Heimskringla - 27.10.1894, Síða 4

Heimskringla - 27.10.1894, Síða 4
HEIMSKRINGtA 27, OKTÓBER 189». y 4 Demokratar! Embættismanna-efni flokksins í Pembina County eru í ár sem fylgir : — Treasurer — T. F. Donovan Sheriff — H. D. McKay Auditor — J. W. Hughes Register of Deeds — J. H. Anderson Clerk of Court — S, L. Swanson County Judge — E. W. Conmy Surveyor — F. E. Hebert Coroner — Dr. Muir. Winnipeg. Hr. St. Scheving frá West Sel- kirk heilsaði upp á oss núna í vikunDi. Finnið formenn Park River bank- ans, ef þér þurfið á peningum að halda. Lesið auglýsing Mr. M. J. Menes í Milton, N. Dak., í öðrum dálki Uaðsins. Athugið auglýsing Mr. Nelsons í Park River, á öðrum stað í blaðinu. Hann óskar að kynnast Dakota íslend- ingum. Laurier og förunautum hans var haldin veizla mikil á Hotel Manitoba á fimtudagskvöldið. — Hann fer alfarinn austur í dag. Gufubáturinn “Ida” fer frá Selkirk á þriðjudaginn kemur tii Nýja-íslands og norður um vatn. Verður það sein- asta ferðin í haust. Mr. Lárus Árnason er afhending- ingarmaður í Pioneer lyfjabúðinni í Park River, N. Dak. Hann vonar að landar finni sig að máli þegar þeir koma til bæjarins. Islenzkur maður, Guðmundur Markússon, slasaðist á laugardaginn var, við St. Andrews-kyrkjuna, sem verið er að byggja á Elgin Ave. Datt úr stiga og fótbrotnaði. Mr. ísl. V. Leifur í Glasston, N. Dak., hefir umboð á legsteinasölu í Pembina County. Hann hefir úr miklu að velja og selur ódýrt. Sjá auglýsing hans í öðrum dálki. Áslaksson & Peterson í Edinburgh, N. Dak., hafa keypt út stóra verzlun í Grafton, og flutt til Edinburgh og selja þar vörur með sérlega lágu verði. Þeir eru norskir og sérlega liprir menn. Hr. Thorgeir Símonarson, sem að undanförnu hefir haft greiðasöluhús hér í bænum, er alfluttur út í ísl. bygðinaj nýju á suðvesturströnd Mani- tobavatns. Utanáskrift til hans verð- ur framvegis: Westbourno, Man. Kennararnir á lúterska sunnu- dagsskólanum hér í bænum hafa tekið að sér að gangast fyrir hjálp til nauðstaddra Íslendínga hér í bænum á komandi vetri. Mrs. Kristrun Sveinungadóttir veitir móttöku sam- skotafé í því augnamiði, þangað til hjálparnefnd þessi gerir öðruvisi á- kvarðanir. Á miðvikudagskvöldið (24. þ. m.) lézt að heimili sínu, 44 Winnipeg Ave., Kér í bænum, Mrs. Guðrún Einarson, eftir jlangvarandi sjúkdóm. — Jarðar- förin fór fram í gær frá heimili hennar Stephan kaupmaður Sigurðsson, frá Hnausum. heilsaði upp á oss á fimtu- dagskvöldið og sagði oss meðal annars, að samkvæmt ítrekuðum áskorunum úr ýmsum áttum í Gimli-sveit hafi hann afráðið að vera í kjöri aftur í haust.— Mun mörgum þykja það góð frétt, því þegar hart er í ári og peningaþröng, er það áríðandi að sá sé oddviti sveita»- stjórnar, sem hefir ráð til að taka fleira en peninga sem gjaldmiðil í sveitar. skatta. Reynslan hefir sýnt, að það hefir Mr. Sigurðsson gert að undan- förnu og mun mega treysta honum til að gera það framvegis. Heill hópur leiðandi conservativa hérí bænum og fylkinu íór áustur til Öttawa samkvæmt’ boði Dominion- stjórnarinnar, á sunnudaginn