Heimskringla - 02.06.1894, Blaðsíða 4

Heimskringla - 02.06.1894, Blaðsíða 4
A HEIMSKRINGLA 2. JÚNl 1894. VORIÐ 1894. Blue Store Merki; Bla stjarna. 434 Main Str. 1/Vinnipeg. Nýkomið inn, síðan í vikunni sem leið, hið stærsta upplag af tilbúnum fatnaði fyrir karlmenn, unglinga og drengi, sem nokkum tíma heflr sést í Winnipeg. Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu billeg þau eru. Þið getið ekki trúað því nema því að eins að þið sjáið það sjálfir. Komið og skoðið okkar : Karlmanna alfatnað, Karlmanna bnxur Unglinga alfatnað, Drengja alfatnað og Drengja stuttbuxur. Látið ekki hjá líða að heimsækja okkur og sannfærast. » Munið eftir staðnum The Blue Store Winnipeg^ Séra M. J. Skaftason fer af stað heimleiðis næstk. mánudagskveld. Skemtisamkoman í lútersku kyrkj- unni á fimtudagskvöldið var allvel sótt. í gærkveldi (föstudagskveld) átti að verða almennur fundur til að ræða um Suðaustur-brautarmálið. Kaupmaður Jóhannes Sigurðsson frá Hnausnm í Nýja íslandi var hér í bænum um síðustu helgi og framundir miðja vikuna. Herra Magnús Björnsson Halldórs- sonar, frá Mountain, N. Dakota, sem hér hefir gengið á Collegiate skólann í vetur er leið, fór heim til sín á laugar- daginn var. Næsta vetur gengur hann hér á læknaskóla. ------------•----- La Riviere þingmaður’kom snöggva ferð heim frá Ottawa á sunnudaginn var, og segir hæfulausar sögurnar um að hann hafi sagt af sér. Hann kveðst aldrei hafa ætlað sér annað en að út- enda sinn kjörtíma. Séra Magnús J. Skaptason kom hingað til bæjarins frá Gimli á laug- ardaginn var og prédikaði í Unity Hali á sunnudagskvöldið fyrir fleirum áheyrendum en þægilega gátu fengið sæti. Hann verður hér vikuna út og prédikar aftur á sama stað á morgun — kl. 7. e. h. Hr. Baldvin Helgason kom norð- an úr Nýja-íslandi aftur á laugar- daginn var og fór suður til Dakota á miðvikudaginn. Vegna vegleysis og ó- færða komst hann ekki um Nýja-ís- land alt. eins og hann þó ætlaði sér — fór aldrei lengra en nokkuð norð- ur í Arnes-byggðina. Hr. Kjartan Stefánssan, úr Mikl- ey í Nýja Islandi, kom til bæjarins núna í vikunni. Segir hann að gufu- bátur þeirra Mikleyinga verði ferða- fær nú innan fárra daga. Eigendur bátsins eru þeir feðgar Kjartan Stefáns- son, og Stefán Jónsson, og Jón H. Jónsson. Belgiskur maður, Pierre Espant, kom til bæjarins nýlega’ fótgangandi alla leið frá Halifax, yfir 2,200 mílur. Hafði gengið þessa leið alla á 7 vik- um. Hann ætlar til Lethbridge, þar sem hann á kunningja, og var hór skotið saman peningum fyrir fargjald hans þangað (uin 740 milur). Úr bréfi úr Nýja Islandi, dags. 24. Maí: “Vatnið varð íslaust 20. þ. m. og er nú undir eins kominn góður afli. Hefir enda aflast kattfiskur og sólfisk- ur, sem ekki er þó venja svo snemma. Vegir eru nú orðnir mikið til þurrir. Heilbrygði og almenn líðan góð. Naig- ur gripagróður er kominn og eru nú allir í óðaönn að plægja land og sá”. Ef föt þín vanta fagran blæ er finnast