé- laginu nákvæma skýrslu um þessa annsóknarferð sína, og mun hún birtast á prenti í Árbók Fornleifa- félagsins næsta ár. [Þjóðólfr]. Árni Thorvarðsson, sem um langan undanfarinn tima hefir unnið fj-rir helztu bókbindara bæjarins, liefir sett upp bókbindara verkstofu fyTÍr sjálfan sig á suðaustrhorni Ross og Ellen stræta. Hann óskar eftir, að þeir Is- lendingar, sem þurfa að láta binda bækr, snúi sér til hans. Hann hefir góð áhöld og ábyrgist verklegan frá- gang. Verð svo lágt sem unnt er. ‘ílear Havana Cigars”. „La Cadena“ og „La FIora“. Btddu ætíð um þessar tegundir. Oss er ánægja að geta þess hve mikið selzt af Pain Kíller hér borginni. Vér höfum fulla ástæku til að álíta það óbrigðult læknislyf við allskonar verkjum; og er það því lyf sem ekkert heimili ætti að vera án Að eins 25 cts. stór flaska. Burdnck Blood Bit'er. JB B.B. er lyf búið til trjárætum, berki og biöðum það er ið bezta meðal við meltiug- arleysi, harðlífí og lifrarveiki, og læknar yfir höfuð alla sjúkdóma, sem stafa af óhreinu blóði. Verzl u na rarbrtf. T. Milburn & Co. Tilsonburg Marz 15. 1887. Herrar. Gerið svo vel og senda nú þegar þrjár tvlftir af I5.B.B. Ekk- ert lyf selst eius vel. Vér seldum sjö flöskur í dag. Yðar einl., C Thompson. Ofanritað sýnishorn er að eins eitt af hundruðum um B.B.B. 1892, Rjominn af Havana uppskerunni. „La Cadena:* og „La Flora“ vlndlar eru án efa betri að efni og töluvert ódýrari heldren nokkrir aðrir vindlar. Fordóms fullir tóbaksreykjendr vilja ekki kannast við það en þeir, sem vita hvernig þeir eru tilbúuir, kannast við það. 8. Davis & Sons, Montreal. Vondr hósti lœknaðr. Herrar. Ég hafði mjög slæman hósta, sem ég gat ekki losnoð við, en eftir að ég fór að brúka Hagyards Pectoral Balsam, batnaði mér algerlega á tveim dögum Það er ið besta hóstalyf sem ég þekki. Joseph Garrick, Kleinburg, Ont. Ilvemig meltingarleysi er lœknaö. Ég þjáðist af meltingarleysi, sem leiddi af sér máttleysi og taug»sl *ppleik, sem læknar kölluðu illlæknandi. — Ég sá svo B.B.B auglýst og reyndi það, og eftir að ég hatði brúkað þjár flöskur, var ég algerlaga heill heilsu. Mrs. J. H. 8nider, Kleinburg, Ont. Fjórðungs aldar. I meira en 25 ár hefir Hagyards Yellow Oil verið seld af lyfsölum, og á þeim tíma aldrei brugðist, sem ið bezta heimilis lyf við verkjum, máttlej'si og sár- indum á holdinu. Má brúka bæði innvortis og útvott'8. r.rrkning Tifi hósla. l>að er okke t lyf, sem læknar í eins mörgum til- fellum eins og Dr. Woods Norway Pine Syrup. I nær því öllum tilfell- um af bósta, köldu, andteppu, hæsi o. s. frv., er það óbrigðult. HARDIR TÍMAR ! Já, að vísu er það, en á margan hátt má þó gera þá þolanlegri. Einn vegrinn er, að kaupa alt við lægsta verði, sem fæst. Við fáum nú innan fárra daga mikið af vetrar vörum og öðrum nauðsynjum, sem eru keyptar fyrir Uard Cash eins ódýrt og mögulegt er að fá það, og verðr selt út aftr á sama hátt. Hvenær hafið þið t. d. heyrt getið um góð karl- manns vetrar-nærföt fyrir 50 cts og fl. þvílíkt? Ef betra fæst, þá unnum vér öflum þess, en viljum aðeins vara menn við, að nú er óþarfi að borga hátt verð fyrir neitt, því nú fæst alt ódýrt, sem borgað er með peningum, þar lán og hátt vói’ð er úr sögunni. Yðar éinl. T. Thorwaldson & Co. Akra, N. D., Okt. 30.1893. KJÖRKAUP í Blue 5tore (Blau t>utlinni.) MERKI: BLA-STJARNA. No. 434 Main Str. 8!