Heimskringla - 25.11.1893, Blaðsíða 1

Heimskringla - 25.11.1893, Blaðsíða 1
VII. AR. WINNIPEG, 'MAN., 25. NÖVEMBER 1893. NR. GO. t BJÖRGr JÓNSDÓTTIR. Á björkum er frosthrím cg fallinn er snjár Og fön^iin hún hylur þitt leiði, En himinsins geimur er bjartur og blár Með blessaða sólina’ í heiði; Hún skín jafnt á flakandi sálar sár Og svellþaktar greinar á meiði. Og þú ert oss horfin, hugljúfa snót! Skjótt huldi þig nóttin in kalda En nú geislar, sálhreini svanni, þér mót Sú sól yfir nátthafi alda, Sem leiðir fram blómin af ljósvermdri rót, Er lífi til eilífðar halda. Þín móðir við daganna deyjandi óm Nú döggvar með tárunum sínum Tð hljóða og ískalda eyðitóm Á æfistöðvunum þínum, TTvar sorgin birti inn bjargþunga dóm í brennandi þéttsettum línum. Sú sorg er svo kyr og svo kvíðasár Með kulda og skuggana langa, Hún dregur svo mörg og minnisstæð tar TJm mædda og fölnaða vanga. Pað lýir að bera mörg lífsins ár, Há lífsins er örðug ganga. En aldrei þór grandar nú gaddur og vos Né gustur af tímanna hjóli, t>ó veturinn kreppi og kólgunnar gos Að kulnuðu jarðlífsins bóli, þ»á býr þú með æskunnar ylríku bros í eilífu, friðsælu skjóli. T>ú léttix oft snauðum bölið í barm Og blæðandi hlúðír að sárum, Og ráðviltum aumingjum réttir þú arm Á raunanna stormvöktu bárum, Og því ert þú kvödd með hjartnæmum harm Og heitustu skilnaðar tárum. Kr. Steeansson. o m o • & e • o m o m • m m m m m m f!> © m m m m m <3> m m m m m m o • m m m m & o m m & m m m m m o © m © mæðu eru nú fulltrúar þess safnaðar búnir að ná staðfestingu á lögbind- ingu safnaðarins. Nú er séra Björn kominn hingað, hefic messað einu sinni, enn þá, heyrði ég ekki til hans, en næst mun ég fara og hlusta á liann, svo ég geti sagt, hvort hann sé verri eða betri prestr en séra Níels. Séra Clevens sá er ég hef get- ið um hér að framan, er sannnefndr ræðusnillingr, væri séra Niels svo, sem annarar handar maðr hans, sem prestr, mundi ekki mikið deilt um hann, en það er ekki svo sem svo sé, og því munu þráttanir viðvara. Vér samgleðjumst yðr. herra ritstj., yfir sigrinum í prestsmálinu. FRÉTTIR. DÓMR léll i viknnni í málina gegn þeim McGrevy Connolly, fyrir fjárpretti. Vóru dæmctir -tii-i ■ii'd i*iip,-«lsisVi.star hvor. íslands-fréttir. [Eftir SUNNANFARA.] IiIFANDI FISKR FRA ÍSLANDI, sá er danska fiskifélap:ið flutti hingað á fiögunum, liefir selzt mætavel og þ,\rkir sem slíkr fyrirtaksfiskr hafi aldrei fengizt liér íyrri. Ætli það væri ekki roynandi fyrir íslendinga sjálfa að fara að manna sig upp í það að flytja að nokkru sjálfir fislcinn sinn utan li andi, svo að eitthvað af þeim hag, cr al þvf mætti hafa, félli þó í þeirra skaut ? Myndiu fra Íslandi (Icelandic pictures drawn with pen and pencil. Frederick \y. \y, Howrll. London líS!»3) iiafa oss verið sendar. Bólc þessi er eiginlega ferðasaga Ilowells þess, er fór upp a Xnapp á Öræfajökli i hitt eð fyrra og ferðaðist tvö sumur á íslandi. í bókinni eru 90 ágætar myndir frá íslandi af mönnum, stöð- um