Heimskringla


Heimskringla - 11.08.1894, Qupperneq 2

Heimskringla - 11.08.1894, Qupperneq 2
9 f HEIMSKRINGLA 11. ÁGÚST 1894. komr út á Laugardögum. Tiie fleiraskriogla Ptg. & PiiM. Co. útgefendr. [Publishers.] Verð biaðsins í Canada og Banda- ríkjunum : 12 múcutSi §2,50 fyrirframborg. $2,00 0 ----- $1,50 ---- — $1,00 3 ----- $0,80; ------- — $0,50 T'itstjórinn geymir ekki greinar, sem eigi 'ierða uppteknar, og endrsendir þær eigi nema írímerki fyrir endr- sending fylgi. Kitstjórinn svarnr eng- um bréí'uin ritstjórn viðkomandi, nema í blaðinu. Nafnlausum bréfum er enginn gnumr getinn. En ritstj. svar- ar höfundi undir merki eða bókstöf- um, ef hðf. tiltekr slíkt merki. —----------------f,- . -............. Uppsögnógild að lögum,nema kaup- andi sé alveg skuldlaus við bh-vSið. Ritsjóri (Editor) : EGGERT JÓHANNSSON. Ráðsmaðr (Busin. Manager): J. W. FINNEY kl. 9—12 og kl. 1—6 á skrifst. Peningar sendist í P.O. Money Or- der, Registered Letter eða Express Money Örder. Banka-ávísanir á aðra banka, en í Winnipeg, eru að eins teknar með afföllum. 653 Pacific Ave. (McWilliam Str.) Vegirnir í Nýja Islandi. Þeir eru æfinlega eins, vegirnir um þá nýlendu á sumrin. Með einhverjum ráðum má æfinlega komast frá Selkirk á einhvern ákveðinn stað í nýlendunni, en þá er líka búið. Þar má maður svo eins víst sitja viku eða meir, ef maður er ekki tilbúinn a'ð hagnýta sína tvo ■fætur. Hvenær bót ræðst á slíku, er efasamt að segja, en fyrr en sú bót fæst á nýlendan ekki viðreisnar von. Þetta vegleysi er bæði þreytandi og skaðlegt fyrir einstaklinginn, sem þarf að fara um nýlenduna á stuttri stund. Það er nokkuð, sem vér höfum haft ástæðu tíl að viðurkenna oftar en einu sinni. En aldrei höfum vér fundið eins til leiðind- anna af vegleysi þessu eins og á laugar- daginn var, þegar smjör- og ostagerðar- kennararnir gengu inn í skrifstofu Hkr og sögðu sína ferðasögu. Vér vissum af þörfinni á tilsögn í þessum atvinnugreinum í nýlendunni og tókum upp á oss talsverðan kostnað og fyrirhöfn til þess að fá hana veitta og samkomustaði og daga auglýsta. Sam- kvæmt þeirri áætlun áttu kennararnir að vera að Gimli á þriðjudaginn 31. Júlí, að Hnausum á fimtudaginn 2. Ágúst og að íslendingafljóti á laugar- daginn 4. Ágúst. Eins og oftast gekk mönuum vel að komast af stað; fóru til Selkirk og þaðan af stað á mánudags- kveldið 30. Júlí. En svo seint gekk ferðin á vatninu, að klukkan var um 10 á þriðjudag þegar komið var framundan Gimli. Þá var of hvasst til að lenda þar bryggjulaust og varð gufubáturinn að fara suðurfyrir Willaw-tanga og inn á tjörnina. Þegar svo loksins búið var að koma áhöldum kennaranna (í 4 stór- um kistum) norður að Gimli, var svo liðið á daginn, að ekki voru tiltök að byrja. Á miðvikudaginn fengust samt nokkrir menn saman og fór tilsögnin þá fram. Stormur var á vatninu þessa dagana og ekkert far til svo stórt að á- litlegt væri að leggja til ferðar norður að Hnausum. Vegurinn á landi, eins og endranær, alt að því ófær og engir hestar eða vagnar við hendina, því þeir fáu, sem slíka gripi eiga, voru með þá við hey vinnu úti á landi. Auglýsti sam- komutíminn var hvervetna um garð genginn, eða hefði orðið, ef áfram hefði verið haldið, og óvíst hvað margir hefðu komið saman í annað skifti og undir- búningslaust um heyanna tímann. Það stóð svo á tíma kennaranna, að á mánudaginn 0. Ágúst máttu þeir til með að ná í vagnlest í Winnlpeg til austurferðar