Heimskringla - 11.08.1894, Síða 1

Heimskringla - 11.08.1894, Síða 1
NR, 32. VIII. ÁR. WINNIPEG, MAN., 11. ÁGÚST 1894. Lars Krúse. Eftir H. Dkacamann. [Eftir “Þjóðviljanum.”] Hann var knálegur maður, kyr f lund, og karlmenni’ í sjón og raun; þú átt fáa sem hann, mín fósturjörd, en fleiri sem blása i kaun. Hinir fá lof fyrir háa trú, sem hefir hjá prestum gildi, en trúin hans Krúsa veri þau verk, sem vann hann og eftir skildi. Og settu’ ekki upp hattinn, séra minn, þótt siginn sé kappinn í gröf, — hann galt sinn skatt i hann Skagasjó í skuld fyrir marga gjöf. Minn vinur og hetja sof nú sœtt á sandbalans hörðu dýnu, og Gýmir kveði þér gamanljóð með gamla laginu sínu 3 Þá dreymir þig síður dagsins klið um dáðlitla vanaþjóð, þar "Náð” og “itáð” eru mörg sem mý, en merginn skortir og blóð. Þar eins er fátt um forustumenn Og frjóu túnin á Skaga, en drottinn á nóg af feitu fé með fullan og drembinn maga; Þar maðurinn hefir sitt meðalverð og meira þýðir ei grandið, og fólkið er alt eins fallega jafnt og flatt eins og blessað landið. Og frelsið er sett f fuglabúr, og flónið skín eins og sólin, og dvergar komast í dœmisess og dulur í hœsta stóiinn. Hvað varðar um það? hvað varðar hann þó vildum vér allir drafna, [Lars hann sem lagði fram lif og blóð að láta menn ekki kafna ? Hann kaerði sig lítt um kyrkjulög, og kreddu þá lét sér gilda, að hjálpa eins fúsleg hafri og sauð ef heimtadi hvers manns skylda. Hann lamdi brimið og tók sitt tak í TyTkjann alt eins og kristinn, og þegar það tókst ei. þuldi hann bæn og þar við endaði listin. En lik hins dána hafði hann heim, svo hér kæmist ait til skila, og sjáifur hann horfði á söng og gröft — og svo gekk hann heim að spila. Nú sefur hann Krúse kyrt og rótt hjá kumpánum sínum völdu, hin stinnasta hönd og sterkasta sál, sem stríddi við Rán hina köldu. Svo sígur hún á hin seiga Hel unz sundur er iífsins þráður; nú sefur hann Krúse kyrt og rótt, en Kólgan vakir sem áður. En skyldi’ hún Rán honum gefa grið ? þau greindi svo lengi á, hann lét hana missa svo marga bráð. — Hvað murrar frá djúpinu blá? í vetrarhriðum um napra nótt, er náirnir biunda í ró, þá vaknar hann Lars við voðahljóð og veinin frá Skagasjó. Lá verður í kistunni karli þröngt og karar- ei hæ.gur -blundur, uÞp! liann vill út J og eér lyptir upp lík, og lokið og gröfin í sundur ! i’að er komið við lokur og kona hans sér hvar kemur hann hsegur og stinnur, og hettuna bindur um höfuð sem fyr — til hræðslu hún alis ekki finnur. Hún átti hans von og þvi sér hún hans i saerokið halörninn starir : [svip ; hún heyrir til fullhugans: “Hafið alt til, og hrindum út ! Verum nú snarir !” Því sálin hans vekur upp Hjaðningaher á hrjóstugri Skagverjaslóð, SVO dálítið lyptist hin lággerða storð og lifnar hin kjarklausa þjóð. Matth. Joch. frettir. kóreu-stríðið. Merkar fréttir gerðust engar i fyrri viku, nema áframhaldandi orustur milli Kínverja og Japaníta á Kóreu-skaga og umhverfis hann á sjó úti. Hafa ýmsir unnið í orustunum, en til þessa hefir Japanítum í heild sinni gengið betur. Japanítar hafa sökkt fjölda af lier- manna-förum Kínverja og hafa við það tækifæri komið fram sem ósviknir bar- barar, siðlausir og miskunnarlausir. Eftir að menn hafa ’ í hrönnum gefist