og munum, og er hún ein in skrautlegasta ferðabólc um ísland, er vér höfum séð. lýostar S ski]dinga enska ( = kr. 7,20). Bókasafn Kuieoers á Landsbókn sa nið samkvæmt testamenti hans að fa alt, að þyí leyti, sem háskólabóka- sanfið í Kaupmannahöfn þarf ekld að vmza úr þvf handa sér. . hASKÓLASTOFNUN A ísLANDI ritai oss 10. Okt. einn inn tryggasti yil'r, s eodinga erlendis og ágætr maðr a L1 «u, að hann telr heppilegt, að Islendmgar reyni að koma á lijá sér smatt og smatt kennaraembættum . ýmsum \ismdagreinum jafnframt þvf, sem þeir krefjist háskóla. "Á liverju alþmg, mætti til dæmis,” segir liann "um vissan ára tíma stofna tvö eða þrju loktorsembætti, svo SOm í ísienzku, islenzkn sögu íslenzkum bókmennt- um, islenzkn ldgfreeði, í flskifræði fiskiyeiðafræði grasafræðl o« matjurta- íræði, jarðfræði og jarðeldafræði, vcrzl- unar- og verzlunarlaga fræði, aflfræði -og verkvélafræði, þjóðmegunarfrreöi o- þar fram eftir götunum. Ef svo væri aðfarið, þá ýrðu eftir tólf ár komn- ir kennarar í æðimörgu, og mætti þá með því algjörlega mynda háskóla. En lektorarnir ættu, þangað til það yrði, að halda svo sem 20—30 fyrir, lostra á vetri i Reykjavílc um það efnj er þeir vreru lektorar í. En um ljeð yjði að auka nokkuð þa upphæð, som Landsbókasafninu cr œtluð. Þó bætt væri við safnið til bókakaupa 1200— 1500 kr. árlcga, mundi fjárhagr lands- ins varla finna það.” Vér erum þoss- um mikilsvirta vini vorum samdóma að öllu, nema að lagaskola viljuin vér algcrðan hafa afdráttarlaust; í þeirri grein má ekki við minna una. Minneota, Minn. 14, Oct. 1893. (Frá fréttaritara Hkr.) Manndauðf hefir verið hér all- mikill nú í haust; á síðastliðnum og yfirstandandi mánuði hafa þessir ísl. dáið: Kristín Jósepsdóttir, 7 ára göm- ul, dauðamein hálsveiki; hiin var dóttir •Tóseps Jósepssonar frá Haukstöðum í Vopnafirði og Helgu Jónsdóttur frá Papev. Hallgrímr Jóhannsson, 11 ára gamall, dauðamein taugaveiki, sonr Jóhanns Jóhannssonar frá Skjald- þingstöðum í Vopnafirði og Helgu Andrésdótfir frá Gestreiðarstöðum í sömu sveit. Þorvaldr Oddson, 13 ára gamall og Sigfinnr Oddson 4 ára gamall. synir Odds Eiríkssonar frá Borg í Skriðdal og Elinar Sigurðard. frá Þórbrandsstöðum í Vopnafirði; dauðamein, taugaveiki. Arni Magnús- son, frá Broiðumýri i Selárdal við Vopnafjörð, dauðamein, að vagn rann yfir hann; hann og- annar maðr voru á leið frá kauptúni, heim til sín, þeir voru akandi með hestum og höfðn viðar hlass, lilassið ólagaðist svo þeir fóru ofan aö laga það, og sleptu taumunum við hestana, hestarnir ó” kyrðust og runnu á stað, þá gerði Árni tilraun að hoppa upp í vagn- inn enn misti fótanna og varð undir hjólunum og dó eftir fáar klukku- stunclir. Rósa Snorradóttir 78 ára gömul, dóttir sóra Pnorra að Eydöl- um eystra, enu kona Jóns Þorvarð- arsonarsonar frá Papey, varð bráð- kvödd 5. þ. m, jarðarför hennar fór fram þ. 9; var jörðuð í grafreit Norðrbygðar, jarðarför hennar er önnur séi fjölmennasta, er í þessari bygð hefir sézt. Þar eð ísl. prestr var hér ei, var norskr pi’estr fenginn séra Clevons. Jósep Jósepsson stóð fyrir útförizmi og leysti hana stór- mannlega af hendi. Á sama tímabili hafa 3 Norðmenn dáið í Minneota úr taugaveiki. Gifting. 