ík kostn-boð liafa aldrei fyrr heyrzt siðan Manitoba bvgðist. KOM OG SJÁ vorar tweed buxur. KOM OG SJÁ vorar svörtu buxur. KOM OG SJÁ vorn karlmanna alfatnad. KOM OG SJÁ vorn svarta alfatnad. KOM OG SJÁ vorn unglinga-alfatnad. KOM OG SJÁ vorn drengja alfatnad. KOM OG SJÁ vorar Pea Jackets (vetrar-treyjur). KOM OG SJÁ vora yfirfrakka. ************** Þér þurfið ekki annað en að sjá og skoða þessar tegundir af til að samfærast þegar um, að hann er sá bezti og ódýrasti, sem nokkru sinni hefir boðiun verið í þessu landi. Alt, sem vér mælumst til, er að þér komið og skoðið sjálfir vöruruar. Munid : „BLÁA BÚDIN“....... .... Merki : BLÁ-STJARNT. 434 MAIN STREET, A. Chevrier. UPPBODS=SALA. ÞROTABÚS-VÖRUR MfCROSSAlV tfc CO' eru seldar á uppboði á hverju kveldi fyrst um sinn. DÚKVARA, FATNADR, SKINNVARA, Alt, sem vant er að vera til í DRY GOODS búð. — Allan daginn eru vörurnar líka seldar uppboðslaust fyrir uppboðs-verð. M. CONWA Y, uppboðshaldari. GEO. H. RODGERS & C0„ & # eigendr. ^ 374 Jafet í föður-leit. XXXVII. KAPÍTULI. [Ég reyni að rekja aftr upp in týndu spor, og verð eigi lítið forviða að frétta það, að ég hafi verið dæmdr fyrir skjala- fölsun og fluttr í útlegð]. Framkoma Harcourts var mjög hvetjandi fyrir mig, og hefði ég verið nokkuð hikandi aðr í að fylgja ráðum Mr. Mastertons, þá hefði drenglyndi Harcourts átt að styrkja mig í þeim ásetningi. Mér var létt um hjartarætr og ég var glaðr í lund, er ég kom heim, með því að ég fann með sjálfum mér, að ég hafði breytt rétt. Morgunin eftir lagði ég af stað til-------, og með því að nú var langt um liðið síðan við Fleta höfðum sézt, þá varð þetta okkr báðum fagnafundr. Ég sá að hún hafði vaxið mjög og þroskazt og fríkkað. Aldr hennar vissum við auðvitað að eins af ágizkun, en það lét nærri að hún mundi vera að komast á fimtánda árið. >Sál hennar hafði og þroskazt að sama skapi. Forstöðukona skólans lauk miklu lofsorði á hana fy-rir næmi hennar og ástundun, og spurði hún mig, hvort ég ætl- aðist til að henni yrði kend hljóðfæralist og Jafet í föður-leit. 379 fj-lgdi hingað í fyrstu, og þar var þess getið, að hans mundi síðar verða vitjað, ef ástæður lej-fðu.” “Já, ég man það glögt; það eru nú eitt- hvað sex ár síðan. Eg má segja það hefir verið spurt eftir honum; var ekki svo Mr. G-------?” “Það má ég segja að var, fyrir eitthvað missiri eða svo; en vér skulum senda eftir spítala-ritaranum og láta athuga þetta í gjörða- bókunum.” “Hjartað fór að slá öllu tíðara í hrjósti mér, þegar ég heyrði þessi tíðindi, og ég svitnaði af eftirvæntingu. Loks varð geðs- hræring mín svo megn, að það ætlaði að svífa að mér. “Yðr er að verða ílt,” sagði einhver af for- stöðumönnunum ; “komið þið fijótt með glas af vatni!” Þjónninn, sem inni var, kom fljótt með vatnið; ég drakk það, og náði mér svo undir eins að kalla aftr. “Það lítr út fyrir að yðr sé mjög um- hugað um forlög þessa unga manns.” “Já,” svaraði ég; “það getr engum verið annara um hann en mér.” Ritarinn kom nú með spítala-skrárnar, fletti þeim upp og las þetta upp úr þeim : “—Ágúst 16.