Heimskringla - 15.09.1894, Blaðsíða 3

Heimskringla - 15.09.1894, Blaðsíða 3
HEIMSKEINGLA 15. SEPTEMBER 1894. 3 “Sannlega segi ég yður. Hvað helzt sem þér gerið einum af þessum mmum minnstu bræðrum, það gerið þið mér”. Ríkispúkinn og okrarinn þykjast eiga fullkomið tilkall og hafa eignarrétt á að vera álitnir sannir kristindómsját- endur. En vor góði meistari sagði : “Seldu alt þitt og gefðu það fátækum”. Okrariun gerir þvei't á móti með því, að pína renturnar svo liátt sem honum er mögulegt út af fátæklingnum. haö væri því eigi af vegi að minna hann og stallbræður hans á þetta : “Því kallið þig mig herra, herra ! en gerið eigi það það sem ég hefi boðið yður”. Sambr. líka Jakobs hréf 2,6.: "Eru það þó ekki hinir ríku, sem undiroka yður og draga tyrir dóm”. Ofangreindar tilvitnanir ættu að vera nógar til að þagga niður í þessum sjálfbyrgings skynhelgis hræsnurum, þegar þeir með hræsnisfullum óskeikan- leik, geispandi grenja upp: Eríþenkjari og Socialisti”! Alt svo lengi ég veit að ég hefi sannleikann og réttlætið mín megin, skeyti ég næsta lítið um hvað mönnurn þóknast að kalla mig hvort heldur það nú er fríþenkjari, æsinga- maður eða Socialisti. Tákni nöfnin nokkuð gott, sem ég liefi allareiðu sýnt fram á, hvers vegna þá ekki bera þau með heiðri og sóma ? Að vera frjáls- hugsandi ætti hver fríhyggjandi maður að vera stoltur af. Það eru einunuis þeir. sem hugsa frjálslega og hafa mannsmóð og kjark til að ráðast á forn- ar óvenjur, lijátrú og hindurvitni, er vita og opinberlega kannast við hvað þeir meina, se.n eru kallaðir fríhyggj- endur, Fyrr á tímum voru slíkir menn brendir, en nú á dögum verða menn uð láta sér lynda að hannfæra þá. Eg vil svo einungis bæta viðþessu: Dæmið ekki þá smáðu fríhyggendur og Socia- lista, hvorki í blöðunum né af prédik unarstólnum, en rannsakið heidur hvað þeir vilja. Rannsakið fyrst, svo þér vit ið um hvað þér talið. Það getur komið upp úr kafinu að þessir fyrirlitnu menn hafi á réttu að standa, og séu líka svo eðallyndir, líka svo mannelskufullir, að þeir séu komnir spöl lengra eu hinir, er þykjast hárvissir, sem hugsa að þeir einir séu hinir fyrstu í rótttrúnaði. “Sýn mér trú þína af verkum þínum”, ég vil sýna mína trú af mínum verkum. Sérhver sannur föðurlandsvinur lætur jafnan allan sinn eigiu hagnað þoka fyrir almennri velfarnan þjóðar sinnar, því eins og það stoðar lítið far þegjann, að hann búi sem bezt um sig í sínu rúmi, þegar skipið er að sökkva, á- líka gagnar það einum og öðrum borg- ara í landinu, þó hann nái í eina eða aðra hagsmuni handa sjálfum sér þegar stjórnarskútan er að líða skipbrot. Sá er níðingur, sem þá liggur aðgerðalaus í rúmi sínu, meðan þjóðvinurinn er á þiljum uppi, í reiðanum; eða hvervetna annarsstaðar sem hann getur komið fram til bjargráða, til að frelsa ríkisskip ið með fólki og fé. Slíkaðferð og hugs- un er bæði mannúðarfii]l og kristileg, en sem ekki á heima hjá græðgisfullum penin gamönnum né okrurum, er einung is hugsa um eigin hagnað til útörmunar landi og lýð, þar til ríkisskipið ferst með öllu. Mér hefir oft verið borið á brýn, að ég einungis rífi niður, en byggi ekkert upp í staðinn. En í mörgum tilfellum er það svo, að þegar búið er að rífa ó- réttinn burtu, svo stendur þar þegar réttlætið í lians