og mánu daginn var. Hvað til stendur er öllum óljóstjenn, en sagt að Dominion-stjórn- in muni hafa í ',húg að styðja Hudson Bay brautar fél. meir en hún enn hefir lofað og að til muni fél. og peningar til þess að byrja svo að segja tafarlaust, ef saman gangi með því og stjórninni. Til sönnunar þvi er haft fyrir satt, að nú nýlega hafi verið talað um þetta mál við Greenway í því sh yni, að komast að hvað fylkisstjórnln væri tilbúin að gera. Með alt þetr^. hefir verið farið eins og mannsmor? g ekki nema örfáir menn vita nokkuð m þessar gerðir, en sagt er að Greenway hafi gefið góð svör. Ráðsmaður Hkr., herra J. W. Fin- ney, kom heim aftur úr ferð sinni um nýlendur Islendinga í Minnesota og Da- kota á mánudaginn var. Var honum hvervetna tekið tveim höndum og sýnd hin mesta rausn af hálfu andvígis- manna blaðsins öldungi seins og vinum þess. Meðan hann dvaldi í Duluth var loftið fult af reyk og umferð þess vegna ill-möguleg, og með fram járnbrautinni á leiðinni þangað var þá óslitinn eld- garður á báðar hendur á margra mílna svæði. í St. Paul og Minneapolis var verzlun líflegri nú en nokkurntíma á undanförnum þremur árum, en at- vinnudeyfð er þar mikil Jenn. í Minne- sota-nýlenduna hafðí Mr. Finney aldrei komið áður og leizt honum mikið vel á sig þar, og þá ekki síður á efnahag ný- lendumanna, sem óefað eru í heild sinni efnaðastir íslenzkir bændur hér vestan hafs, enda hafa ríkastir menn af íslandi flutt þangað. Um Dakota-nýlenduna fór hann alla og gat ekki annað séð, en að öllum liði vel í efnalegu tilliti.— Kosningastríðið ,'var aðal-umtalsefni manna þar, sérstaklega að því er snerti kosning- þingmanna. Ekki gat hann annað ráðið af tali við menn almennt, og það þó þeir væru strangir og stíf- lyndir flokksmenn, en að þeim mundi kært að sjá þingmannsefni Populista, herra Stephán Eyjólfsson, ná kosningu, og réði hann af þvi, að þegar til kæmi, mundu mörg atkvæði íslenzkra flokks- manna falla honum í vil. Til sönnunar því, að margir séu kosning Stephans hlyntir, gat hann þess, að þrátt fyrir itrekaðar áskoranir neitaði herra Stígur Thorvaldsson að sækja móti honum, af þeirri ástæðu einni að hann vildi ekki draga atkv. frá Stepháni og ef til vill með því brugga bæði sér og honum banadrykk í'pólitískum skilningi. EinS og áður var Um getið í “Lög- bergi” lézt þann 16. m. úr brjósttær- iugu, bóndinn Jóhannes Sigurðsson, að heimili sinu í Argylebygð. Uann var fæddur árið 1857 að Spákelsstöðum í Laxárdal í Dalasýslu. og ólzt upp hjá föður sínum, Sigurði bónda Sigurðs- syni, er lengi bjó að Hróðnýarstöðum í sömu sveit. Árið 1883 gekk hann að eiga ungfrú Kristínu Eiríksdóttir, ætt- aða af suðurlandi. Sama ár flutti hann ásamt föður sínum tíl Canada og settist að í Winnipeg. Á fyrsta ári þar missti hann þessa konu sína. Þar dvaldi hann til þess hann fyrir rúmum 7 árum flutti til Argyle-nýlendunnar og byrjaði þar búskap á landi, er hann hafði keypt fyrir skömmu.