gömul orðin, þá litaðu þau i Diamond'Dye mörg dæmir hringastorðin. pif' Ef þessi vísa og þessi grein er send til Wells & Richardson Co. í Montreal, ásamt 25 cts. í peningum cða frímerkjum, þá fær sá sem sendir hið ágæta mánaðarlega familíu-blað “Our Homé” sent til sín í heilt ár; sömuleiðis bók með m.yndum sem heit- ir “How to make Mats and Rugs,” og einn pakka af blek-efni, sem nægir til að búa til 16 únsur af besta bleki. Segifl í hvaða bladi þer tdud þetta. Loksins hefir bæjarstjórnin ákveð- ið Stræta umbætur sinar í sumar. Trjálögð verða : Donald St. frá Notre Dame til Portage Ave., Notre Dame Ave. frá Charlotte til Ellen St., Bannatyne Ave. frá Princess til Ellen St..4 William Ave. frá Charlotte til Ellen St., Ross, Alexander og Logan Ave. frá Princess til Ellen St. Macadam verður lagt á Rupert og Pacific Ave. frá Aðalstr. til Princess Str., og Pacific og Alexander Ave. frá Aðalstr. austur að Lily Str. Sandur verður borinn á Elm, Ade- laide, Charlotte og Dagmar Stræti, og á milu lengd á Logan Ave. vestur frá Ellen Str. Hingað kom til bæjarins á laugar- daginn var Benedikt Samsonarson, járnsmiður, frá Reykjavík. Pór að heiman 21. Apríl með "Thyra” norður um land og þaðan til Skotlands.—Tíð var hin ágætasta um land alt, það er hann vissi, en fiskilitið mjög. Þó fengu nokkrir menn góðan afla í drátt- arnet á Eyjafirði daginn áður en hann kom þangað—um 20 000 af stútungi og þorski. Daginn sama og hann fór út þaðan fengu og aðrir stórmikinn afta i dráttarnet inni á pollinum milli Odd- eyrar og Akureyrar, en ótalinn var fiskurinn þegar hann fórþaðan. Storma- samt var á Atlantshafi og lítið þótti honum koma til aðbúnaðarins á Allan- linuskipinu, er hann kom með. I síðasta sinn ! JÓN ÓLAFSSON talar á mánu- dagskveldið í Únítara-húsinu kl. 8. — Aðgangr 25 cts. Foresters. Stúkan Ísafold af I. O. F. heldur fund á vcnjul. stað og tíma næsta þriðju dag (5. Júní). Félagsmenn yfir Ihöfuð beðnir að mæta og einkum þeir, sem eiga ógreitt Júnímánaðargjald sitt. E. Gíslaspn, Fin. Sec. Landar! Kaupið brauð yðar hjá mér, og vitið hvort yður falla þau ekki eins vel og þau, sem þér kaupið annar- staðar. G. P. Thofdarson. »87 Ross Ave. Fundarboð. Á síðasta fundi hins íslenzka terka- mannaf/elags i Winnipeg, var ákveðið, að á næsta fundi (í dag, 2. Júní), yrði sérstaklega tekið til umræðu, að verkamanna félögin sendu bænarskrár til bæjarstjórnarinnar í gegn um Trades & Labor Counsil, þess efnis, að hún láti sem fyrst byrja á verkum hér i bænum, svo að bætist úr þeim atvinnu- skorti sem nú á sér stað, og litur út fyrir að muni verða fyrst um sinn i þessum bæ. Það verður að likindum ekki tækifæri fyrir menn að rita nöfn sín undir þessar bænarskrár nema á fundinum, og er því skorað á alla meðlimi þessa félags að sækja fund- inn. I sambandi við þetta má geta þess, að félagið heldur framvegis, eins og að undanförnu, fundi á húsi sínu á Elgin Ave. á hverju laugardags- kveldi kl. 8—11, svo að ef fundir verða eltki framar auglýstir, afsakar það ekki meðlimi félagsins gagnvart lögum þess framar. Winnipeg 26. Maí 1894. I umboði félagsins S. Sveinsson. Sonur bóndans þjáðist. HÉLT VIÐ HÚSIÐ MARGA MÁN- UÐI OG GAT EKKI GENGIÐ. Átakanleg saga frá bygðunum ná- lægt Cookville.