upp og beðið sér griða, hafa þeir verið höggnir og skotnir eins og væru þeir hiuidar, en ekki menn. Hvað lengi þeir fá að leika þanijig, er óvist, en löng- un hafa ýms stórveldi Norðurálfu til að binda enda á gauraganginn áður eu langt líður. Þykir það álitlegust uppá- stunga, að einhvers konar stórvelda- nefnd taki við taumhaldinu á Kóreu jafnframt konunginum, er þar ríkir, en sem bæði Japanítur og Kínverjar vilja beygja undir sitt ok. Ef til vill mundu Japanítar ganga að slíku boði, ef fram kæmi, því stjórnarbót á Kóreu er hið eina áhugamál. Er nú ástæðatilþess,því að eins og Kóreu-stjórnin er nú, er liún óðum að leiða lýðinn til algerðs stjórn- leysis. Að því styðja Kínverjar, því í stjórnleysis-ástandi mundi þeim auð- velt að ná skaganum undir sig, að þeir ætla. Japanitax aftur á móti ætla, að Rússar yrðu þar fljótari til og undir eins handsterkari. Hvoruga þessi þjóð vilja Japanítar láta ná valdi á skagan- um, þvi um leið væri eyðilögð öll þeirra miklu verzlunarviðskifti við skaga-bú- ana, auk þess sem hergarðar óvin- veittra þjóða yrðu þá helzt til nærri þeirra eigin landamærum. Af þessu leiðir, að Japanítar leggja alla stund á að útvega skagalýðnum stjórnarbætur og hafa aldrei gergið eins hart fram i því eins og síðasu. vor, þegar innbyrðis óeirðirnar hófus \ skaganum og kon- ungssinnar mátv. minna enjuppreistar- mennirnir. Þegar Kínverjar þá létu á sér skilja, að þeii skyldu hertaka skag- ann og þannig binda enda á óeirðirnar, fóru Japanítar einnig af stað og afréðu að blóðsúthellingalaust skyldu Kínverj- ar ekki framkvæma áform sitt. Þetta var eiginlega upphaf deilunnar, sem jókst til þess húu breyttist í stríð það, sem nú er hafið Það er ekki, ndauka-Iöngun, sem knýr Mongólann til að ásælast skagann heldur sú löngun, að geta gert hag- kvæman samning við Rússa. Það get- ur hann því að eins, að hann nái skag- anum á sitt vald og selt svo Rússum aftur, eða nokkurn liluta lians. Löng- un Rússa að ná skaganum aftur, er sprottin af brýnni þörf. Innan fárra ára verður Siberíu-járnbrautin mikla slarkfær, ef ekki óslitin, þá samt á milli skipgengra vatna. Undir eins og svo er komið verður stærsta flotastöð Rússa við Kyrraliafið. Höfnin við brautar- endann, Vladiwotoch, er ágætis fiota- stöð, en sá er gallinn, að hún er vafin isböndum 3—4 mánuðí úr hverju ári. Við Kóreuskagann er önnur ágætis höfn, Port Lazareff, sem hefir þann kost, að hana leggur aldrei. í þessa höfn þurfa því Rússar að ná, ef kostur er, og mundu Kínverjum góðu gjalda, ef þeir útveguðu þeim hana, ásamt landspildu til að leggja járnbraut eftir, norðvestan frá Vladivaztoch. Ef látnir einir um hituna, er óséð hvorir betur mega, Kínverjar eða Jap- anítar. Kínverjar eru að vísu nær 400 millíónir á móti 40 millíónum Japaníta. En hinir síðartöldu aftur á móti hafa nútíðar vopnabúning og haga sér sam- kvæmt reglum Evrópu-þjóða að flestu leyti. En Kínverjar eru of stoltir til að læra og breyta til, fyr en seint og síðarmeir, og er afleiðingin sú, að þeirra hermenn draga út á vígvöllinn með boga og örvar og annan slíkan miðalda- búning, til að mæta langskeytum og margskeytum nútíðarinnar. Þó eru nú Kinverjar, ekki síður en Japanitar, að reyna að kaupa nútiðarvopni Evrópu og