10. þ, m. gaf séra Clev- ens í hjónaband, að heimili Björns Gíslasonar, Svein Jóhannesson Holm, son Jóhannesar Sveinssonar frá Hjartastöðuni í Eyðaþinghá, og Ingi- björgu Björnsdóttr, dóttr Björns Gíslasonar frá Grímsstöðum á Hóls- fjollum. Þar var fjöímenn veizla, sem var, samlcvæint viðþekktri risnu og' höfðingskap Björns, sköruglega af hondi leyst. Annir og verzlun: haust annir gongu hér mjög greiðlega hjá almenn- ingi, akrar eru hjá flestum búnir al- veg undir sáningu næsta árs. Nú liafa menii ckið hveiti hvaðanæfa til markaðar, skuldir kalla að almenningi, svo hveitið hlýtr að seljast, Minneota menn og bændr gengu í hveitiverzl- unar félag og bygðu hveitihús í Mirm- eota, síðan hefir hveiti verið 2 cent- mn hærra. Smér og egg í liágu verði, °SS 17 cents," smér 10—20 cents; harð-kol eru hér $9.90 ton. Norðrbygöarsöfnuör: Eftir langa KAFLI UR BRÉFI. Gardar, 11. Nóv. ’93. Það hafa margir hér í N. D. svo hlýjan hug til rit- stjóra Jóns Olafssonar, að þcir nú samgleðjast með honum með þá glöðu daga, sem honum hefir hlotnazt að liía nú að undanförnu; en um leið getur það orðið ánægjuefni fjT-ir séra Fr. Bergmann^ö mál hans við Jón féll svona, því að í einum söfnuði þeim, sem séra Friðrik þjónar, eru likur til, að fyrir það greiðist liðugra gjald það, sem söfnuðrinn á að inna honum; því að næstliðið vor heyrði ég á tal tveggja merkra og efnaðra bænda, sem ekki sögðust vera í söfn- uði, en þó árlega styrkja safnaðar- menn með fjárgreiðsluna til prests; kom þeim saman um, að fresta þvi 1 þetta sinn, þar til þeir vissu, hvcrn veg mál prests og Jóns Olafssonar lyktaði, og senda þá heldr Jóni þá dollara, ef hann yrði fyrir skakka- falli; nú verða þessir bændr líklegast með í fjárgreiðslunni til prests, að minsta kosti þegar þeir íá fregnina um, að séra Friðrik hafi endrgoldið Jóni kostnað hans. Væri því gott, e Hkr, gæti þess, þegar prestr hefir gert það, * * £ [Aths.: Séra Fr. B. hefír ckki enn endrgoldið neitt af kostnaöinum. sem varð milli 50 og 60 dollara. Ritstj. Hkr.] — Northei'n Pacific járnbrautarfé- lagið er nú útbúið með alt sem þarf fyrir vetrar-skemtiferð frá Manitoba til staða í Ontario og t)uebec, austr til Montreal. Farbréfið kostar $40 báöar leiðir. Þessi farbréf verða til sölu á hverjum degi frá 21. Nov. til 31. Des. Til staða fyrir austan Mon- treal verða farbréf seld fyrir litla aukaþóknun. Þessi farbróf gilda 3 mánuði frá því þau eru seld. Fimtán daga viðstaða er leyfð, hvar sem er, livora leið, fyrir austan Detroit. Vana- log coupon-farbréf vorða seld fyrir þessar skemtiferðir, og ef að farbréfa- salar þeir, sem þér skiftið við, hafa þau ekki á reiðum höndum, biðjið þá að útvega þau 2—3 dögum áðr en þér þurfið á þeim að halda. Þetta er ið