—‘Faðir hans segir frá, hvernig honum batnaði.— Frásaga merks lyfsala í Toronto. Tekíð eftir Toronto News. Fjórar milur frá Cooksville—sem er 15 mílur fjTÍr vestan Toronto oj* liggur innan takmarka Credit Valley umdæm- isins á C. P. A.. nálægt þvi sem kallað er “Centre Road”—er bóndagarður eign Thomas O’Neil. Hann er þekktur að því í nágrenninu, að vera viljugur til að rétta hverjum þeim hjálparhönd, sem með þarf. Það er af þessum ástæðum, að svo nákvæmlega er ttekið eftir öllu þvi, sem fer fram á heimili hans. Síð- astliðið vor, þegar sonur hans lagðist, varð það þannig á svipstundu orðið kunnugt meðal nábúanna, sem jafnt og þétt héldu fyrirspurnum um ástand hans. Þegar iiann hafði þjáðzt óbæri- lega yfir þrjá mánuði, komzt ungi O’- Neil aftur á fætur, og umtal um það, var á hvers manns vörum þar í grend- inni. Það var ekki einungis nágrann- arnir, sem vissu af þessu, þvi sögurnar bárust enda til Toronto News, en þær voru svo óljósar og ógreinilegar, að það þótti heppilegast að senda fregnrita til að fá nægar upplýsingar, sv< hægt væri að gera þær almenningi kunnar. Þegar hann kom til Cooksville, keyrði hann út til O’Neil, sem eru hér um bil 5 mílur vegar og hitti hann þar, sem hann var að hirða gripi sina og hey. Mr. O’Neil sagði honum þegar söguna blátt áfram, eins og hún var. Hann sagði: “Já, það er satt, drengurinn minn, hefir orðið fyrir átakanlegum raunum. Eg var hræddur um að hon- um myndi alls ekki batna, af því lækn- arnir gátu ekkert bætt honum. Þegar honum sló niður, var hann í vinnu hjá bónda 2 mílur í burtu; og um tíma áð- ur hafði hann unnið að vegagerð og um það leyti voru votviðri og kuldar á hverjum degi. Hann hélt samt áfram við vinnuna, meðan á votviðrunum stóð, en þá neyddist hann til að fara heim vegna lasleika í herðunum og höndum. Honum versnaði smám sam- an og kvalirnar færðust út til handa og fóta og að síðustu urðu öklarnir og knén svo sár, að hann gat ekki hreyft sig í nokkra daga. Ég sendi eftir lækni frá Streetsville, og hann sagði, að það sem að honum gengi væri gigt, og þrátt fyrir það þó hann vitjaði hans all-oft og gæfi honum meðul, kom það að engu liði. Kvalirnar minkuðu ekkert og hann þjáðist ,fram úr öllu hófi. Á morgnan þegar hann vaknaði gat hann ekki hrært legg eða lið, en vanalega eftir’ því sem leið á daginn liðkaðist hann og gat þá setið uppi nokkurn tíma. Fæturnir á honum voru svo bólgnir, að hann hvorki gat komið upp sokkum eða stígvélum. Þegar hann hafði verið undir læknis umsjón yfir 3 mánuði, án þess honum batnaði nokk- uð, afréði ég að reyna eitthvert annað moðal. Svo næst þegar ég fór til To- ronto fékk ég mór 3 öskjur af Dr. Wil- liams