Ameríku. Pullman-striðið er á enda, að þvi leyti, að á fundi í A. It. U. félaginu um helgina var, var samþykkt að hætta vinnustríðinu i Chicago, og að Pullman þjónar skyldu sjálfir útkljá sitt þrætu- roál—félagið tæki engan þátt í því. Vinnustríð heldur nú áfram á tveimur brautum einungis í Chicago. Þessu boði A. R. U. félagsins skyldi fullnægt á mánudagsmorguninn G. þ. m. í Chicago er að sögn að komast á laggirnar félag með 85 millíóna höfuð- stól, sem ætlar ser að smíða samskonar vagna og Pullman gerir. Er hugmynd- in að gefa þar atvinnu öllum verkmönn um Pullmans, sem ekki eiga aftur- kvæmt á sína fornu vinnustöð. Sú fregn gaus upp um daginn, að skip Wellmans norðurfara, “Rögnvald- ur jarl”, væri farið í ísnum í grend víð Spitzbergen, en skömmu síðar kom önn- ur fregn, er sagði það ósatt. — Annar norðurfari, Jackson nokkur frá Eng- landi, er nú nýkominn af stað norður fráNoregi. Hann ætlar að leggja á ís- mn nokkru austar en Wellman, frá Franzis Josephs-landi. Þar hverfur skip hans “Windwand” aftur, og á að vitja hans þar sumarið 189(5. Útbúnað- ur lmns cr sagður mjög líkur og Well- mans, almennir bátar og sleðar og eru sumir bátarnir svo gerðir, að þá má nota sem ísasleða. Gufuskipið “Miowrera”, eign Cana- da-Ástralíu-línunnar, strandaði í fyrri viku við strendur Noregs. Þetta skip strandaði í liaust er leið við Havai-eyj- arnar ; var fært til Skotlands til aðgerð- ar, kom frá verkstæðinu nú og fór skemtiferð til Noregs áður en það legði af stað vestur á Kj'rrahafið aftur. Það sýnist vera óhappa skip. Málið gegn forsetamorðingjanum á Frakklandi er útkljáð og er hann dæmd ur til aftöku. Er svo ákveðið, að öxin gangi milli bols og höfuðs á honum 14. þ. m. Stórþings-kosningar í Noregi byrja 13. þ. m., en verða ekki afstaðnar fyrr en 12. Október. Blaðið "National Zeitung”, í Berlín, flutti nýlega ritgerð um Bandaríkin, þar sem það segir, að Ensk-þýzki flokk- urinn sé óðum að tapa bolmagninu íyrir írum, ítölum og öðrum kaþólskum mönnum, og segir að afleiðingin verði, að lýðveldið klofni í 8 smá lýðveldi : 1 á Kyrrahafsströndinni, 2. á Atlants- hafsströndinni og vestur um norðurrík- in, og 3. við Mexico-flóa, og innibindi öll eða flest suður og suðvestur ríkin. Fyrra fðstudag urðu æsingar mikl- ar í Quebec af völdum kaþólsks skríls, sem réðst á baptista trúboða meðan á guðsþjónustu stóð. Skrillinn braut gluggaog hurðir hússins, sem guðsþjónustan fór fram í, með stein- kasti, og þegar lögregluliðið kom til sögunnar, flyktist skrillinn til trúboða- stöðva ensku kyrkjunnar og þaðan til Salvation Army-byggingarinnar. A báðum þessum stöðum gerðu þeir tölu- verðar skemdir, og eigi hættu þeir spill- verkunum fyrr en lögregluliðið neyddi þá til þess. ISLANDSFRÉTTIR. Ef[ir ÞjóþólíT. Reykjavik, 7. Júlí. Prcatastefna (synodus) var haldin hér að vanda 4. þ. m. og voru þar sam- ankomnir auk stiptsyfirvalda (byskups og amtmanns) 4 prófastar og 18 aðrir andlegrarstéttar menn.... Fátt gerð- ist þar sérlega frásagnarvert i þetta skifti. Þó voru nokkur smámál rædd og má helzt geta þess, að fundurinn lýsti því yfir, að hann áliti æskilegt, að prestar í hverju prófastsdæmi hittust að máli einu sinni eða tvisvar á ári til að ræða um andleg málefni. Uppá. stunga frá séra Brynjólfi Jónssyni á Ólafsvöllum um, að selja skyldi kyrkju- eignir og setja presta á föst laun úr landssjóði fekk engan byr. Bímaflarfelar/ suðuramtsins. Aðal- fundur í því var haldinn í f jTra dag. Forseti (H. Kr. F.) skýrði frá efnahag félagsins. Sjóður þess um næstl. ára- mót 28 650 kr. Maður drvkkaði í Markarfljóti 25. f. m., Sæmundur. sonur merkisbóndans Jóns Sigurðssonrr í Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum, mannvænlegur piltur um tvitugt. 