Heimskringla - 09.12.1893, Page 1

Heimskringla - 09.12.1893, Page 1
WINNIPEG, MAN., 9. DESEMBER 1893. NR. G2. VII. AR. FRETTIR. í CHICAGO er hörmulegt ástand fyrir atvinnulausu fólki, sem ekki hefir matarbita ofan í sig né þak yfir höfuö sér. Högreglu- liðiö hefir um lengri tíma opnað á hverju kveldi öll auð herbergi og ganga í fangahúsum bæjarins, til að hýsa hús- vilt fólk ; fylhst þetta alt kl. 6—7 á kveldin, en hitt er sagt miklu fleira, er frá verðr aö hverfa og ganga úti frost- kaldar nætrnar, unz veitingahús opnast á morgnana og þaö getr ruðzt þar inn til að verma sig. Nú eru menn farnir að opna kyrkjurnar til að hýsa fólk. HON. JÖHN BOYD inn nýoröni fylkissijóri í New Bruns- wick varð bráðkvaddr 3. þ. m. ÞJÓÐVERJAR liafa nú numið úr gildi lög þau, er bönnuöu Kristmunkum (Jesúítum) landsvist. PRÓF. JOIIN TYNDALL andaðist 4. þ. m. í Englandi. Hann var fæddr 1820, og var einn af merk- ustu vísindamönnum heimsins. Eðlis- fræði var hans vísindagrein, og hefir hann haft mesta þýðing í sjónfræðinni og hitafræðinni; einnig hefir hann gert mikilsverðar rarn isóknir í hljóð-fræðinni og um jöklam.yndanir. Frá Löndum. SPANISH FORK, 27. Nóvembcr. (Frá fréttaritara vorum). Tíðarfarið alt þetta umliðna sum- ar, og alt til þessa dags, hefir verið hér ið mesta öndvegi. Það voraði f meðallagi snemma, og gekk vorvinna því með bezta móti. Uppskera varð þar af leiðandi í góðu meðallagi. Bændr fengu til jafnaðar af ekrunni 30 bush. af hveiti, og hefir það selzt á 60 cts. bæði upp í skuldir og eins á móti vör- um. Um peninga ->r ekki að tala, nú á þessum dögum. Sykrrófur þrifust líka aflvel,' efl þó ekki eins vel og í fyrra, sem líklega hefir komið af þvi, að menn liöfðu meira undir af þeim, og gátu síðan ekki hirt um þær, eins og vera skyldi. Meðal-uppskera af ekr- unni varð í ár 15 ton, en í fyrra mun meðaltal hafa verið nálægt 20 af ekr- unni. Jarðepli þrifúst einnig vel, og hefir verið frekar góðr markaðr fyrir þau í ár, og 30 cts. fyrir bushelið hefir prísinn oftast verið. Hafrar og bygg eru í iægra verði en í fyrra, en smér og egg er varla hægt að sclja, og kemr það eflaust til af inu inn- dæla Democrata stjórnarfyrirkomulagi. Allir silfrnámar hafa verið lokaðir hér síðan í vor, og ekki mikið útht fyrir að það ætli að lagast með þær í vetr. Heilsufar hefir verið í bezta lagi, og engir nafnkendir látizt, livorki meðal landa vorra eða annara, það eg eftir man. Yfir höfuð hafa tímar hér i sum- ar, að því leyti sem atvinnu og verzl- unarviðskifd snertir, verið í lakasta lagi. Fjöldi smáverzlana hefir farið á höfuðið, og margir bankar hafa lirun- Allar lífsnauðsynjar jafn dýrar ef ekki dý rari en í fyrra, en kaupgjald Vei'kamanna fimmtíu centum minna á dag nú, cn það var í fyrra. Þetta eru nú góðu tímarnir, sem Democra- tar lofuðu oss á undan kosningunum fyrii- rúiriu ári síðan, enda höfðu þeir ^a mikinn sigr hér í Utah. í haust j®ni leiö, við siðustu kosningar, þorðu 1 auðvitað ekki að endrtaka þessi s'*kalofor^ s;n um hátt kaup, lága l>i ísa 0g ntBga atvinnu, heldr var það ara lengri tfmi sem þá vantaði, 1' 'lI'' 8eta, uppfylt loforð sín, en á þvi VIKTT L>‘STI' VEUBLaun A HEIMSSÝNINGUNNI. IÐ BEZT TILBÚNA. Óblönduð vínberja Cream