Pink Pills í lyfjabúð Mr. Hugh Miller. Yið fylgdum forskrift þeirri, sem gefin er með pillunum; en fyrstu öskjurnar sýndust engin áhrif hafa; hann hélt samt áfram og þegar hann var nýbyrjaður á öðrum öskjunum fór honum stórum að skána, og þegar 3 öskjum var lokið, þá var hann orðinn heill heilsu og hefir aldrei kennt sér meins síðan. Hann er nú í vinnu hjá bónda skam'mt frá Cooksvflle, og er eins hraustur og kátur, eins og nokkur getur verið”. Þegar fregnritinn kom til Toronto, kom hann við í lyfjabúð Mr. Hugh Mil- lers & Co., 167 King Str. East, til þess að frétta, hvað hinir alkunnu lyfsalar höfðu að segja um Dr. William’s Pink Pills. Hann mundi sem sé eftir, %.ð Mr. O’Neil hafði sagt honum, að hann hefði fengið þillurnar hjá þeim, og þeg- ar hann síðar fór til Toronto, hafði hann sagt þeim að syni sínnm hefði batnað af þeim, Mr. Miller sagði, þegar hann var spurður um, hvernig pillurnar gengju út, að af öllum þeim patent meðulum, sem hann þekkti væri Pink Pills mest brúkaðar; hann sagðist selja meira af þeim en nokkru öðru með ah, sem hann hefði. Þetta er eftir- tektaverður vitnisburður úr því hann kemur frá öðrum eins manni og Hugh Miller, sem er líklega hinn elzti og bezt þekkti lyfsali í Toronto. Það má sam- gleðjast Dr. William’s Medicine Com- pany yfir því, að hafa tekizt að búa til meðal, sem reynist svona vel, og sem hinir alþektustu lyfsalar geta mælt með. Dr. William’s Pink Pills eru ó' yggjandiblóðhreinsandi og taugastyrkj- andi meðal. Þær lækna gigt, taugagigt limafallssýki, riðu, höfuðverk, tauga- veiklun og sjúkdóma, sem þar af leiða, eftisstöðvar af influenza og sjúkdóma, sem orsakast af óhreinu blóði, svo sem kirtlaveiki, langvarandi útbrótum o. s. frv. Pink Pills gera útlitið hraustlegt og litdrháttinn fagrann. Þær eru ó- brigðular við sjúkdómum, sem eru ein- kennilegir fyrir kvennfólk og sem or- sakast af of mikilli andlegri áreynslu, eða offþreytu af hvaða tægi sem er. Munið eftir, að Dr. Williams Pink Pills eru aldrei seldar í slöttum, tylfta- tali eða hundraðatali, og hver sem reynir að koma út öðrum meðulum í þeirra stað, er áfellisverður og á ekki skilið að skift sé við hann. Biðjið um Dr. Williams Pink Pills for Pale People og takið ekki við neinu öðru í þeirra stað. Dr. Williams Pink Pills fást hjá öllum lyfsölum eða með pósti frá Dr. Williams Medicine Co. Brockville, Ont., eða Schenectady, N. Y., fyrir 50 cts. askjan, 6 öskjur fyrir $2.50. Hið væga verð, sem á þessum pillum er, gerir það tiltölulega auðvelt að leita sér lækninga, þegar það er borið saman við önnur meðalakaup og læknisdóma. Til þess að rýma ögn til í búð minni, ætla ég um örfda daga einung- is að selja fyrlr 5 rtH. sirz það, er að undan- förnu hefir kostað 5, 5J, 6, 6), 7, 7£, 8, 8i og 9 cents yrd., og fyrír 1U ct«. sirz, sem kostar 10, 10J, 11, Ui, 12, 12i, 13, 13i, 14, cents yrd. Oll sirz, sem áður kostuðu ýfir 14 c. kost nú 12ic. Þessi kjörkaup byrja kl. 10 