heim á aðal-fyrirmyndar- búgarðinn i Ottawa, þvi þangað áttu þeir að vera komnir 10. Ágúst. Þegar þess vegna vikan var hálfnuð, voru 2 staðir eftir til að veita tilsögn á, og eng jn færi sýnileg til að komast á þá staði, þá tóku kennararnir það eina sannsýni- lega ráðið, að hverfa aftur með gufu- bátnum, sem á fimtudagskveld kom norðan af vatni, og halda áfram heim. Yfir þessu ferðalagi voru þeir mjög óá- nægðir, af því þeir komust ekki ferða sinna. Þeir vona samt, að þó menn nyrðra, sem, ef til vill, komu saman á ákveðnum degi og fóru svo búnir, láti ekki sökina bitna á sér, heldur þar sem hún á heima, á vegleysinu á landi og á bátaleysinu, bátaleysi að því leyti, að þeir bátar, sem til eru, ganga aldrei á vissum degi. Að öði-u leyti leizt Mr. Rudiok (for- maðurinn heitir J. A. Ruddick) vel á sig,.og samdóma var hann oss í því, að einmitt á þessari strönd væri tækifæri til að hafa stór og arðsöm kúabú, og þar af leiðandi nauðsynlegt, að fólkið fengi tilsögn í smjörgerð fyrst og fremst. Líkur sagði hann til, að smjör- og ostagerðar skóli yrði stofnaður liér í Manitoba næsta sumar, auk þess sem umferðarkennarar ’ að líkum halda á- fram, og sagði liann sér þætti ráðlegast að nokkrir ungir Ný-íslendingar, bæði karlar og konur, sæktu þann skóla, til þess útheimtist að eins,- að hver borgaði fæði sitt á einhverjum húsum í grend við skólann, því þá gæti hver um sig komið upp nokkurs konar fyrirm.yndar- búi í smjörgerð á heimili sínu. Ef um- ferðarkennarar færu hér um að sumri, kvaðst hann einnig vilja sjá svo um, að einhverjir þeirra kæmu til Nýja Islands og hefðu þá lengri tíma og yrðu betur búnir til að mæta vegleysinu. Ef ekki kæmist upp smjör og ostagerðarskóli, þá kvaðst liann óhikað ráða möntium í nýlendunni til að senda unglin'gspilt austur á einhvern stóran búgarð í On- tario, til að læra smjör- og ostagerð, þó ekki væri nema um stund, til að nema undirstöðuatriðin. Vitaskuld sá hann ekki annað en grennluskóginn umhverfis Gimli, enda sagðist hann vera hissa, að menn skyldu ekki vera búnir að höggva hann niður og leggja eld í hann. Að öðrum eins skógi mundu menn hvervetna eystra bara hlægja og ekki telja hann minnsta framfarar tálma. Ekki heldur leizt lionum velá nautgripina, sem hann sá á Gimli, og sagði bráðnauðsynlegt að fá kynbótafé. Með þeim kúm, sem þar væru nú, hefðu menn ekki hugmynd um arðinn af griparækt og smjörgerð. Það væri fyrsta skilyrðið, en annað skilyrðið væri, góður hagi og fóðurbæt- ir. Efni i hvorttvekkja hið síðartalda áleit hann einkar-gott á vatnsströnd- jnni, ef gkógurinn %æri Idtinn víkja, sem hann sagði miklu arðsamara að brenna, en láta standa eins og hann hefir verið og er. Þá veitti hann því og eftirtekt, að á Gimli og þar umhverfis ganga sauð- kindur og nautgripir saman í haranum. Það sagði hann skaðræði, einkum ef haginn er tiltölulega lítill. Sauðkindin klippir grasið niður við rót, svo að eft ir nokkurn tíma hafa kýrnar ekkert að bíta nema úrganginn, sem kindurnar vilja ekki. Afleiðingin er, að kýrnar verða magrar, þær geldast og kostir mjólkurinnar rýrna. Nýja Islands-bryggjurnar. Það er alt útlit fyrir að vonin um smíð þeirra ætli strax að bera ávexti. Þeir Sigurðsson-bræður að Hnausum hafa frá því fyrsta sýnt sig framfara- menn og fúsa til að bæta hag manna í nýlendunni. Þannig koma þeir fram nú, því vér höfum það fyrir satt, að á komanda vetri muni þeir ætla sér að taka út um 1000 Cords