stað, og í þessu efrti er það svo. Rífum þessa ranglátu pen- inga rentu burtu, rífum hana niður til gunna, og réttlætið tekur sér þar þegar sæti í þess stað. í staðin fyrir þessi stefnulausu ó- þverra blöð (eða sorpblöð) kem ég hér aftur á móti með fylgjandi uppástungu Nú eru blöðin annaðhvort eign ein- stakra mapna eða ýmsra gróðafélaga. Eg vil að blöðin séu bæði eign alþýðu og undir stjórn hennar, þannig. að hver áskrifandi blaðs só líka meðeigandi þess. Áskrifendurnir skyldu kjósa stjórnarnefnd blaðsins og stjórnarnefnd in ritstjóra þess, og svo skyldi bæði stjórnarnefndin og ritstjóri hafa ábyrgð gagnvart kaupendunum, sem væru þeir eiginlegu eigendurblaðsins. Blað, stofn sett á þenuan hátt með 5000 áskrifend- um, er kostaði $2 um árið, mundi gefa í hreinan ágóða 610 000* árlega. Þetta væri nóg til að kaupa fyrir prentáhöld vinnu við blaðið og borga öll útgjöld fyrir heilt ár. Það sem blaði þessu kynni að áskotnast fyrir auglýsingar, skjddi svo skiftast jafnt milli allra á skrifenda. Með þessari aðferð mundu þá allir kaupendur hafa jafnmikinn áhuga og vera jafn annt um slíkt blað, og hver og einn sjálfkjörinn formælandi og agent þess, og ég lield að í staðinn fyrir það sem nú er, þar sem blöðin eru komin á það niðurlægingarstig, að siðferðisleg sköinm er að, að þau mundu (eftir þess- ari minni tillögu) hefjast upp úr óþverr- anum og verða tryggir leiðtogar lýðsins merkisberar góðs siðferðis og réttlætis, sönn hrópandans rödd um þarfir og kröfur þjóðarinnar. Þessi uppástunga mun'nú að vísu (án efa af sumum mönn um) verða kölluð bæði fríþenkjaraleg og sócialisk, en þarf að kasta henni fyrir það, þó-nokkrir nútíðar Farisear finni upp á því að gefa lienni þessi fælu nöfnl? Vigfús Sigurðsson þýddi. Ilerra Oli E. Hagen, höf. þossarar greinar, er múrari í Crookston, Minn., norskur maður, mjög vel ritfær, sem þrátt fyrir að hafa stundað atvinnu- grein sína, hefir í hjáverkum á frístund- um sínum ritað margt í norsku blöðin í Rauðárdal, og svo sérstakar ritgerðir, er liann hefir gefið út á eigin kostnað, og er þessi ofanritaða grein ein af þeim. Nú er hann ritstjóri og útgefandi í fé- lagi ásamt með öðrum manni, Thorkel Oftelige, að nýju blaði—“Rodhugge- ren”, Populista blað, tileinkað verk mönnum og bændum, gefið út í Fergus Falls, Minn. Stefna þess er sem mest má verða í frelsisáttina, sem annað eft- ir Hagen. V. S. *) Þá þyrftu þeir samt að standa betur í skilum en Hkr. kaupendur hafa til þessa gert og svo mundu fleiri geta sagt. Ritstj. Derby Plug reyktóbak er æfinlega happakaup. Laundry. Mrs. M. 0. Smith hefir opnaðlaundry að 300 Ovcna Street, og selur þvott með svo lágu verði, að þess eru fá dæmi hér i Winnipeg. T. d. er nærfatnaður, rúmfatnaður, borðdúkar og annað þvf lfkt þvegið fyrir 50 cts. tylftin. Allur frágangur mjög vandaður. Fatnaður sóttur til viðskiftamanna og skilað aftur á á- kveðnum tíma. Komið og sjáið verð- listann. Mrs. M. O. SMITH. Umsöknir um i.eyfi til að höggva SKÓG Á SAMBANDSSTJÓRNAR- LANDI í MANITOBA. Lokaðar umsóknir, send'ir undir- skrifuðum og merktar “Tender for a Timber Eerth, to be opened en the 29th of October, 1894,” verður veitt móttaka á þessari skrifstofu þangað til á hádegi mánudaginn 29. okt. næstkomandi. Skóglendurnar sem í boði eru eru þessar: Svæði 663 sem inniheldur part af skóla-section 29, Township 15, Range 7, austur af fyrsta hádegisbaug. Svæði 664, sem inniheldur brot af section 27 og 28, Township 15, Range 7, austur af fyrsta hádegisbaug. Svæði 665, sem inniheldur brot af sect iouum 33 , 34, 35 og 36, Township 16, Range 7, austur af fyrsta hádegisbaug. Svæði 666, sem inniheldur section 25, norðaustur part section 26 og sectionirn- ar 34, 35 og 36 Township 18, Range 7 austur af fyrsta hádegisbaug. Svæði 667, sem inniheldur skóla-sect- ionir 11 og 29, Townsliip 19, Range 7, austur af fyrsta hádegisbaug. Svæði 668, innihaldandi alt sem eftir er af Township 19, Range 7 austur af fyrsta hádevisbaug að undanskildum skóla og Hudson Bay löndum. Sérstök umsókn verður að vera fyr- ir hvert svæði. Reglugjörðir og upplýsingar við- víkjandi leyflnu fást á þessari skrifstofu og hjá Crown Timber umboðsmauninum í Winnipeg. Sérhverri umsókn verður að fylgja viðúrkend ávísun á löggiltan banka stýluð til “The Deputy Minister of the Interior” fyrir þeirri upphæð, sem um- sækjandi er viljugur að greiða fyrir leyfið. Það er nauðsynlegt fyrir hvern sem leyfi verður veitt að fá skýrteini fyrir því innan sextíu daga frá 29. október næstk. og borga minnst 20% af upphæð þeirri er liann greiðir fyrir levfið að öðr um kost verður leyfið tekið til baka. Engin tilboð með telegraph verða tekin til greina. JOHN R. HALL, tíecretary. Department of the Interior, Ottawa, 31st August, 1894. ^mmmmmmmmmmmuug 1 28,800,000 í Ole Simonson mælir með sínu nýja Scandinavian Hotel, 710 Main Str. Eæði Sl.00 á dag. af eldspítum E. B. EDDY’S ^ er búið til daglega Fær S: þú þinn skerf ? ^ Pú genr enga óvissu tilraun er þú kaupir ^ | E. B. EBÖY S eldspitur. § ðmmmmmmmmmmmmM N orthern Pacific RAILROAD. TIME CARD.—Taking eflect Weduea- day June 29, 1894. "main LINE. ÍSLENZKR LÆKNIR DR. M. IIAILDORSSON, Park River — N. Dak. X io xjt s. (ROMANSON & MUMBERG.) Gleymið þeim ekki, þeir eru ætíð reiðubúnir að taka á móti yður. 3-USON & CO. 403 Main Str. Bækr á ensku og íslenzku; íslenzkar sálmabækr. Ritáhöld ódýrustu í borginni Fatasnið af öllum stærðum. North B’und STATIONS. South Bouná Freight JNo. 1 1 153. Daily St. Paul Ex. | No.l07Daily. ^ dé- —■ o Freight No. 154 Daily 1 1.20p| 3.00p .. Winnipeg.. ll.SOa 5.30a 1.05p 2.49p ♦Portage Junc 11.42a 5.47a 12.42p 2.35p * St.Norbert.. 11.55*1 6.07a 12.22a 2 23p *. Cartier.... 12.08p 6.25a 11.54a 2.05p *.St. Agathe.. I2.24p 6.51 a 11 31a 1.57p *Union Point. 12.33p 7.02a 11.07a 1.46p *Silver Plains 12.43p 7.19a 10.31a 1 29p .. .Morris.... l.OOp 7.45a 10.03a 1.15p ... St. .T ean... 1.15p 8.25a 9.23a 12.53p . .Letellier ... 1.34p 9.18a 8 OOa 12.30pj.. Emerson .. 1.55p 10.15a 7.00a 12.15p . .Pembina. .. 2.05p 11.15a 11.05p 8.30a Grand Forks.. 5.45p 8.25p 1.30p 4.55a ■ Wpg. Junc.. 9.25p 1.25p 3.45p Duluth 7 25a 8.30p Minneapolis 6.20a 8.00p ... St. Paul... 7.00a 10 30p ... Chicago .. 