of Tartar Powder. Eklcert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára reynzlu. tók nú enginn mark, enda töpuðu þeir meiri hlutanum við þessar síðustu kosn- ingar. A þinginu i ár skiftast þeir til helminga, en í sumum countyum og bæjum töpuðu þeir algerlega. Vér trúum, að næstu tvö ár uppræti alt Democratiskt illgresi hér í Utah, og má þá eflaust kveða : “svei þoim bæði síð pg ár, svona fóru greyin.” X meðal landa vorra hér hefir fátt sögulegt borið til tíðinda. Þeim hðr flesttim fremr bærilega, og enginn hefir dáið; nei, þeir fjölga heldr þó hægt fari. Að heiman komu hingað í sum- ar bara tvær ungar og einhleypar stúlkur, og gekk önnur þeirra út und- ir eins, en hin sitr og bíðr. Fá- einir hafa pukrast í hjónaband, þó ekki nenni ég að nafngreina þá. Um næstu mánaðamót ætla tveir af löndum vorum að leggja af stað til íslands, í þeiin erindagerðum að boða heiðingjum þar kristna trú!! Þessir herrar lieita Þórarinn og Jakob, og eru þeir báðir “stumpara-prestar” eins og Eiríkr frá Brúnum hoppilega að orði kemst. Þeir kváðu ætla að leggja alt landið undir og dvelja heima um tveggja ára tíma, ef þeim vcrðr engin mótspyrna sýnd, og koma svo aftr til baka með það, sem þeir finna. af týndum sauðum af húsi Israels. Ég óska til lukku. Sömuleiðis hefi ég heyrt því fieygt fyrir, að þessir herrar mundi ætla að senda citthvað af “stumpara-prcst- um” til Canada; oða norðrstaðanna, til íslendinga þar, sérstaklega til Win- nipeg og Dakota, en ekki veit ég enn, hverjir eiga að fara. Eg hefi bara lieyrt éinn nafngreindan sérstaklega, og er það séra Eiríkr Eiríksson Hans- sonar, og hefi ég heyrt að ferðinni væri he-itið nálægt jólum. Eg fullyrði þetta hreint ekki, en fari séra Eiríkr minn á annað borð þangað norðr að prédilca sitt mormónska evangelíum, ætla ég bara að ráðleggja löndum að hlusta með athygli á hans fögru, hjart- næmu og andríku prédikanir, en ekki bið ég þá að trúa öðru, en þeim sjálf- um gott þykir. Þetta ætti annars vissulega að vera gleðiefni fyrir alla landa þar nyrðra, að fá nú að nýju alveg spá- nýjan trúboða; og einn nýjan prest í íslenzku prestatöluna. Eg iiefði nú gjarnan viljað að ég væri orðinn prestr, svo ég hefði gotað farið þessa ferð með séra Eiríki mín- um; því ég bara öfunda hann af að mega leika sér í tvö ár, likt og ali- kálfr, á meðal jafn glaðlyndra, gest- risinna og skemtilegra drengja, eins og flostir af norðr-staða löndum vor- um eru. En þó veit ég eiginlega ekki með vissu, livað gott er að vera trú- boði meðalþeirra; segja þeim að þoir séu heiðnir, og gangi á glötunarvegi. Má ske það yrði alt annað en gaman. E. II. J. ÁRNES P. O., Nóv. 22. Herra ritstjóri! Margt liefir driíið á dagana siðan við skildum að kveldi þess 21. ágúst í Winnipeg, en fátt af því er fram- bærilegt fyrir almenning. Tiðin hefir verið hér með betra móti í haust, og heyannir stóðu yfir mestallan Septem- ber hjá sumum, því ótíðin í júlí olli miklum töfum við heyskapinn, og því varð alt nokkuð á eftir vanalegum tíma með heyskapinn, en að öllu sam- anlögðu heyjaðist í fullu meðallagi. og ágæt nýting yfir allan síðari tíma hey- skapar. Garða-ávextir náðu moðallagi og þar yfir svo að ástæður bænda eru í góðu lagi, það sem landvinnu á- hrærir, en það hefir alt gengið lakara að ná nógum vetrarbirgðum af fiski, úr vatninu, tíðin var svo vindasöm í haust, að varla fékkst kyr stund, svo fiskr liafði aldrei frið á grunni fyrir brotöldum, og netin fyltust af ýmsum óþverra. Margr var lika f netahraki, því menn reiddu sig of mjög á kaup- mennina, að þeir hefðu nóg af þcirri nauðsynjav.