í—Fyrir'rúmujári síðanjfgift- ist hann ungfrú Guðrúnu Sigríði Guð- mundsdóttir, sem nú ásamt hans aldur- hnigna og mædda föður syrgja hann sárt og trega. Jóhannes sál. var stakur atorku- og dugnaðarmaður, ótrauður og ötull hvívetna. Lyndiseinkunn hans er rétt- ast lýst þannig : Hann var glaðlyndur og góðlyndur, trúr og trygðfastur vin- ur, sem ekki vildi vamm sitt vita í neinu. Hann var því hvervetna , vel látinn af öllum er honum kynntust, og margir munu ‘ vera þeir kunningjar hans og vinir, er sakna hans sárt og geyma minningu hans í hjarta sínu meðan þeim endist aldur til. — Hann var jarðsunginn af séra Hafsteini Pét- urssyni 20. þ. m. Friður sé yfir moldum hans. KUNNINGI ÞESS LáTNA. Glasgow-í'urðuverkið. HVERNIG SKOZK STÚLKA BJARGAÐIST FYRIR AÐSTOÐ CANADA-MANNS. Henni var ekki ætlað líf. — Þjáðist af yfirliðum og hjartveiki. — Læknarnir sögðu að henni mundi ekki batna. — Merkileg saga. Tekið eftir Glasgow Echo. “Littla Nellie,” sem skýrt hefir verið frá í blöðunum, og síðar í brófi frá Rev. Samuel Harding að hefði komist til heilsu eftir að allar vonír virtust að vera úti, er að eins eitt af áþekkum tilfellum í Glasgow. Síð- astu merkissagan um afturbata er sagan af Miss Lizzie Duncan, ungrar konu sem má segja að hafi verið hrifin' úr dauðans kverkum. Hún var kom að þrotum — veslaðist upp frammi fyrir foreldrum sínum og vin- um sem engan veg sáu til hjálpar. Af þessu leiddi, að þegar hún var að því er vírtist komin til heilsu varð umtal um þetta svo algengt að fregná rita frá blaðinu Echo var falið á- hendur að grenzlazt nákvæmlega eftir hvað haft væri í þessu. og það leiddi til þess að sagan reyndist sönn. Þegar fregnritinn kom til 208 Stirling Road var honum vísað til Mrs. Duncan af hraustlegri o; útlits fallegri stúlku sem eftir alt reyndist að vera Miss Duncan. “Þetta er stúlkan,” sagði móðir hennar, Það veit skaparinn að það er furðuverk að hún er við heilsu. Fyrir átta mánuðum fór Lizzie að veslast upp. Hún varð fölleit og óstyrk. Einn sunnudagsmorgun sagði hún. “Mamma, ég get farið á fætur í dag,” en áður en hún var búin að ljúka við orðin fölnaði hún eins og nár, og leið yfir hana. Eg sendi eftir læknirnum, og hann sagði að hún heföi hjartveiki. Þegar hann kom í næsta var hún verri, og hann sagði : “Vesalings stúlkan er v langt leidd.” Við bjuggumst við að hún lifði ekki lengi; allur litur var horfinn úr andlitinu á henni, og hún veslaðist stöðugt upp og svo hún var ekki orðin annað en beinin. Lækn. arnir sögðu [aðj hún kynni að lifa af veturinn en ekki meira. Einu sinni vildi svo til að ég sá í blaði að fólk sem hafði verið komið £ dauðan hafði verið læknað með nýrri vísindalegri uppfindingu — einskonar pillum ólík- um öðrum meðulum, en sérlega kraft- miklum og sem kallaðár væru Dr. Williams Pink Pills for Pale People. Eg sagði við manninn minn : “í öllum TILBUÍNN FATNflDUR / — I — The Blue Store Nr. 434 Main Street. Merki: Blá Stjarna. bænum skulum við reyna Dr. Williams Pink Pills, og áður en búið var með fyrstu öskjuna var batinn sjáanlegur. Hún hélt áfram, og þegar hún var búinn með fimm öskjur, var hún orð- in alheil, og það er ekki hraustari kvennmaður í