13. Júli. Skiptapi. 4. þ. m. fórst skip f lend- íngu úr fiskiróðri frá Akri í Staðarsveit Varð einum manninum bjargað, en fjórir drukknuðu : formaðurinn Magn- ús Helgason bóndi á Akri. Gísli Guð- mundsson bóndi í Gerðakoki (hálfbróðir s’éra Guðlaugs á Ballará), Kristján og Bjarni Vigfússynir frá Akri, ókvæntir. Útskrifaður úr latinuskólanum í þ. m. Jón Runólfsjon (frá Holti á Síðu) með 1. eink. (9g st.). Veitt prestakall: Glaumbær í Skaga- firði séra Hallgrími Thorlacius á Ríp samkvæmt kosning safnaðannau. 20. Júlí Uáskílapról. Heimspekispróf tóku þessir stúdentar frá 4.—15. f. m.: Jón Hermannsson og Magnús Arnbjarnar- son með ágætiseinkuíin. Sigurður Magn ússon, Jón Þorkelsson, Friðrik Frið- riksson og Kristjánsson Sigarðsson all- ir með 1. eink. Skólakennaraprófi hafa lokið Bjarni Sæmundsson (höfuðgr. dÝrafræði) með 1. eink. Próf i lögum tóku: Steingrímur Jónsson með 1. eink. og Gisli ísleifsson með 2. eink. Fullnaðarprófi í læknisfræði lauk Kristján Riis með 2. eink. Fj-rrihlutalæknisprófs tók Þórður Guðjohnsen með 1. eink. Emhœttisveíting. Húnavatnssýsla er veitt cand. jur. Jóhannesi Jóhannes- syni assistent í íslenzku stjótnardeild- inni. Ddinn er 12. h. m. merkismaður- inn Gunnar Halldórsson í Skálavík, áð- ur þingmaður ísfirðinga; hafði þjáðzt mjög lengi af eins konar lungnaveiki. Hann var jafnan mikils virtur í héraði hinn vandaðasti maður á allan hátt, stiltur og gætinn. en þó drjúgur fram- fara- og áhugamuður og kom vel fram á þingi sem annarsstaðar. Hermann þjóðverji sýnir uppfundning sina í New York. A hitatimanum hefir aldrei komið saman jafnmikill mannfjöldi í einu, eins og þegar töframaðurinn Hermann kom fram í Metropolitan Opera-húsinu á þriðjudaginn var á samkomu, sem stofnuð var af blaðinu New York “Her- ald” til inntekta fátækum, (að gefa fá- tækum ís að kostnaðarlausu i hitanum). Hermann þessi hætti þar lífi sínu á til- komumikinn hátt. Hann hafði lofvð því, að hann skyldi standa fyrir skot- um úr 6 kúluriflum. Það voru hinir skothörðu Sþringfield riflar, sem skjóta átti með, og skotfærin voru þau, sem höfð eru í stríði, og var það að allra á- liti hið sama og að ganga út i opin dauð ann, að. standa fyrir skotum þessum eins og hann gjörði, og það því fremur, sem hann skilaði kúlunum aftur með marki því, sem á þær hafði sett verið rétt áður, en þeim var skotið á hann. Hann greip þær á lofti og lagði þæJ svo á disk og sýndi áhorfendunum, sem verið höfðu milli vonar og ótta og ekki búizt við öðru, en að sjá hann liggja dauðann, þegar þúðurblossanum og reyknum létti af. Þegar hvellurinn af skotunum heyrðist, liðu þrjár frúr í ómegin, enda var það sjón að sjá manninn Istanda þarna berbrjóstaðann, með útbreiddan faðminn móti blýkúlunum, sem átti að láta dj-nja á