öru eins og í fyrra. En þessi von brást. bæðf kaupmönnum og bændum til stórskaða. Leituðust þó Sigurðsson bræðr við, hvað þeir gátu, að fá net, en þau komu ekki fyr en undir vertíðarlok. Það dró líka frá búsþörfum, að lagðr var inn í Bræðra- höfn allr gjaldgengr fiskr. En nú eru margir farnir norðr á vatn til fiski- veiða, og sumir að búa sig þangað, því vatnið er orðið alfrosið. Það er kalt verlc og karlmannlegt að veiða upp um ísinn, en það borgar sig betr oftast nær, en daglaunavinna í forar- skurðunum í Winnipeg. En meðan ekki kemst betra lag á bjargræðis- vegina í Nýja íslandi, neyðast menn til að leita sér að atvinnu út úr ný- lendunni, sjálfum sér til skaða en henni til ógagns, ef rétt er áhtið. Hór eru nokkrir bændr, sem aldrei hafa unn- ið utan nýlendunnar, og þó eru þcir með beztu bændum hér. Nýja Island hefir svo mikil gæði til að bera, bæði í lands gagni og þá úr vatninu, að það getr vel framfleytt ibúum sínum, og nú eru á allar siður að opnast veg- ir, sem sanna að þetta er satt. Það er komin hér góð verzlun, það er ver- ið að byggja íshús, það eru óðum að fjölga flutningaskip, bæði með gufu- krafti, og eins vandaðri seglskip en áðr, og ef nú er lögð alúð við þetta, þá oru góðar vonir fyrir framtíðina. Líka hefir sögunarmylnan geíið mörgum at- vinnu og arð. Það hefir verið mörg fyrirfarandi ár liokkurs konar deyfð og drungi yfir þessari nýlendu, sem stafaði af burt- fararhug þeim, sem gagntók marga á prestaöldinni, loflegrar minningar!! En nú er öldin önnur; nú í síðustu 3 ár hafa menn smám saman verið að jafna sig, og gæta að, hvað þeir gjörðu, og hafa tekið sér vara fyrir að rasa ekki fyrir ráð fram, heldr sitja að sínu, og þetta hefir haft blessun- arríkar afleiðingar fjTÍr flesta, sem von er, því “sjaldan grær um oft hrærðan stein," og nú er nýlendan komin á framfarastig, en þó hún skálmi ekki fram með risaskrefum. er ekki von, meðan járnbrautina vantar, og þarf þjóðin hér að herða sig betr við auð- kýfingafélögin, að fá hana, því það verðr seint sem þeir bjóða okkr hana, meðan þcir geta náð öllum afrakstri nýlendunnar upp á gamla móðinn. Enn þá stendr til sveitarráðskosn- ingarstríð, og verða þar tvískiptar mein- ingar, eins og lög gera ráð fyrir, en það sýnist merkilegt, að nokkrnm góð- um félagsmanui skuli blandast hugr um, hverjir eru hæfastir til að vera forgangsmenn og lciðtogar félagsins, því þó að þeir menn séu gáfaðir og góðmenni, sem eru í vali, þá þarf meira til þcss að geta verið vaxinn þcssari stöðu. Það þarf dugnað og fram- kvæmd með, ef vel á að fara. Það er ekki nóg að loggja höndina á plóg- inn og líta aftr, því það er sitt livað frumvarp og framkvæmd. Eg fyrir mitt leyti álít — og það eru margir fleiri sem álíta — Stefán kaupmann með liæfilegustu mönnum í Nýja ísl. fyrir oddvita, hann er framfaramaðr í raun og sannleika, og vill löndum