Glasgow en hún, þó hún fyrir stuttu síðan væri að eins beinin tóm. Þér getið spurt 'hvern sem þér viljið af nábúum okkar um það,” sagði Mrs. Dunkan að lokum^ eða hvern sem þór viljið, og þeir munu sanna söguna. Þareð vér höfum nýlega fengið miklar byrgðir af til- búnum fötum, úr bezta efni, og með nýjasta sniðí, sem verður að seljast tafarlaust án tillits til verðs — þá bjóðum vér öllum að koma og velja hvað þeim sýnist. Gáið að BUXUM SEM ERU MERKTAR $1,50 YIÐ BtJÐARDYRNAR. Gáið að Stúlkun sagði: “Eg er hraustari en ég hefi verið nokkru sinni áður, og þó var ég orðin svo aum, að ég gat varla lýst því, ég var rétt við dauða. Eg gat hvorki gengið vpp né ofan stiga, ég var hrædd við að hreyfa mig vegna hjartveikinnar í mér. Ég brúkaði Dr. William’s Pink Pills eftir ráði móður minnar, og ég er sannfærð um að ég á þeim líf að launa. VERÐINU Á KLÆÐNAÐINUM I BÚÐARGLUGGUNUM. Vér beiðumst þess að eins að þér komið og sannfærið yður um það sem vér segjum. MUNIÐ EPTIR Miss Wood, sem fyrst benti fregn- ritanum á þetta sjúkdómsefni, sagði, að foreldrar stúlkunnar hefðu látið taka mynd af henni, af því þau hefðu haldið að hún mundi þá og þegar lenda í gröf- ina.—Lizzie heimsókti hana einusinni, en varð svo yfirkomin að það þurfti að bera hana heim til sín aftur. Mrs.- Wood sagði: “Breytingin hefir verið stórkostleg, stúlkan er nú alheil, og Dr. William’s Pink Pills hafa orðið meðal til að bjarga henni. Blue Store. Merki: Bla stjarna. A ejHEvi^. Hversvegna best er og hagkvæmast að taka LÍFSÁBIRGÐ í Tlie öreat West Life. Tle Creat Nortíiwestern'Barpiii House. C. E. Nelson, eigandi. Verzlar með fatnaði, álnavöru, gólfteppi, skó, og stígvél, hatta, húfur, og alt sem karla, og kvenna fatnaði tilheyrir. Mikil matvörusala. Bændavara keypt liæsta verði. I. Það heflr aðalstöðvar sínar hér og allar tekjur verða ávaxtaðar í Norð- vesturlandinu. II. Ábirgðin verður ódýrari af því hé% er hægt að fá hærri vexti af pen- ingum heldur en lífsábirgðarfélög ann- arstaðar geta fengið. III. Skilmálarnir eru frjálslegri og hagfeldari fyrir þá sem tryggja líf sitt heldur en hjá nokkru öðru lífs- ábirgðarfélagi. IV. Fyrirkomulag þessa félags er byggt á reynslu margra lífsábyrgðar- félaga til samans og alt það tekið upp sem reynst hefir veí. V. Hinar svo kölluðu Collateral Se- curity Policy (sem veita auðvelda lán- skilmála) eru að eins gefnar út af því félagi, og eru hentugri fyrir almenning en nokkuð annað, sem í boði hefir verið, VI. Ábyrgð fyrir tíu, fimtán og tutt- ugu ára tímabil og heimild til að lengja og stytta tímann, án þess að fá nýtfc læknisvottorð fást fyrir lægsta verð. J. II. Brockj aðalforstöðumaður. 457 MAIN STR. WINNIPEG K. S. Thordarson, agent. W = — 3 u > o K > ö > % C. E. NELSON eigandi. Park River N. D. 2 Q p p & ■5T P § i g - £ W Q» P p 3 * • a> £ P Q* ®S. <§ g p EL 0> c: <a P Q* CT* a> o: P* P O* W 2 5' p 2 B » P. P w Q)< O aq 3 & 3 Qx C CfQ CD <r+- > / Islendingar ! Þér fáið hvergi betri hárskurð og rakstr en hjá Sam. Montgommery, Rakstur 10 cents. Hárskurðnr 15 cents. . . . . 