af eldivið. Þó munu þeir enn ekki hafa fullgert neinn fastákveðin samning um eldiviðarsöl- una. Eigi að síður munu þeir hafa næga atvinnu að bjóða þeimaf viðskifta mönnum sínum er vilja, sem að líkind- um sitja fyrir öllum öðrum með að ná í atvinnuna. Þessi framtakssemi sýnir, að þeir bræður hafa fulla von um framhaldandi fjárstyrk til bryggjagerðarinnar, og vér treystum því einnig að sú von rætist. Þetta sýnir líka, að vort heiðraða sam- tíða blað, Lögberg, þarf á gildari rök- semdaleiðslu að halda, en það hefir fram reitt enn, ef það á að tala kjarkinn úr Ný-íslendingum. Nýlendumönnum í heild sinni gefur þessi framtakssemi hugmynd um hvers virði bryggjurnar geta verið og hljóta að verða, ef menn vilja hagnýta Iþær. Þessi framtakssemi sýnir líka stjórn. inni, hve brýn þörf er á bryggjunum. Væri þess vegna vel, ef einhverjir fram- takssamir menn á Gimli eða í grend við Gimli vildu gera slíkt hið sama, út- vega að þeirri bryggju svo sem 1000 Cords af eldivið, sem þar yrðu tilbúin til útflutninga undir eins og bryggjan er fullgerð. Væri duglega að því unnið og stjórnin látin vita það í tíma, er ekkert efamál að það mundi mjög flýta fyrir fjárveitingunni. Stjórninni dyld- ist ekki að nýlendumenn eru viðbúnir að taka til starfa undir eins og nokkur vegur opnast að útmörkuðunum. Það er ekki þar með sagt að neitt slíkt þurfi til að flýta fyrir framhaldandi fjárveit- ing, því eins og vér tókum fram fyrir skömmu, verða þessi veittu 82,500 til einskis, ef ekki er haldið áfram, en það er eðlilegt, að stjórnin sé viljugri að hjálpa þeim mönnum, sem hún sér að vilja hjálpa sér sjálfir, heldur en þeim. sem ekkert aðhafast. Pnllm an-kraftaverk ið. Löngu áður en vinnustriðið byrjaði, sýndi Pullman þjónum sínum fram á, að af því hann yrði að selja vagna eða leigja, eftir ástæðum, sér og sínu félagi í stórskaða, væri ómögulegt að gjalda vinnumönnunum sama kaup og áður. Menn hans trúðu sögunni og tóku nið- ursett kaup yfir vetrarmánuðina, eins og kunnugt er, enda vonuðu þeir að betur mundi blása er voraði. En er vorið kom, höfðu Pullmans viðskiftin versnað svo, að þrátt fyrir niðursett kaup og fjórðungi færri menn að vinnu en venja var til, var hreint tap félagsins oiðið um $20 000 á mánuði hverjum, er vinnuvélarnar gengu. Þetta sagði Pull man mönnum sínum, er þeir æsktu eftir viðreisn fyrrverandi vinnulauna og þetta þykist hann geta sýnt og sannað hvenær sem vill, með bókum sínum; Menn trúðu þessu, eða trúðu ekki, eftir vild sinni, en að óreyndu var engum hægt að sanna það lýgi. Höfuðstóll Pullmans félagsins er talinn $30 millíónir, allur uppborgaður, en kunnugum mönnum þykir vel í lagt, að félagseignin sé $15milíóna virði, trúa með öðrum orðum ekki, að hluthafend- urnir hafi borgað meira en 815 millíónir fyrir sínar svonefndu $30 millíónir í hlutabréfum. Um undanfarinn tíma hefir markmið félagsins verið, að borga á ári hverju í vöxtu 8% af • þessum út- þynnta $30 milíóna höfuðstól í f jórum jöfnum afborgunum, þ. e. 2% við lok hvers ársfjórðungs. Þessu takmarki hefir það líka alt af náð. Nú bar svo til, að eitt þetta ársfjórðungsgjald féll í gjalddaga í síðastliðnum Júlí, og þar sem hreint tap félagsins um undanfarna fleiri mánuði hafði numið $20 000 á hverjum mánuði og þar sem bókstaflega ekkert hafði verið unnið 4 verkstæðun- um meir en mánaðarlangt, lá beint fyr- ir að hluthafar fengju enga vöxtu goldna fyrir síðastl. ársfjórðúng. En