Heimskringla - 27.10.1894, Page 2

Heimskringla - 27.10.1894, Page 2
UEIMHMíeiGia, 27. OKTÓBES 1894. Blindra-stofnunin. Hvers yegna hún er bezt sett ST. THOMAS. 1. Blindra-stofnunin er eign hins opinbera og setti þess vegna að vera sem næst miðbiki ríkisins. St. Thomas er nær miðbiki Pembima County’s, en nokk- ur annar bær í því háraði. 2. St. Thomas er við aðalbraut stærsta járnbrautarfélagsins í ríkinu. 8. St. Thomas hefir meiri banka-höfuðstól, en nokkur annar staður í Pem- bina County. 4. í St. Thomas eru 9 kornhlöður. er til samans taka meir en 500,000 bush 5. I St. Thomas eru 6 kyrkjurog í þeim samtals rúm fyrir fieiri menn en í kyrkjnm nokkurs annars hæjar í Pembina County. 6. í St. Thomas eru ágætir alþýðuskólar og stórt lestrarfélag. 7. Til St. Thomas kemur meira vörumagn til inn- og útflutnings, en til nokkurs annars bæjar í Pembina County. 8. St. Thomaser umkringt rikustu sveit bænda í Norður Dakota. 9. I St. Thomas er minna um sjúkdóm og dauðsíöll tiltölulega færri en í nokkrum öðrum bæ í Pembina County. 10. í St. Thomas hafa verið bygð mörg vönduð íbúðarhús og miklu fé varið til opinberra umhóta í bænum á síðastl. 3 árum. Þegar þér eruð að búa yður undir að greiða atkvæði um hvar Blindra-stofnunin á að vera, þá má elcki bregðast að þér sláið stryki yfir nafnið Batbgate (Corporation) og skiljið eftir einungis St. Thomas (City of). Fylgjandi sýnishorn sýnir livernig á að kjósa : For location of the Biind Asylum. ST. THGIAS, if i Miímk-inQjíijinMtioTi inimiii, iluipiiiirrM Qeimskringla kemr út á LaugardOgum. Thc Heiraskringla Ptg. & Publ. Co. útgefendr. [Publishers.] Ritsljórinn geymlr ekki grelnar, sem eigi verða uppteknar, og endrsendir þæreigi nema frímerki fyrir endr- sending fylgl. Ritstjórinn srarar eng- um bréfum rltstjórn viðkomandi, nema í blaðinu. Nafnlausum brófuin er enginn gaumr gefinn. En ritstj. srar- ar höfundi undir merki eða bókstöf- um, ef höf.tiltek. «líb* merki. Uppsögnógild að lögjm, nema kaup- andi sé al?eg skuidlaus við blafiið. Ritsjóri (Editor): EGGERT JÓHANNSSON. Ráðsmaðr (Busin. Manager): J. W. FINNEY 653 Paciíic Ave. (McWilliam Str.) Hveitiverðið. Það fer að verða alvarlegt spursmál fyrir bændur alla í Mani- toba hvort ekki sé tími til kominn að minnka hveiti ræktina, en reyna heldur við aðrar sáðtegundir. Þeg- ar litið er á hveitiframleiðsluna nú í mörgum löndum og ríkjum þar sem það var ekki til fyrir fáum árum síð- an, sýnist lítil von til að vcrð þcss nokkum tíma rísi til muna. Ind- land er orðinn tilfinnanlegur keppi- nautur Ameríku, og þó er hveiti framleiðsla þar ekki komin líkt því á sitt hæzta stíg enn. Það eru ekki mörg ár síðan Argentína fór að gefa . si£ við hveitirækt, en í fyrra var hún þriðji stærsti hveitisalinn á Evr- ópumarkaði. Þar eru hveitiakrarn- ir auknir í stórum stíl ár frá ári og má þannig haida áfram nærri því í það óendanlega, því meginhluti þess víðlenda rikis er samskonar gras- sléttu haf eins og geimurinn hér nyrðra frá stórvötnum til Kletta f jalla. Haldi Argentinumenn hveiti- ræktinni áfram eins og um síðastl. 