sínum vel, og þeir bræðr ; hann stendr til að vcrða auðugastr hér og er far- inn að gefa mörgum atvinnu, og hann heíir bæði ráð og dáð til að koma miklu góðu til leiðar, því viljinn er góðr. Sumir kunna að segja að hann sé beztr fyrir sjálfan sig. En mér er spurn : Hafa ekki aðrir gagn af dugn- aði hans? Heflr hann ekki eflt ann- ara gagn ásamt sínu ? Hvað góð var verzlun í Nýja ísl. áðr en “Bræðr” komu og scttust að hér fyrir þremr árum? Sá, sem er forstands og at- orku maðr með öllum leyfilegum hætti fyrir sjálfan sig, hann gerir ekki lítið gagn í borgaralegu félagi; hann er fyrirmynd annara og eflir og styðr félagslieilhr um leið og hann stundar sitt gagn, og það hefir Stefán gjört. Gestr Oddleifsson er annar í svoit- arráðsnefndinni, sem verið er að reyna að ýta úr honni, hann er þó dugnað- armaðr, og liefir brotizt í að koma upp sögunarmylnu, af oflitlum cfnum við svo kostnaðarsamt fyrirtæki. Þetta hefir orðið mörgum að góðu, og gefið þeirn atvinnu, en þó vilja sumir nú mýja Gesti og koma öðrum að, sem htið til almennings heiha liggr oftir. Það er ekki svo að skilja, að hér séu ekki til menn, sem hafa marga góða liæfilegleika, en þeir eru ekki fremri þessum nafngreindu mönnum, og einn maðr er hér, sem ég treysti mikið betr en þeim, sem vilja nú taka við ráðsmennskunni, það er herra Gísli Jónsson á Laufhóh, en hann er ekki nefndr nú. Gisli hefir áðr verið með- ráðamaðr í sveitarnefnd hér og fórst það vel, og hann var fyrstr hvata- maðr í fyrra, næst herra Eggcrt Jó- hannssyni, að bjTja á járnbrautarmál- inu, og þó það inál kæmist ekki á al- gjörðan rekspöl, vona ég að undir- staðan sé lögð að þessu almennings velferðarmáh nýlendunnar. Virðingarfylst. Ounnar Oulason. Belmont, Man., 30. Nóv. Herra ritstjóri. — Þann 14. þ. m. andaðist í Argj'lo nýlendunni. Mrs. Hallfriðr Gunnarsdóttir Oliver, eftir langvarandi lasleik í brjóstveiki, um 40 ára að aldri. Hallfríðr sál. var ættuð úr Seiluhrepp i Skagafjarðar- sýslu á íslandi, og fluttist hingað til lands 1882. + Húsfrej-ja Kristbjörg Magnúsdótt- ir er fædd að Birnufelli i Fellum í Norðr-Múlasýslu, 12. ágúst 1832. Fað- ir hennar var Magnús bóndi Bessa- son. Árnasonar ins rika á Arnheiðar- stöðum í Fljótsdal, Þórðarsanar. — Má rekja þessa nafnkunnu ætt til Þór- arins Þorkelssonar í Hraundal, og Helgu fögru Þorsteinsdóttur, Egilsson- ar að Borg á Mýrum. En móðir Kristbjargar og kona Magnúsar var Guðný dóttir Sigurðar bónda Einars- sonar að Horni i Hornafirdi, og Krist- ínar Jónsdóttur frá Svinafelli i Skafta- fehssýslu; þau hjón bjuggu fyrst á Horni, en fluttu þaðan austr á Beru- fjarðarströnd, og þar var Sigurðr hreppstjóri mörg ár. Hann var orð- lagðr gáfumaðr og hagj'rðingr. Krist- björg misti módr sína, þegar hún var 7 ára. Ólst hún upp á Birnufelli með föðr sinum, þar til hann dó. Varhún lá um tvítugt. Fór hún þá til frænd- konu sinnar, Guðlaugar Bessadóttur, og var þar eitt ár. Þaðan fór hún að Meðalnesi f jrir vinnukonu til merk- isbóndans Andrésar Guðmundssonar frá Hnífilsdal, var hún þar fáein ár- aar til Andrés dó. — Bjarni sonr Andrésar tók þá Kristbjörgu f j-rir bú- stýru og bjó nokkur ár á Meðalnesi; hann var álitinn moð efnilegri mönn- um að flcstu; giptust þau 12. júli 1861. 