þegar til kom varð alt annað ofan á. Þeir fengu sín 2%, eins og ekkert hefði í skorizt. Vinnumenn Pullmans, og enda allir aðrir, er gefa málLnu nokkurn gaum, eru nú mjög forvitnir að fá upplýsingar um það, með hvaða brögðum Pullman gat grafið upp og greitt sem hreinan á- góða $600 000 eftir ársíjórðunginn, árs- fjórðunginn sama, sem bækur hans eigaað sýna, að hafi búið honum og fé- laginu að minnsta kosti $60 000 tjón. Rannsóknarréttur Clevelands, til- vonandi, framleiðir að vændum þessar og fleiri upplýsingar. íslendingadags-ræður. Canada. Eftir Eriðjón Friðriksson. Herra forseti, kæru landar, konur og menn! Eg hefi verið beðinn að tala hér í dag nokkur orð um Canadá, og góðan vilja hefi ég til að mæla hlýjum orðum um það land, en ég kenni vanmáttar míns að gera það svo, að vel fari og bið því fyrirfram afsökunar á því, sem á- bótavant er. Það er merkilegt, hvemig mann- flutningarnir í heiminum hafa streymt frá austri til vesturs frá aldaöðli. Það var 'engin ný hugsun, sem Horace Greeley flutti heiminum þegar hann sagði þau orð, sem hér í Vesturheimi eru metin hið heppilegasta heilræði: l‘Go west, young man”. Forfeður okk- ar höfðu frá ómuna tíð fylgt þeirri reglu, er Greeley kendi löngu seinna. Þeir höfðu komið austan úr Asíu vest- ur á Norðurlönd og svo eftir langa dvöl þar, horfið undan ofríki Haraldar konungs hárfagra vestur til fjallkon- unnar með hvíta faldinn, sem um marg ar aldir hafði setið einmana úti í hafinu1 bíðandi með útbreiddan faðminn á móti hinum göfugu sonum sækonunganna, sem heldur kusu að flýja eignir og óð- ul i Noregi, en að beygja sig undir ok harðstjórans. Það var þráin eftir frelni og farsœld, sem stýrði för feðranna, og það var eitt hvað í brjósti þeirra, sem vísaði þeim vestur, langt langt vestur að leita að þessu. íslenzk þjóð komst á stofn og hafði nærri í þúsund ár átt heima “norður við heimskaut í svalköldum sævi”, þá datt sonum hennar í hug að flytja til Canada,og einu ári áður enkonungurinn kom til íslands “með frelsisskrá í föður hendi”—og þess minnumst viðnú hátíð- lega í dag—flutti hinn fyrsti hópur Is- lendinga, um 120 manns að tölu, vestur til Canada. Svo það eru nú liðin 21 ár síðan þetta skeði og við þess vegna komnir til lögaldurs í landinu og fyrir það er þá þetta úr merkisár fyrir okk- ur. Islendingar, sem flytja hingað, hafa vandlega mjög óljósa þekkingu á Cana- da og það má geta því nærri, að ekki átti þetta sér sízt stað um hina fyrstu vesturfara. Það sem mörgum þótti á- lítlegast við að flytja hingað var það, að hér þyrfti svo lítið að vinna; en það leið ekki á löngu eftir að hingað kom, að þeir sáu að þetta var hraparlegur misskilningur. Ég á það að þakka Þor- steini heitnum Daníelssyni, sem var á Skipalóni, að vonbrigði sjálfs mín á þessu tilliti urðu ekki mjög mikil. Eg hitti hann í fyrsta sinni stuttu áður en ég fór frá íslandi; við vorum alls ó- kunnugir. Hann spurði mig að heiti, og það barst í orð, að ég væri að fara til Canada. “Jæja”, segir hann, “ég sé þá að þú ert einn af þeim lötu, sem ekki nenna að vinna, en það gleður mig að þú fær að vinna í Canada. Mundu eftir að ég segi þér það”. Eg fór svo bdtur að hugsa um þetta og sannfærðist fijótlega um það, að þeir sem ekki nenna að vinna eiga litið erindi til Canada. Canada er ung í tölu landanna og þarf því að láta gjöra mörg nývirki ; hún er að því leyti lík frumbýlingi; en hún sveltir ekki þá, sem hjá henni vinna. Það