9.35p MORRIS-BRANDON BRANCH. East Bound STATIONS. W. Bound. g-d 3§ cq aS 3 Dominion ofCanada; AWisjarflir okeyPis íyrir milionir manna. lJsOpl 200,000,000 ekra í hveti og beitilandi í Manitoba og Vestr-territóríunum i Canada ókeypisfyrir landnema. Djúpr ogfrabærlegafrjósamr jarðvegr, nægð af vatni og skógi, og meginhlutinn nálægt járnbrautum. Afrakstr hveitis af ekrunni 20 bushel, ef vel er umbúið. I inu frjósama belti í Rauðárdalnum, Saskatchewan-dalnurn, Peace River-dalnum og umhverfis- liggjandi sléttlendi eru feikna-miklir flákar af ágætasta akrlendi, engi og beiti- landi—inn víðáttumesti fiáki í heimi af lítt bygðu landi. Málmndmaland. Gull, silfi, járn, kopar, salt, steinolía o. s. frv. Ómœldir flakar af kolanáma- landi; eldiviðr því tryggr um allan aldr. Járnbraut frá hafi til hafs Canada-Kyrrahafs-jámbrautin í sambandi við Grand Trunk og Inter-Colonial- brautirnar mynda óslitna jámbraut frá ðllnm hafnstöðum við Atlanzhafí Ca- nada til Kyrrahafs. Sú brautliggrum miðhlut frjósama beltisins eftir því endi- löngu og um hina hrikalegu, tignarlegu fjallaklasa, norðr og ver n og um in nafnfrægu Klettatjöll Vestrheims. Heilnœmt loftslag. Loftslagið í Manitoba og Norðvestrlandinu er viðikent ið heilnœmasta í Ame- ríku. Hreinviðri og þurviðri vetr o g sumar: vetrinn kaldr, en bjartr og stað- viðrasamr; aldrei þokaog súld og aldrei fellibyljir, eins og sunnar í landinu. Sambandsstjórnin í Canada gefr hverjum karlmanni yfir 18 ára gömlum og hveTjum kvennmanni, sem heflr fyrir familíu að sjá, 160 ekrur af Inndi alveg ókeypis. Hinir einu skilmálar eru, að landnemi búi á landinu ogyrk það. A þann hatt gefst hverjum manni kostr á að verða eigandi sinnar ábýlis jarðar og sjálfstæðr í efnalegu tilliti. Islenzkar uýlendur í Manitoba og canadiska.Norðvestrlandinu eru nú þegar stofnaðar í 6 stöðum'I Þeirra stœrst er NYJA ÍSLAND, liggjandi 45—80 mílur norðr frá Winnipeg’á vestrströnd Winnipeg-vatns. Vestr. frá Nýja íslandi, í 30—25 mílna fjarlægð er aLFTAVATNS-NÝLENDAN. í báðum þessum nýlendum er;mikið af ó- numdu landi, og báðar þessar nýlendr liggja nær höfuðstað fylkisins, en nokkr liinna. ARGYLE-NYLENDAN er 110 mílur suðvestr frá Winnipeg; ÞING- VALLA-NÝLENDAN, 260mílur norðvestr frá Winnipeg; QU’APPEI.LE-NÝ- I LENDAN um 20 mílur suðr frá Þingvalla-nýlendu, og ÁLBERTA-NÝLEND- AN um 70 mílur norðr frá Calgary, en um 900 mílur vestr frá Winnipeg. í | síðast töldum 3 pýlendunum er mikið af óbygðu, ágætu akr- og beitilandi.° Frekari upplýsingar í þessu efni getr hver sem vill fengið með því, að | skrifa um það: 3.00pl 12 55p 12.32p 12.07a ll.SOa 11.38a U.24a 11.02a 10.50a 10.33a 10.18a 10.04a 9 53a 9.38a 9 24a 9.07a 8.45a 8.29a 8.22a 8.14a 8.00a 7.43a ..Winnipeg .. .Morris .... * Lowe Farm *. ‘. Myrtle... ... Roland.... * Rosebank.. ... Miami.... * Deerwood.. * Altamont .. . .Somerset... *Swan Lake.. * Ind. Springs ♦Mariapolis .. * Greenway .. ... Baldur.... . .Belmont.... *.. Hilton.... *.. Aslidown.. Wawanesa.. * Elliotts Ronnthwaite ♦Martinville.. 7.50p 6.53p 5.49p 5.23p 4.39p 3 58p 3.14p 2.51p 2.l5p 1.47p l.l9p I2.57p 12.27p 11.57a 11.12a 10.37a 10.13a 9.49a 9.39a 9.05a 8.28a 7.50a West-bound passenger Baldur for meals. 111 30a] 5.30p 7.25a .. Brandon.. 1.35p 2.00p 2.28p 2.39p 2.58p 3.13p 3.36p 3.49p 4.08p 4.23p 4.38p 4.50p 5.07 p 5.22p 5.45p 6.04p 6.21p 6.29p 6.40p 6.53p 7.11p 7.30p 8.00a 8.44a 9.31a 9.50a 10.23a 10.54a 11.44a 12.10p 12.51 p 1.22p 1.54p 2.18p 2.52p 3.25p . 4 15p 4.53p 5.23p 5.47p 6.04p 6.37p 7.18p 8.00p trains stop at PORTAGE LA PRAIRE BRANCH. W. Bound Mixed No. 143 Every Day Except Sunday. STATIONS. East Bound Mixed No. 144 Every Day Except Sunday. 