4—5 ár, þá verður ekki langt þess að bíða, að Argentína fari'fram fyrir Rússland og verði enda jafn snjöll Norður-Ameríku, sem enn er stærsti hveit.i-salinn á Evrópu torgum. Astralía er og árlega að færrst í auk- ana sem hveitiland og síðastl. sumar sendi liún til Evrópa. 12 miljónir bushels af hveiti Einn kcppinauturinn í hveitirækt er þó ótalinn enn, en sem er þess verð- ur að honum sé gefinn gaumur, þ. e. Asíu-lönd Iiússa, Síbería. Sú hug- hugmynd er fyrir löngu komin inn í höfuðið á allflestum, að Sítæria sé heimkynni eilífs vetrar. Að því er snertir allan norðvestur-helming hennar er það líka nær sanni, en í suður helmingnum og á öllum Kyrrahafs-hallanum er vel byggilcgt vegna kulda og landið sagt sérlega frjóvt, Innan G ára á járnbrautin mikla austur að KyiTahali að verða fullgerð og nú þegar er Rússastjórn íarin að búa sig undir stórkostleg innflutningastörf í héruðunum mcð- fram brautinni. Járnbrautarlaus cins og Síherla er enn, eru þó ræktuð þar um 30 mílj. bush. af kornmat um- fram heimaþarflr. Um síðastl. 3—4 ár liafa þaðan verið send um G. milj. bush. af hveiti og 20—25 milj. bush. af ýmsum öðrum korntegundum. Kornmatur þessi hefir allur farið norðvestur um Rússland til Archang- el við Gandvíkur-botna og þaðan sjó- veg vestur fyrir norðan Noreg og suðnr með landi til markaðar. Þessi leið er löng og krókótt og þó er hveiti-ræktin í Síberíu samt að taka IVamförum ár frá ári. Þegar þá landrýmið er ótakmarkað og vel fall- ið til hveitiræktar, þegar Rús.vir fara að vinna að mnflutningi í þetta þræla- land þeirra sem hefir verið og þegar jámbrautasamband fæst við alla helztu Noröurálfu-markaði, þá er auðráðin gáta að hveitiræktinni fer að fleygja fram strax um og eftir næstu aldamót. Þegar þetta er at- liugað þá virðist vera lítil von um viðreisn hveitiverðsins, svo nokkru muni, svo framarlega sem alt geng- ur sinn vanagang og engin stórstyrj- öld eða þvílíkt kcmur fyrir. Að vonin þyki lítil um viðreisn verðsins má og ráða af því hve margir eru að gera tilraun við hveitið sem gripa- fóður. Þegar hveiti bush. í Manitoba er ekki orðið meira virðf en kartöflu bush., þá virðist tími til kominn að bændurnir fari að Hta í kringum s:g. Sá tlmi stendur yfir einmitt nú. Bændur sem flytja kartöfiur til markaðar í Winnipeg fá nú fyrir þær 30—40 cts. bush. og bóndinn sem kemur með hveiti fær fyrir það 40—45 cts, Það er óhætt að segja að nái hveiti til jafnaðar 20 bush. af ekrunni, ná kartöflur 100 bushels. Ef verðmismunurinn er ekki nema 5 til 10 cents á bush. er auðséð hvor afraksturinn er arðsam- ari. Hör og hör-fræ rækt er og arð- samur atvinnuvegur. Reynslan hefir sýnt að hvorttveggja þrífst einkarvel í Manitoba, en það virðist vera ein sú grein búnaðarins, sem Manitoba- bændur flestir fyrirlíta, öldungis eins og kartöflurnar. Mennónltar eru ná- lega,ef ekki alveg þeir einu bændur I fylkinu sam rækta hörfræ og reynist þeim það ef til vill arðsamasti af- rakstur bújarðarinnar. í haust er hörfræicf eflaust þeirra 'arðsamasta eígn, þar sem þeir fá Sl—1,10 fyrir bush., eða 20—30 cents meir en venjulega. Kemur þetta til af því, að uppskeran varð óvenju rýr í helztu hörfræ-héruðum