671 Main Str. Eftirmaður S. J. Schevings. p crq^ R. C. Rowdert, M. D. Útxkrifaður af McQill hdskólanum. Skrifstofa 562 Main Str w .... Iíeimili 209 Donald Str. h—* ® Ö Skrifstofutími frá ki. 9 árd. til kl. 8 crq e eíðd. — Gefur sig einkum við kvennsjúkdómum. Arinbjörn S. Bardal Selur líkkistur og annast um útfarir. Égilj Allur útbúnaður sá bezti. Opið dag og nótt. 629 Elgin Ave. 18 Valdimar munkur. sagt mér það. Ég hefi áreiðanlega séð yðr einhverstaðar.” “Og eru þeir menn ekki hundruðum sam. an,” svaraði munkurinn,” í þessari miklu horg, já, þúsundum saman, sem þér þekkið eða kannist við, eins og þér kannist við mig ?” “Jú, — víst getur það verið, en þó öðruvísi. Ég kannast máske við að hafa séð andlit manna svo þúsundum skiftir, en ekki eitt þeirra allra mundi vekja nokkra sérstaka tilfinning í sálu minni. Yðar ásýnd aftur á móti kveikir í brjósti mínu ákafar tilfinningar, einhverjar áhrifamikl- ar endurminningar um liðin tíma, sem gera mér ónæði. Hver eruð þér, góði faðir ? Hvar hefi ég séð yðr? Var það á Spáni?” “Nei”, sagði Valdimar og hristi höfuðíð og svo bætti hann við, en alvörublær breiddist yfir svip hans : “Sleppum þessu í þetta sinn. Ég vil ekki segja, að þessar undarlegu hugmyndir yðar séu ástæðulausar. En á hinn bóginn get ég fullvissað yðr um, að þangað til í gærkvöldi hifi ég aldrei kynnst y r yersónulega, áð minnsta kosti ekki svo ég viti. Þér hafið nú reynzt mér hinn góði Samaríti og ég vil vona að ég e'nhvern tíma verði fær um að gjalda líku líkt”. "Nei, nei”, svaraði' Rúrik, “ef þér endur. gjaldið, þá er það ekki lengur neinn greiði, sem ég hefi gert yðr. Eg hefi heldur ekki gert annað en það, sem hverjum manni er skylt að gera fyr- ir náunga sinn. í stað þess því að eiga þakkir skílið, er það óg sem ætti að þakka fyrir þetta Valdimar munkur. 23 is, vegna meyjarinnar sjálfrar. Yður er það auðvitað ljóst, að hertoginn getur aldrei sam- þykkt að hún giftist yður, en jafnframt vill hann hafa undir höndum afsölun þessa frá yður, til þess að sýna henni þegar til þess kemur, að hann þarf að gefa úrskurðinn, Ég hefi hér skjal svo útbúið, að ekki vantar nema undirskrift yð- ar. Hér er það; það er einfalt vottorð um að þér hafið hvorki von um að mærin verði yðar kona, né heldur hafið þér hugsað yður að fara þess á leit”. Um leið og hann sagði þetta. dró greifinn skjal upp úr brjóstvasa sínum og rétti Rúrik, en hann snerti það ekki. í þess stað hopaði hann eitt skref aftur á [bak, rétti sig upp og hvessti augun á greifrnn. “Herra greifi”, sagði hann í róm, er bar vott um réttláta, göfuga gremju. “Hverskonar álit hafið þér á mér? Er það virkilega að hinn göfugi herra, Olga hertogi af Tula, hafi sent yður til mín í slíkum erinda- gerðum ?” “Stephan”, svaraði greifinn og sneri máli sínu til fylgdarmanns síris, “þér heyrðuð boö her- togans þetta mál áhrærandi í morgun”. “Já”. svaraði Urzen og sneri sér til Rúriks, “ég heyrði þau. Þér þafið flutt þau rótt og skil- merkilega”. “Eg er máske ekki síður iiissa á þessum und- arlega smekk liertogans, en