hann í fárra feta fjarlægð. En fyrir hjálp góðra manna og aðhjúkr- un leið ómeginið af frúnum, og töfra- maðurinn Hermann setti upp eitthvert afkáralegt púkabros, en þá kemur frú Hermanns sjálf i loftinu og flej-gir sér í fangið á manni sínum og vefur örmum sánum um háls honum og rekur að hon- um rembingskoss, til þess að vita fyrir víst, hvort það sé hann lifandi, en ekki dauður. Hún skildi ekki, hvernig, það gat verið, að hann væri lifandi. En töframaðurinn tók þessu öllu ró- lega og sagði til hennar, til hermann- anna, sem skotið höfðu á hann, og stóðu sneyptir og héldu að þeir hefðu ekki hitt hann, og til áhorfendanna, sem ekki skildi neitt í ’.öllu þessu, til þeirra allra segir hann brosandi: “Þér eruð öll búin að sjá það, er það ekki nóg”. Prófessor Hermann skýrði ná- kvæmlega frá því, hvernig alt ætti fram að fara áður en tilraunin var gjörð. Mennirnir, sem skjóta áttu voru valdir úr stórskotaliði Banda- rikja með leyfi foringjans Major Gen- eral Howards og Captain Cotton. Alls voru þeir 0, sem skutu á hann í einu. Þeir höfðu hina vanalegu hermannarifla og skotfæri þau, sem vanalega eru brúkuð, og, þegar pró- fessorinn gaf merki fylktu þeir sér upp á leiksviðið gagnvart honum. Foringi hermannanna lagði fram skotin. Hafði nefnd manna verið kosin til þess að skoða þau. En svo að menn gætu gengið úr skugga um, að hér væru engin brögð í tafli, lét foringi skotmannanna skot- in á disk einn, gekk með diskinn fram til áhorfendanna og býður hverj- um, sem vill að skoða, svo að enginn þyrfti að efa það, að skotfæri þau, sem nota ætti. væru þau, er enginn maður mundi standa fyrir, sá, er ætlaði sér líf. Töframaðurinn bauð og hverjum, sem vildi, að skoða skotfærin. Þau voru alveg eins og vanalegt er blý- kúlan að framan og púðrið að aftan í skotbauknum. Og svo fer foring- inn með þau aftur til manna sinna. Prófessor Hermann hafði ekki snert þau, og var þess vandlega gætt, að hann kæmi ekki nærri þeim. Hnnn var óvanalega alvörugefinu. Kona hans frú Hermann var óróleg mjög, var hún lijá General Howard, sem var þar ásamt nokkrum vinum sinum, hafði liann nýlega kvatt próf. Hermann og var hálf kvíðafullur hvernig fara mundi. Nokkrar kúlurnar höfðu verið • merktar af áhorfendunum, svo að eigi væri hægt, að skifta um þær, því menn höfðu áhuga mikinn á þvi, að ekki væru nein brögð i tafli. Og regar flokksforinginn skipaði mönn- um sínum frammi fj-rir prófessornum, t)á var eins og skjálfti færi um kvenn- fólkið, hjörtun börðust ótt og títt, þær veifuðu blævængjunum í ákafa og var ekki frítt um að margar yrðu fölvar á brá og óstj-rkar í taugum, en allir biðu fullir eftirvæntingar, og steinþögn var yfir hinum mikla mann- grúa, svo að Iiej-ra mátti saumnál detta, þegar foringinn hrópaði hárri röddu til hermannanna: “búist við skoðun.” Þá gengur Hermann fram að þeim, er næstur er, tekur riffil hans og kíkir í gegnum hlaupið, er hermað- urinn hafði lyft skeftinu frá hlaup- inu. Þannig skoðaði hann hvern riffilinn á eftir öðrum, og skilaði honum að því búnu aftur, en meðan það gerðist, varðveitti foringinn skotin. Var prófessorinn að gæta að því, hvort ekki væru önnur skot í byss- unum, en þau hin vanalegu. En er þessu var lokið gekk hann aftur á leiksviðið, en