bezta tækifæri til að sjá Austr-Canada. Sleppið því ekki. Farið til H. Swinford General A- gent, Winnipog eða Chas S. Fee. Gon. Pass. & Ticket Agt N. P. R., St. Paul. Hjálplaus oc' vonlaus. TVEGGJA ARA SARASTA I’JVNING. Mrs. .Tohn W. Copc, frá Port Sta.n- ley, þjáist af illkynjaðri l^itasótt og síðan af graftrarsárum. — Vinir hennar örvænta henni batnaðar. — En svo fær hún lækning eftir að læknarnir höfðu lýst hana clælcn- andi. Úr St. Thomas Journal. Einhver ánægðustu hjón í Elgin- sveit eru þau Mr. og Mrs. John W. Copo, sem eiga heima í húsinu viö tollhliðið við brautina milli London og Port Stanley. Orsökin til ánægju þeirra er sú, að Mrs. Cope, sefti hafði þjáðzt sárlega í þrjú ár og var álitin ólækn- andi moð öllu, er nú orðin albata við aö nota Dr. Williams Pink Pills for Pale People, eftir að royndir höfðu verið ýmsir læknar og mörg lyf, alt til ónýtis. Þær mörgu sögur um, hvað Dr. Williams Pink Pills hafa gert um alt land, eru svo með rök- um og vitnum staðfestar, að ómögu- legt er að draga í efa nokkuð af því er þær hafa til vegar komið. Ef samt sem áðr frekari sannanir eru nauð- synlegar, þá er það inn undarlegi bati Mrs. Margaret Cope. Þegar vér höfð- um heyrt um þetta kraftaverk, þá sendum vér einn af fregnritum vorum til að rannsaka málið. Mrs. Cope, sem hefir fimm nm sextugt, var heima við vinnu sína, auðsjáanlega eíns heil- brigð eins og hún nokkui'n tíma hafði verið, og fjörug eins og kona helm- ingi yngri. “Já, mér batnaði algerlega við Dr. Williams Pink Pills,” sagði Mrs. Cope sem svai' upp á spurningu frétta- ritarans, “og það gleðr mig að mega gefa yðr allar upplýsingar þvi viðvíkj- andi, í þeirri von að það verði til þess að fá. einhverja til að reyna þessar dásamlegu Pink Pills og finna bata. í Ágúst eða Septembormánuði 1890, þegar við bjuggum i Tilsonburg, þá lagðist óg í illkynjaðri hitasótt. Þcgar mór fór að batna sóttin, fóru limirnir að bólgna, og héldu áfram að bólgrfa nær því heilt ár. Fyrir tveim árum komu rauðir, sárir blettir á ökl- ana á mér á stærð við 50 c. pening. Læknir í Tilsonburg var sóttr og átund- aði mig meira en þrjá mánuði, en mér versnaði dag frá degi. Þessir sáru blettir stungu, brendu og kvöldu mig- Hann sagði mér að lokum, að ekkert væri hægt að gora fyrir mig, þar ég væri orðin svo gömul og að ég mundi ekki lifa lengi úr þessu. Þá fór ég að brúka lyí, sem ég fékk iijá lyfja- sala í Tilsonburg ; en til einskis. Fjt- ir ári síðan, haust eð var, fluttum við liingað að tollhliðinu. Sárin kvöldu mig meir og meir og voru einlægt að stækka. Jeg reyndi alt sem mér var ráðlagt, en ekkert bætti mér, og allir, sem sáu mig, voru vissii' um, að mér mundi aldrei batna. Lækiiir, sem áðr hafði verið í Port Stenley, var þar nært sóttr og stundaöi mig í fjóra mánuði. Hann sagðist aldrei hafa séð eitt einasts. tilfelli eins og mitt og sagði, að það væri rotnunarsár. Þegar þetta var, náðu sárin alveg í kringum öklann á mér og upp á leggina eina f jóra