Bandaríkja, Iowa, Minnesota og Suður-Dakota. Að sögn kunnugra manna framleið- ir ekran alt að því eins mörg bush. af liörfræi eins og af hveití. Ef svo erjjog ef hirðingar kostnaður er álíka, er auðsætt að það er nú orðið miklu arðsamari afrakstur en hveiti, þar sem verð þess hefir í seinni tíð ekki farið neðar en 75 cents. Það er og ekki svo lítíls virði, að hörfræ þarf stuttan tíma til vaxtar. Er sagt ó- þarft að sá því á vorin fyrr en eftir að búið er að sá hveiti og öðrum komtegundum, er lengri tíma þurfa til að þroskast. Reynslan er búin að sýna svo vel sem verður, að menn fá frá þriðj- ungi til helmingi meira fyrir hveitið, miðað við það verð sem á því heflr verið síðustu 2—3 árin, ef menn um- hverfa því í nauta- eða svínakjöt, I stað þess að selja það í frummynd sinni. Þetta er svo opinbert orðið, að það má gera ráð fyrir að bændur hér vestra taki þetta til bragðs að svo miklu leyti, sem kringumstæður leyfli. Jafnfr^mt því sem þeir gera það, virðist ekki síður heppilegt að fjölga korntegundum og auka kart- öfluræktun. Ef menn gerðu sér þaðt að reglu cru miklu meiri llkur til að auðveldara yrði að halda jafnvægi að þvi er verðið snertir. Bæj ari’áðs-kosnin garnar. Þær eru óðum að nálgast og að því skapi fjölga þeir, sem gjarnan vilja ná I oddvita-cmbættið. En hver sem það embætti hlýtur, hvert heldur hann heitir Gilroy, Carruth- ers, Bole eða Jamieson, eða eitthvað annað, þá sýnist ekkert á móti því fyrir íslendinga að fylla flokk verk- manna yfirfélagsins (Trades and La- bor Council) og heimta það sem það félag, samlcvæmt nýlega viðtekinni stefnuskrá sinni, heimtar. En stefnu- skráin er þetta: 1. Að bærinn eignist bókasafn og viðhaldi lestrarsal, þar sem öllum sé heimilt að sitja og lesa blöð og Ijækur án sérstaks endurgjalds. 2. Að þeír menn allir, sem búið ' hafa árlangt í bænum, sitji fyrir ný- komnum mönnum með að fá vinnu hjá bæjarstjóminni. 3. Að bæjarstjórnin hætti að selja nokkrum einum manni eða félagi I hendur nokkuð af opinberum störf- um bæjarins. 4. Að bæjarstjórnin borgi sömu daglaun og almennt eru borguð í bænum á því og því tímabili. 5. Að annaðtveggja sé numin úr gildi lögin, sem lieimta að 'bæjar- ráðsmenn þurfi að eiga ákveðnar eignir áður en þeir verða kjörgengir, eða að sú uppliæð sé rýrð svo miklu nemi. Undir þessa stefnuskrá geta sjálfsagt flestir íslendingar skrifað, að undantekinni ef til vill 2. grein- inni. Þegar litið er á þörf þeirra sem fyrir eru, þá má ef til vill halda því fram sem réttu, að heimilisfastir menn eigi að sitja fyrir vinnu sem fæst, en mannúðleg getur oss ekki sýnst þesskonar ákvæði. Á meðan allir I fylkinu æskja eftir innflutn- ingi manna, má að sjálfsögðu búast við fleiri og færri bláfátækum mönn- um meðal þeirra er koma. Reynsl- an hefir sýnt, að margir þeirra, er koma allslausir, hafa eftir tiltölulega stutta dvöl verið búnir að koma fyrir sig fótunmn og orðnir nýtir borgar- ar. Þess vegna væri óviturlegt ekki síður en ósanngjarnt, að gera grein- armun á ríkum og fátækum, að fagna þeim ríku, en hrinda þeim fátæku, en, ef til vill, betri mönnum út. En vseri það viðtekið að veita engum