hermennirnir tóku við skotum sinum, sem vandlega var búið að athuga. Gengu þeir síðan fram tveir og tveir, lögðust tveir hinir fremstu flatir niður, _ tveir þeir næstu krupu á kné fjcrir aftan þá, en tveir hinir seinustu stóðu fyrir aftan hina. - “Hlaðið” skipar foringinn og í þvi smeltu þeir byssunum opnum. settu f þær skotin og smeltu þeim svo aftur. Það var dauðaþögn í húsinu, blæ- vængir kvennfólksins voru grafkj-rrir, það var steinkj rð. Professor Hermann stóð þarna fölur frammi fyrir byssu- kjöptunum á miðju leiksviðinu. *Ein eða tvær frúr stóðust ekki mátið og stukku upp úr sætum sínum og höfðu sig burtu í snatri. Fáir trúðu því, að prófessorinn mundi gera tilraun þessa, ef hann væri ekki viss um að hafa eng- an skaða af því, en enginn skyldi í þuí ag enginn vissi hvernig hann gæti farið að koma því svo fyrir, að kúlurnar gerði honum ekki mein. Menn hálf- bjuggust við því, [að sjá hann veltast um í blóði sínu örendann, að fáum augnablikum liðnum. Það mátti sjá bros hér og þar í salnum, en það var eins og eyrun rétt- ust upp, tej-gðust út til þess að hej-ra hvellinn af skotunum, og það var eins og mennn bitu á jaxl og nístu saman tönnum í þeim tilgangi, að láta þetta nú ekki fá á sig, hvað sem verða kjrnui. Áður en mínúta var liðin, stað- næmdist próf. Hermann þar, sem hann átti að stauda, þrjátíu fet frammi fjrrir byssukjöptunum. Hann spj-rndi fótum fast til jarðar, breiddi út faðminn, eins og hann ætlaði að vera viss um, að grípa allar kúlurnar, og beið þess, að skotin skj-Ilu á sér. ••Búnir”, sagði foringinu, og á sömu svipstundu féllu riflarnir allir i sigti og mlðuðu á manninn. Steinhljóð og Cdauðakj-rð í salnum. “Skjótið”, kallaði foringinn og i sömu andránni blossaði fram úr 6 bj-ssukjöftunum, en hvellurinn hejrrðist sem einn væri, en handleggirnir á Hermanni sáust hrej-f- ast í púðurrejrknum, eins og væri hann að grípa kúlurnar, og þegar gengur hann hvatlega að borði einu á miðju leiksviðinu og leggur þar á kúlurnar 6, sem skotið hafði veriö á hann. Að þvi búnu kemur konan fljúgandi í fangið á honum, sem áður var sagt, og alt er búið. Þetta var einhver fjölmennassa sam komaí New York um sumartíma og voru sæti öll seld löngu áður, en bjrja skyldi, svo voru menn forvitnir að sjá töfra þessa. En allir fóru jafnnærri út aftur og enginn skildi í því, hvernig hann gat gert þetta. Regngerð. Fjrrir hér um bil tveimur árum var á stjórnarinnar kostnað gerð tilraun til regngerðar í Texas. Yisindamenn, sem báru skyn á undir hvaða skilyTðum vatnsgufan í loftinu þéttist af náttúr- unnar völdum, og undir hvaða skilvrð um hægt er að þétta liana með verkleg- um til raunum, voru mjög á móti því að ej'ða almenningsfé í þá heimsku. ’ Regnið, sem hægt væri að framleiða á verklegan hátt, mundi ékki nægja fyrir gufukétilinn, sem brúkaðir væri til að framleiða það með’,sagði próf. Alexand- er Mcfarlane viðháskólan í Texas í grein sem prentuð er í Gasa, Leipzig.No.VIII, þar sem hann jafnar regngerðarmönn- um við töfralækna amerikönsku Indi- ánanna. Próf. Macfarlane skýrir stuttlega frá því, hvernig regn myndist, á þessa leið: “Við hvert tiltekið hitastig, getur loftið lialdið i sér takmörkuðu vatns- gufumagni á hvern teningsþml. Sömu- leiðis útheimtist