þuml- unga. Það sem gokk úr sárunum, var líkast vatni. og þrír cða fjórir dúkár, 'scm vafðit vorn um öklann, urðu blautir, og þetta vatn rann þá ofan í skóua mina. Bruninn og kval- irnar voru oft og títt óþolandi og óg gat ekki notið svefns á nóttum né baft ofan á mér sökum bruna kval- anna. Þess lengr sem ég var undir læknis umönnun, þess verri varð ég. Þá sendi sonr minn efiir öðrum lækni. Hann sagði ekki, livað að mér gengi, en sagði að ég væri ólæknandi. TJm þetta leyti taldi maðrinn minn mig stranglega á að reyna Dr. Williams Pink Pills, og þó ég væri alveg von- laus, þá fór ég' samt að hrúka þær í Nóvember 1892. Þcgar ég hafð1 brúkað fjórar öskjur, fór þossi sting- andi sársauki að minka og það hættj að ganga vat.n úr sárinu. Ég hélt á- fram að brúka Pink Pills þangaö til ég var búin að brúka 12 öslcjur, og eins og þér sjáið, þá cr óg nú alheil. É" liefi ekki tekið neinar iiillur síðan í Apríl og ég hefi aldrei verið heilsu- betri en nú. Ég þoli að vinna betr nú en ég þoldi löngu áðr en ég varð veik. og ég er eins og ný kona. Ég fór ofan t:l Tilsonburg nýlega að gamni mínu og börnin mín ; gamlir vinir og nábúar gátu varla trúað því að ég væri orðiu heil, en það var gleðilegr sannleikr sarnt sem. áðr. Mr. Copo var við staddr þegav fregnritinn talaði við Mrs. Cope, og hann sagði: "Ég veit að hvert orði som konan mín hefir sagt, er satt og hvert olckar sem er, er reiðubúið að staðfesta það mcð eiði, hvenær sem vera’ skal. Hún leiö svo inikið af sár- unum, að éj: hélt oft að hún mundi verða vitstola, og hafði litla von um að henni mundi nokkurn tíma batna Þér gotið vorið viss um, að við erum mjög þakklát fyrir þetta dásamlega meöal og við látum ekkert trekifær hjá líða að hrósa því. Það befir gefið konu minni heilsu og krafta, þegar alt anuað var til ónýtis, og við höf- um því ástæðu til að vera innilega þakklát.” Dr. Williams Pinlc Piils eru lireins- andi og nýja upp taugakerfið; þær þær lækna þunglyndi, blóðleysi, cblo rosis eða grænsýki, svima, minnisleysi locomotor ataxia, dofa, St. Vitus’ dans, sciatica, La grippe, kirtlaveiki, gigt höfuðverk, afleiðingar af La grippe, hjartveiki, taugaveiklun, alla blóðsjúk- dóma. Þær eru einnig ágætar við kvenn-sjúkdómum, laga óreglulegar tíðir, eða tíðateppu, og alls konar magnleysi ; hreinsa blóðið og færa heilbrigðisroða i kinnarnar. Þær bæta karlmönnum fljótlega lasleika er kemr af of þungri vinnu, of mikilli hugs un, otc. Dr. Williams Pink Pills eru til- búnar af Dr. Williams Mcdicíne Com- panv, Brockville, Ont., og Schenectady N. 