—Kom herramaðr og spurði •ftir sveinbarni, sem hór hefði verið eftir skil- ið, Jafet að nafni; það höfðu fylgt barninu 378 Jafet í föður-leit. til helminga milli okkar, og hann láta þjón sinn frá sér fara, og ætluðum við að komast báðir af með Tímóteus. Eg þarf varla að geta þess, að okkr samd' vel um þetta, og áðr en vika var liðin, flutti Harcourt til mín. Viðtal mitt við Mr. Masterton og atburð- ir þeir, er af því leiddu, ofli þvi, að ég hafði gleymt að fara að hittít umsjónarmenn útburða- spítalans, til að grenslast eftir, hvort nokkur eftirspurn hefði gerð verið eftir mér. Nú þeg- ar ég kom aftr í borgina, fór ég þangað og fékk að vita, að það ætti að verða umsjónar- manna-fundr daginn eftir. Eg fór því þangað næsta dag, og var mér fylgt inn i herbergi það, þar sem umsjónarinennirnir vóru allir saman komnir. “Þér vilduð fá að tala við umsjónarmenn spítalans, heyri ég,” mælti formaðr umsjónar- mannanna. “Já, herra,” mælti ég; “ég er kominn til að grenslast eftir, hvort nokkuð hafi verið spurzt hér fyrir um einn pilt, sem alinn var hér upp á spitalanum og heitir Jafet New- land.” “Jafet Newland?” “Já, munið þér ekkert eftir honum ? Hann var ráðinn héðan kenslusveinn til lyf- sala nokkurs að nafni Cophagus : það var gert fj-rir þá sök, að lögð hafði verið með honum ofrlitil peninga-upphæð, í bréfi sem honum Jafet í föður-leit. 375 dráttlist, en hún hafði sýnt tilhneiging til hvorstveggja. Eg gaf þegar samþj'kki mitt til þess, og hljóp Fleta upp um hálsinn á mér og faðmaði mig fyrir eftirlátsemi þessa. Hún var nu komin fast að því »ð verða mannbær mej'ja, og mér var heitara til hennar nú, en nokkru sinni áðr. Eg tók af hálsi henni festina góðu og sagði henni, að ég yrði að koma henni á óhultan stað, með þvi að það væri mikið komið undir festinni. Hún var mjög forvitin að vita, hvernig á því stæði, en ég vildi elcki fara langt út í það i þetta sinn. En einn varnað gaf ég henni, ef Melchíor eða hans félagar skyldu nokkru sinni komast að þvi, hvar hún væri niðr kom- in, en það var, að fara ekki héðan af skól- anum fyrir nokkurn mun, nema ég kæmi sjálfr að sækja hana. og það ekki þótt hún fengi bréf frá mér um það, nema því að eins að Tímóteus kæmi með bréfið. Slíkt ið sania lagði ég fyrir forstöðukonuna ; borgaði ég henni skólakostnað Fletu, kvaddi svo, og lofaöi Fletu því, að það skyldi ekki verða eins langt næst þangað til ég vitjaði hennar. Þegar ég kom til Lundúna aftr, fékk ég Mr. Masterton hálsfestina til gej'inslu, en hann læsti hana niðr í öryggis-skáp miklum úr járni. Á föstudaginn lögðum við af stað eftir af- tali, Harcourt og ég, og hafði ég Tímóteus með mér og Harcourt þjón sinn með sér; hóldum við út að heimili föður Harcourts í

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.