4.00 p.m. 4.15 p.m. 4.40 p.m. 4.46 p.m. 5.10 p.m. 5.34p.m. 5.42p.m. 5.55 p.m. 6.25 a.m. 6.48 a.m. 7.30 a.m. .. Winnipeg..; *Port Junctionj *St. Charles.. * Headingly.. * White Plains *Gr Pit Spur *LaSalle Tank *.. Eustace... *.. Oakville.. *. . .Curtis. . . Port. la Prairie 12.00npon 11.43 a.m. 11.10 a.m. 11.00 a.m. 10.30 a.m. 9.58 a.m. .9.48 a.m. 9.32 á.m. 9.05 a.m. 8.48 a.m. 8.20 a.m. Eða 13. JÁi. Baldwinson, ísl. umboðsm. Winnipeg, - - - - Canada. Stations marked —*— have no agent. Freight must be prepaid. Numbers 107 and 108 have through Pullman Vestibuled Drnwing Room Sleep ing Cars between Winnipeg, St.. Paul and Minneapolis. Also Palace Dining Cars. Close connection at Chicago with eastern lines. Connection at Winnipeg Junction wit.h trains to and from tho Pacific conts For rates and full information con- cerning connection with other lines, etc., apply to any agent of the company, or CHAS. S. FEE, H. SWINFORD G.P.&.T.A., St.Paul. Gen. Agt., Wpg. II. J BELCH, Ticket Aeent, 486 Maiu Str., Winnipeg. 712 Jafet i föður-leit. “Nei,” svaraði karl, “þati hefi ég ekki heyrt.” “Þá œttuð þér heldur exki að'smánaaðra sem ekki þola að þeir séu smánaðir,” sagði ég. “Ef þeim í bræði verður á að tala illa tim annan, ætti sómatilfinning þeirra og stolt að knýja þá t.il að biðja fyrirgefningar, ekki nauð- syniega vegna pess manns, er þeir hafa óvirt heldur og miklu fremur vegna þeirra sjálfra. Það er engin skömm að biðja fyrirgefningar þegar maður veit að liann hefir gert órétt, en það er skömm að gera það ekki, að neita þeim sem óréttinn beið um svo almenna réttarbót ” “Af þessari ræðu allri,” gagði karl, "hlýt ég þá að ráða, að þér vonist eftir fyrirgefu- ingarbæn frd mér.” ‘ Að þvi er mig snertir, hershöfðingi De Benyon, gerir lítid til hvort heldur er. Vid skiljum og sjáumst líklega aldrei aftnr. En ef þér hafið lnigmynd um að su bæn gæti 8Íðarmeir veitt yður tiugfróun, þá er ég til- búinn að veita henni tnóttöku.” “Af þessum orðum þykist ég sjá, að þér viljið ekki vera kyr nema ég biðji yður fyr- irgefningar.” “Ég hafði aldrei minstu hugmynd um að vera hér kyr, herra hershöfðingi, eftir að þér sögðust svipta mig arfl og skipuðuð mér að koma ekki fyrir yðar augu framar. Enginn maður með mannlegri tilfinningu mundi liugsa sér að sitja kyr eftir að liafa heyrt slík ákvæði." “Upp á hvaða skilmála ma ég þá gera Jafet í föður-leit. 713 mér von um að þér verðið hjá mér og gleym- ið því, sem uir.lidið er ?” “Skilmalar mínir eru einfaldir. Þér verð- ið að afturkalla orð -yðar og láta í ljósi, að þér sjáið eftir að hafa smánað mig.” “Og ef ég ekki geri þetta, þá ætlið þér aldrei að koma aftur?” “Auðvitað ekki. Ég skal æfinlega óska yð- ur alls hins bezta og biðja að yður megi líða vel, syrgja yður þegar þér deyið og fylgja yð- ur með sorg til grafar, þó ég sé gerður arf- laus. Það er skylda mín i launaskyni fyrir nafn yðar, sem ég tek mér, og fyrir það, að þér hafið viðurkent mig son yð;ir. En að búa hjá yður eða jafnvel heimsækja yður stöku sinnum, það geri ég ekki, eftir það, sem gerst hefir i dag, nema þér biðjið fyrirgefningar áþví.” “Eg vissi ekki, að það væri nanðsynlegt fyrir föðurinn að biðja soninn fyrirgefningar.” “Ef þér misbjóðið ókunnuguin