f. h. í dag laugardag 2. J#ní. í dag að eins er 20% afsláttur af öll- um drengjafötum. Guðm. Johnson. Eigandi Northwest Hall. Tombola og danz fer fram á Northwest Hall (sal Guðm. Jónssonar) á laugardagskveldið 2. Júní. Hlutirnir verða afhentir í bak-herbergj- unum, en danzinn fer fram í aðal- salnum. Inngangscyrir 25 cts. og fylg- ir einn dráttur. Rafflað verður vönduðum kvenn- kjól. Drátturinn kostar 10 cts. Seldir verða kaldir drykkir, aldin og sætmeti. IÍIÐ ÍSLENZKA KVENXFÍXAG. CIÍAS. BAGSHAWB, Real estate loan & INSDRACE AGENT. 375 Main Str. Telepiione 303. Building Loans a speeiality. MERKI: BLÁ STJARNA. A 434 MAIN STREET, Chevrier. Fáið ykkur E. B. Eddy’s annaðhvort “indurated” eða tré- smérkollur. — Hinar ódýrustu og beztu á markaðinum. SMJÖR SMJÖR SMJÖR SMJÖR SMJÖR -KOLLUR Eddy’s. -KOLLUR Eddy’s. -KOLLUR Eddy’s. -KOLLUR Eddy’s. -KOLLUR Eddy’s. Skriflð eftir prísum fáið sýnishorn hjá TEES & PERSSE Winnipeg, Man. KAUPIÐ ÆFINLEGA ÞAR SEM ÞIÐ FÁIÐ BEZTAR OG .... ÓDÝRASTAR VÖRUR........ Hveiti. _ Bran. Fóðr-hveiti. . Oil Cake. Flax Seed. Shorts. Hafrar. Hey. Linseed Meal. . . . Allskonar malað fóðr. . • . iliá W. BLACKADAK, IRON WAREHOUSE. 131 Hiooin Str.- 582 Jafet í föðnr-leit. Vinnnum það ráð’egt, að hann sér til frekari rt ðfestingiir og styrkingar í trúnni gengi að eiga Miss Judith Temple. Fyrir bænastað fiennar — því að hann gat um ekkert neitað benni—hatði hann flutt sig búferlum til þorps- ins Reading, en þar áttu öll liennar ættmenni beima. Og Phineas Copbagus kvekari sagði mér það í trúnaði, að hann væri svo sæll sem inaðr getr framast orðið. “Gott fólk, Jafet— hemmr-rúðvandir menn, .Tafet—bera aldrei vopn —dálítið eintrjánii gslegir— andinn kemr yfir— og svo frarnvegis,” sagöi Mr. (’opagus, er bann lauk sögu sinni; tók svo í hönd mér, og fór fram til að raka sig og klæða sig til fulls. % Jafet í föður-leit. 587 lengi; íg nærðist ofrlítið og sofnaði svo á ný. Þegar ég vaknaði aftr síðar um kveldið, \óru þan lijónin ekki inni; en aftr var þar nú S11- sannah Temple, sem ég bafði fyrst séð, og hafði Ephrahim, þjónninn þar í húsinu, sagt mér hver hún var. Hún sat fast við ljósið og var að lesa, þegar ég vaknaði, og var ég lengi að virða hana fyrir mér og forðaðist að truflá hana. Aldrei hafði ég fvrri augum litið svo hörundsbjarta méy; yfirlitr liennar var óviðjafnanlega fagr; augun vóru stór, en ég gat ekki séð, íivernig þau vóru lit, því að hún korfði þeim niðr á bókina, og angnaiiárin vóru löng og hnldu augnalitinn ; augnabrýrnar vóru dökkar, og bogadregnar og mjög reglulegar, eins og þær hefðu verið mark- aðar af með sirkli; brúnahárið var mjúkt pg stakk litrinn ' á því fugrlega af við mjallhvítt ennið; hár hennar var dökkjarpt, mjög dökk- leitt, en línhúfa liennar huldi það að mestu; nefið var alveg beint, en ekki stórt; munnrinn var yndisfagr. Hún leit út fyrir að. vera svo sem scytján eði átján úru, að því er mér virtist. Hún var vel va.xin, og allr