nýkomnum manni taekifseri að vinna sér brauð I bænum, hversu nauð- staddur sem hann væri, fyrr en þeir allir sem árlangt og meir eru búnir að eiga heimili I bænum, þá væri miklu hreinlegra að standa I dyrun- um þegar hann ber að og segja hon um, að hingað megi hann ekki koma á meðan hann sé fátækur og þurfi að sækja peninga fyrir vinnu sína til annara. Þessi grein er sú eina í þessari stefnuskrá, sem athugaverð er. Hinar 4 eru ágætar, og hvað fyrstu greinina snertir, þá er það sannast að segja bæuum til skammar að slík stofnun er ekki komin upp. í jafnstórum bæ er ómögulegt að knýja menn til að borga ákveðið ár- gjald fyrir aðgang að safni, sem meginlega er þó eign bæjarins. Nýfundnalands-stjórnin. Það er annaðtveggja, að Ný- fundnalands-menn eru langt um ó- svífnari I að múta kjósendum heldur en eru pólitískir atkvæða-smalar á meginlandi Ameríku, eða þeir eru ekki eins slungnirað fela skálkapör- in. Hvort lieldur sem er, er von til þess að þeir í sumar læri hve háska- legt er að reka slíka mannverzlun í stórum stíl. Ófarir þeirra eru ef til vilL dæmalausar I sögunni, í sögu Yesturheims að minnsta kosti. Tveir menn af hverjum þremur, er f'ylltu flokk stjórnarinnar eftir síðustu kosningar, eru nú sviítir, ekki ein- ungis þingmcnnsku-embættinu, held- ur einnig möguleikunum til að sækja um þiugmennsku um næstu nokkur ár. Kosningarnar fóru fram í sið- astliönum Nóvember og var fyrrver- andi “liberal”-stjórn endurkosin, und ir forustu Sir 4Vm. Whiteways. í neðri deild þingsins sitja 36 þing- menn og af þoiin ’tilheyrðu 24 ‘ji- beral”-flokknum að afstöðnum kosn- ingum. En af þeim hóp cru nú ekki cftir kjörgengir nema 8 menn, því í vikunni er leið var hið pólitíska höfuð tekið af hinum 16.stjórnarsinn- anum. Alls kærðu andvígismenn stjómarinnar 17 stjórnai’sinna fyrir mútugjaflr og aðra slíka glæpi, og þar sem þeir hafa þannig unnið hvert einasta mál, sem enn er dæmt (hið 17. er enn ódæmt), er auðsætt hve rétt mál þeir höfðu að sækja. Annað eins hrun og þetta á tæpu ári er dæmalaust, enda flokkurinn á eynni nú allur í molum, því meðal hinna follnu era nálega allir “liber- al”-leiðtogarnir, þingforsetinn og all- ir ráðherrarnir að undanskildum for- manniijum og öðrum til. Er nú Whiteway hættur að berjastgcgn ör- lögunum og andstæðingum sínum, sem nú ráða lögum og lofum, þrátt fyrir fámennið og þrátt fyrir að þeir voru í minnihluta á þingi framyfir mitt sumar. Alt fram að þeim tima beitti Whiteway öllum brögðum til að gerastjórn ómögulegaán þingrofs og almennra[kosninga,en sem govern- orinn, Sir Terence O’Brien, ncitaði að veita honum. Ástæðurnar í Nýfundnalandi voru likar og í Manitoba. Kærum- ar voru ekki fyrst og fremst fyrir persónulegar inútur, neldur kjör- dæma-mútur. Akbrautir eru lifs- spurnsmál á eynni, og það varð í öll- um tilfellum sannað, að stjómin ým- ist veitti fé eða lofaði því t.il brauta- gerða, undir þeim kringuæstæðum, er dómstólarnir álitu hreinar og beinar mútur. Margar slíkar fjár- veitingar voru gerðar án samþykkis governorsins. Ef sömu ráð hefðu verið viðhöfð hér í Manitoba eftir síðustu kosningar, er eins víst að