manni, þá biðjið þér liann um afsökun, því skyldi þá ekki nærskildur maður eiga heimting á því sama ?” “En faðirinn á það hjá syninnm, sem hann er skyldur að eiulurgjalda með hlýðni.” “Það gef ég eftir,” svaraði ég, “þegar al- ment er talað. En, lieisliöfðingi De Benyon^ hvað eigið þér sem faðir lijá mér ? Alment talað er sonurinn föðurnum og forehhmnim skyldugur fyrir umönnun á barnsaldrinmn, fyrir uppfræðing alla og mentun, fyrir tæki- færin til að velja sér lífsstöðu og í einu orði 716 Jafet í föður-leit. Reading. Látið hið góða fólk þar imynda sér að faðir yðar sé eins skapstór og stífur eins og að undanförnu, eins og hann líka mun reynast öllum öðrum en yður. Þér þurfið að halda áfram nð auka vald yðar, en latið mig einan um að hjálpa yður á annan hátt.” Svo hélt ég heim til hótelsins Piazza, og þakklátur guði fyrir dagsverkið, féll ég brátt í væran svefn og dreymdi um Súsönnu Temple. Morguninn eftir var ég árla á fótum og var kominn til Adelphi liótelsins áður en faðir minn var risinn úr rekkjn. Indversku þjón- arnir voru samt á flakki og gengu sem fjærst mér og vildu sem minst við mig tala. Þó færðu þeir honum þá fiegn, að “Burre Saib's” sonur væri kominn og sendi þá karl eftir mér. Hann liafði þjáningar miklar í fætinum og fór illa um hann, og læknirinn hafði enn ekki komið. Bjó ég þá um fót lians aftur og klæddi bann sig iir því og kom til morgunverðar. Ég hafði ekkert sagt frammi fyrir þjónunum, en undir eins og hann var seztur á sófann og við orðnir tveir einir, tók ég hönd lians og kysti hana. “Góðan daginn, kæri faðir minn,” safiði ég. “Ég vona þú sjáir ekki eftir hve góður þú varst mér í gær.” “Nei, nei; guð blessi þig, drengur minn 1 Ég heíi verið að hngsa um þig í alla nótt.” “Þá gengur alt vel,” liugsaði ég, “og ég vona að mér takist að halda honum i þessu horfinu.” Jafet í föður-leit. 709 áburðinn og vætti aftur umbúðirnar, Svo spurði ég hvort það væri nokkuð meira. sem ég gæti gert fyrir hann. “Ékkert, — mér líður vel.” “Jæja, herra minn, þá ætla ég líka að kveðja yður. Þér vísaðuð mér í burtu og báðuð mig að koma aldrei oftar fyrir yðar augu, og þér reynduð að fá því framgengt með ofbeldi. Eg vildi ekki láta undan, því ég vildi ekki að þér þyrftuð síðarmeir að kvelj- ast af þeirri meðvituud, að • hafa gert þeim mein, sem átti heimtiug á miklu góðu af yðar hálfu, og sem aldrei liafði gett yður hið minsta d móti. Ég andæfði ofbeldinu af því, að ég vildi sýna að ég væri sannur De Benyon og hefði kjark til að afstýra tilraunum að smána mig. En, herra hershöfðingi, ef þér liugsið að ég sé hingað kominn til þess að knýa yð- ur til að taka mig að yður, þá er það lirap- arlegur misskilningur. Ég er alt of stór upp á mig til þess, og svo vel vill til, að ég hefi af eigin rammleik komið mér svo fyrir, að ég þarfnast engrar hjálpar af yðar liendi. Hefðuð þér tekið mér vcl, má ég fullvissa yð- ur um að þér hefðuð fundið ástríkan og auð- sveipinn son. Þér hefðuð fundið son, sem alla æíi heíir liaft það fyrir aðal-markmið, að finna fóður sinn, fóður, sem hiinn hefir altaf þráð sem liann liefir langað til að mega þjóna og lilýða í öllu, að stunda í veikindum og lina þrautir hans. Yfirgefinn eins og ég heg v erið

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.