er kunnugt, að hingað hef- ir flutt ár eftir ár hundruðum saman fólk af okkar þjóöflokki, félítið eða fé- laust og fákunnandi í öllu því, sem liér þarf að gjöra. Og það er hægt að færa sönnur á það, að mörgu af þessu fólki líður nú vel, og að það er nú við góð efni og hefir tekið miklum framförum, að því er menning snertir og tiltöluga eru þeir mjög fáir, sem til lengdar líða hér skort á lífsnauðsynjum. Ég hefi heyrt suma menn telja Ca- nada og þó sérstaklega þessu fylki, sem við búum i, það til ókosts “að þar er svo mikill maturinn”, eins og skáldið komst að orði, svo mikið af hveiti höfr- um, byggi, jarðeplum, kjöti, eggjum, smjöri, mjólk og mörgu fleira af matar- tegundum. að ekki verði vörur þessar seldar nema gegn mjög lágu verði og stundum jafnvel alls ekki. Satt er það, að geti menn ekki selt það, sem þeir framleiða úr jörðinni, nema fyrir lágt verð, þá er ekki hægt fyrir þessa menn að safna miklum pen- ingum á stuttum tíma. En á hinn bóg- inn sannar þetta lika, að hér eru mikil landgæði og að það borgar sig vel að vinna hér, ef ráð og fyrirhyggja er með í verkinu. Framtíð Canadaveldis, sem enn er í bernsku, verður eflaust mikil óg fögur. Land, sem er meira en þrjú þúsund mílur frá austri til vesturs, frá Atlants- hafi til Kyrrahafs og nær frá 49. stigi norðlægrar breiddar norður að íshafi, hefir víða þann frjóvasta jarðveg, sem til er í heiminum, óendanlega gnœgð af ágætum skógi og kol og dýra málma í jörðu, en í sjó og vötnum uppburð af allskonar fiski, það hlýtur að auðgast. Og trygging fyrir því, að menntun og menning blómgist hér, er það, að í- búar landsins eru mestmegnis af hinu göfuga Engil-saxneska kyni, og að stjórnarfyrirkomulag alt er á föstum fæti byggt, undir verndarvæng hinnar voldugu Rretastjórnar. Ég fæ nú ekki betur séð, en að við íslendingar, sem hér erum, ættum að elska Canada og canadiska þjóð og gefa henni alt sem bezt er í sjálfum okkur. Ef Canada er ekki föðurland okkar, þá verður hún þó föðurland barnanna okk- ar, sem hér fæðast og vaxa upp, og sannarlega ættum við að gjöra alt, er við getum til þess, að gjöra þau hæfileg til að taka góðan og mikinn þátt i þjóð- lífi þessa lands. Það verður fyrirhafn- arlítið að kenna þeim að elska landið; og þess meira sem þau elska það, því betri borgarar verða þau og að sama hlutfalli vex af því ánægja ykkar og sómi þeirrar þjóðar, sem börnin eiga kyn sitt að rekja til. Allir íslendingar, sem búa í þessu landi, ættu að eiga nóg rúm í hjarta sínu fyrir bæði löndin, Island og Cana- da, og ættu að geta rétt bróðurhöndina jafn hlýlega til beggja. Eg held að þið séuð nú komin svo langt vestur, sem forsjónin hefir ætlað ykkur að fara ; en þið verðið að halda áfram að leyta að frelsinu og farsæld- inni, því hér finnið þið það. Lifi 'Canada. Orða-belgrinn. [Öllum, sem sómasamlega rita, er velkomið að “leggja orðí belg;” en nafn- greina verðr hver höf. sig við ritstj., þótt ekki vilji nafngreina sig í blaðinu. Engin áfellis-ummæli um einstaka menn verða tekin nema með fullu nafni undir. Ritstj. afsalar sér jillri ábyrgð á skoðun- umþeim, sem koma fram í þessumbálki]. Kveðið á ferð. Hér að lýsa liðnri þraut lengst um kýs ég flýja. Nú mig fýsir fara’ ú braut frá þér Island Nýja. Samt er skárst að skilja’ í frið — skörp afmást ei svörin, þó mig brástu vinskap við verst er sástu k*jörin. Böl vill skera brjóstið hlýtt, bót fæst hér ei meina. Auðna’ um sér og eitthvað