nokkrir af Grecnway-“lil>erölum” væru nú í sömu sporum og: þeir Whiteway-“liberalar”. Það er meir að segja ótrúlegt, ef æði-margir þeirra hefðu ekkí farið sömu forina, þegar athuguð eru loforð sumra Greenwayinga, að því er snertir brautagerð, framskurð votlendis m. m. um síðustu almennar kosningar. Um 'W’iniiipeg skrifar E. V. Smalley 1 Október-núm eri blaðsins “North Wcst Magazine” í St. Paul, Minn., mikið sanngjam- lega grein. I henni er ekkert smjað ur, ekkert óstjómlegt lof eða gum, enda er hún ekki ríflega borguð auglýsing. Hún lýsir blátt áfram skoðun höfundarins. sem er ritstjóri blaðs þess er flytur greinina. Með- al annars segir hann, að áhöld muni um mannfjödann í Norður Da- kota og 1 Manitoba, að landskostir muni líkir í báðum, afrakstur lands- ins hinn sami og að llkt muni um efnahag manna í heild Jsinni í báð- um héruðunum. “En þegar kemur til bæjanna”, segir hann, “þá er mun urinn mikill. Winnipeg, með 30— 35,000 íbúum, er eins stór og Fargo, Grand Forks, Jamestown, Bismarck, og allir þeir bæir í Norður Dakota, sem hafa um eða yfir 1000 íbúa hver, til samans. Þetta er sláandi sannleikur og virðist það í fljótu bragði töluverð ráðgáta, en sem þó er auðvelt að ráða. Það eru 1400 mílur frá Winnipeg austur að næsta stórstað í Canada, en á suðurjaðri fylkisins eru tollbúðimar, sem banna verzlunarmönnum í Minneapolis, St. Paul og Chicago inngöngu. Afstað- an á aðra- hlið og tollurii... o.ua hefir þannig útílokað alt vesturland Canada (frá viðskiftum við Banda- ríkin) og selt Winnipeg í hendur að- al ráðverzlunarinnar. Þetta er út- skýringin, þetta sýnir hvernig stend- uráþvíað þessi fallega, velstand- andi borger tii irðin norður í Mani- toba.... Aö öli samtöldu eru það líklega um 30l,( co iranns, er ein- gönguverzla í Wmni^eg. Orða-belgrinn. [Öllum, sem sómasamlega rita, er velkomið að “leggja orð i belg;” en nafn- greina verðr hver höf. sig við ritstj., þótt ekki vilji nafngreina sig í blaðinu. Engin áfellis-ummæli um einstaka menn verða tekin nema með fullu nafui undir. Ritstj. afsalar sér aliri ábyrgð á skoöun- umþeirn, sem koma fram í þessumbálki]. Blindrastofnunar-spursmálið. Eftir þvi sem Count.y-kosningarnar nílgast, hljóta kjósondur i vesturpart.i Pembina countys betur og betur að at- huga sín mestvarðandi áhugamál. Spurnsmálið hér er : hvar áað setja bUndra siofnunina? Hér eru tveir af bæjum vorum, sem keppa hvor viðann- an um að fá þessa stofnun bygða hjá sér,en það eru St. Thomas og Bathgate. Vér skulum láta ósagt hver þessara bæja hefir betra tilkall til hennar frá al- mennu sjónarmiði. En nú skulum vér yfirvega málið frá sjónarmiði Islend- inga, sem búa í Thingvalla, Beaulieu, Akra og Garðar-bygðum, Það virðist nð það geti enginn meiningamunur átt sér stað um þetta atriði. St. Thomas óneitanlega verðskuldar að fá þessa stofnun bygða annan sinna takmarka, og ætti líka, ýinsra ástæða vegna, að fá hana. Fyrsta ástæðan er, að St. Thomas er nær fyrrgreiiuluin bygðum heldur en Bathgate. Önnur ástæðan er sú, að St. Thom- aslíggur í sama ríkisþings-kjördæmi og upptaldar bygðir Islendinga. Þetta hefir nú í rauninni miklu