og fyrir tiltekið vatns- gufumagj- á hvern tefiingsþumlung vist hitastig, það er kallað metting (Satu- ration) loftsins. E£ hitinn fellur ofan- fj'rir hið tiltekna stig, fer vatnsgufan að þéttast og verður að dögg, þoku, móðu eða regni. alt eftir þvi, hve loftið hefir kólnað mikið. Með hvaða móti er nú hægt að kæla part af andrúmsloft- inu? Það er hægt að gera það með þvi, að blanda það köldu lofti, sem tekur frá því nokkuð af uppruna hita þess, með þvi, að láta það gefa frá sér sumt af hita sinum út í loftið, og með því að beitaþess eigin hita til að þenjaþað j-fir stærra rúm. Astand vatnsgufunnar, þegar hún þéttist, er komið undir mergð dustagnanna i hverjum tenings- þumlungi loftsins. Ef þessar agnir eru margar sezt lítil dögg á hverja þeirra, og við það fram kemur þoka eða móða, ef agnirnar eru fáar, sézt meiri vatnts- gufa á hverja þeirra og við það fram- kemur regn. Þessi uppgötvun var ger af John Aitken, sem og hélt því fram, að þessar örfinu iagnir værusaltkendar og .nj-nduðust við uppgufun sjávarin s. “Að gera regn eða þétta vatnsgufuna í lokuðu íláti, er mjög auðvelt, en það verður alt annað uppi á teningnum, þegar á að fara að þétta vatnsgufu í loftinu í stórum stíl. Ef hiti loftsins er meiri en þarf til að halda því vatns- magni, sem í loftinu er í gufuliki, þá verður að kæla það niður fjr-ir það hitastig, sem nauðsj-nlegt er til þess, að viðhalda vatni í þesskonar ástandi; en um leið og vatnsgufan þéttist, losn- ar hinn fólgni hiti hennar. og gerir þannig framleiðslu regnsins örðuga. Aðalspurningin er, hvernig eigi að los- ast við þennan fólgna hita vatnsguf- unnar. Sumir regnfræðiugar virðast hafa haft þá hugmynd, að ekki þyrfti annað en ávarpa náttúruna og svo mundi alt ganga af sjálfu sér. Þetta er nú samt ekki tilfellið. Til þess að tilraunin gæti heppnast, væri nauðsjm- legt að hafa gnægð af þessu smágerva dusti, svo að þétting vatnsgufunnar gæti orðið stanzlaus og fljót, undir eins og hiti loftsins hefir fallið niður fyrir mettistig (saturatiou point) þess (lofts- ins), og enn heppilegra væri að hafa dust af efni eins og matarsalt, sem hefir tilhneigingu til að draga í sig vatn og flýtti þannig fyrir framleiðslu þess. Látum okkur taka til dæmis ten. ingsmílu af samskonar lofti og Djrren- forth gerði tilraun sína á 25. Nóv. 1892. Skýrslur veðurfræðisstöðvanna í San Antonio sýna, að kl. 8 e. h. var hit- inn 72 gr. F. og mettistig loftsins 61gr. Til þess að kæla eina teningsmílu af þess konar lofti ofan að mettistigi, þj-rfti að losa hitamagn sem mundi nægja til að láta 88.000 tons af köldu vatni sjóða, og til þess að minka hit- ann enn um Ugr. F., þjTfti að losa jafnmikið hitamagn, og með þvi væri hægt að búast við 20,000 tons af regn- vatni, eða hér um bil 1.4 pundsáferh. fetið, sama sem 0,27 þumlungs regn. Hið fólgna hitamagn, sem þj-rfti nauðsjnlega að útrýma til þess að framleiða svona mikið regn, væri nægi- legt til að hita 400,000 tons af vatni frá frostmarki til suðumarks, og á (Niðurlag á 4. bls.) VEITT HÆSTU VERDLAUN A HEIMSSÝNINGUNNI •S^SSL- IÐBEZT TILBÚNA. Oblönduð vinberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða nnur óholl efni. 40 ára reynzlu.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.