nýtt ætlar mér að reyna. Hug með kláran horfi’ á þig, hrynja tár af hvarmi. Norðan bára, ber þú mig burt frá sárum harmi. Tryggt þann á ég treysti vin táli’ er spáir eigi, glatt að fái’ eg geislaskyn gæfu sjá af degi. Grunur segir minn það mér mjög til dreginn sagna. Auðnu degi þeim hjá þér þó ei megi fagna. Hulda. Ávar]) Til séra O. V. Gíslasonak í Nýja íslandi. Heill sé þér Oddur, að hingað vendir yfir Atlantshaf. Þú ert alþektur af íslands sonum fyrir bjargráð í brimróti Staddur var ég við strendur Islands, þar vaxa tók vindur og voðaleg alda ; reyndust mér ráð þín við Ránar æði öllu betra ég áður sá. Nú áttu að byrja í Nýja Islandi andleg bjargráð á andans hafi. Gakk að verki því guðs í nafni, studdur kærleikans krafti einum. Veit ég Oddur, að veiztu það, bezt hvað er meðal við boða gangi á mannlífsins mikla hafi, að lægi lífs sjó og logn verði. Það er kærleikans kraftur einn, er þann öldugang allan lægir ; hann er sá góði guðdóms kraftur, sem helvítis kenning hrekur alla. Kenndu því kærleik, kenndu mönnum, að elskast innbyrðis, en eigi’ að hatast; varastu svarta vítis kenning, sem hrellir huga og hörmung veldur. Gaktu styrkur að góðu verki, sérhvert frækorn, er sáir þú, mun þá eilífan ávöxt bera, ef guðs kærleika einum sáir. S. J. JÓHANNES PÉTURSS Á KYRKJU ÞINGI! Úr bæn Fariseans : Hér hníg ég við þinn helga stól með hjálm og brynju skarða, þú dýrðarbjarta Davíðssól og drottinn Jakobs hjarða, þvi nú er satan orðinn ær, hann eltir mig og kempur þær, sem heyja stríðið harða. Lögberg segir svo : Jóhannes Pétursson lýsti hjartan- legri ánægju sinni og þakkaði guði fyrir að vera staddur á þessu 10. ársþingi ís- lenzka kyrkjufélagsins; kvaðst hafa verið 10 ár í Minnesota bygðinni ís- lenzku, og þegar er kyrkjufélagið hefði myndast, hefði hann orðið var þar syðra við velvild til þess, og nú væri al- mennt viðurkennt þar, að það hefíi haft blessunarrík áhrif á íslenzku þjóð- ina. Þakkaði fyrir málfrelsið, er sér hefði verið veitt á þinginu, og vonaði að íslenzku söfnuðirnir syðra gætu áður en langt liði notið blessunar af að hafa slíka samkomu hjá sér. Það er undarlegt, að jafnskynsam- ur maður og Jóhannes Pétursson er skuli láta sjást eftir sig jafnógrunduð orð, sem þessi hér að framanrituðu. Að hér sé almennt viðurkennt að kyrkju- félagið hafi liaft blessunarrík áhrif á ís- lenzku þjóðina, er í fyllsta máta ekki rétt frá sagt; það eru að eins fáir menn hér, er viðurkenna slíkt, fjöldinn er á gagnstæðri skoðun. Einnig mun það minnihluti hér, er æskir eftir kyrkju- þings gauragangi hér syðra. Minn. þarfnastekki páfa eða kardínála eða flokks þeirra með lireður og hræsni. Minnesota-búi. Vísdómur Lög’bergs. Enginn lifandí maður i Nýja ís- landi er svo skyni skroppinn, að hann ekki sjái að $2,500 eru miklu minna en þeir $10 000, sem Bradbury lofaði svo örugglega. Vér álítum það skyldu Ný-íslendinga að heiðra Lögberg með leður-medalíu fyrir þvílíkann vís- dóm, sem er svo sjaldséður í íslenzkum blöðum. Jafnframt viljum vér álíta það skyldu Ný-íslendinga að virða það á bezta veg fyrir Lögb., þótt því þóknist að bera oss það á brýn, að vér svíkjum þann flokk, sem Lögb. vill að vér fylgj- um. Þaðereinsog allir vita hér, að þvílíkt og þetta er ekki annað en Lög- bergs slúður og fljótfærni, tilhæfulaus ósanninda-þvæla. Vér erum óháðir öll- um flokkum hér í landi og þykir oss enginn sómi að því, að Lögb. bendli oss við nokkurn þann flokk, sem