meiri þýð- ingu en í fljótu bragði kann að virðast. St. Tbomas er stærsti staðurinn í Pem- bina County og þar af leiðandi kraft- mestur, þegar til kosninga kemur. Á þessum ástæðum viljum vór og þurfum vér íslendingar að hafa St, Thoinas- menn með. en ekki á móti. Það er mjög líklegk*ð einn eða fleiri af löndum vorum reyni áður en lángt um líður, að ná kosningu til ríkisþingsins og í þess- konar kringumstæðum mundum vér vera illa farnir, ef vór hefðum ekki fylgi St. Thomas-manna. Þriðja ástæðan er sú, að St. Thom- as hefir ætíð verið vinveitt vesturhluta Pembina Counties. Bathgate aftur á rnóti hefir um mörg ár verið svarinn ó- vinur þessa hluta countíisins. Það sem Bathgate óttast mest í hinu kom- andi kosningastríði, er andróður íslend- inga—og það af góðuin ástæðum—, því liinir leiðandi menn þess bæjar verð- skulda undir engum kringumstæðum að íslendingar i Pembina County ljái þeim lið. Þó að vér værum nú nógu heimskir til þess að styðja Bathgate í kosnjngastríði u u, mundum vér samt sem áður ekki ná vináttu þess bæjar. Nei, engan veginn. Bathgate mundi að eins brosa í kamp að grunnhyggni vorri, en eftir sem áður halda áfram að vinna 4 móti oss.og leggja tálsnörur á veg vorn. Og með því að veita Bath- gate lið í þessu efni, mundum vór al- gerlega glata hinni ómissandi hylli St. Thomas-biia og með því umbverfa hygð- um vorum í nokkurskonar pólitískan útkjálka, sem enginn tæki tillit til. Vér Íslendingar höfum byrjað vel og tekið jgóðan þátt í County-pólitík- inni. Eins og nú stendur er mikið und- ir því komið, að vér göngum hina póli- tísku braut vora með gætni og glögg- skygni og núum viðurkenningu; svo að vér vegna sljóskyggni vorrar fyrir- förum ekki þeirri hylli, sem vér þegar höfum á unnið oss meðal með- borgara vorra. en að vér, stig fyrir stig, tökum meiriog meiri þátt í póli- tísku Hfl Bandaríkja-manna, svo að vér ekki framar verðum álitinn sór- stakur flokkur, heldur hreinir og beinir Bandarí k j a-borgarar. ÍSLENDINGUR. Hnetu-brot tínd npp af G. A. Dalmann, Minneota Minn. Undirrót allra synda er van- þekking. Hyggnir menn breyta skoðunum sínum samkvæmt kröfum heilbrigðrar skynsemi en heimskingjar aldrei. Yfirstandandi óáran hefir felt í verði nær því alla hluti er starfsemi fram leiðir, nema veðskuldabref. 1 eða- skuldin á heimili þmu, vinnur hægt og gætilega að þinni eyðilegging. Það er nær því ómögulegt fyrir erviðismanninn að standa straum af fjölskyldu sinni. Hanner nauðbeygð- ur til að leigja syni sína og dætur auðvaldinu svo það geti lifað í enn meiri munaði og iðj'uloysi. Menntun barnanna er vanrækt. Þau alast upp í verkstæðum við siðleysi og þrældóin og þegar aldur leyfir gneiða atkvæði oins og böðlar þeirra benda þeim. Kvartið ekki, vinir, undan yðar erviðu kringumstæðum, atkvæði yðar hafa hjíilpaö til að skapa þær um undanfarandi ár. Þ.ss' n.a míélags bygging er yður sýnist svo hrörle-a byggð af yður eins og öðrum ein- staklingum. Þór uppskerið nákvæm- lega það sem þér hafið sáð. Þér hafið trúað í hlindni. Þór haflð verið skeytingarlausir um yðar mestvarð- andi málefni. Þér hafið sofið á titr- andi