1875 fluttu þessi hjón frá Fljóts- bakka í Eyðaþinghá i Norðr-Múla- sýslu til Nova Scotia í Canada, og bjuggu þar nokkur ár. 1882 fluttu þau til Winnipeg og settust þar að. — Þau áttu 9 börn, og lifir ekki af þeim nema herra Magnús Jóhann, barna- skólakennari í Nýja Islandi, og jóm- frú Anna Málfríðr, forstöðukona barna- skólans i Mikley. Þau systkin eru bæði vel gáfuð og vinsæl. — Kristbjörg var að flestu merkileg kona og hjarta- góð. Var hún tahn fyrir öllum bús- ráðum, og hafði umhyggju fjTÍr öllu, sem snerti heimilið. Hún hélt greiða- söluhús í Winnipeg í (> ár, og gaf þar að auk mörgum fátækum fæði j’íir fleiri vikur. Hún tók 9 eða 10 fátækra börn og íóstraði þau svo ár- um skipti, fyrir litla eða enga borg- un, og þegar hún dó, vóru tvö mun- aöarlaus börn lijá henni, sem hún hafði tekrð algjðrlega til fósturs. — 7 sið- ustu árin bjó hún í húsi, sem ensk heföarfrú og vinkona hennar lét henni eftir, — er flutti sjálf til Californíu. — Þetta sýnir, að hún var vel metin af hérlendu fólki, ekki síðr en hjá lönd- um sínum. — Kristbjörg sáluga var á gætlega gáfuð, svo hún bar af flestum konum sem ekki hafa vcrið settar til menta. Hún var mjög vel að sér í reikningslist, rímkona mikil, og hafði framúrskarandi minni. — I heimilislíf- inu var hún : ástúðleg móðir, alúðleg húsmóðir, brjóstgó' við aha fátæka, hjálpsöm, oft meira en efni lej'fðu. Trúföst vinkona og guðhrædd og ráð- vönd í orði og verki. Lifir minning lieilnar í þakklátum hjörtum vanda- manna og vina. Því “orðstír aldrei dejT, hveim sér góðan getr.” Árnes P. O. 20. nóv. 1898. Gunnar Gíslason. SMÁVEGIS. — Vr reUinum. Lögmaðrinn var gamall í liettunni og þaul-leikinn; hann var að verja ranglátt mál. Hinn niálsaðilinn liafði leitt tólf ára dreng sem vitni, og það valt mikið á vitnisburði drengsins. Lögmaðrinn fór að gagn-spj’rja sveininn og sagði moð- al annars : “Hann faðir þinn hefir víst talað við þig fyrirfram um þessa vitna- leiðslu, og sagt þér, hvernig þú skyld- ir bera vitni?” “Já,” svaraði drengrinn. “Einmitt það,” sagði lögmaðrinn hróðugr ; “segðu nú rétt frá því, hva<j hann sagði þér að bera.” “Hann sagði við mig,” svaraði drengrinn hæversklega, “að lögmenn- irnir mundu reyna að veiða mig og flækja mig; en ef ég gætti þess vel, að segja ekkort, nema það sem satt væri, þá hlyti mér einlægt að bera heim við sjálfan mig.” Lögfræðingrinn hætti við frekari gagnspurningar. IILUTAVELTLT heldr islenzka Verkamannafélagid á félagsliúsinu á Jemima Str. þriðjudag- inn 12. þ. m., og mun fólki gefa á að líta að sjá þá muni, er þar verða sam- an lcomnir. Flestum mun koma sam- an um, að hlutavelta sú, er félagið hélt í fjTra, hafi verið einhver sú bezta, er lialdin hefir verið í þessum bæ, en þó mun þessi taka henni langt fram. Eftir hlutaveltuna verðr danz og rífandi hljóðfærasláttr, danzinum stýr- ir enginn viðvaningr. Húsið verðr oj>ið kl. 71. Dráttrinn kostar 25 cts. 51.5—517 MAIN STREET. Fadæma Sala! Far vel Ag'odi! Vér höfum hugsað oss að reyna að gera þettað minnisverðan mánuði verzlunar-sögu vorri, sg oss hefir heppnast það til þessa. Ný kjörkaup liafa verið boðin á hverjum degi á karlmannafatnaði og hálsbúnaði. Vér höfum haft allar klær í frammi í innkaupum vorum, til þess að geta boðið mönnum betri og betri kjörkaup á degi liverjnm. Gamlir skiftainnir hafa komið til oss með vini sína og allir hafa farið ánægðir. Vér erum altaf önnum kafnir að selja fatnað undir venjuiegu markaðsverði, og auka þannig álit það, sem verzlun vor hefir þegar fengið. Og vér höldum þvf, enn áfram. Ef vér getum tvöfaldað verzlun vora eina viku, því ekki að lialda því áfram þá næstu?