blaðið kann að vera viðriðið. Það má hreint ekki álíta oss Ný-íslendinga eins ósjálf- stæða eins og það er sjálft, því munur- inn 'er sá, að vér vinnum undir vorri eigin stjórn, en Lögb. undir annara og má því til að gjöra eins og því er skip- að, rétt eins og góður prestur, sem tap- ar sínu brauði, ef hann ekki prédikar um djöful og víti jafnhliða hinni góðu kenningu kristinna manna. Ritstjóri Lögb. hefir aldrei farið svo langt, að heimta að sjá inn í hugskot Ný-íslend- inga fyrr en nú, og í þeirri von að Lög- berg hafi meira upp úr því, en Júdas hafði fyrir að svíkja læriföður sinn, þá viljum vér með mestu ánægju leyfa rit- stjóra Lögb. að verða þeim sálarfróð- leik aðnjótandi, sem blaðið óskar eftir, að sjá inn í hugskot Ný-Islendinga. Vér erum algerlega ánægðir með fjárvéifínguna—þessa 82,500—á þessu fjárliagsári stjórnarinnar ; það er nægi- leg upphæð til þess að byrja með. og þótt þessir peningar hrökkvi ekki til að ná að öllum þeim trjávið og öðru efni, sem þarf fyrir bryggjurnar, þá má halda áfram með verkið fyrirstöðulaust þar til nægilegt timbur er komið. Þeg- ar þetta er búið, verður þingsetu tími stjórnarinnar og meiri fjárveiting til að halda áfram fyrirstöðulaust með tvær bryggjur, aðra á Gimli og hina í Breiðu- víkinni. Lögb. kann að segja, að þetta sé vitlaust “ekki að gleyma!” Skal því geta þess, að samskonar aðferð hefir fylkisstjórnin brúkað hér í nýlendunni, sem oss er vel kunnugt, og Lögb. ekki haft löngun til að setja út á það. Jafnframt erum vér vel ánægðir og þakklátir við Bradbury fyrir aðgerð- ir hans í þessu máli sem öðru, er hann hefir komið til leiðar fyrir oss. Vér ósk um ekki eftir afskiftasemi Lögb. í þessu máli, sem gæti orðið oss Ný-íslending- um nú sem oftar til skapraunar og skaða. Meðal annars reynir Lögb. að gjöra oss það til háðungar, að vér séum leiddir á móti sannfæringu vorri, að vér seljum sannfæring vora, viðvíkj- andi landsmálum, fyrir $10 000. Lögb. er orðið svo sómasnautt að það getur með kulda og kæruleysi borið upp á oss Ný-Isleneinga alt það sem heiðarlegt blað mundi kalla ósæmilegt. Vér erum fyrir löngu búnir að fá fulla vissu fyrir því, að Lögb. ber enga ást eða velvild til vor Ný-íslendinga, nema þeirra sem fylgja skoðun Lögb. í blindni. Þótt vér ættum að verða fyrir hinni miklu reiði, sem stundum mætir þeim sem láta í ljósi skoðun sína, sem kynni að vera mótstæð skoðun hins mikla dóm- ara, þá munum vér aldrei fylgja Lögb. blindaðir af flokks-ofsa. Þegar hann talar til Ný-Islendinga (sem sinna eigin barna), hleypur blóð hans í trylling, verður síðan hamrammur, finst honum hann þá standi sem einvaldur með skoð un allra og sannfæringu í hendi sinni, Ef nokkur hefir aðra skoðun, þá er hann “fllónskur, einfaldur, eða þá vit- laus, fer með endalaust bull og skilur ekki neitt”. Þvílíkur framsláttur er ó- efað léttur á metaskálum skynseminnar en hver slíkur dómari gerir sjálfan sig auvirðilegan í augum almennings. Vér, Ný-íslendingar, álítum oss að öllu leyti óháða Lögl). og áskiljum oss því þau réttindi, að mega vera óáreittir og í friði með vora skoðun, þótt vér lát- um velferð bygðarinnar sitja fyrir hags- munum Lögb. Vér biðjum yður, herra ritstjóri Hkr., að Ijá línum þessum rúm í yðar velviljaða blaði. Vér skulum ekki fram vegis ótilneyddir munnhöggvast við ofsafulla flokksmenn, 18. Júlí 1894. Nokkrir Ný-íslendingar.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.