þér”, sagði greiíinn drembflega. “Að hann hoimtar þetta vottorð frá 22 Valdimar munkur. “Máske þér vilduð þá gera mér grein fyrir hvaöa tilkall ég hefi til meyjarinnar”, sagði Rú- rik og var ekki frítt við að rödd hans titraði, því þetta umtal [risti æði-djúpt í hugskot hans. “Þér skuluð ekki geta sagt það. Rúrik Ne- vel”, svaraði greifinn, “að mér hafi mistekist að gera mig skiljanlegan, og þess vegna skal ég út- skýra orð mín”. Þegar hér var komið breytti hann um róm, varð ekki eins þjóstugur, en tal- aði aftur eins og menn tala við börn og þeim ei n- um en ekki ræðumanninum til þægðar. “Lafði Rosalind”, hélt hann áfram; “er af tignum ætt- um og stórrík. Ég er jafningi hennar að því er er snertir ættgöfgi og auðlegð, ættgöfgi að minsta kosti. Ef til vill á hún undir sínu nafni meiri eignir en ég á undir mínu nafni, en það gerir enganmun. Ég ann henni og hlýt að vinna hana fyrir konu. Eg hefi farið á fund hins göf- uga hertoga, sem er fjárhaldsmaður hennar og svaramaður, og hefir hann ekkert á móti að ég sæki það mál. En hann sagði mér, að það væri einn hlutur mór til fyrirstöðu og þaðværi, að Rósalind elskaði yður. Hann veit [mikið vel, eins og ég veit—eins og aunars allir aðrir vita—, að hún getur aldrei orðið konan yðar'. Jafnfran t er það víst, að hann vill ekki láta nema sem allra minnst á móti lienni. Þess vegna er það eitt nauðsynlegt, að þér viðurkennið að þér hafið ekkert tilkall til hennar. Þetta vona ég að só svo greinilega sögð saga, að þér skiljið hana. Vór æskjum eftir þessu í góðum tilgangi einung- Valdimar munkur. 19 tækifæri að sýna lítinn greiða, því ég veit enga gleði uppsprettu svo hreina og þægilega eins og þá meðvitund, að hafa unnið góðverk”. Munkurinn rétti fram hönd sína, tók hönd smiðsins og sagði með mikilli tilfinningu : “Þér hreyfið höcpustrengi sálarinnar með göfugum fingrum, sonur góður, og geti nokkurt góðverk fært mór gleði, þá er það ‘góðverk unnið fyrir yðr. Við hittumst máske síðar, í miflitíðinni bið ég guð að blessa yðrog farsada störf yðar”. Um leið og munkurinn sagði þetta, gekk hann af stað út úr smiðjunni og áöur en Rúrik rankaði við sér og tæki sig til að fylgja honum til dyra, var hann kominn út úr húsinu. Rúrik langaði til að lengja samtalið, en hugur hans vul* á l'VÍ reiki, aö hann kom því ekki fyrir sig, hvað hann vildi segja. Hann sneri því 'aftur inn í smiðju sina og tók ,til starfa. Hann var samt ekki hættur að hugsa um þennan einkenni- lega gest og spurði Paul hvort hann þekkti hann. Paul hristi höfuðið en gaf ekkert afgerandi svar. “Hvernig á óg aö skilja þetta ?” spurði þá Rúrik. “Finnst þér að þú hafír séð liann áður ?” “Hvernig veit ég það. Það getur verið og getur verið ekki. En hvernig goturðu búizt við að mitt minni só betra on þitt?” Rúrik var ekki allskosta ánægður með svarið Hann liorfði á Paul og honum virtist svipur hans lýsa innri meðvitund, sem ekki kom þó fram í orðunum. Samt afréð Rúrik að sleppa frekari spurningum í það skiftið. Iíann liafði #

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.