'Y., og að eins seldar í öskjum sem bora verzlunarmark þeirra rauð- prentað, á 50 cts. askjan, eða 6 öskj- ur 'fyrii' §2,50, og má fá þær hjá öll- um lyfsölmn eða beint með pósti frá Dr. Williams Medicine Company á öðr- tuii hvorum ofan nofndra staða. Yfirhafnlr! Aldrei fyr, síðan Winnipegbær bygð- ist, hafa verið á boðstólum á ein- um stað, jafn-ágætar birgðir af yfirhöfnum eins og vér höfum nú í inni stækkuðu fatabúð vorri. Þar getr hver maðr fengið það sem hann vantar, hvort sem kann er bankari, vígslari, verzlunarmaör eða erviðismaðr. Þau eru úr Bjórskinni. Melton, Freize, Tweed eða grávöru, alt selt fjrir 50 cts. af dollarnum. Yngri og eldri fara allir jafn ánægðir. Vér höfurn firn af smekklegustu barnafötum; þau eru síð og góð fyrir drengina. Sterkt efni, sem þolir slit. Skating Reefers eða Pea Jackets, úr Navy, Beaver eða Serge af öll- um stærðum. Drengja yfirhafnir með hettum og kraga og með eða án hálfbeltis. Enginn sem vill spara, en þó fá góð föt, lætr lijá liða að heimsækja Walsh’s Big Clothing House áðr en hann kaunir. Skinnhufur, sja/dgœft fœri. Vér keyptum í gær af stórri. skinnverksmiðju, Ijómandi birgðir af skinnhúfum af vissu verði. Þar á meðal vóru luifur úr: Beztu Persnesku lambskinni Bezta Bjórskinni Alt fyrir ' G ráu Lambskinni Bczta Otur og Selskinni LITID MEIRA EX HELMINGI YANA VERDS. Munid eftir stadnum — in alkunna búd fvrn’ fólkid. Walsh’s mikla fatasolubud, Wholesalc aud fietail, 515 & 517 Main Str., geftat City Hall. Knig'ht & McKinnon, 508 Main Str. - Winnipeg, — SELJA — BEZTU HARÐ-KOL. Canadísk Anthracit kol (II. W.McNeill’s) eru hetri en beztu Pennsyl- vanía-kol, og auk þess munum ódýrri. Þau eiga jafn-vel vlð almenjia stofu-ofna, smáa sem stóra, sjálfbrennara eða hi'iisegin ofna aÞengar í þeim, þau endast aðgæzlu, en nokkur þeim, og því eru matreiðslustór eða stórar liitavélar. Það lifnar betr betr og eru liitameiri, sótminni og þurfa minni önnur kol, sem hér fást. Þau eru úr námum hér í landi, enginn tollr á þau ódýrari en Bandaríkja-kol. Þetta er veiðið á þeim heimflutium til yðar: Strerstu kol (fyr. hitavélar) $9,00 tonnið Meðalstór ofnkol 9,00 ____ Hnot-kol (Nut size) 8,00----- Ef lieilt járnbrautarvagnblass er keypt á járnbrautarstöðinni, kostar tonnið 75 cts. minna.. Kastið ekki peningum í sjóinn! Kaupið engin önnur kol. Beynið eitt tonn; svo kaupið þór aldrei önnur kol framar. Paul, Knight & McKinnon, P. o. box 567. <T»O>S Aííiíii Street. KOFORT OG TÖSKUR . . Með heildsöluverði. The Peopfes Popu/ar Cash Shoe Store J. LAJTONTE SLAÉAii- Vér höfum nýlega fengið lieilt vagnhlass af töskum og kofortum, en ii[ því búðin í'úmar ekki svo mikið, höfum vér ákvarðað að rýma til ið allra fyrsta. Til 15. Nóv. næstkomandi gefum vér 20% AFSLATT. þú vilt fá þér Vörur vorar eru af bezta tagi og nýjustu gerð, og ef vandaða tösku með lieildsöluverði, getr þú fongið hana. Vettlingar, Moccasins, Yfirskór, og allskonar liaust og vetrar skóvarning ódýrri en annarstaðar í borginni. Síðan vér byrjuðum að verzla höfura vér reynt t’.l að ná almennings hyHV og oss hefír tekist það, og þar af leiðandi er búð vor rétt nefnd The People’s Popiúar Casli Sboe Store. Skó-varningr fyrir skólabörn á reiðum höndum. Berið vora prísa samiin við aðra, og þá munuð þér sannfærast um uð þor gorið bezt í aö komu til okkar, J. LAMONTE, 434 Main Street.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.