eldfjalli. Afskiftaleysi er yðar synd, örbyrgð og þrældomur eru eöli- legar atíeiðingar. Þrjár miljónir manna eru nú atvinnulausir í landinu. Hvað marg- ir þeirra hafa með atkvæðum sínum stutt það fyrirkomulag , er nú sviptir þá :þeim réttindum að mega gera eitthvað til gagns? Ellefu miljónir heimila eru veðsett í Bandaríkjunum. Hvað margir verða færir að innleysa þau a næstkomandi fimm árum. Hvað rnargir af oss verða það þá er eiga þak yfir sig og börnin sín. Yður mundiþykja betra að geta keypt kol dálítið ódýrari en nú gerist námamaðurinn er hættir lífi sínu við gröf þeirra fær 30 cent fyrir að nema tonnið, en þér borgið sex til tíu dollars íyrir sömu vigt; haldið þór að náttúran haíi setlazt til að kolum væri þannig úthlutað þegar hún lagði þau til síðu fyrir öldum síðan, börn- um sínum til þæginda. Ef svo er. þá ættum ver með atkvæðum vorum að styrkja þetta fyrirkomulag, Yæri ekki réttara að hugsa dálítið alvar- lega um þetta atriði. Eg veit það vinur, að þig vantar alla hluti til að gera lífið þægilegt. Eg veit að hendur þinar eru krept- ar af erviði. Ég veit að heilsa þín er á förum vegna klæðleysis og ó- hollrar fæðu; en hefir þú nokkru sinni athugað hvernig þú greiðir at- kvæði. Hefir þu alvarlega hugsað um hvernig þu hefir brukað þessi helgu róttindi ? Eða hefir þú gengið að þeirri athöfn hugsunarlaust ? Væri þá ekki reynandi að fara að hugsa um þetta mikilsvarðandi mál. Vertu óhræddur við háðglósur hins stetnu- lausa skríls; reyndu að kasta atkvæði þínu þér í hag og sjá hvernig fer. Þu hefir til þessa kosið eins og iðju- lausir auðkýfingar hafa sagt þér og reynzlan hefir kent þér hvernie: það hefir gefist. Stórglæpir og allskonar ósiðferði ber höfuðið hátt í stórborgum þessa lands, en vinnulýðurinn er alla auð- auðlegðina hefir skapað, gengur niður- lútur, með auðmýkt bíðandi eftir því, að molar kunni að falla frá borðum liinna háttvirtu letingja, er hvorki vinna né spinna , en lifa í óviðjafnan- legum muriaði á sveita meðbræðra sinna. Hvað mikið viðbjóðslegri en þettað var Rómaborg í algíeymi siunar spiliingar. Grafskript Islenzkunnar. 0, þú tigna, kæra móðurmálið sem mæltu forðum Óðinn, Þór og Freyr, hreint sem kristall hljómfagurt sem stálið hljómarðu ei á þeirra grundu meir. Nu á minni frægu fósturgrundu fegurð þín sín bezt enn njóta má, skáldin þig í bragi sínum bundu barna þinna vörum lifirðu á. Heim.a ertu ung og fögur meyja engin fegri sézt í víðum heim, hér þú sýnist aldin — ert að deyja; enginn getur sóð við skaða þeim. Menn í þessu heimska hrokans landi hjala alira tungumála graut, á þessum dögum, margur óhreinn andi er að flækjast bér á þinni braut. Börn þín verða að hætta þig að hjala, hrogna máliö krefst síns réttar nú; ég við heimiun hrogna málið tala, en helgust mér í ljóði verður þú. Hjarta mitt skal jafnan endur óma ástar-raddir þínar, tungan mín, hér þó sjái óg fölría fljótt þinn blóma fersk í minni sál býr minning þín. Farvel, hjartans kæra móðurmálið. minni þitt ég syngja skal í óð. Hreint, sem kristall, hljómfagurt sem stálið, hljóma muntu þars mín vagga stóð.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.