vöxtrinn og limalag- ið svaraði sér svo sem bezt mátti verða. Ilún var klædd í inn hæversklega og óbrotna búning, sem tíðkast á kvennfólki því sem heyrir til Vina-félaginu; mér fanst hún vera slík ímynd snyrti, hreinlætis og kvennprýði, að ég hefði ekki þreyzt að stara á hana til eilíl'ðar. Já, það var sannast að segja, að hún var forkunnarfögr. En«ins og fegrð hennar gekk í augun, eins skeia 586 Jafet í föður-leit. gott—verða hjd okkr—líða vel—og svo framveg- ■Í8.” “Þú hefir liðiðmikið, vinr Jafet.’l sagði Mrs. Cophagus og þurkaði sér um augun ; og mér lægi við að segja, þú hefðir orðið fyrir of þungri hegning, ef ég vissi ekki, að þann sem drottinn elskar, þann ngar liann. En livað um það, þú ert nú liójpinn og úr allri hsettu ; tná vera þú vildir nú segja skilið við heimsins glaum og glys og una þír við að lifa hér hjá okkr. Meira að segja, þar sem þú liefir nú fvrir þér dæmi gamla liúsbónda þins, þá má vera að drottni þóknist að laða þig til að verða einn af oss og fylla flokk vorn sem Vinr. Mér tókst að leiða mannirin minn á réttan veg,” hélt liún á fram og leit brosandi til hans ; “liver veit nema einhverri af ungvt stúlkunnm okkar takist líka að telja þig á að snúa baki við heimsins glaum og rang- læti og fylgja frelsara þínum í auðinýkt?” “Alveg satt—bemm—alveg, satt,” sagði Mr. Copbagus, og varð nokkuð kvekaralegri í mál- inu en liann átti vanda til, einkum dró bann “hemmið” svo lengi, að það varð prisvar sinnum lengra en það var vant að vera; “ánægjusamt líf, —Jafet—liemm—alt friðsamt og rólegt—hæglát- ar skemtanir—hugsa um pað—hemm—hastar ekkert—aldrei að blóta—smám saman—he—and- inn koma yfir—liemm—ekki nú—tala um það— verða heilbrigðr—setja upp lyfjabúð—og svo framvegis.” Eg var orðinn þreyttr af því nð tala svona Jafet í föður-Ieit. 583 LXII. KAPÍTULI. [Ég verð hrifinn nf trúarbrögðunum, þegar engill prédikar þau fyrir mér. Ilálfri stund síðar kom Ephraim einn nftr incð ilrykk nokkurn, sem hann sagði að Mr, Copliagus vildi ég tæki inn, og svo skyldi ég reyna að sofa. Þ. tta var liollt ráð og fylgdi ég þvi. Eg vaknaði aftr eftir langan og hressandi svefn, og sátu þ m hjónin Mr. og Mrs. Oophagus þá í herberginu hjá rni'r, hún við vinnu sína og hann að lesa í bók. Þegar ég opnaði augun, sá ég fyrst kvennmann, og fór að liyggja betr að, bvort það væri unga stúlknn, sein Epliraim liafði sagt inér að vreri Susannah Temple; ég mundi að vísu óglögt eftir amllitsfalli liennar, en ég mundi vel efiir/ vaxtar-svipnum. Mrs. Co- pliagus var hærri kvennmaðr, og gat ég virt hatia vel fyrir mér áðr en þau tóku eftir að ég var vaknaðr. Andlitið var frítt og geðslegt, smúfelt og drættirnir reglulegir. Hún leit út fyrir að vera um þrítugt, og var frábærlega nett og lirein- leg í öllu. Það var ekki laust við að búningr liennar væri litilsliáttar frábrugðinn strangri kvekaratízku í sniði, og þó að hauu væri reynd-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.