—Ef þú þarfnast ódýrs klæðnaðar, þá komdu að eins til vor.—Þessar fatnaðar-tegundir eru til sölu í dag fyrir það verð sem við er sett: Drengjaföt úr skozku vaðmáli, veltilbúin, áðr 88.50, nú 86.00. Karlmanna “Irish Frieze Uls- ters,” með breiðum krRga, áðr 812,- 50, nú 812.00. Karlmanna j’firhafnir, með tísku- lit, áðr 812.50, nú 88.50. Karlmanna “Melton” yfirhafnir, einhnept og tvihnept, áðr 812.50, nú 89.00. Drengjafatnaðr, í tvennulagi, veltilbúinn, úr góðu efni, áðr 83.50, nú 82.00. Drengjafatnaðr, í tvennu lagi, áðr 83.00, nú 81.75. Drengjafatnaðr f þrennu lagi,. treyja, vesti og buxur, áðr 84.00, nú 81.75. Drengja og barna föt, ágætasta | efni, áðr 86.00, nú 84.00. Drengja og brrna yfirhafnir. Vér höfum mikið af þeim og seljum þær þvi með mjög niðrsettu verði. Walsh’s Mikfa fatasolubuc/, Wholcsalc and Retail, 515 & 517 Main Str.. gcgnt City Hall. Pauí, Knight & McKinnon, 508 Main Str. - Winnipeg, — SELJA — BEZTU HARÐ-KOL. Canadísk Anthracit kol (II. W.SIcNeill’s) eru betri en beztu Pennsyl- vanía-kol, og auk þess munum óðf/rri. Þau eiga jafn-vel við almenna stofu-ofna, smáa sem stóra, sjálfbrennara eða hinsegiri ofna, algengar matreið’lustor eða stórar hitavélar. Það lifnar betr í þeim, þau eudast betr og eru hitameiri, sótminni og þurfa minni aðgæzlu, en nokkur önnur kol, sem hér fást. Þau eru úr náinum hér í landi, enginn tollr á þeim, og því erv. þau ódýrari en Bandaríkja-kol. Þetta er verðið á peim heimjluUum til yðar : Stærstu kol (fyr. hitavélar) $9,00 tonnið Meðalstór ofnkol 9,00 -- Hnot-kol (Nut size) 8,00 -- Ef lieilt járnbrautarvagnhlass er keypt á járnbrautarstöðinni, kostar tonniö 75 cts. minnH. Kastið ekki peningum í sjóinn! Kaupið cngin önnur kol. Reynið eitt tonn; svo kaupið þér aldrei önnur kol framar. Paul, Knight & McKinnon, /’. O. fiOX 567. 508 Main StiMíct. IvOFORT OG TÖSKUR . . Með heildsöluverði. The Peop/e’s Popular Cash Shoe Store J. LAriONTE Vér höfum nýlega fengið heilt vagnhlass af töskum og kofortum, en af því búðin rúmar ekki svo mikið, liöfum vér ákvarðað að rýma til i? allra íyrsta. Til 15. Nóv. næstkomandi gefum vér 20% AFSLÁTT. Vörur vorar eru af bezta tagi og nýjustu gerð, og ef þú vilt fá þér vandaða tösku með heildsöluverði, getr þú fengið liana. Vettlingar, Moccasins, Á'íirskór, og allakonar haust og vetrar skóvarning ódýrri en annarstaðar í borginni. Síðan vór byrjuðum að verzla höfum vér rej’nt til að ná almennings hylli. og oss liefir tekist það, og þar af leiðandi er búð vor rétt nefnd The People’s Popular Cash Shoe Store. Skó-varningr fj’rir skólabörn á reiðum höndum. Berið vora prisa saman við aðra, og þá munuð l>ér sannfærast um að þér gerið bezt í að koma til okkar. J. LAMONTE, 434 Main Street \

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.